Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1982, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1982, Qupperneq 16
íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1982. DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1982. Lena Köppen „íþrótta- maður Norðurlanda 1981” Danska badmintonkonan snjalia, Lena Köppen, Danmörku, var kjörin „iþrótlamaöur Norðurlanda 1981” í Kaup- mannahöfn í gær, þegar formenn samtaka Lena Köppen, iannlæknir i Kaupmannahöfn, hefur verið fremsta badmintonkona heims um langt árabil. íþróttafréttamanna á Norðurlöndum komu þar saman til fundar. Þórarinn Ragnarsson var fulltrúi islenzku samtakanna þar. Þetta er i fyrsta sinn sem kona er í efsta sætið í þessari samkeppni sem hófst 1962. Að henni standa, auk iþrótíafréttamanna, Volvo-fyrir- tækið sænska. Aðrir, sem til greina komu nú voru Jón Páli Sigmarsson, lyftingamaður „iþróttamaður ársins 1981” á íslandi, sænski skíðagarpurinn Ingemar Stenmark, Tom Lund, knattspyrnumaður Noregi, og Heikki Mikola, Finnlandi, heimsmeistari i skíðaskotfimi. Stenmark var „íþróttamaður Norðurlanda 1980”. -hsim. Tveirsigrar KR-inga — íbikarkeppni í handknattleik Þrír leikir voru háðir í bikarkeppni HSÍ í Laugardalshöllinni á miðvikudagskvöld. Einn var í meistaraflokki kvenna. Þar sigraði KR Víking með 18—14. Tveir leikir voru í 2. flokki karla. KR sigraði Akranes 25—12 og Víkingur sigraði Þrótt 15—14. -hsím. Síðari umferðin í 1. deild karla á íslandsmótinu í handknattleik hefst á morgun. Fjórir leikir háðir um helgina, heil umferð. Tveir slórleikir verða í þessari áttundu umferð mótsins. Á morgun, laugardag, leika Víkingur og KR í I.augardalshöll og hefst leikurinn kl. 14.00. Á sunnudag leika Þróttur og FH á sama stað og tima. Þessi fjögur lið skipa fjögur efstu sætin í keppninni. Önnur koma ekki til greina í keppninni um efsta sætið. Eftir fyrri umferðina, sjö leiki, er FH efst með 12 stig, Víkingur, Þróttur og KR hafa 10 stig hvert félag. Myndin að ofan er frá leik KR og Víkings í fyrri umferðinni. KR sigraði í þeim leik með eins marks mun, 19—18, þar sem sigurmarkið var skorað úr vítakasti á síðustu sekúndum leiksins. KR-ingar höfðu góðar gætur á Þorbergi Aðalsteinssyni í leiknum en þarna tókst honum að skora þrátt fyrir gæzluna. DV-mynd Friðþjófur. „ÞETTA VAR KVEÐJU- STUND HJÁ OKKUR” — sagði Gísli Gíslason landsliðsmaður hjá Stúdentum, sem töpuðu67-88fyrir ÍR Við erum nú endanlega búnir að | | ÍR: — Stanley 25,'kristinn 20, Jón J. kveðja úrvalsdeildina — eftir þetta tap gegn ÍR-ingum, sagði Gísli Gislason, landsliðsmaður hjá Stúdentum, eftir tap þeirra 67:88 fyrir ÍR-ingum í gær- kvöldi. — Þetta hefur legið í loftinu sl. þrjú ár, þar sem endurnýjunin hefur verið nær engin hjá liðinu, og ég held að það verði erfitt fyrir Stúdenta að endur- heimta sæti sitt í úrvalsdeildinni næstu ár þar sem margir af þeim máttarstólp- um liðsins eru að hætta, sagði Gísli. — Það er mikill léttir hjá okkur að hafa lagt Stúdenta að velli — sigur okk- ar var aldrei i hættu, sagði Kristinn Jörundsson, leikmaðurinn snjalli hjá ÍR-ingum. Stúdentar þurfa nú að vinna 5 af síðustu 6-leikjum sínum, til að ná okkur — þeim tekst það aldrei, sagði Kristinn. ÍR-ingar voru ávallt með undirtökin í gærkvöldi — voru yfir 41:34 i leikhléi og síðan var munurinn orðin 20 stig (61:41) á 7. mín seinni hálfleiksins — og sigur þeirra kominn í örugga höfn. Kristinn Jörundsson og Bob Stanley voru beztu menn ÍR-liðsins og þá áttu þeir Benedikt Ingþórsson, Hjörtur Oddsson og Jón Jörundsson góða spretti. Ingi Stefánsson var bezti maður Gisli Gislason. ur Stúdenta. . bezti sóknarieikmað- Stúdenta og þá var Pat Bock þokka- legur á köflum. Gísli Gíslason og Árni Guðmundsson voru óvenjulega daufir. Þeir sem skoruðu í leiknum, voru: 18, Hjörtur 13, Benedikt 10 og Ragnar 2. ÍS: — Ingi 22, Bock 17, Guðmundur J. 8, Bjarni Gunnar 12, Gísli 4, Árni 2, Jón Ó 2 og bróðir hans Þórður Ö. 2. -sos Staðan er nú þessi í úrvalseildinni í körfuknattleik, gærkvöldi: Njarðvík Fram Valur KR ÍR ÍS eftir leikinn 1139:1025 22 1094:1001 18 1056:1023 14 1014:1081 14 1089:1150 10 1110:1262 2 Stigahæstu menn: Danny Shouse, Njarðv. 450 Bob Stanley, ÍR 376 Val Brazy, Fram 372 John Ramsey, Val 285 Dennis McGuire, ÍS 257 Stu Johnson, KR 237 Símon Ólafsson, F'ram 241 Jón Sigurðsson, KR 221 Gisli Gíslason, ÍS 207 Torfi Magnússon, Val 197 Valur mætir Fram Einn leikur fer fram í kvöld — Vals- menn mæta Fram í Hagaskólanum kl. 20.00. HM íalpagreinum í Schladming: Stúlka frá Sviss með forastu í tvíkeppni Maria Walliser, 18 ára stúlka frá Sviss, sem rétt með naumindum komst í svissneska HM-liðið, hefur forustu eftir brunkeppnina í tvíkeppni kvenna Níumörk Árna meöMalmöFF Frá Gunnlaugi A. Jónssyni frétta- manni DV í Lundi: Árni Hermannsson, fyrrum liðsmað- ur Hauka í Hafnarfirði, átti stórleik með liði sinu, Malmö FF, i 2. deildinni sænsku á ntiðvikudagskvöld. Árni var að sögn Sydsvenska Dagbladet lang- bezti útileikmaður Malmöliðsins í 32— 28 sigri liðsins yfir Dalhem. Jafnframt var Árni markhæsti maður liðsins með 9 mörk. Að sögn Tommy Lindberg, þjálfara liðsins, hefur Árni verið í stöðugri framför í vetur. Oft verið lykilmaður í leik liðsins og er nú auk þess aðal- markaskorari þess. GAJ, Lundi/-SSv á heimsmeistaramótinu í alpagreinum. Það var fyrsta greinin á HM í Schladm- ing í Austurríki, ný keppnisgrein á HM og kemur ■ stað gömlu, samanlögðu keppninnar, þar sem verðlaun voru veitt fyrir beztan samanlagðan árangur í bruni, stórsvigi og svigi. Svig- keppni i þessari nýju tvíkeppni verður á mánudag. Einnig verður tvíkeppni í karlaflokki. Brun á dagskrá í dag, svig á þriðjudag. Brunbrautin í gær var 2,5 km og timi MariuWalliser var 1:39,17 mín. Jafnar i öðru sæti urðu Doris de Agostini, Sviss, og Cindy Nelson, Bandaríkjun- um, á 1:39,61 mín. Irene Epple, V- Þýzkalandi, varð fjórða á 1:39,81 mín. Erika Hess, Sviss, varð í 12. sæti á 1:40,32 mín. Hún er fremsta svigkona heims og ætti að hafa góða möguleika á að sigra í tvíkeppninni á mánudag, þegar keppt verður í sviginu. Litið hef- ur borið á Mariu Walliser í keppni heimsbikarsins í vetur. Bezti árangur í gær, 28. janúar, varð íþróltasamband íslands 70 ára. í tilefni þess lagði fram- kvæmdastjórn ÍSÍ blómsveiga á leiði brautryðjendanna Sigurjóns Péturssonar Álafossi er var upphafsmaður stofnunar ÍSÍ„ Axels V. Tuliniusar er var fyrsti forseti ÍSÍ og Benedikts G. Waage er var forseti ÍSÍ í 34 ár. Myndin sýnir er Sveinn Björnsson, forseti ÍSÍ, leggur blómsveig á leiði Axels V. Tuliniusar. Á myndinni eru auk hans, frá vinstri, Hannes Þ. Sigurðsson, Álfreð Þorsteinsson, Björn Viimundarson, Jón Ármann Héðinsson, Þórður Þorkelsson og Hermann Guðmundsson. hennar sjötta sæti í bruni í Grindelwald fyrr í þessum mánuði. -hsím. |>RÖSTUR SIGMAR ÓSKARSSON — sést hér með verðlaunin sem hann fékk. DV—mynd: Guðmundur Sigf. Sigmar Þröstur íþróttamaður Vestmannaeyja Sigmar Þröstur Óskarsson, mark- vörður Þórsliðsins í handknattleik, hefur verið kjörinn íþróttamaður Vest- mannaeyja 1981. Sigmar Þröstur hóf að verja mark Þórsara 16 ára og síðan hefur hann staðið í markinu og sýnt miklar framfarir. Sigmar var markvörður islenzka landsliðsins, skipað leikmönnum undir 21 árs í HM-keppninni í Portúgal, þar sem Island hafnaði í sjötta sæti. Þá hcfur Sigmar leikið með unglingalands- liðinu. Þessi ungi markvörður á framtiðina fyrir sér. Hann var vaiinn í landsliðs- hópinn i handknattleik fyrir lands- leikina gegn Dönum á dögunum, en gal ekki leikið, þar sem hann var ekki búinn að ná sér eftir matareitrun, sem hann fékk í Portúgal. Það er Rotary- klúbhur Vestmannaeyja, sem stendur fyrir kjöri iþróttamanns ársins. FÓV-Vestmannaeyjar IR-ingar í efsta sætið í 2. deild Sigruðu Fylki 19-16 í slökum leik í Laugardalshöll í gærkvöld ÍR náði forustu í 2. dcild í gærkvöld í fyrsla skipti á leiktímabilinu. Komst upp fyrir Stjörnuna, Garðabæ, eftir sigur á botnliði Fylkis 19—16 í Laugar- dalshöll. Sá sigur var ekki sannfærandi hjá ÍR-ingum, jafnvel heppnir að sigra í leiknum. Árbæingar, sem féllu niður úr 1. deild sl. vor og virðast nú stefna beint niður í 3. deild, voru ótrúlega óheppnir með skot í leiknum. Fjölmörg þeirra lentu í stöngum ÍR-marksins. Þeir Jens Einarsson, landsliðsmark- vörður, og Björn -Björnsson gátu iítið leikið með ÍR í gærkvöld, auk þess, sem ÍR-liðið var einnig án Brynjars Stefánssonar. Auðvitað höfðu meiðsli þessara þriggja leikmanna áhrif. ÍR- liðið var talsvert frá sínu bezta en það er þó greinilegt ef ÍR kemst upp í 1. deild í vor, að erfitt verður hjá liðinu að leika þar. Sem sagt. Varla 1. deildar- lið. Fylkisliðinu hefur farið ótrúlega mikið aftur og það sem verst er, leik- menn liðsins hafa misst trúna á sjálfa sig. Höfðu ekki trú á því að þeir gætu sigrað í gær. Einar Ágústsson lék ekki með vegna meiðsla. ÍR hafði tveggja marka forustu í hálfleik, 9—7, og komst fljótt í 12—8 í þeim síðari. Þá tóku Árbæingar við sér. Minnkuðu muninn í 12—11. Það stóð þó ekki lengi. ÍR náði aftur þriggja marka forustu, 14—11. Fylkir minnkaði muninn aftur í j,eilt mark, 14—13, en herzlumuninn vatitaði til að fylgja þessu eftir. ÍR náði aftur tveggja til þriggja marka forustu en Fýlkir greip til þess ráðs að taka tvo leikmenn ÍR, Sigurð Svavarsson og Guðmund Þórðarson úr umferð. Það virtist ætla að heppnast. 17—16, þegar þrjár mín. voru eftir. En eins og áður tókst Fylki ekki að fylgja þessu eftir. Meira að segja skotið yfir mark ÍR úr vítakasti og ÍR-ingar skoruðu svo tvö síðustu mörkin í leiknum. Arnarmótið íborðtennis: RAGNHILDUR 0G HJÁLMTÝR ÖRUGGIR SIGURVEGARAR Hjálmtýr Hafsteinsson, KR og Ragnhildur Sigurðardóttir,UMSB, urðu sigurvegarar í meistaraflokki á Arnarmótinu i borðtennis í Laugar- dalshöll um helgina. Hjálmtýr sigraði félaga sinn úr KR, Jóhannes Hauksson, í úrslitum 21—15 og 21— 19. Ragnhildur sigraði Ástu Urbancic, Erninum, í úrslitum í meislaraflokki kvenna 21—12 og 21—13. Kristín Njálsdóttir, UMSB, varð þar í þriðja sæti en Stefán Konráðsson, Víkingi, þriðji í meistaraflokki karla. 1 1. flokki kvenna sigraði Arna Sif Kærnested, Vikingi. Elísabet Ólafs- dóttir, Erninum, 21 —11 og 21 —17 I úrslitum. Elín Eva Grimsdóttir Erninum, varð þriðja. Í 1. flokki karla Skíðaskóli Sigurðar — að hefja starfsemi á ný Skíðaskóli Sigurðar Jónssonar hefur störf á ný í byrjun næstu viku og verður kennt í Bláfjöllum og i Hamragili. Skíðaskólinn hóf starfsemi sína í fyrravetur með góðum árangri. Sigurður Jónsson hefur verið fremsti skíðamaður íslands í alpagreinum undanfarin ár og ásamt honum verða níu aðrir skíðakennarar við störf hjá skólanum í vetur. Allt þekkt skíðafólk og með próf erlendis frá í skiðakennslu. Fyrsta námskeiðið hefst á þriðju- dagskvöld, kvöldnámskeið, en einnig verða námskcið að deginum til, svo og kennsla fyrir börn og sturfsfólk fyrir- tækja. Allar upplýsingar um skiða- skólann er hægt að fá í síma 76740 eftir kl. 17.00 á daginn. sigraði Björgvin Björgvinsson, KR. Vann Árna Gunnarsson, UMFK, 21 — 10 og 21 —16 í úrslitum. Gunnar Birkisson, Erninum, varð þriðji. í 2. flokki karla sigraði Kristján Viðar Haraldsson, HSÞ. Vann Gunnar Hall, Erninum, 21 —16, 18—21, og 21—8 í úrslitum. Sigþór Haraldsson HSÞ, og Guðmundur I. Guðmundsson, Vikingi, urðu jafnir í 3.—4. sæti. Punktastaða BTÍ að loknu Arnarmótinu er nú þannig í meistara- flokki karla og kvenna Meistaraflokkur karla: 1. Tómas Guðjónsson KR 86 2. Tómas Sölvason KR 47 3. Hjálmtýr Hafsteins KR 42 4. Bjarni Kristjánss UMFK 33 5. Jóhannes Hauksson KR 27 6. Gunnar Finnbjörnss.Örn 20 7. Kristján Jónasson Vík 18 8. Stefán Konráðsson Vík 9. Guðmundur Maríusson KR 10. Hilmar Konráðsson Vík Meistaraflokkur kvenna: 1. Ragnhildur Sigurðard. UMSB 2. Ásta Urbancic Erninum 3. Kristín Njálsdóttir UMSB 4. Hafdís Ásgeirsdóttir KR 5. Erna Sigurðardóttir UMSB 18 13 4 2 1 PatBockfrákeppni Allt bendir til að Pat Bock — Banda- ríkjamaðurinn hjá Stúdentum, leiki ekki með þeim næstu leiki í úrvalsdeild- inni, hann meiddist á hné. í leik þeirra gegn ÍR-ingum i gærkvöldi og þurfti að yfirgefa völlinn. -SOS. Mörk ÍR í leiknum skoruðu Ársæll Kjartansson 7, Guðmundur Þórðarson 7/1, Sighvatur Bjarnason 3, Sigurður Svavarsson og Einar Björnsson eitt hvor. Mörk Fylkis skoruðu Einar Einarsson 5, Andrés Magnússon 4, Gunnar Baldursson, 4/1, Jón Leví 2 og Haukur Magnússon eitt. Staðan i 2. deild er nú þannig eftir sigur IRígærkvöld. ÍR 9 7 0 2 Stjarnan 10 6 1 3 Þór, Vest. 9 5 13 Haukar 8 4 13 Týr.Vest. 10 4 0 6 Afturelding 8 2 3 3 Breiðablik 8 2 2 4 Fylkir 10 1 2 7 -hsím. Skíðalyfta Breiða- bliks vígð á morgun „Það verður talsverð viðhöfn hjá okkur í Breiðabliki, þegar hin nýja skíðalyfta félagsins í Bláfjöllum verður vígð á laugardag, 30. janúar. Hún mun vera önnur stærsta skiðalyftan í Bláfjöllum,” sagði Hafsteinn Jóhannesson, hinn kunni íþrótta- frömuður í Kópavogi, í samtali við 1)V. Snorri Konráðsson, forseti bæjar- stjórnar Kópavogs, mun flytja vigslu- ræðuna kl. 13.30 á morgun. Skíða- lyftan er i Drottningargili í Bláfjöllum og það er stvrktarmannafélag skíða- deildar Brciðabliks, sem haft hefur veg og vanda af framkvæmdum við skíða- lyftuna. F.ftir vigsluathöfnina verður frír aðgangur að lyftunni fyrir almenning. -hsím. Drott í efsta sæti, GUIF í fallhættu Þrátt fyrir góða frammistöðu Andrésar Kristjánssonar, fyrrum Hauka-leikmanns, með GUIF’ í All- svenskan í sænska handknattleiknum er liðið í fallhættu. Tapaði 32—25 íyrir efsta liðinu, Drott, í 16. umferðinni um síðustu helgi. Andrés var markhæstur í liði GUIF' með sex mörk en landsliðs- maðurinn sænski, Bo Andersson, næstur með 5/2. Úrslit í öðrum leikjum í 16. umferð- inni urðu þau að H 43 tapaði á heima- velli í Lundi fyrir Gautaborgarliðinu Heim 24—29, Vikingarna og Warta gerðu jafntefli 21—21, Frölunda vann Kroppskultur 28—24. Redbergslid tap- aði á heimavelli fyrir Ystad 19—25 og Karlskrona tapaði á heimavelli fyrir Lugi 20—23. Sautjánda umferðin verður leikin nú um helgina og þá leikur GUiF á heima- velli við neðsta liðið, Redbergslid. Það er athyglisvert að Svíar, sem taka þátt í heimsmeistarakeppninni i Vestur- Þýzkalandi sem hefst eftir tæpan mán- uð, hafa leikið sextán umferðir í sinni meistarakeppni á sama tíma og við hér á íslandi höfum leikið sjö umferðir. Það er því talsvert ntikill munur á framkvæmd meistaramótanna i þess- um löndum og það kemur ekki niður á félagsliðum sænsku þó Svíar taki þátt i heimsmeistarakeppninni. Staðan í Allsvenskan er nú þannig: Drott Heim Ystads IF Frölunda Karlskrona Warta Lugi Kroppskulturló Guif 16 Vikingarna 16 H 43 16 Redbergslid 16 6 2 8 360—378 14 6 0 10 391—401 12 5 2 9 343—379 12 5 0 11 373—412 10 2311 334 392 7 -hsím. Atli skoraði 51 mark Atli Hilmarsson hefur nú gert 51 mark með liði sinu, Hameln, í 2. deild vestur-þýzka handboltans. Hameln hefur leikið sextán leiki en Alli missti af þremur fyrstu vegna meiðsla. Atli hefur því að meðaltali skorað fjögur mörk i leik. Hameln varð fyrsta liðið til að sigra Aletnhoiz, efsta liðið í riðlinum, en 2. deildin er leikin í tveimur riðlum. Vann Hameln örugglega 22—16 er liðin mættust fyrir hálfunt mánuði. Hameln er nú í þriðja sæti með 23 stig að loknum 16 leikjum. Alentholz leiðir með 32 stig eftir átján Jeiki. Fjórtán lið eru í hvorum riðli, mótið samtals 26 umferðir. -KMU. Norskur dómari rotaður Norskir íþróttamenn virðast eiga erfitt með að hemja skap sitt gagnvart dómurum. Frægt varð um allan heim sl. sumar, þegar markvörður í knatt- spyrnunni rotaði dómara á leikvelii. Og nú iiggur dómari með heilahristing á sjúkrahúsi í Osló eftir að liafa verið sleginn niður af lcikmanni í ishokkey- leik. Atvikið átti sér stað, þegar F'risk og Stjernen léku í Asker-hnllinni sl. sunnudag. F’risk sigraði 7—4 og það var Stjörnu-leikmaðurinn Per Öyvind Myhrene, sem rotaði dómarann Petter Larby. Dómarinn var þá að reyna að skilja Myhrenc og Mortcn Setherrene, Frisk, sem höfðu lent i slagsmálum. Það heppnaðist ekki og meiðsli dómarans eru talin það slæm, að hann muni ekki framar dæma íþróttaleiki. Myhrene var rekinn af velli það sem eftir var leiksins. Búast má við að hann fái mjög strangan dóm. Myndin til vinstri sýnir atvikið. Larby dómari i átökum við leikmenn og Arvid Eriksen, aðaldómari leiksins, að reyna að koma honum til aðstoðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.