Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1982, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1982, Page 15
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1982. 15 Lesendur Lesendur Lesendur Séra Jón Bjarman fangaprestur: REFSIVIST ER EKKI BETRUNARVIST — Hallgrímur hlaut óvenju harða meðferð hjá réttvisinni Lesendur Lesendur „Harmleikurinn í Þverholti hefur oröið tilefni opinskárrar og einbeittrar um- ræðu um vistunarmál geðveikra afbrotamanna. Er það vel,” segir Ólafur Mixa læknir. Ólafur Mixalæknir: Hans eina skjól og athvarf var betrunarhúsið — utan þess var hann skelfdur, einmana og ruglaður Harmleikurinn í Þverholti hefur orðið tilefni opinskárrar og einbeittr- ar umræðu um vistunarmál geð- veikra afbrotamanna. Er það vel. En of seint. Það kemur upp úr dúrnum, að í þeim málum ríkir hér ástand svörtustu miðalda. Tilefni þessa innleggs míns eru um- mæli foreldra Hallgríms Inga um mig sem heimilislækni hans, sem túlka má á þann veg, að hjá mér hafi hann fengið ,,lyf” að vild. Er mér raunar ljúft og skylt að nota tilefnið til að koma fram með örfá þankabrot. Það gefur augaleið, að allir þeir, sem hjá standa og hlífa skyldu, hljóta að skekjast til alvarlegrar umhugsunar og sjálfskoðunar er slíkir atburðir gerast. Voru kringumstæður rangt metn- ar, var nóg að gert eða rangt? Nóg var reynt. En eitt er gagnvart eigin samvizku kristalklárt: Hallgrímur fékk á þeim 8 árum, sem ég hef haft með hann að gera sem heimilislækn- ir, aldrei frá mér önnur lyf eða í stærri skömmtum en reynist læknis- fræðilega nauðsynlegt að grípa til handa ýmsu fólki, sem á við geðkvilla eða taugaveiklunarvanda að stríða, jafnvel í mun minna mæli en Hallgrímur. Hafi sál hans og hugur skemmzt af lyfjaáhrifum, hefur hann orðið sér úti um þau efni eftir öðrum leiðum. Ég tel að vart geti fundizt hreinna dæmi um manneskju, sem fellur svo algjörlega út fyrir mörk hins fræga „kerfis” en Hallgrímur. Hvert hlið þess á fætur öðru skall í lás, — þó ekki endilega fyrir sakir illsku þess eða mannvonzku, því að ýmislegt var reynt til hjálpar, heldur vegna samspils þess og hans, sem réðst af sérstakri hegðun hans, og vegna þess að það hafði ekki neitt það upp á að bjóða, sem hann þarfnaðist. Hans eina skjól og athvarf var betrunarhúsið. Utan þess var hann skelfdur, einmana og ruglaður og leit- aði þangað ávallt aftur með einum eða öðrum ráðum. Þetta er mórall sögunnar, mórall minn og vonandi mórall annarra, sem geta úr bætt. Nú virðist loks orðið deginum ljósara, að betrunarhús og meðferðarstofnun fyrir geðsjúklinga, sem framið hafa afbrot, eru sitt hvort fyrirbærið. Öryggisgæzla er ekki það sama og tukthús. Að öðrulþessutengdu mætti hyggja: Enginn sérstakur aðili, stofn- un eða einstaklingur, hefur verið til þess kvaddur að hafa með höndum heilbrigðisábyrgð á „skyndigestum” lögreglustöðvar Reykjavikur, þangað sem þeir eru oft færðir illa til reika, meiddir eða í annarlegu ástandi. Hefur þannig heldur ekki skapazt sérreynsla á þessu sviði sem nauðsynlega má telja. Einnig má vísa til kalda hrollsins, sem minn gamli vinur, Brynjólfur Ingvarsson, lýsir í DV 25. þ.m., að um sig hafi farið, er hann frétti af 10 ópiumsjúklingum sem e.t.v. væru á leið heim til íslenzkra föðurhúsa, og engin stofnun fyrir hendi til að taka við þeim. Vel má hugsa um þessa vanda saman. Það gæti jafnvel létt um þær stríðu bollaleggingar, sem nú eru uppi um það, hvar eigi að hittast — „stofnanalega séð” — læknir og viðkomandi sjúklingur. Er ekki tiltölulega ljóst, að til þarf að koma sérhæfð stofnun þar sem eigi Sér stað samstarf dómgæzlu og heilbrigðisgæzlu, veitt sé samtímis nauðsynlegt réttaröryggi og víðtæk, sérhæfð læknisþjónusta? Þurfa ekki Múhameð og fjallið að mætast á miðri leið? Mér er afar ógeðfellt að ræða um málefni einstakra skjólstæðinga minna í fjölmiðlum og hef reynt að forðast það á undanförnum árum, bæði í blaðaviðtölum, sem við mig hafa verið höfð, og því sem ég hef sjálfur skrifað. Ég hef á hinn bóginn reynt að tala um þessi mál almennt og berjast fyrir sameiginlegum hagsmunamálum skjólstæðinganna. En stundum brýt- ur nauðsyn lög og svo verður það að vera í þetta sinn þar sem hægt er að leiðrétta það sem ranglega er stað- hæft eða koma þeim til varnar sem stendur höllum fæti. Ég hef fylgzt nteð og þekkt Hallgrím inga Hallgrímsson i tæp 12 ár og ég þekki ekki Ijósara dæmi en sögu hans um það að refsivist er ekki betrunarvist. Þennan tíma hefur Hallgrimur verið 9 ár og 8 mánuði ófrjáls í fangelsi, þar af 6 ár og 8 mánuði að afplána dóma eða í gæzlu- varðhaldi, hinn timann hefir hann verið vistaður i fangelsum vegna þess að engar aðrar stofnanir gátu eða vildu taka við honum. Þess utan minnist ég þess að hann hafi urn skemmri tíma verið vistaður á sjúkrahúsum, hælum, heimilum, bæði hér á landi og einu sinni í Nor- ,,Ég hef þekkt Hallgrim i fjölda ára,” sagði Njörður Snæhólm, yfir- lögregluþjónn hjá Rannsóknarlög- reglu ríkisins, ,,og alltaf hefur verið að síga á ógæfuhliðina. Siðan varð það úr, fyrir einum 4— 5 árum að mig minnir, að ég og mað- ur frá Vernd fórum með Hallgrím til Noregs. Þar hafði Hallgrimi verið út- vegað pláss. Því miður reyndist þetta vera algjörlega opin stofnun: stærðar búgarður í ákaflega fallegu umhverfi, en þar gat fólk komið og farið. Vistmennirnir unnu við alls konar bústörf og Hallgrími virtist lítast vel á allar kringumstæður. Ekki leið samt Hringið í síma 86611 miiii kl. 13 og 15 eða skrrfið egi, en í öllum tilvikum mistókst það. Hlutur Hlaðgerðarkots og Samhjálp- ar er þó langsamlega stærstur og hafa þau samtök ætíð verið fús til að styðja hann eftir mætti. Hallgrimur hlaut óvenju harða meðferð hjá réttvisinni strax í æsku. I6.0l ’70 er hann dæmdur í 12 mán- aða fangelsi skilorðsbundið til 3ja ára. Mánuði siðar hefir þessum dómi verið breytt í I5 ntánaða fangelsi óskilorðsbundið. Þá er hann 16 ára. Því hefir verið haldið fram að Hall- grímur sé margdæmdur fyrir ofbeld- isverk. Þetta er ekki rétt. Hann hefir aðeins einu sinni fengið slíkan dóm, þ.e. 1973 fyrir brot frarn- ið 1972, en þá er hann einnig dæmdur fyrir auðgunarbrot, allir dómar hans aðrir eru einvörðungu fyrir auðgun- arbrot. Frá I6 ára aldri hefir Hall- grímur verið frjáls í 4 mánuði lengst. Og eins og ég áður sagði, fangavist hans á 12 ára tímabili er 9 ár og 8 ntánuðir. Þegar ég hugsa um mál hans finnst mér að ábyrgð samfélagsins á lifi hans og hegðun hljóti að vera mikil, þar sem það hefir svo gróflega haft ævi hans í sínum höndum. Við, ég og þú, erum hluti af því samfélagi. Það fer ekki á milli mála að við og aðrir á löngu þar til hann stakk af, fannst síðan i Osló og var færður til baka. Eftir þetta var hann ekki talinn hæf- ur til þess að vera á þessu heimili og var sendur heim til íslands. Svo þegar heim kemur heldur hann upptekn- um hætti: lyfja- og áfengisneyzlu og þjófnuðum.” Njörður sagði ennfrentur að þegar menn eins og Hallgrímur væru ann- ars vegar væru lögreglunni allar bjargir bannaðar, þvi alltaf reyndust „Ég hef fylgzt með og þekkt Hallgrim Inga Hallgrimsxon í tæp i2 ár og ég þekki ekki Ijósara dæmi en siigu hans um það að refsivisl er ekki belrunarvist," scgir Jón Bjarman l'angapresliir. -l)V-mynd (iunnar (jrn. þurfum að leggja okkur frant til að gera það samfélag umburðarlyndara, kærleiksríkara, betra. einhver ljón vera á veginum. Haukur Bjarnason, lögreglufull- trúi hjá Rannsóknarlögreglu rikisins, sagði: „Það er alveg rétt að Hallgrímur sagði alltaf satt á endan- um, alla vega við mig, og ég hef haft mikil afskipti af honurn í gegnum ár- in. Við erum allir santmála um að það vantar hæli fyrir geðsjúka afbrota- menn.” -FG. „Samskipti okkar við geðsjúkra- húsin hafa verið ágæt. Læknar þeirra hafa reynt að liðsinna okkur eftir beztu getu en við höfum verið ósam- mála um fyrirkomulag á vistun nokk- urra geðsjúkra afbrotamanna,” svar- Lesendur Franziska Gunnarsdóttir aði Jón Thors, deildarstjóri í dóms- málaráðuneytinu, þegar blaðamaður spurði um samskipti ráðuneytisins við læknageðsjúkraliúsannayfirleitt. Þess skal getið að Hallgrímur Ingi Hallgrímsson mun ekki hafa verið dæmdur ósakhæfur. Hans dómar eru því venjulegir refsidóntar og hefur Hallgrímur sætt fangelsisvistun sam- kvæmt þeim. -FG. „ÉG TALDIDRENGINN ÓLÆKNANDI OG ÖLL HANS SAGA ER HÖRMULEG” — segir Grímur Magnússon geðlæknir um Hallgrím Inga Hallgrímsson Grímur Magnússon geðlæknir kvaðst verða að staðfesta þau orð sem að honum víkja í umsögn for- eldra Hallgríms Inga Hallgrímssonar, þvi ekki gæti hann rengt þau og sagði: „Þegar Hallgrímur var aðeins 16 ára hafði ég fyrst afskipti af honum og gaf m.a. skýrslu um hann til saka- dóms sem nú að mestu er orðin hluti af opinberum plöggum. Hann hefur oft komið til mín og hef ég þá vísað honum á göngudeild Kleppsspítalans. Ég lét lika sálfræðing, hann Kristin Björnsson, prófa hann. Okkur Kristin greindi þá á i þeim efnum þvi ég vildi meina að Hallgrímur væri geðveikur en Kristinn var mér ekki sammála. Ég var sannfærður um að ekki væri hægt að hjálpa Hallgrimi á stofu heldur þyrfti hann að vera undir verndarvæng geðsjúkrahúss. Ég taldi drenginn ólæknandi og öll hans saga er hörmuleg,” sagði geðlæknirinn að lokum. Sjónarmið sál- fræðingsins: Vegna ummæla Gríms Magnús- sonar geðlæknis hafði blaðamaður tal af Kristni Björnssyni sálfræðingi. ,,Ég man þetta nú ekki svo gjörla að ég treysti mér til þess að segja neitt um það, enda langt síðan,” sagði Kristinn og hélt áfram: „Annars er það alls ekki einfalt mál að skilgreina hvort maður er geðveikur eða ekki. Margir eru þarna rétt á mörkunum og fer það eftir því hvernig við skil- greinum geðveiki hvorum megin þeir teljast. Einnig geta menn stundum verið geðveikir og stundum ekki, þ.e.a.s. þeim getur batnað á milli.” -FG. —— Jón Thors, deildarstjóri í dómsmálaráðuneytinu: Samskipti okkar við geðsjúkrahúsin hafa verið ágæt N jörður Snæhólm og Haukur Bjamason, hjá Rannsóknar- lögreglu ríkisins: Það vantar stofnun eða hæli fyrir geðsjúka afbrotamenn — segir Haukur — I jón á veginum, segir Njörður >•'-«> 5*0 2 !»á 6 4 íliá f * £ JB ES« Sf I#»S4£fi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.