Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1982, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1982, Blaðsíða 7
7 DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1982. Neytendur Neytendur „Allra handa" skápurínn undir vaskinum. Kannizt þið viO gripinn? Þarna á alls ekki að geyma noins konar matvæli. Og fyrst við erum nú farin að gefa dósunum svo mikin gaum væri ekki úr vegi að lesa utan á þær og athuga hvort eitthvað af þeim hefur ekki átt að geymast í ísskápnum. Það er nefnilega tilfellið með sumt af þessu. Hafi slíkt misfarizt eru þau matvæli bezt komin í sorptunnunni. Fehmetíd í ísskápinn Hunang. og sýróp vill gjarna fá á sig mygluskán við geymslu. Slikt má forðast með því að geyma þetta i isskápnum. Vilji það harðna og kristallast þar er einfalt að skella því undir volga vatnsbunu fyrir notkun. Hnetusmjör á lika að fara í isskápinn vegna hinnar miklu fitu sem það inni- heldur. Gott er að láta það mýkjast aðeins við stofuhita fyrir notkun. ísskápurinn er reyndar bezti geymslustaðurinn fyrir alla þá matvöru sem inniheldur mikla fitu. Hnetur og möndlur sem búið er að taka skurnina af vilja þrána við mikla geymslu í stofuhita og eiga þvi bezt heima í kæli. Sama gildir að sjálfsögðu um smjör, smjörliki og annað feitmeti. Ogþáerþað ísskápurinn sjálfur Margir ganga sjálfsagt með þá grillu að allt geymist örugglega í isskápnum og þar sé engin hætta á að bakteríur þrífist. Þetta er ekki alls kostar rétt. Séu sýklar í matvælunum fýrir þá stöðvar kæling og frysting fjölgun þeirra, en drepur þá ekki. Þeir ná sér þvi fljótt á strik þegar í stofuhitann kemur að nýju. í mörgum mafvælum ná sýklarnir þó að fjölga sér jafnvel i ísskápnum. Þetta á til dæmis við um ýmiss konar „ Vel” hlaðinn ísskápur, en gagnslitill að sama skapi, þvi ioftið nær alls ekki að leika eðlilega um hann og kæiingin þvi minni en ella. sósur og salöt, fuglakjöt, lifur og nýru og ýmsan annan innmat og auk þess fisk. Þessa er bezt að neyta sem fyrst. Það er þvi fyrsta skrefið að athuga hvort eitthvað hefur ekki verið geynit aðeins of lengi. Athugaðu alla afganga, flöskur sem hal'a verið opnaðar og lika krukkur. Gættu vel að öllum dagsetningum. Er ekki farið að slá i eitthvað af þeim? Þá er ekki sama hvar. i skápnum maivælin eru geymd. Viðkvæmasta varan á að vera innst, eða sem næst kælivélinni sem oftast er á bakhlið skápsins. Og það sem lengst hefur verið geymt en ennþá nothæft er gott Þarf að þurrka af þarna líka? Já, svo sannaríega. Það er ekki nóg að raða pent i hiiiurnar, ef ryk liggur þar í ómældu magni á öllum koppum og kirnum. að færa framar svo það 'gleymist ekki altur. Ekki er sama hvernig matvælum er pakkað. Hrátt kjöt á ekki að geyma i loftþéttum umbúðum. Um það á alltaf að leika örlilið loft, þó ekki svo mikið að kjötið þorni. Algama á hins vegar alltaf að setja i loftþéii ilát. Hrátt fuglakjöt er be/.l að géyma ópakkað í skál cða á diski og hvoll'a einhverju lauslega yl'ir. Innmatnum skal aftur á móti pakka vel inn. Öll ilát eiga að vera vel lokuð. í frystikistuna eða skápinn á að pakka öllu þétt og vandlega. Bezt er að nota álpappir eða aðrar vatnsþéttar umbúðir. Hindrið ekki hringrás loftsins Stundum finnum við að isskápurinn kælir ekki eins vel og hann á að gera. Þá er oftast kennt um bilun eða sliti. Þelta getur verið ástæðan, en þarf þó ekki að vera. Til þess að isskápurinn virki sem mest og bezt þarf kalda lol tið að geta leikið um liann hindrunarlaust. Þá þarf að gæta þess að ekki sé hlaðið svo i skápinn að það hreinlega loki fyrir hringrás loftsins. Og það má alls ekki leggja plast eða annað þétt efni yfir hillurnar og loka þannig loft- streyminu. Athugaðu einnig hvort ryk eða önnur óhreinindi hafa salnazt utan á kælivélina að aftan. Slikt drcgur ntjög úr virkni skápsins. Eins getur stundum borið við að þéttilistar séu ekki í lagi þótt það sjáist ekki svo auðveldlega. Gott er að leggja peningaseðil meðfram listanum og loka. Ef þú nærð seðlinum hindrunarlaust úr eru lislarnir farnir að gefa sig. Og að lokum haltu ísskápnum htcinum. Bióddu ekki óþarfa gestum i heimsókn bara fyrir einfaldan slóða- skap eða kæruleysi. Hvernig gekk? Ef þú hefur lagt í þessa skoðunar- ferð með okkur slendurðu sennilega eftir hálfdösuð eða dasaður og undrandi á þvi hversu margt mátti betur fara. Þó ekkert alvarlegt hafi hent þig eða fjölskylduna ennþá vegna skemmdra matvæla, þá kannast sennilega flestir við athugasemdir eins og: ,,Æ, hvað ég er eitthvað skrýlin í maganum. Það hlýtur að vera út af einhverju sem ég borðaði.” Meinlaust kannski, en engin ástæða er til að tefla á tæpara vað. (Þýtt ogendursagt úr bæklingi frá bandariskum heilbrigftisyfirvöldum/JB) Blaðburðarfólk óskast / eftirtattn hverfi: SÓLHEIMAR Goðheimar LJÓSHEIMAR BIAÐIÐé ÞVERHOLT111 SÍMI 27022 SUNNUDAGS BLADID ÍUOÐVIUINN alltaf um helgar o?}® •ftSö) TIMBUR BYGGINGAVÖRUR Flísar • Hreinlætistæki • Blöndunartæki • Málningarvörur • Verkfæri • Baðteppi • Baðhengi • Baðmottur. Harðviður • Spónn • Spónaplötur • Viðarþiljur • Einangrun «Þakjárn • Saumur • Fittings Ótrúlcga hagstæðir grciðsluskilmálar allt niður í 20% útborgun ______og eftirstöðvar allt að 9 mánuðum._ Mánudaga til fimmtudaga oX0*. frá kl. 8—18 [)» Föstudaga frá kl. 8—22. Laugardaga kl. 9—12. HRINGBRAUT119, SIMAR10600-28600. Munið aðkeyrsluna frá Framnesvegi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.