Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1982, Qupperneq 29

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1982, Qupperneq 29
Sviðsljósið Sviðsljósið DAGBLAÐID & YÍSIR. FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1982. „Myrkir músík- dagar" hefjast kvöld með kynningu á Jónasi Tómas- syni, tónskáldi Jónas Tómasson tónskáld kom að vestan fyrr í þessari viku til að fylgjast með æfingum fyrir tónleikana sína í kvöld. Raunar eru þessir tónleikar þeir fyrstu á tónlistarhátíðinni Myrkir músíkdagar 1982 , sem Tónskálda- félagið efnir nú til þriðja árið í röð. Og í fyrsta sinn nú er einn liður há- tíðarinnar tónskáldakynning, „portret-tónleikar” eins og þeir orða það. Og Jónas varð fyrir valinu. Þess vegna kom hann að vestan, nánar tiltekið frá ísafirði. — ,,Og ekki spyrja mig hvort það sé ekki óskaplega einangrað fyrir vestan,” segir Jónas og gripur af mér spurninguna! Hann þurfti bara að biða einn dag eftir flugi núna. Mikið um tónleikahald? — Það vill nú vera erfitt að fá tónlistarfólk annars staðar frá vegna samgönguerfiðleika, en þó kom Kammersveit Reykjavíkur nýlega með Pierrot Lunaire. Það var óskaplega gaman. Þau voru nú svo sniðug að þau leigðu sér vél og flugu vestur daginn sem konsertinn var og svo til baka strax á eftir, sem var eins gott, því að það var ófært bæði daginn áður og daginn eftir.” Á andagiftin nokkuð erfiðara uppdráttar þrátt fyrir dræmar samgöngur? Ekki játti Jónas þvi. „Sköpunargleðin kemur víst að innan, ekki satt?” Tónleikarnir í kvöld Á portrait-tónleikunum í kvöld verða flutt sex verk eftir Jónas, það elzta frá árinu 1973, yngsta frá því í fyrra. Sum eru samin sérstaklega með visst tónlistarfólk í huga, t.d. Næturljóð handa Ingvari Jónassyni vióluleikara og Helgu Ingólfsdóttur sentballeikara til að leika i Skálholts- kirkju. Eða þá Aube et Serena, „létt og gáskafull morgunlokka sem minnir á að morgunninn er stund hins vaknandi lífs” samið fyrir Manuelsu Wiesler og Helgu og sem þær frumfluttu í Skálholtskirkju í fyrrasumar. Svo er á efnisskránni í kvöld Kantata við japönsk ljóð, ,,sem eru stutt en þeim mun kjarnyrtari”. Þessa kantötu samdi Jónas fyrir sóparan og kammersveit og í kvöld verður það Rut Magnússon sem syngur við undirleik Önnur Áslaugar Ragnarsdóttur píanóleikara. Síðasta verkið á efnisskránni heitir Ballet III og er nýjasta verkið sem leikið verður. „Eiginlega samið handa Hlíf,” segir Jónas og á við Hlíf Svavarsdóttur, balletmey og dansa- höfund í Hollandi. Grátsöngvari í hvrtum smoking Það vekur raunar athygli manna þegar litið er á músíkina á efnisskrá Myrkra músíkdaga, yfirleitt hversu mikið er samið hér af verkum handa vissum tónlistarflytjendum —' hvernig stendur á því? —„Maður kemst ekki hjá því að hugsa til viss fólks, þetta er það þröngur hópur,” svarar Jónas, „og þá auðvitað sérstaklega ef maður er að semja einleiksverk eða fyrir kammersveit. Svo er stundum pantað eða beðið um verk.” Flytjendur á tónleikunum í kvöld sem eru í Norræna húsinu og byrja kl. 20.30 eru Anna Áslaug Ragnars- dóttir (komin sérstaklega heim frá Múnchen til að spila á Myrkum músíkdögum), Helga Ingólfsdóttir semballeikari, Manuela Wiesler flautuleikari, Rut Magnússon söngkona, Carmel Russill sellóleikari, Helga Þórarinsdóttir, víóluleikari, Júlíana Elín Kjartans- dóttir fiðluleikari og Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari. Og Jónas þurfti að hlaupa af stað til að fylgjast með æfingunum öllum. Hann hefði kannski átt aðkomafyrr í bæinn? — „Tja, það var nú ekki gott að eiga við það því að það var Sunnu- körsball á laugardaginn og ekki gat ég misst af því.” Svo sagði hann mér frá því að hann hefði m.a. verið skemmtikraftur á ballinu: „söng grátsöngva eins og þeir voru vinsælastir fyrir svona 30—40 árum, Jónas Tóm- asson tón- skáfd, tónfíst- arkennarí og kórstjórí á isafirði. hvítmálaður í framan. Þá grétu margir — en liklega fremur af hlátri en sorg,” bætti hann við. Svo var hann rokinn. -Ms. „Portrait- tónleikar" ... vinnugieöin var meiri hér á árum áður... Jóhanna é vinnustað sínum, saumastofu Álafoss í Mosfefíssveitínni. „Er ekkert á því að hætta - segir Jóhanna Hannesdóttir sem unnið hefur við saumaskap í yfir 50 ár DV-myndir B/arnlerfur. „Það er alltaf gott til þess að vita þegar yfirmennirnir taka mcira tillit til starfsgetunnar fremur en aldursins. Það hefur vcrið gert í minu tilviki, enda vona ég að ég slandi ungu stúlkunum ekki að baki.” Það cr Jóhanna Hannesdóttir sem hefur orðið. Hún hefur starfað á saumastofu Álafoss allt frá árinu 1931 og hefur því að baki yfir hálfrar aldar starfsferil hjá fyrir- tækinu. Hún var nýlega sæmd heiðursnafnbót af hálfu Álafoss, sem felur í sér þau fríðindi að hún getur ráðið vinnutíma sínum sjálf. Þrátt fyrir háan aldur vinnur hún samt fullan vinnudag — og lætur engan bilbug á sér finna. „Mér hefur alltaf þótt mjög gaman að vinna við saumaskapinn. Þó ég hafi unnið við hann lengi, finn ég ekki til neinna leiðinda. Þetta cru náttúrlega oftast sömu handtökin, en andrúmsloftið hérna á vinnustaðnum bætir það bara upp. Annars er kannski hægt að segja að vinnugleðin hafi verið meiri hér á árum áður, þegar þetta var smærra í sniðum. Þá var þetta eins og hvert annað heimilishald og aldrei fann ég til þess að verk- stjórarnir væru yfir mig hafnir. Ég vann að visu sjálf sem verkstjóri í um 35 ára skeið hérna á saumastofunni. En ég varð að hætta því fyrir nokkrum árum. Ég var orðin alveg fótalaus og gat því ekki stjórnað áfram.” Vinnan hefur mikið breytzt á síðustu árum? „Jú, þvi er ekki að leyna. Núna er nær eingöngu unnið fyrir út- flutningsmarkaðinn. Það er annað en áður þegar fötin voru eingöngu saumuð fyrir íslendinga. Það er einhvernveginn ekki eins gaman að saunia fyrir útlendingana. Það er líka orðin meiri hreyfing á starfsfólki en áður tíðkaðist. Þá voru sömu stúlkurnar í þessu i ára- tugi, en núna eru stúlkurnar varla seztar i stólana fyrr en þær eru horfnar til annarra starfa.” Kjörin? „Þau hafa batnað og eru mjög að batna. Aðallega að þvi leyti að núna gctur fólk tekið sitt sumarfrí á launum. Það tíðkaðist nú ekki á árum áður. Þá þótti mikilt munaður að geta tekið sér sumar- frí.” Þú ert ekkert á þvi að hætta störfuni? „Nei, ég er svo þakklát fyrir það að geta unnið ennþá og hafa fulla starfsorku. Eg vil helzt vinna meðan ég get og hef cngan áltuga á því að verða einhver ómagi á þjóð- félaginu.” -SER. fyrir útíendingana ...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.