Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1982, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1982, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ& VtSIR. FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1982. 9 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd 4' '-■t k? Fyrsla glasabarnið, Louise Brown Dr. Palrick Steptoe BANKIMED OFULL- ÞROSKA FÓSTRUM Brczku læknarnir Robert Edwards og Palrick Steptoe sem frægir eru fyrir framleiðslu sína á glasabörnunt hafa nú í hyggju að stofna banka með frosnum ófullþroska fóslrum handa hjónum er ekki geta eignazt barn. Þeir sögðu i sjónvarpsmynd um málið að bankarnir gætu haft frjóvguð egg sem yrðu afgangs hjá mæðrurn er gengiust undir aðgerð hjá þeim á sjúkrahúsinu í Cambridgeshire. Það voru þessir tveir læknar sem stóðu að fæðingu fyrsta glasabarnsins i heiminum, Louise Brown, 1978. Þeir sögðu nú að þessir vísar að fóstrum yrðu gefnir konum sem ekki gætu eignazt barn áannan hátt. Brezka læknafélagið hefur farið fram á að framleiðslu glasabarna verði frestað þar til komizt verði að betri niðurstöðu um siðferðilega hlið málsins. I sjónvarpsmyndinni segir að alls hafi 28 glasabörn fæðzt i heiminum, 13 á Bretlandi, 14 i Ástraliu og I í Bandarikjunum. Hins vegai u u nú 100 konur í viðbót sem frjóvgaðar hafa verið á þennan hátt. Flugræningjarnir á leið til Kúbu Sjö skæruliðar vinstri sinna frá Kólombiu munu sennilega fljúga til Kúbu í dag frá eyjunni San Andres eftir tveggja sólarhringa viðburðaríkt flug- rán og þóf við yfirvöld Kólombíu. Skæruliðarnir létu lausa í nótt síð- ustu 82 gísla sína, sem þeir höfðu tekið í innanlandsflugi en fengu í staðinn for- stjóraþotu hjá því opinbera og fritt leiði til þess að fljúga úr landi. Var flogið i fyrsta áfanga til Karíbahafsins og lent á eyjunni San Andres. Kröfum skæruliðanna um viðræður við stjórnvöld Kólombíu um leiðir til þess að binda enda á skæruhernaðinn i landinu hafði hins vegar verið hafnað þverlega. Áður höfðu stjórnarhermenn tætt sundur hjólbarða farþegavélar- innar sem skæruliðarnir rændu, með skothríð, þegar hún var að undirbúa flugtak í fyrradag af flugvellinum i Cali. Ræningjarnir slepptu í fyrstu 46 far- þegum vélarinnar en hinum 82 í gær- kvöldi. Notuðu þeir þó fyrst nokkra af farþegum sem gisla meðan þeir voru að koma sér úr farþegavélinni yfir í for- stjóraþotuna sem þeim hafði vcrið látin í té. Dráttur var á brottför þeirra síðan þvi að farþegaþotan stóð i veginunt á flugbrautinni. Margir gislanna hlutu taugaáfall í þessum viðburðum en enga þeirra hafði sakað á likama. Ræningjarnir tilheyra skæruliðasam- tökum sem kenna sig við 19. apríl en það er einn hópurinn af fjölmörgum sem vinna að þvi að steypa stjórninni. Þessi hópur náði á sitt vald sendiráði dóminikanska lýðveldisins í Bogota 1980 og hélt þar tylft diplómata á sínu valdi í tvo mánuði. Stjórn Kólombíu hefur itrekað sakað Kúbu um að hervæða skæruliðanna. . fljótapramma á komandi árum. Volker Hauff samgönguráðherra kallaði þessa skurðframkvæmd á sinum tíma ,,heimskulegustu fram- kvæmd siðan Babelturninn var byggður”. Bæjaraland greiðir þriðjung kostnaðar við skurðgerðina og fara nú í hönd viðræður Bonn við fylkis- stjórnina í Bæjarulandi, sem mun mjög andvíg því að hætta við fram- kvæmdir. Hættaánýjum flóöumíPóllandi Pólskir hermenn unnu i gær með isbijótum á ánni Vistulu til að reyna að brjóta upp ísinn þar sem hætta var á nýjum flóðum á Plock svæðinu, i nágrenni Varsjár. Vatnsborð árinnar er enn 1,4 metrum hærra en hættulaust getur talizt, en það var einmitt á þessu svæði sem flóð urðu fyrr í mánuð- inum. Var unnið sleitulaust að því með ísbrjótum að halda við opnum far- vegum. Um fimm hundruð manna herlið tók þátt í aðgerðum þessum. Verkfall hjáSASáKastrup SAS-flugfélagið tilkynnti i gær, að hafnar yrði að nýju áætlunarferðir þess frá Kastrup um leið og leyst hefði verið úr dcilu félagsins við starfsfólk á hlaði Kastrupflugvallar, en það hefur verið í verkfalli síðan á ntánudag. Var bútzl við þvi, að allt yrði kom- ið í eðlilegar horfur i dag, þegar sam- komulag náðist um tilhögun samn- ingaviðræðna- um launahækkunar- kröfur slarfsliðsins. — Flug annarra flugfélaga gekk allt eðlilega fyrir sig til og frá Kastrup, meðan á verkfall- inu stóð. Guðmundur Pétursson 200—400% verðhækk- anir á mánudaginn 13% samdráttur þ jóðartekna Póllands á síðasta ári. 25% hækkun f ramfærslukostnaðar Þjóðartekjur Póllands minnkuðu um nær 13% og lífskjör Pólverja hröpuðu niður á siðasla ári, eftir því sem fram kom í fréttum Varsjárútvarpsins í gær. Pólsk blöð birtu í gær ítarlegar fréttir af hrikalegum verðhækkunum frá um 200 til allt að 400%, sem taka eiga gildi næsta mánudag. Varsjárútvarpið sagði að fram- færslukostnaður i Póllandi hefði hækkað um 25% á síðasta ári. Kennt var um versnandi efnahagsörðugleik- um, þar sem stytting vinnutímans, hækkun launa, minnkandi framleiðsla. félagslegt umrót og verkföll hefðu gert illt verra. Stór hluti erfiðleikanna var rakinn til samdráttar i kolaframleiðsl- unni. Sagt var að iðnaðarframleiðslan hefði minnkað um 19%, á nteðan land- búnaðarframleiðslan hefði aukizt um 3% áárinu. Verðhækkanirnar hafa verið ræki- lega kynntar í öllum fjölmiðlum Pól- lands. Þær taka til matvöru, Itrein- lætisvöru og ýmissa nauðsynlegra áhalda. Á siðustu 11 árunt hafa verðhækk- anir orðið til þess að tveir leiðtogar pólska kommúnistaflokksins hafa hraki/t frá völdum. Að þessu sinni hala herlagayfirvöld slíkt tak á landi og þjóð að ekki er búizt við neinum hræringunt vegna þessara miklu Itækk- ana. Stjórnvöld hafa unt leið tilkynnt launahækkanir sent nenta allt að 153 krónum á ntánuði, Mestar eru, launa- hækkanir hjá námantönnum og öðrum sem starfa við erfiðust skilyrði. Barnastærðir 116cm.- 176cm. Dömustærðir 34 36 38 40 42 44 Herrastærðir 48 50 52 54 56 Litir Dökkblátt Vinrautt Verð Frá 760.- Kr. IU // ‘iiimiiHÍ Snorrabraut Glæsibæ Miðvangi - Hafnarfirði Austursttæti tílpurmreru úrnylon efiti, fóðraðarmeð dún. Með lausri hettu, sem auðvelt er að festa á, eða taka af

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.