Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1982, Síða 2
2
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. MÁNUDAGUR 8. MARZ 1982.
Kærði óhæfilega frelsisskerðingu vorið 1976:
Dæmdar 600 krona bætur
eftir sex ára vafstur
en lögmaður kæranda fékk 3.900 krónur í málf lutningslaun
Fyrir nokkrum dögum féll dómur í
Hæstarétti í máli manns sem kærði
óhæfilega frelsisskeröingu af hálfu
lögreglunnar í Reykjavík vorið 1976.
Staðfestur var dómur í héraði um að
-frelsisskerðing mannsins hefði verið
lengri en efni stóðu til og honum
dæmdar 600 krónur í bætur úr
ríkissjóði að viðbættum vöxtum í
áföngum. Málflytjanda mannsins
voru hins vegar dæmdar 900 krónur
fyrir málflutning í héraði og 3.000
krónur fyrir málflutning i Hæsta-
rétti, til greiðslu úr rikissjóði.
Frá þessu máli var greint í Dag-
blaðinu 30. nóvember 1979 en þá
hafði dómur fallið í héraði um mitt
það ár.
Átti það upptök sín í flóknu
deilumáli um foreldrarétt yfir
dreng. Faðir hans, Halldór Þ. Briem,
var handtekinn á tröppum húss í
Hlíðunum þar sem hann átti orða-
skipti við konu er þar hafði drenginn
í gæzlu. Vildi Halldór hitta son sinn
en konan kallaði til lögreglu sem fjar-
lægöi hann.
Þessu næst var Halldóri stungið í
fangelsi og settur í einangrun, sem
stóð á annan klukkutíma, og bannað
að hafa símasamband viö aðila utan
fangelsisins. Alls var hann að
minnsta kosti í sjö tima í höndum
lögreglu. í lok skýrslu sem tekin var
af Halldóri lofaði hann að ónáða
gæzlukonu sonarins ekki framar.
Halldór taldi meðferð lögreglunn-
ar á sér óréttmæta og höfðaði mál á
hendur fjármálaráðherra fyrir hönd
ríkissjóðs til greiðslu skaðabóta fyrir
óhæfilega hörku og langa frelsis-
skerðingu.
Héraðsdómur komst að þeirri
niðurstöðu að einangrun hefði veriö
ástæöulaus og að ósannað væri að
þörf hefði verið fyrir jafnlanga frels-
isskerðingu og raun bar vitni. Voru
Halldóri dæmdar gkr. 60.000 í bæt-
ur, ásamt tilteknum vöxtum í áföng-
um frá 1. apríl 1976 til greiðsludags
en tekið fram að við ákvörðun bóta
hefði verið tekið tillit til aðdraganda
handtökunnar. Halldór hafði fengið
gjafsókn í málinu og sagði í
dómsorði í héraðsdómi að allur
kostnaður skyldi greiðast úr ríkis-
sjóði, þar á meðal þóknun til mál-
flutningsmanns Halldórs, 90.000 gkr.
Fjármálaráðherra áfrýjaði til
Hæstaréttar og Halldór gagnáfrýj-
aði. Dómur þar féll 23. febrúar
síðastliðinn. Dómkröfum Halldórs
um 4.000 króna bætur og tiltekna
vexti var hafnað en dómur i héraði
staðfestur, um 600 króna bætur með
13% ársvöxtum frá 1.4 1976 til 21.11
1977, síðan 16% til 21.2 1978 og 19%
ársvöxtum frá þeim degi til greiðslu-
dags. Gjafsóknarkostnaður er felldur
á ríkissjóð og þar með þóknun mál-
flutningsmanns Halldórs, 3.000
krónur.
Fjórir af fimm hæstaréttardómur-
um sem um málið fjölluðu felldu
döminn en einn dómari skilaði sérat-
kvæði og vildi hafna bótakröfu Hall-
dórs, en var sammála meirihutanum
um niðurfellingu málskostnaðar og
greiðslu til málflytjanda Halldórs
úr ríkissjóði. HERB
Af ársþingi iðnrekenda:
Ríkið á að skapa skilyrðin og láta okkur svo í f riði
— sagði Davíð Scheving Thorsteinsson
Fjölmennt var á ársþingi iðnrekenda
sem haldið var að Hótel Loftleiðum.
Aðalinntak þingsins var auk al-
mennra þingstarfa að fjalla um nýút-
komna skýrslu starfsskilyrðanefndar. í
henni er fjallað um mismunun á starfs-
skilyrðum hinna þriggja meginfram-
leiðsluatvinnuvega, það er sjávarút-
vegs, landbúnaðar og iðnaðar.
Iðnrekendur hafa fagnað þessari
skýrslu mjög og telja hana staðfestingu
á því sem þeir haFi haldið fram undan-
farin ár, að iðnaður á íslandi sé og hafi
verið olnbogabarn í íslenzku atvinnulifi
og ávallt settur neðst á listann af stjórn-
völdum.
Davíð Scheving Thorsteinsson, sem í
gær lét af störfum sem formaður
Félags islenzkra iðnrekenda, taldi
skýrslu þessa mikinn sigur. Nú væri að-
eins eftir að fá kerfið til að viðurkenna
hana.
j ræðu sinni rakti hann nokkuð hver
hefðu verið helztu baráttumál og
áherzluatriði hjá iðnrekendum þessi
átta ár sem hann hefði gegnt for-
mennsku. Ár eftir ár hefði málflutning-
urinn í raun gengið út á það sama, án
þess að nein alvarleg umræða hefði
komið i staðinn um hvert stefndi og
hvað þyrfti að gera. Ár eftir ár hefði
sömu áskorun verið beint til stjórn-
valda um að snúa við blaðinu og beina
kröftum sinum að þvi að bæta lifskjör í
landinu, án þess að nokkuð hefði verið
aðhafzt. ,
Orðrétt sagði Davíð m.a.: „Það er
ýmislegt sem gert hefur það að verkum
að undanfarinn áratug hefur verið
hægt að dylja það hvert stefnir í at-
vinnu- og búsetumálum okkar. Það
má meðal annars nefna: Stækkun land-
helginnar, gífurlegar erlendar lántökur
— að verulegum hluta til neyzlu en
ekki til arðbærrar fjárfestingar. Sem
dæmi má nefna að við jukum erlendar
skuldir okkar um 10 millj. nýrra króna
á hverjum einasta degi allt siðastliðið
ár, á laugardögum, sunnudögum, jól-
um, páskum, já, jafnvel 1. maí. Brott-
flutningur rúmlega 5000 manns á
síðastliðnum 10 árum, sem hefðu
MIKIÐ URVAL AF
KVENSKÓM
Teg.326
Utur: brons
Stmrð 3—7
Varð kr. 446
Teg. 876
Stmrð: 36-41
Utur: brona. hvftt
Verð kr. 320
Teg. 827
Lftur: dðkkblátt m/sUfrí
Stærð: 3—7
Verð kr. 490
Teg.3626
Utur: dökkblátt
Stærð: 36-40
Verð kr. 635
Mikið úrval af skóm
á alla fjölskylduna
KÓpQYOQS
HomroHborg 3 - Simi 41 754lEffiP nn
Skó-
yerslun
margir hverjir líklega átt i erfiðleikum
með að fá vinnu við sitt hæFi hérlendis.
Dulbúið atvinnuleysi sem ég fyrir fáum
árum benti á að gæti numið e.t.v. á bil-
inu 5—20 þúsund manns. Raunveru-
leikinn er sá að við höfum þegar upp-
skorið árangurinn af stækkun land-
helginnar. Við getum ekki aukið
erlendar eyðsluskuldir með sama hraða
og hingað til, án þess að draga niður
lífskjör afkomendanna. Við verðum að
auka framleiðsluna því á henni lifum
við.”
Og Davið hélt áfram: ,,Af langri
reynslu minni get ég sagt: Ég hef enga
trú á skrifborðsiðnþróun. Ég hef
heldur ekki trú á gæluverkefnum
stjórnmálamanna og ég hef ekki trú á
sértækum aðgerðum, styrkjum, niður-
greiðslum, útflutningsuppbótum og
ekki því að ríkisvaldið sé með neFið
niðri i öllu. Ríkisvaldinu berað_skapa
almenn starfsskilyrði sem hvetja fyrir-
tæki og einstaklinga til aukinnar fram-
leiðslu, framleiðni og nýjunga og síðan
að láta atvinnulífið í friði.”
í lokaorðum sínum sagði hann:
„Það sem við þurfum fyrst og fremst á
að halda er það umhverfi, sá jarðvegur,
sem frjálst atvinnulíf getur dafnað í...
Nýstofnuðu fyrirtæki má líkja við við-
kvæma jurt — umhverfi atvinnulífs á
íslandi í dag má líkja við urð og það
þýðir ekki að reyna að sá fyrir við-
kvæmum jurtum i urð.”
-JB
Fávísi Svarthöfða eða
skemmdarstarfsemi?
I Dagblaðinu og Vísi sl. þriðjudag
skrifar hinn „óþekkti” Svarthöfði
neðanmálsgrein um Bókamarkaðinn
í Ársölum og bóksölu almennt.
Þar sem þessi grein er auðsjáanlega
skrifuð af „einhverjum” sem ekkert
veit um bóksölu á íslandi eða „ein-
hverjum” sem vill skaða íslenzka
bóksölu þá tel ég mig knúinn til að
leiðrétta það rugl sem fram kemur í
þessari grein.
Það hefur reyndar staðið þeim
nær, sem eru í forystu þeirra samtaka
er bóksalar eru aðilar að, að svara
þessari grein en þeir eru kannske
uppteknir við annað.
Svarthöfði segir m.a. „Hvergi mun
fyrirfinnast annað eins fyrirbæri og
þessi ágæti bókamarkaður”, og síð-
ar. . . „um Bókamarkaðinn gegnir
þó sérstöku máli vegna þess að sifellt
er verið að þrengja kosti bókaunn-
enda með takmörkun á bóksölu,
sem er illskiljanleg”, tilv. líkur.
Því er til að svara að fjórar bóka-
verzlanir hér í borginni leggja sér-
staka áherzlu á sölu eldri bóka, Bók-
hlaðan, (Markaðshúsið), Bókabúð
Máls og menningar, Bókav. Sigfúsar
Eymundssonar og Bókabúð Æskunn-
ar.
Markaðshús Bókhlöðunnar t.d.
hefur standandi bókamarkað allt árið
með um 4000 titla, í mjög aðgengi-
legu umhverfi á Laugavegi 39
(bakhús).
Verð bóka í þessum verzlunum er
hliðstætt við Bókamarkaðinn og er
því sá áróður „að hvergi sé lægra
verð en þar” verulega ýktur.
Svarthöfði fullyrðir að áður fyrr
haFi verið hægt að fá bækur í
verzlunum alit að þrjú ár aftur í tím-
ann en að það sé úr sögunni. Ég
fullyrði hér ognúaðaldrei hefur verið
meiri möguleiki til þess að tryggja sér
bækur fyrri ára í verzlunum en nú og
ítreka ég þær verzlanir sem hér eru að
framan greindar.
OgennveðurSvarthöfðielginn. . .
„mætti vel hugsa sér að láta hann
standa allt árið” þ.e.a.s. Bókamark-
aðinn í Ársölum. Það er Bókamark-
aður starfandi allt árið í Markaðshúsi
Bókhlöðunnar og ég býð hér með
Svarthöfða í heimsókn.
Þar sem hann kýs að halda sig i fel-
um þá getur hann komið og litið yFir
án þess aðgefa sig fram á staðnum.
Margt annað er í þessari klausu
Svarthöfða sem er búið til á ritvél en
á ekkert skylt við raunveruleikann.
Það er svo annað mál að bóksala
hér á Íslandi þyrfti að fá umræðu í
fjölmiðlum og skýra þá frá
staðreyndum um íslenzka bókaút-
gáfu og bóksölu. Ekki með uppslátt-
arfréttum sem byggðar eru á fölskum
forsendum, unnar á bókavertíðinni í
desember, þegar enginn getur fjallað
um þessi mál af neinu vid vegna
anna.
Útgáfa og sala bóka er ekki það
sama og að flytja inn og selja hveiti
og sykur, þess vegna verður að tala
um þá hluti á annan hátt.
Hver veit nema forustumenn í bók-
tölumálum taki sig nú á og kynni
fyrir landsmönnum þróun íslenzkrar
bóksölu og hvernig staða hennar er í
dag.
Eyjólfur Sigurðsson,
framkvæmdastjóri Bókhlöðunnar.
óji£i'iWtia')»IV(5AfJUlJdGK'