Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1982, Síða 9
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. MÁNUDAGUR 8. MARZ 1982.
9
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
Sósíaldemókratar
Schmidts töpuðu
— Báðir
stjórnarflokk-
amirmisstu
fylgi ífylkis-
kosningunum
ígær
Sósíaldemókratar Helmuts Schmidts
kanslara töpuðu miklu fylgi í fylkis-
kosningum í Schleswig-Holstein í gær.
Bráðabirgðatölur sýna að flokkurinn
tapaði 6%. Hann fékk 34,55% en
haf ði síðast 40,51%.
Frjálsir demókratar, samherjar
þeirra í Bonnstjórninni, töpuðu einnig
atkvæðum (úr 7,28% fylgi niður í
6,84).
Kristilegir demókratar juku fylgi sitt
úr 49,18% í 50,11%.
Talsmaður sósíaldemókrata í fylkinu
vildi kenna niðurstöðuna dræmri kjör-
sókn eða 5% minni en í kosningunum
fyrir fjórum árum. Af 1,9 milljón kjós-
enda kusu 73,89%.
Margir vilja spá því að úrslitin í
Schleswig-Holstein muni hafa áhrif á
kjósendur í öðrum fylkjum í norður-
hluta landsins, en þar eru fyrirhugaðar
kosningar, t.d. í Neðra Saxlandi og
Hamborg á næstu þrem mánuðum.
Kristilegir demókratar hafa þegar
meirihluta i Neðra Saxlandi en vinni
þeir Hamborg (í júní) eru möguleikar á
að þeir nái 2/3 meirihluta i „bundes-
rat” (efri deild sambandsþingsins). 1
þeirri aðstöðu gætu þeir stöðvað laga-
frumvörp ríkisstjórnarinnar.
í kosningunum í gær töpuðu sósíal-
demókratar þeim hreina meirihluta sem
þeir höfðu í Kiel þegar fylgi þeirra féll
Sósíaldemókratar kenndu dræmri kjör-
sókn um fylgistap sitt i kosningunum í
gær.
úr 50,34% í 41,38%. Ný sarntök sem
buðu frarn og berjast fyrir takmörkun
á fjölda útlendinga starfandi í V-
Þýzkalandi hlutu 3,77% atkvæða í
Kiel. Schmidt kanslari hefur látið í Ijós
áhyggjur af vaxandi fjandskap i garð
hinna erlendu farandverkamanna i V-
Þýzkalandi en þeir eru orðnir um 4,65
ntilljónir (V-Þjóðverjar eru alls 55,5
milljónir).
Græningjarnir, flokkur umhverfis-
verndarsinna, fengu um 5% atkvæða i
kosningunum i gær.
SPRENGING
í OLÍUSKIPI
Um 45 þúsund smálesta bandarískt
olíuskip sökk í gær um 750 mílum
austur af Bermúda eftir heljarspreng-
ingu sem varð um borð í því. Níu er
saknað af tuttugu og fimm manna
áhöfn skipsins.
Sextán menn af olíuskipinu Golden
Dolphin komust í björgunarbátana
eftir sprenginguna og var þeim síðar
bjargað í sænskt skip, Norrland. Norr-
land leitaði mannanna niu seni saknað
var en án árangurs.
Golden Dolphin var á leið með tóma
farmgeyma til Port Said frá New Or-
leans til þess að sækja oliufarm. Haft
er eftir skipstjóranum að sennilegast
hafi mennirnir níu farizt við sprenging-
una en þeir höfðu verið að vinna niðri í
tönkum þegar hún varð. Ekki er vitað
um orsakir sprengingarinnar.
KÍNVERJAR HELM-
INGA OPINBER
UMSVIF BÁKNSINS
Rúmlega 200.000 opinberir starfs-
menn i Kina eiga nú von á uppsögn á
starfi vegna fyrirhugaðra ráðstafana
Kínverja til að draga úr opinberum um-
svifum.
Tillagan um þessar breytingar er
eignuð Zhao Ziyang forsætisráðherra
og gerir hún ráð fyrir að fjöldi ráðu-
neyta og annarra miðstjórnarskrifstofa
verði skorinn niður um helming. Einnig
stendur til að fækka starfsmönnum
miðstjórnar um 1/3 og aðstoðarfor-
sætisráðherrum, ráðherrum og aðstoð-
arráðherrum fækkar um 1000.
Zhao leggur til að ráðuneytum,
nefndum á vegum ríkisins og stjórnar-
skrifstofum verði fækkað um nálega
helming, eða úr 92 í 52.
Kínverska fréttastofan Xinhua hefur
eftir Zaho að eftir breytinguna haldi
aðeins 27 af 117 ráðherrum og að-
stoðarráðherrum embættum sinum og
þeir sem fá að halda embættunum
verði yngri mennirnir.
Fréttastofan nefnir engar tölur í
sambandi við niðurskurð á aðstoðar-
forsætisráðherrum en sá orðrómur er
nú á kreiki í Peking að aðeins 3 af
núverandi 11 aðstoðarforsætisráð-
herrum fái að halda embætti.
Zhao forsætisráðherra lagði á það
áherzlu við flutning tillögunnar að hér
væri um að ræða „byltingarkennda”
atlögu gegn ofþenslu opinberra
umsvifa en ekki mætti misskilja hana
svo að henni sé beitt gegn þeim ein-
staklingum sem verða fyrir barðinu á
henni.
Zhao Zlyang: Trúir á róttækar
aðgerðlr.
SPRENGiUTILRÆÐI
0G SKOTHRÍD A
KJÖRDAGINN
Kosningarnar í Guatemala fóru fram
í gær, eins og ráðgert hafði verið, en
vinstrisinna skæruliðar reyndu að spilla
þeim með skærum og sprengjutil-
ræðunt og útsendingum frá leyniút-
varpsstöðvum.
Átta minni háttar sprengjur sprungu
í höfuðborginni en ollu litlu tjóni og
engum meiðslum. Brú var sprengd í
loft upp í norðvesturhluta landsins til
þess að torvelda fólki að komast á kjör-
stað en íbúum þar var hótað lífláti ef
það kysi.
í höfuðborginni mátti annað veifið
heyra skothvelli í gær en að öðru leyti
segja yfirvöld að flest hafi verið með
kyrrum kjörum i landinu. Skotið var á
heimili eins frambjóðanda hægri
manna úr bifreið á ferð en engan sak-
aði.
Af kjörsókn eða talningu hafði ekk-
ert frétzt enn í morgun.
DREVmiR ÞIG Um:
* GRÓOURHÚ/
*/Ó L/KVLI
* VFIRBVGGÐn VERÖnO
* EDfl JflFflVEL
* GflRD/TOFU ?
VIO EIGUm RÉTTII EFOIO TIL RO LRTR
ORRuminn rktr/t.
TVÖFRLT 'plojdglas RKRVLGLER
HEFUR ÓTRÚLEGR mÖGULEIKR
/KOOIO mvnORLI/TR OKKRR
okron
/ídumúlo 31, 105, rvk.
/ími: 33706
®,
plexíglas
•Inkoumbod