Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1982, Síða 10
10
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 8. MARZ 1982.
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
Enn blómstrar verzlun með
böm frá þróunarlöndum
Eftir alla umfjöllunina í fyrra um
hinn mikla barnaútflutning frá Suð-
ur- Ameríku, barna sem bókstaflega
voru seld til ættleiðingar hjá barn-
lausum foreldrum í Vestur-Evrópu
og í Bandaríkjunum, hafa menn
beint sjónum sinum að Sri Lanka.
Þar hefur blómstrað að undan-
förnu verzlun á þessum sama varn-
ingi. Ungbörn eru seld þaðan úr landi
á allt að fimmtíu þúsund krónur
„stykkið1” — „Framleiðendurnir”,
eða öðru nafni mæðurnar, fá í sinn
hlut um 750 krónur.
Hörgullá vesturhluta
en offramleiðsla
íþriðja heiminum
Eins og í ljós kom um barna-
verzlunina frá Suður- og Mið-
Ameríku eru kaupendurnir aðallega
Vestur-Evrópumenn og þá fyrst og
fremst barnlaust fólk sem vex í aug-
um hinn langi listi er bíður eftir börn-
um til ættleiðingar eftir hinni löglegu
hefðbundnu leið „kerfisins” hjá því
opinbera.
Fyrir þá sök hafa þessi viðskipti
snúizt meir til Sri Lanka að þar eru
ættleiðingarlög rýmri en víða þekk-
ist. Sri Lanka er þróunarríki, þar sem
fjöldi fólks hefur naumast málungi
matar en er um leið mannfjölgunar-
vandi á höndum. Barnakaupmenn
finna þar hin hagstæðustu markaðs-
skilyrði fyrir þessa verzlun.
Athygli stjórnvaida
vaknar
Athygli stjórnvalda á Sri Lanka
hefur nú vaknað á þéssari verzlun
sem eins og áður segir hefur blómstr-
að við nefið á þeim afskiptalitið hing-
að til. Eru nú uppi ráðagerðir um að
taka ættleiðingarlög landsins til
endurskoðunar til þess að stemma
stigu við þessum fráhrindandi við-
skiptum. Enda skila útflutnings-
tekjurnar sér ekki nema að sáralitlu
leyti í þjóðarbú Sri Lanka.
Asoka Karunaratne, félagsmála-
ráðherra Sri Lanka, sagði
þingmönnum á dögunum, þegar
þetta mál bar á góma, að dæmi væru
þess að börnin seldust á allt að 50.000
krónur erlendis meðan mæðurnar
fengju eitthvað í kringum 750
krónur. — Nú hefur stjórnin í undir-
búningi að leggja fyrir þingið frum-
varp til laga að lokinni endurskoðun
gildandi laga um ættleiðingar barna á
Sri Lanka og þá einkanlega um úr
landi.
Ráðherrann upplýsti þingheim um
að þessi verzlun væri orðin svo stór í
sniðum að atvinnumenn á þessu sviði
hefðu sett á stofn „smábarnabú”,
þar sem börnin eru geymd áður en
þau eru seld fósturforeldrum
erlendis. — „Þetta er orðin stór
kaupsýsla, þar sem margir hafa stór-
auðgazt á skömmum tíma,” sagði
hann.
Útibú í nokkrum
löndum
Það var fyrir stuttu að lögreglan
gerði húsleit í einu slíku „búi” í
Killupitiya-héraði Kólombó og fann
þrjú ungbörn, öll innan við þriggja
mánaða, sem hvert um sig hafði verið
keypt á 550 krónur af móður sinni.
Tvær manneskjur eru í haldi til yfir-
heyrslu vegna þessa máls.
Eitt af helgarblöðum Sri Lanka
hafði eftir forstöðumanni skilorðs-
eftirlits Hamborgar, Hans Peter
Opitz, að ákveðin hollenzk fyrirtæki
hefðu opnað útibú í vestur-þýzkum
borgum til þess að svara eftirspurn
eftir ungbörnum frá þriðja heims-
Þessi börn keypti iögmaður einn i Kóiombiu f fyrra fyrir 600 dollara og þá góö
iaun fyrir umboðsmennsku sina.
Stóra systir getur
orðið ósköp
þreytt á að passa
litla bróður....
löndum. Þessi stofnun uppgötvaði
ekki alls fyrir löngu þrjátíu Sri
Lanka-börn undir tveggja ára aldri
sem geymd voru á „heimilum” í
Hamborg og biðu þess að verða seld.
— Þetta blað fullyrti að yfir eitt
þúsund barnlausir foreldrar þráðu að
komast yfir þessi börn, sem venju-
legast væru seld hæstbjóðanda.
Guðmundur Pétursson
Vakta sjúkrahúsin
Embættismenn í Kólombó segja að
ættleiðingarstofnanir hafi erindreka
á sinum snærum á Sri Lanka og
skipuleggi þeir „skoðunarferðir” um
eyjuna fyrir foreldra í leit. Aðrir for-
eldrar skipta við Sri Lanka-erindreka
beint í gegnum póst.
Leel Gunasekera, forstjóri skil-
orðseftirlits á Sri Lanka og um leið
Þessi börn fundust i umsjá milligönguaðila f Kóiombiu og höfðu liðið skort en voru fljót að braggast i höndum betra fólks.
barnaverndarnefndar, segir að erind-
rekar á þessu sviði hafi sín sambönd
við sjúkrahúsin, þar sem þeim sé gert
viðvart um barnsfæðingar í tilvikum
sem móðirin vill helzt láta bamið fá.
sér.
Rúm ættieiðingar/ög
Yfirvöld fá litið við þessu spornað
ennþá, þar sem þessir kaupmenn
framvísa í flestum tilvikum tilskild-
um lögboðnum leyfum og pappírum
frá dómstólum í Sri Lanka. Ættleið-
ingarlögin eru svo rýmileg. Foreldrar
geta gefið börn sín hverjum sem vera
skal. Eina skilyrðið af laganna hálfu
er að fósturforeldrarnir geti séð fyrir
barninu.
Skýringuna á grósku þessarar
kaupsýslu er eins og fyrri daginn að
finna I seinlæti kerfisins opinbera.
Fólk sem vill fara löglegar leiðir, sem
enginn óþokki liggur á, gefst upp á
bíða eftir seinagangnum og snýr sér
til barnaerindrekanna.
900sendút
ífyrra
í fyrra munu um níu hundruð börn
hafa verið send frá Sri Lanka til ætt-
leiðingar og fósturs erlendis. Samt
bíða enn um fjögur hundruð um-
sóknir þar til viðbótar frá síðasta ári
eftir afgreiðslu. — Meðal valdhafa
eru skoðanir skiptar um hvort banna
eigi alveg ættleiðingar barna úr landi
vegna hættunnar á að einhverjir aðil-
ár misnoti sér neyð fæðingarforeldra
og væntanlegra fósturforeldra til
gróðabralls. Uppi eru tillögur um að
einfalda ættleiðingarkerfi þess opin-
bera og um leið gera það að skilyrði
að opinberar stofnanir afgreiði einar
þessi mál.
Framtíð
barnanna
Hins vegar eru þeir sem telja að
bann við ættleiðingu brjóti á rétti
foreldra til þess að sjá börnum sínum
borgið á þann hátt, sem þeir sjá
beztan. Heyrist í því sambandi bent á
hve dapurlegt hlutskipti bíði barna
fátækra foreldra á Sri Lanka, en alls-
nægtirnar I faðmi ríkra fósturfor-
eldra erlendis.
Brezka blaðið „Sun” hefur núna
um árabil rekið herferð gegn þessari
barnaverzlun og leiðarhöfundur þess
segir: „Enginn vill skiljast við börn
sín. Það er einungis sárasta fátækt
sem knýr fólk til þess.”