Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1982, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1982, Page 12
12 DAGBLAÐIÐ & VlSlR. MÁNUDAGUR 8. MARZ 1982. wmiMimrnm Útgáfufólag: Frjáls fjölmiðlun hf. Stjórnarformaflur og útgáfustjóri: Sveinn R. EyjóKsson. Framkvœmdaatjóri og útgófustjóri: Hörður Einareson. Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Ellert B. Schram. Aðstoðarritstjóri: Haukur Helgason. Fróttastjóri: Sæmundur Guðvinsson. Auglýsingastjórar: Póll Stefánsson og IngóHur P. Steinsson. Ritstjórn: Sfflumúla 12-14. Auglýsingar: Síöumúla 8. Afgreiflsla, óskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: Þverholti 11. Sfmi 27022. Sími ritstjórnar 86611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerfl: Hilmir hf., Sfflumúla 12. Prentun: Árvakur hft, Skeifunni 10. Áskriftarverfl á mánuöi 110 kr. Verfl í iausasölu 8 kr. Helgarblafl 10 kr. Næst heimta þeir fráfærur Búnaðarþing hefur samþykkt að láta prófa að taka fráfærur upp á ný til að framleiða osta úr sauðamjólk. Ekki fylgdi samþykktinni, að prófað skyldi, hvort sauðskinnsskór gætu hentað við störf að þessari ný- stárlegu og gamalkunnu búgrein. Samþykktin er dæmi um, að forustumenn land- búnaðarins eru smám saman að gera sér óljósa grein fyrir ógöngum hins hefðbundna landbúnaðar lamba- kjöts og kúamjólkur. Þeir seilast æ lengra í örvænting- arfullri leit að nýjum búgreinum. Vegna hinna síðustu köldu ára hefur offramleiðsla landbúnaðarafurða haldizt að meðaltali í horfinu. Of- framleiðsla mjólkur hefur minnkað og offramleiðsla lambakjöts hefur aukizt. Hvað gerist svo, ef gott ár kemur? Ríkið sækir æ fastar að innlendum neytendum að koma þessum afurðum í lóg. Það reynir að auka söl- una með niðurgreiðslum. Þær eiga á þessu ári að nema 466 milljónum króna. Þar er verið að búa til markað, sem ekki fær staðizt til lengdar. Nú er svo komið, að við greiðum 5,70 krónur fyrir mjólkurlítrann yfir borðið og 3,14 krónur til viðbótar í formi skatta, — að við greiðum 56,50 krónur fyrir smjörkílóið yfir borðið og 57 krónur til viðbótar í formi skatta. Þegar við getum ekki torgað meiru er afgangurinn fluttur til útlanda, þar sem enginn vill kaupa hann, ekki einu sinni Norðmenn, sem hafa einnig komið sér upp offramleiðslu á eigin dilkakjöti. Því er fátt til ráða. Á þessu ári hugðist ríkið greiða 160 milljónir króna til uppbóta á útfluttar landbúnaðarafurðir, einkum lambakjöt. Þetta dugir hvergi til og því ætlar ríkið að gefa 34 milljónir króna til viðbótar, sumpart á kostnað afkomenda okkar. Hingað til hefur offramleiðslustefnan einkum verið rekin á kostnað skattgreiðenda. En nú hefur land- búnaðarráðherra upplýst, að tekin verði lán upp í við- bótina, svo að börnin okkar fái líka að borga kjötið handa útlendingunum. Nýlega rak á fjörur ríkisins bandarískan kaupmann, sem vildi kaupa 1.500 tonn af dilkakjöti á 10 krónur kílóið. Við athugun kom í ljós, að tilboð hans dugði varla fyrir kostnaði við sjálfa slátrunina, hvað þá fyrir öðru. Vondar eru niðurgreiðslurnar og uppbæturnar. Verri eru þó styrkirnir, sem ríkið veitir til fjárfestingar í hinum hefðbundna landbúnaði, svo að endaleysan fái að framlengjast sem lengst. Þeir eiga að nema 78 mill- jónum króna á árinu. Með þessum styrkjum er stuðlað að umfangsmikilli fjárfestingu í landbúnaði, þrátt fyrir aðrar tilraunir til að draga úr fraiiileiðslu hans. Á þessu ári er reiknað með, að fjárfesting í landbúnaði verði svipuð og í fisk- iðnaði. Með öllu þessu er ríkið að stuðla að framleiðslu á af- urðum, sem eru gífurlega offramleiddar í iðnríkjunum beggja vegna Atlantshafs, í stað þess að reyna að nota ríkidæmi skattgreiðenda til að stuðla að skynsamlegri framleiðslu. Við innflutningsfrelsi landbúnaðarafurða og afnám niðurgreiðslna, útflutningsuppbóta og framkvæmda- styrkja munum við ekki þurfa nema þriðjung núver- andi framleiðslu mjólkur og lambakjöts. Við gætum beint kröftunum að arðbærari verkefnum. í landi fullrar atvinnu má tala um þetta og benda ríkinu á að nota landbúnaðarpeningana heldur til að byggja iðngarða í strjálbýli og til að efla fiskirækt, loð- dýrarækt og ylrækt. Meðan talað er um fráfærur á Búnaðarþingi. Jónas Kristjánsson ÞEGAR M0RGUNBLAÐ ID LÝGUR FYRIR HÁ- SKÓLAÍH ALDH) — ÞÁ ER MIKIÐ í HÚFI Kosningar meðal stúdenta í Há- skóla íslands fara nú í hönd, en 11. mars nk. er kosið til stúdentaráðs og háskólaráðs. Eins og vænta mátti hefur „blað allra landsmanna”, Morgunblaðið, þegar hafið kosningabaráttuna fyrir hönd Vöku, en það félag hefur um áraraðir verið útibú og uppeldisstöð í Háskólanum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Því til stuðnings þarf ekki annað en að benda á að flestir núverandi forystu- menn Sjálfstæðisflokksins hafa hlotið sitt pólitiska uppeldi í Vöku. Nægir að nefna menn eins og Geir Hallgrímsson, Friðrik Sophusson, Birgi ísleif Gunnarsson og Sverri Hermannsson. Svo virðist sem Morgunblaðið sé á þeirri skoðun að Vaka muni hér eftir sem hingað til gegna þessu hlutverki innan flokksins. Sáríndi Moggans Sárindi Morgunblaðsins yfir óför- um stuttbuxnadeildarinnar í kosning- um undanfarið eru skiljanleg í Ijósi tengslanna við flokkinn. En nú s(cal bætt um betur. Hafin er nú leiftur- sókn „lýðræðissinnanna” á síðum blaðsins. Föstudaginn 26. febrúar si. er kosningastefnuskrá háskólaihalds- ins birt í heild sinni. Og ekki nóg með það heldur eru „Staksteinar” undir- lagðir af skrifum helsta pótintáta Vökumanna í Háskólanum. Ef að líkum lætur þá mun sjálfur leiðari Morgunblaðsins notaður undir áróður fyrir útibúið áður en langt um líður. í „Staksteinum” er vitnað í leiðara Stúdentablaðsins, sem ritaður er af ritstjóranum. Þar koma fram nokkrar rangfærslur sem ég sé mig knúinn til að leiðrétta á þessum vett- vangi. Ef Morgunblaðið tæki ekki þátt í þessum leik hefði ég látið annan vettvang duga. Rangfærsiumar Staksteinaritari lofar og prísar árangur af starfi meirihlutans í stúd- entaráði sl. vetur. Með þessum hætti ætlar Morgunblaðið að undirbúa jarðveginn fyrir áframhaldandi sam- starf umbótasinna og Vöku, þar sem sá möguleiki er úr sögunni að Vaka nái hreinum meirihluta í SHÍ. Vinnubrögð þessi hljóta þó að vekja furðu meðal stúdenta. Rangfærsla númer eitt: „Lokið hefur verið við endurnýjun Gamla Garðs.” Hið rétta er að ólokið er viðgerð á efstu hæðinni og einnig er ólokið að skilja að vistarverur Gamlgerðinga frá veitingastaðnum Stúdentakjallar- anum. Hið seinna töldu umbótasinn- ar þó forgangsatriði við siðustu kosningar til stúdentaráðs. Rangfærsla númer tvö: Að það hafi verið siður vinstri manna „að reka alla stúdenta út af görðunum að sumarlagi”. Hið rétta er að allir þeir er voru i sumarnámi og þreyttu haustpróf fengu garðvist á sumrin. Hér má þó benda á þá stefnu Vöku að reka beri hótel að sumarlagi á stúdenta- görðunum. Aðrar fylkingar í stúdentaráði vilja að hótelrekstur verði aflagður. Rangfærsla númer þrjú: „Mat- salan (F.s. innsk.) hefur nú verið stokkuð upp og er nú rekin með stór- bættri þjónustu og lægra verðlagi en hallalaust.” Hið rétta er að sl. haust var tapið á rekstri matstofunnar, frá 1. septem- ber sl. til desemberloka, kr. 46.661,05, og eru þær upplýsingar fengnar beint frá stjórn Félagsstofn- unar. Fullyrðing um lægra verðlag er líka röng. í því sambandi vil ég vísa í grein er birtist á s. 16 í 1. tbl. Stúdentablaðsins 1982. Rangfærsla númer fjögur: ..Tryggður hefur verið reglulegur út- komutími blaðsins (Stúdenta- blaðsins, innsk.).” Þessi fullyrðing ber vott um fá- dæma óvirðingu við stúdenta. Allir vita þeir að blaðið hefur ekki komið reglulega út í vetur. Áætlaður útkomutími hefur aldrei staðist (10. hvers mánaðar). Svo tekið sé siðasta tbl. þá kom það ekki til stúdenta fyrr en 22.—24. febrúar, en þ. 23 var skilafrestur á efni í næsta blað á eftir! Rangfærsla númer fimm: „Tekist hefur að nokkru leyti að tengja blaðið skólalífinu og ber fjöldi þeirra greina, sem berst frá stúdentum i blaðið, vitni um það.” Hér nægir að benda áaðritnefnd • „Sárindi Morgunblaðsins yfír óförum stuttbuxnadeildarinnar í kosningum und- anfariö eru skiljanleg í ljósi tengslanna við flokkinn. En nú skal bætt um betur. Hafín er nú leiftursókn „lýðræöissinnanna” á síðum blaðsins,” segir Stefán Jóhann Stefánsson í grein sinni þar sem hann fjallar um kosningar í stúdentaráð. Senn líður að kosningum við Há- skóla íslands, og sjálfsagt vaknar sú spurning í brjóstum þeirra sem ekki þekkja til hvort alltaf sé verið að kjósa í Háskólanum. Kosningar við Háskólann fara fram tvisvar á ári. í október er kosið um það efni sem stúdentar vilja láta fjalla um á full- veldisdegi íslendinga 1. desember. í mars kjósa stúdentar fulltrúa sína í stúdenta- og Háskólaráð en þær kosningar verða gerðar að umræðu- efni hér. Umbótasinnaðir stúdentar koma tilsögunnar Um langan tíma höfðu stúdentar við Háskóla íslands aðeins haft um tvær pólitískar fylkingar að velja í kosningum þessum. Fylkingarnar hafa verið sín á hvorum enda stjórn- málanna. Vaka, sem er íhaldssöm fylking, er lengst til hægri en skreytir sig á tyllidögum með því að bendla sig við lýðræðið. Á hinum endanum situr „Félag vinstrimanna” undir Ifölsku flaggi því það þótti væniegra til árangurs í kosningum að setja sig; undir mérki vinstrimanna en halda sinu upphaflega nafni sem var Verð- andi, félag byltingarsinnaðra stúd- enta við Háskóla íslands. Það kom æ skýrar í Ijós, með minnkandi kjörsókn með hverjum kosningum sem fram fóru við Háskólann, að stúdentar voru hættir að treysta þeim félögum sem mótað höfðu stúdentapólitíkina undanfarin ár. Hjá báðum fylkingunum var efst á blaði pólitísk naflaskoðun sem var í litlum tengslum við þann veruleika sem stúdentar lifðu og hrærðust í. Það kom því í raun engum á óvart þó að boðinn væri fram í síðustu kosningum þriðji valkosturinn, val- kostur sem stúdentar töldu megnug- an að breyta stúdentapólitíkinni, val- kostur sem ekki var bundinn á klafa einhvers pólitísks stjórnmálaflokks eða kreddukenninga. Því veittu stúd- entar þessu nýja afli, Umbótasinnuð- um stúdentum, brautargengi til jafns við hinar gömlu og rótgrónu öfga- fylkingar í síðustu kosningum. Finnurlngótfsson Samstarfíð hefst með stefnuskrá umbótasinna að leiðarljósi Strax eftir kosningar var ljóst að til þurfti að koma samvinna einhverra tveggja fylkinga. Eftir langar og strangar samningaviðræður náðu umbótasinnar og Vaka saman en þó höfðu „vinstrimenn” snúist svo óteljandi hringi í kringum sjálfa sig að ekki stóð steinn yfir steini í stefnu- skrá félagsins, hvað þá heldur i kolli þeirra er þátt tóku í samningaviðræð- unum. Slikur var klofningurinn í röðum þeirra er vilja bendla sig við félagshyggjuna. Aftur á móti var Vaka albúin til samstarfs frá fyrstu mínútu eftir að- kosningaúrslit lágu fyrir. Á þeim bæ var menn farið að lengja eftir stjórnarstólunum eftir nær áratuga setu þeirra í minnihluta í stúdenta- ráði. í samningaviðræðunum um meirihlutasamstarf lögðu umbóta- sinnar megináherslu á að stefnuskrá þeirra væri sá punktur í samstarfinu sem gengið væri út frá. Þetta var gert enda gengur stefnuskráin út frá umbótum á hagsmunamálum stúd- enta. Reyntaðgera umbótasinna torkennilega Þegar litið er um öxl og virt fyrir sér það ár sem lagt hefur verið að baki efast enginn um að það er sann- kallað umbótaár. Það sem mest hefur farið í taugarnar á hinum fylkingun- um, Vöku og „vinstrimönnum”, er að ekki hefur verið hægt með neinum rökum að tengja fylkinguna neinum sérstökum stjórnmálaflokki. Því að framboðinu stendur fólk úr hópi stuðningsmanna allra stjómmála- ilokka og óháð fólk sem aldrei hefur látið uppi stuðning við neinn stjórn- málaflokkanna. Stuðningur við stjórnmálaflokkana eða önnur inn- tökuskilyrði, skipta ekki máli í sam- bandi við framboð umbótasinnaðra stúdenta því það er að öllu leyti sprottið af viðhorfum í stúdentapóli- tíkinni. Slíkar staðreyndir eiga öfgafylk-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.