Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1982, Qupperneq 14
14
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 8. MARZ 1982.
Uppgjör
og framta/saðstoð
Upplýsingar og tímapantanir í síma 82027rkvöld-
og helgarsími 72525.
BÓKHALDSÞJÓNUSTAN
EgillG. Jónsson, Ármú/a 11.
Ríkisféhirðir
vill ráða gjaldkera frá næstu mánaðamótum.
Starfsreynsla æskileg. Reglusemi áskilin.
Umsóknir sendist til ríkisféhirðis, Arnarhvoli,
Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 100., 102. og 104. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1981 á
eigninni Álfaskeið 4, Hafnarfirði, þingl. eign Árna Aðalsteinssonar og
Hlöðvers Aöaisteinssonar, fer fram eftir kröfu Innheimtu rikissjóðs á
eigninni sjálfri föstudaginn 12. marz 1982 kl. 16.00.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var 1103., 106. og 1 lO.tölublaði Lögbirtingablaðsins 1980 á
eigninni Dalshraun 14, Hafnarfirði, þingl. eign Karls Jónassonar og
Vörumerkingar hf., fer fram eftir kröfu Innheimtu rikissjóðs og Iðnaðar-
banka íslands á eigninni sjálfri fimmtudaginn 11. marz 1982 kl. 14.30.
Bæjarfógetinn i Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 84., 89. og 93. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1980 á
eigninni Lindarflöt 41, Garðakaupstað, þingl. eign Guðmundar Guð-
mundssonar, fer fram eftir kröfu Iðnaðararbanka íslands hf. og Búnaðar-
banka íslands á eigninni sjálfri fimmtudaginn 11. marz 1982 kl. 15.00.
Bæjarfógetinn i Garðakaupstað.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 103., 106. og 110. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1980 á
eigninni Gimli v/Álftanesveg, Garðakaupstað, þingl. eign Guðmundar
Einarssonar, fer fram eftir kröfu Innheimtu ríkissjóðs og Garðakaupstað-
ar á eigninni sjálfri fimmtudaginn 11. marz 1982 kl. 15.30.
Bæjarfógetinn í Garðakaupstað.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 81., 83., og 87. tölublaði Lögbirtingablaðsins 19811
eigninni Álfaskeið 125,3. h. t.h., þingl. eign Guðrúnar Sigurðardóttur, fer
fram eftir kröfu Útvegsbanka íslands á eigninni sjálfri fimmtudaginn 11.
marz 1982 kl. 16.00.
Bæjarfógetinn f Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
sem auglýst hefur verið i Lögbirtingablaðinu á fasteigninni Kirkjubraut 32
f Njarðvfk, þingl. eign Ólafs Haraldssonar fer fram á eigninni sjálfri að
kröfu Kjartans Revnis Ólafssonar hrl. fimmtudaginn 11. marz 1982 kl.
15.
Bæjarfógetinn f Njarðvfk.
Nauðungaruppboð
annað og sfðasta á fasteigninni Heiðarvegur 19, kjallari, f Keflavfk, þingl.
eign Ililmars Arasonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Vilhjálms H.
Vilhjálmssonar hdl. og innheimtumanns rfkissjóðs miðvikudaginn 10.
marz kl. 10.30.
Bæjarfógetinn f Keflavfk.
Menning
Menning
Menning
i
AÐ KUNNA Sm FAG
SVOINDÆLT STRANDHÖGG?
Tónleikar Hóskóiakórsins í Fólagsstofnun
stúdenta 28. febrúar.
Stjórnandi: Hjólmar H. Ragnarsson.
Efnisskró: Islenskir tvböngvar; Islensk þjóð-
lög f úts. Hjólmars H. Ragnarssonar; Heyr,
himna smiður, eftir Þorkel Sigurbjömsson;
Gamalt vers eftir Hj. H. R., Tvö kódög f
minningu Benjamins Brittens eftir Atla Heimi
Sveinsson; Á þessarí rfmlausu skeggöld eftir
Jón Ásgeirsson; Fimm mansöngvar úr
Kantötu IV eftir Jónas Tómasson; Tveir
madrfgalar eftir Atfa Heimi Sveinsson; Carda
Exotica eftir Hjólmar H. Ragnarsson.
Geri aðrir betur
Sé litið yfir afrekaskrá Háskóla-
kórsins kemur i ljós að hann hefur
ekki sungið útlent lag í meira en ár, ef
undan eru talin stúdentaminni sem
löngu hafa öðlast þjóðlagastatus og
þegnrétt í íslenskum tónþókmennt-
um.
Meira að segja hefur Háskólakór-
inn frumflutt drjúgan hluta af þessari
íslensku músik sem hann hefur haft á
söngskránni. Mesta afrekið í þeim
efnum var á tónleikum í fyrra, þegar
öll dagskráin var frumflutt og auka-
lagið líka. Er nokkur furða þótt
manni verði að orði. . . og geri aðrir
kórar betur.
Nú skal haldið í
vesturvfking
Söngskrá þessara tónleika mótað-
ist af því að nú skal haldið í víking.
Vesturvíking nefndu menn það í
fornum sögum herja á írlandið
græna. En hugtakið á að sjálfsögðu
við þá ribbalda sem réðust af
Skandinaviuskaga á friðsama íra en
ekki náskylda menn utan af íslandi.
En því líki ég söngför Háskólakórsins
við víking að ég ætla að söngur kórs-
ins og geta eigi eftir að koma álíka
flatt upp á frændur vora, þar í
græna, og hark víkinga gerði forð-
um. Sumt af söngskránni hefur stað-
ið áður á skrá kórsins. Tilefnið réð
þvi að ekki var allt spánnýtt á söng-
skránni í þetta skiptið. Um sum verk
hefur áður verið fjallað og tini ég því
helst það til sem nýtt var á þessum
tónleikum.
Ferskur andi og lista-
handbragð
Útsetningar Hjálmars H. Ragnars-
sonar á íslenskum þjóðlögum stóðu
merkilega nærri tvísöngslögunum,
skráðum af Bjarna Þorsteinssyni,
sem á undan fóru. En Hjálmar gæðir
þau líka ferskum anda með skemmti-
legum stílbrögðum, nútímalegum en
samt í fullu samræmi við anda lag-
anna. í fyrra söng kórinn The Sick
Rose en nú bættist við hitt lagið úr
samstæðunni, Death, be not proud.
Atli Heimir hefur með þessum kór-
lögum sínum ritað fegurstu eftirmæli
um mæringinn Britten.
Lögin eru mjög í anda Brittens svo
að hlustandinn er ekki i vafa um
hvern er ort en heldur ekki í vafa um
hver yrkir því handbragðið leynir sér
ekki.
Galdurinn er
bara sá að...
Og svo voru það Dunganon-
kvæðin. Þessi skáldskapur, sem flest-
um hefur þótt bull, í hæsta lagi
hugguleg vitleysa, öðlast allt í einu
fyllsta gildi afbragðs söngtexta.
Hjálmar H. Ragnarsson hefur sem sé
sett fram sönnun þess að sé hrynjand-
in óbrengluð fyrir hendi fái menn
notið ljóða á ólíklegustu tungum.
Galdurinn er bara sá að klæða ljóðin
í lifandi búning og það tekst Hjálm-
ari fulikomlega með sinni skemmti-
legu en erfiðu músik. Og það er
kannski mergurinn málsins. Háskóla-
kórinn hefur náð ótrúlega góðu valdi
á hinum erfiðustu verkefnum. Slikt
hefst ekki nema með þrotlausri
vinnu undir handleiðslu stjóra með
verksvit og svo þessu broti af öllu
saman sem stundum er kallað
músíkalítet. Að lokum leyfi ég mér
að halda fram að aldrei hafi írar
þurft að þola jafnþægilegt strand-
högg sem þessa heimsókn Háskóla-
kórsins.
EM
Tekiö með tilhlaupi
Edda Erlendsdóttir getur, hér
heima á Íslandi að minnsti kosti, kall-
ast sérfræðingur í franskri píanó-
músík og hún hefur verið drjúg við
að leika hana. Hún tók eiginlega til-
hlaup að þessum tónleikum með há-
skólatónleikunum um daginn, sem ég
varð því miður að láta fram hjá mér
fara. En þetta atriði, að leika sömu
verkin nokkrum sinnum á stuttum
tíma, er einna vænlegast til að ná
góðum árangri, hér hjá okkur. Því
miður eru tækifærin of fá en hverf-
andi er sú hætta að leikurinn fari að
verða alþjóðlega átómatískur á ekki
stærri markaði en ísland er.
Frábær leikur, listileg
uppröðun
En snúum okkur frá vandamálum
einleikara almennt og að tónleikum
Eddu. Tónleikar hennar voru frá-
bærir. í fyrsta iagi er Edda góður
píanisti með fljúgandi tækni. Í öðru
lagi er ekki hægt annað en að vera
henni hjartanlega sammála um stíl-
inn, að minnsta kosti hvað varðar
verkin á þessum tónleikum. Og vel á
minnst, efnisskrá. — Hún var listi-
lega saman sett, bæði hvað snertir val
og röðun. Þetta heitir að kunna sitt
fag. Aðeins í einu tiliiti var ég ekki
fyllilega ánægður með tónleika
Eddu. Fínustu og mýkstu atriðin
urðu fullhörkuleg fyrir minn smekk.
En þess verður líka að gæta að í leik
„Háskólakorinn hefur náö ótrulega
gagnrýni sinni.
góðu valdi á hinum erfiðustu verkefnum,” segir Eyjólfur Melsted í
sinum glímdi Edda viö strigamollu
Kjarvalssalar og ég þekki engan tón-
listarmann sem farið hefur með sigur
af hólmi í þeirri viðureign. Óánægja
mín ætti því fremur að beinast að
salarkynnum en flytjandanum því að
leikur Eddu var sem fyrr segir frá-
„Edda Erlendsdóttir getur, hér
heima á íslandi að minnsta kosti,
kallazt sérfræðingur i franskri pfanó-
músik og hún hefur verið drjúg við
að leika hana.”
Tónleikar Eddu Eríendsdóttur á Kjarvab-
stööum 28. febrúar.
Efnisskrá: Emmanuel Chabrier Paysage og
lmprovisat<on, Gabríel Fauré: Noctume nr. 6
op. 63; Claude Debussy: Etyflur nr. 1, nr. 8
og nr. 11; OHver Messiaen: Le Baiser de
l'Enfant-Jésus; Maurice Ravel: Jeux d'Eau
og Ondine.
Oft slæðast frönsku tónskáldin,
sem báru uppi tónlistarblóma lands
sins á öldinni sem leið og fram á
þessa öld, inn á efnisskrár píanista
okkar. Það er hins vegar harla fátitt,
ef ekki einsdæmi, að píanisti setji
saman efnisskrá með verkum þeirra
eingöngu. Gjarnan er tónskáldum
þessa tíma blandað saman við aðra
listamenn, sem þau umgengust, og þá
sérstaklega málarana, impressionist-
ana. í sjálfu sér er afar erfitt að heim-
færa músíkina beint upp á
impressionismann eins og hann birt-
ist í myndlistinni. Músíkin er og verð-
ur ætíð í eðli sínu abstrakt en hitt er
vel þekkt að málarar, sem aðrir lista-
menn, hafa sótt sér örvun til tónlist-
arinnar. Þannig má ef til vill tengja
vissa músíkstefnu við myndlistar-
stefnu. Allar tengingar af þessu tagi
hafa samt harla fátæklegt gildi annað
en sögulegt.
Tónlist
Eyjólfur Melsted
SKYLDU ÍRAR NOKKURN
TÍMA HAFA ÞURFT AÐ ÞOLA