Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1982, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1982, Síða 15
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 8. MARZ 1982. 15 nng Menning Menning Menning Menning Þá hefur Einar Hákonarson, skólastjóri Myndlista- og handíða- skóla íslands, sett upp sýningu að Kjarvalsstöðum. Hér eru alls 56 mál- verk þar sem aðalyrkisefnið er maðurinn og hans næstu umhverfi. Sýningunni lýkur 13.3. Ný sýn Einar Hákonarson er þegar orðinn númer í íslenskri listasögu. Það var hann sem dreif upp íslenska grafík á sínum tíma — einnig var það þessi sænskmenntaði málari sem leiddi inn nýja og ferska sýn á fígúruna og samspil hennar við umhverfið. Myndverk listamannsins hafa jafnan einkennst af sterkri línu- áherslu, faglegri teikningu og flatar- verkun. í sinum fyrri verkum braut hann gjarnan upp myndflötinn á af- markaða reiti, einskonar „myndir f myndinni”, þar sem myndefnið er endurbygging á samtímis ólíkum Frjálst er I fjallasal, nr. 42. Ljósmyndir. GBK. Blítt og létt sjónarhornum og þar af leiðandi tímum. Myndbreyting Á síðastliðnum árum hafa orðið verulegar breytingar í myndverki listamannsins og kemur það glöggt fram á þessari sýningu að Kjarvals- stöðum. Myndsenan er ekki lengur brotin upp í ólík afmörkuð mynd- ferli, heldur er hún orðin vettvangur fyrir hefðbundna samfellda frásögn. Fígúran hefur fengið meiri efnis- kennd, ákveðna þykkt, sálfræðilegt inntak og manneskjulegri blæ. Við þessar myndbreytingar hefur hin sterka flatarverkun hopað fyrir dýnamiskri pensilskrift, sem þó er ávallt umleikin, beisluð, línu sem afmarkar formið. Myndverkin byggj- Myndlist Gunnar BL Kvaran ast þvi fyrst og fremst á þessari linu, teikningu sem rissar upp okkar hvers- dagslega líf og einfaldar mann- eskjuna í hennar frumdrætti. KyrrO — óró í raun notar listamaðurinn teikn- inguna til að tjá okkur tvær mynd- gerðir. Annars vegar kyrrar uppstill- ingar, þar sem línan er uppistaða og afmarkandi fyrir blæbrigðaríka lita- meðferð, og hins vegar eru það ærslafullar senur, þar sem lista- maðurinn vill „teikna upp’’ ákveðið andrúmsloft sem fyrir bragðið nálgast óneitanlega hreinræktaðan karikatúr — eins og sjá má í verkinu „Umræður utan dagskrár”, sem minnir á litaðan karikatúr i risaform- ati. Listamanninum tekst mun betur upp í „Partý” að þýða með línunni ábúðarmiklar persónur þar sem einstaklingurinn er minna skilgreind- ur, einskonar hæverskt form sem ganga hver inn í annað, unnin i djörf- um en þó blæbrigðaríkum lit. Með því að leggja áherslu á heildarhrynj- andi línunnar framkallast vel hjá áhorfendum stemmning veislunnar. Það er greinilegt að Einar Hákonarson hefur skapað sér persónulegan stíl sem nýtur sín einna best í kyrrlátum stemmningsmyndum þar sem mótífið nálgast að hafa óhlutlæga sögn. Þvi í þeim myndum sem bjóða upp á ærslafulla tjáningu er sem skorti meiri kraft, meiri líkam- lega og andlega hlutdeild listamanns- ins í myndverkinu. K/assík Þó svo heildarsvipur sýningarinnar sé líflegur og allt að því skemmti- legur eru verkin æði misjöfn. Mynd- irnar eru yfir höfuð lítið unnar og spurningin aðeins: „ganga þær upp eða ekki” í fyrstu lotu. Sumar gera það, aðrar ekki. Þá notfærir listamaðurinn sér þá hefðbundnu tækni að skipta andlitum og formum í afmarkaða litafleti, og þá gjarnan í mjúkum lit- brigðum. Gefur þessi tækni oft á tíðum átakslausan en flottan svip. Það er því greinilegt að myndverk listamannsins er að breytast og ef til vill verður fróðlegt að sjá hvernig liturinn mun hafa áhrif á linuna i komandi verkum. -GBK. VOLVO 'Ryðvörn er innifalin í verði. 343 DL 345 DL Hjá öðrum eru gæði nýjungr hjáVbhrahefð! Á meðan aðrir bjóða „litla bíla" á u.þ.b. 150.000 krónur bjóðum við Volvo 340 í þremur mis- munandi útfærslum. Petta eru dæmigerðirVolvoar, þarsem gæðin sitja í fyrirrúmi, en verðið er lægra en flestir gera sér í hugarlund. haðerekkiáhverjum degi, að þú getur fest kaup á nyjum Volvo fyrir lægra verð en almennt gerist og gengur á bílamarkaðnum. Volvo 340 bílarnireru allirfram- Volvo B14. hað er snörp vél og lipur, 70 hestöfl DIN. B14 er hljóðlát og viðbragsðgóð 1,41 vél. Hinn kosturinn heitir Volvo B19. Það er kraftmeiri vél, sem margir sækjast eftir. B19 er 95 hesöfl DIN og 2 lítra. Volvo 340 bílarnir eru allir bein- skiptir, - með 4ra gíra Volvo gír- kassa. Þá má einnig fá bílana sjálfskipta. Bæði beinskiptu og sjálfskiptu gírkassarnireru við afturöxul, en það ereinmitt lykillinn að fráþærum þyngdar- hlutföllum Volvo 340. eiddir samkvæmt gæða og öryggiskröfum Volvo - munur- inn liggur i hurðum, innrétt- ingum, hestöflum og gírkassa. Þú getur valið á milli 2ja vélar- stærða í Volvo 343 og 345. Annars vegar er um að ræða

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.