Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1982, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1982, Page 18
18 DAGBLAÐIÐ & VtSIR. MANUDAGUR 8. MARZ 1982. — Já, það er rétt að þeir Zillig og; Stetter fundu hér fimm nýjar teg- undir örvera sem tilheyra hópnum archaebakterium, sagði dr. Guðni Aifreðsson, dósent við Líffræði- stofnun íslands, er DV hafði samband við hann vegna greinar um fund þennan i þýzka tímaritinu Scala. Eins og fram kom i frétt DV umj fundinn eru aðaleinkenni þessara ör- vera mikið hita- og sýruþol. Þæri vaxa i brennisteinsrikum hverum ogj sækja orku sina i brennistein. Geta þær vaxið við allt að 97° hita. | Þessar tegundir sem þeir Zillig og Stetter tala um hafa aðeins fundizt hér, segir Guðni. — Þeirra hefur verið leitað bæði í Japan og á Ítalíu við svipaðar aðstæður, en þær hafa ekki fundizt þar. Þær virðast þvi enn sem komið er einkennandi fyrir ör- verugróður í ízlenzkum hverum. — Svona rannsóknir eru hluti af hitalíffræði, en þessar hitaþolnu ör- verur eru harðgerðastar allral örvera. Slikar rannsóknir fengu byr undir báða vængi á sjöunda ára- tugnum er visindamaður að nafni Brock hóf nákvæmar rannsóknir á hverasvæðum í Yellowstone i Banda- ríkjunum. Á næstu árum birti hann svo fjölda greina um efnið og kom m.a. i ljós að þær örverur er þarna fundust voru ýmsum eiginleikum gæddar sem áður voru óþekktir. Hvað gerðist á „öld örveranna? — Bandaríkjamaðurinn Woese og fleiri komu m.a. með þá tilgátu að þessar hitaþolnu örverur mynduðu þriðja meginhóp lífvera, ásamt met- anmyndandi bakteríum og mjög sait-> þurfandi bakteríum. Vildu þeir meina að sumar þeirra, og þá sér- staklega þær hitaþolnu og metan- myndandi, væru e.t.v. líkar fyrstu lífverum jarðarinnar. Það er lítið vitað um það milljarða ára tímabil í jarðsögunni er allra frumstæðustu lífverurnar voru að þróast, en þetta tímabil er oft kallað „öld” örver- anna. En nú binda menn sem sagt vonir við að archaebakteríur þessar örsmáu lífverur sem mælast allt niður í þúsundasta hluta úr millimetra, geti að einhverju leyti sagt okkur hvað gerðist á þeim milljörðum ára sem liðu í sögu jarðarinnar áður en loft- háðar (anda að sér súrefni) lífverur tóku að þróast. — Áður var talið að unnt væri að skipta öllum lífverum í dýra- og plönturíki. Venjulega var talað um, vaknar sú spurning hvernig einstakir frumuhlutir hafa orðið til. Aðferð sem byggist á raðgreiningu ýmissa stórsameinda í bakteríufrumunum, t.d. kjarnsýra og eggjahvítuefna, hef- ur hjálpað mjög til við skyldleika- rannsóknir þeirra. Á þessu grundvall- ast einnig nýjustu hugmyndir um þróun bakteria. Geta þýtt aukin afköst {iðnaði — Iðnaðurinn á líka sinna hags- muna að gæta í sambandi við þessar lífverur vegna ýmissa efnakljúfa sem þær hafa í sér, en þeir eru mun hita- þolnari en í öðrum bakteríum sem lifa við lægra hitastig. Þar hafa menn mikinn áhuga á að einangra þessa efnakljúfa (ensím) eða koma upp- lýsingum um erfðaeiginleika sem stjórna myndun þeirra inn i aðrar ör- verur sem eru auðveldari í ræktun og meira magn myndast af á skemmri tíma. — Ef þetta er hægt er kannski unnt að nota þessa efnakljúfa við fram- leiðslu í iðnaði, en þar ganga efna- breytingar því hraðar sem hitastigið er hærra. Efnakljúfar sem standast hærra hitastig þýða mun meiri afköst. T.d. eru fitusundrandi efna- kljúfar mjög mikilvægir við gerð þvottaefnis. Ýmis efnafyrirtæki hafa þvi gjarnan styrkt rannsóknir á þessu sviði. Hyggja sjálfir á rannsóknir — Þeir vísindamenn sem hingað til hafa rannsakað lífverur íslenzkra hverasvæða hafa flestir verið útlend- ingar. En við hjá Líffræðistofnun Háskólans höfum nú mikinn hug á að standa að slíkum rannsóknum sjálfir. Enda er líka mjög mikilvægt að sem nákvæmastar rannsóknir fari fram áður en frekari röskun veröur á islenzkum hverum. Við Jakob K. Kristjánsson höfum sótt um styrk til slíkra rannsókna og hyggjumst byrja í sumar ef styrkur fæst. Okkur langar til að koma okkur upp svonefndu sí- ræktunarkrefi, þ.e.a.s. ræktunar- kerfi sem getur valið úr ákveðnar há- hitabakteriur með sérstaka eigin- leika. Að vísu er ekki unnt að vinna alla þætti rannsóknanna hér vegna skorts á tækjabúnaði, eins og t.d.. efnagreiningu á vegg og himnu bakteríanna, en í þeim efnum hyggjum við á samvinnu við þá er- lenda vísindamenn sem þegar stunda slíkar rannsóknir. Við höfum .t.d. leitað hófanna hjá Stetter og tók hann vel í þessa hugmynd okkar um samvinnu. -JÞ. Fimm nýjar örverategundir f innast á íslandi: ÞÆR KREFJAST EKKI MIKILS AF LÍFINU —aðeins hita allt að suðumarki og gnægð brennisteins frumverur annars vegar sem heil- kjörnunga og hins vegar sem dreif- kjörnunga. En rannsóknir síðustu 4—5 ára hafa leitt í ljós að archae- bakteríur virðast vera alveg nýr hópur og að ýmsu leyti frábrugðinn öðrum þótt hann eigi lika margt sam- eiginlegt með bæði heilkjörnungum og dreifkjörnungum. Ýmis lyf verka alls ekki á þær — Munurinn liggur t.d. í byggingu bakteríuveggjarins og þá einkum efnasamsetningu hans. Svokölluð veggsýra finnst t.d. ekki í veggjum archaebaktería. Einnig er þol þeirra gagnvart ýmsum lyfjum og efnum athyglisvert. Ýmis lyf sem verka yfirleitt á bakt- eríur verka alls ekki á þær. Ég vil þó taka það fram að þessar bakteríur eru ekki sýkjandi. En á siðustu árum hefur verið lögð mikil áherzla á að finna nákvæmlega hvernig sýklalyf verka, þe.e.a.s hvaða frumuhlutar það eru sem lyfiö hefur áhrif á. Og þá Dr. Guðni Alfreðsson, dóscnt: Mikilvægt að Islendingar standi sjálfir að rannsóknum. Nýtt kjörorð fataf ramleiðenda: Veljum íslenzkt vörunnar vegna — en ekki íatvinnubótaskyni „Það er engin uppgjöf í okkur, þvert á móti”, sagði Haukur Þorgilsson, framkvæmdastjóri Hlínar hf., þegar fyrirtækið kynnti nýverið fatnað sinn fyrir sumarið. Hlín hf. er systurfyrirtæki Hildu hf. og stofnað upp úr Kápudeild Max. Er það nú eina fyrirtækið á tslandi sem framleiðir kápur. Auðvitað hefur blásið á móti skilyrði eru ekki upp á það bezta í íslenzkum iönaði. En það þýðir ekki annað en hressa upp á sálina að vera bjartsýnn, endurbæta hönnun og. markaðsstarf og snúa vörn í sókn,” sagði Haukur. Hlín hefur fjóra hönnuði á sínum snærum og býður fjölbreytt úrval af kápum, jökkum og drögtum fyrir sum- arið. Efnin eru létt, litirnir bjartir. varan vönduð og á hagstæðu verði, að sögn framleiðendanna. Enda hafa forsvarsmenn Hlínar og Hildu nú breytt um slagorð. Nú skal ekki lengur styðja islenzkan iðnað til að forðast atvinnuleysi heldur „Velja íslenzkt” vegna þess að fatnaðurinn er vandaðri, þjónustan betri og verðið hagstæðara. -JB. Stuttir jakkar, siðir jakkar, frakkar, regnkápur, uilarkápur og draktir. Aiit þetta er að finna i nýju sumarlinunni frá Hlin. DV-mynd: Friðþjðfur. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur við útskriftarbúnað þriggja mælaáSuð- Vesturiandi. Viðvörunarkerfiö í Mývatnssveit endurbætt: Skjálftamæl- um fjölgað Nýlega veitti Alþingi Almannavörnum ríkisins sérstaka fjárveitingu til aðstyrkja viðvörunar- kerfið í Mývatnssveit. Að sögn Guöjóns Petersen, framkvæmda- stjóra Almannavarna, var rætt viö visindastófnanir um tvær mögulegar leiöir i þessu skyni. önnur var að tölvuvæða hallamælakerfið en hin að auka við skálftamælingarnar og koma upp sjálfvirkum viövörunar- búnaði i tengslum við þær og var ákveðið að velja siöari kostinn. Páll Einarsson, sem hefur umsjón með smíði skjálftamælanna hjá Raunvísindastofnun Háskóla ís- lands, sagði að stofnunin heföi ekki mannskap til aö halda stöðuga skjálftavakt i Mývatnssveit og þvi hefði verið farið út í að endurbæta tækjakostinn. Auk þess væri það kerfi þriggja mæla sem fyrir væri orðið mjög viðkvæmt og ef einn mæianna bilaði væri ekki hægt að staðsetja skjálfta með neinni ná- kvæmni. Páll sagði að nú væru tveir mælar í smiðum hjá stofnuninni sem setja ætti upp í Mývatnssveit. Þar væri um að ræða mæía svipaða þeim sem fyrir væru. Þeir væru í raun viðbót við það mælakerfi sem starfrækt hefur verið á þessu svæði frá árinu 1970. Gert er ráð fyrir að mælarnir verði tilbúnir innan 2—3 mánaða. ÓEF

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.