Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1982, Síða 32
40
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 8. MARZ 1982.
Andlát
Baldur Kristinsson, vélvirki Glæsibæ,
andaðist i Borgarspítalanum fimmtu-
daginn 4. marz.
Guðrún Margrét Ingimundardóttir
Humphreys verður jarðsungin frá
Aðventista-sjöundadagskirkjunni, í
dag, 8. marz, kl. 15.00.
Guðríður Björnsdóttir, Háaleitisbraut
81, verður jarðsungin frá Fossvogs-
kirkju miðvikudaginn 10. marz kl.
13.30.
Útför föður okkar og tengdaföður
Guðmundar Guðmundssonar, Núps-
túni, Hrunamannahreppi, fer Iram frá
Hrepphólakirkju, i dag kl. 14.
Steinþór Oddsson, lézt 26. febrúar að
Elliheimilinu Grund. Útförin fer fram
frá Bústaðakirkju mánudaginn 8. marz
kl. 13.30.
Sveinn Stefánsson, Unufelli 48,
Reykjavík, lézt 3. marzsl.
Jón Valdimar Lövdal lézt af slysförum
mánudaginn 1. marz.
Tónlist
Tónleikar í
IMorræna húsinu
Tvennir tónleikar verða í Norræna húsinu á
næstunni.
Hinir fyrri Verða þriðjudaginn 9. marz kl. 20.30
en þá leikur Cluster Ensemble frá Finnlandi nútíma-
verk eftir Usko Meriláinen, Miklós Maros, Kalevi
Aho, Erik Bergman auk baroktónlistar eftir Jean
Baptiste Loeillet.
Cluster Ensemble skipa fjórir hljóðfæraleikarar,
Mikael Helasvuo, flauta, Pakka Svaijoki, saxofónn,
Jukka Savijoki, gítar og Pauli Hámáláinen, slag-
hljóðfæri.
Síðari tónleikarnir verða föstudaginn 12. marz
kl. 20.30. Þá veröa flutt sænsk og íslenzk nútíma-
tónverk og eru flytjendurnir sænskir. Þau eru
Kerstin Stáhl, messósópran, Kjell-Inge Svensson,
klarinett, Mats Persson pianó og Jörgen Johans-
son, básúnav'
Ferðalög
Ferðaf élag íslands
Miðvikudaginn 10. marz veröur myndakvöld FÍ að
Hótel Heklu.
Efni: Björn Guðmundsson sýnir myndir frá
gönguleiðum í Jökulfjörðum o. fl. Grétar Eiríksson
sýnir myndir frá slóðum Félagfélagsins.
Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Veitingar í
hléi.
Fundir
Kvenfólag Bústaðasóknar
heldur gestafund i kvöld kl. 8.30 í
safnaðarheimilinu. Venjuleg fundarstörf og
skcmmtiatriöi. Ákvöröun tekin um leikhúsferð.
Mætið vel og stundvíslega.
6. fólagsfundur JC f Breið-
hofti
veröur haldinn á Hótel Heklu i kvöld,
kaffifundur. Fundurinn hefst kl. 20.15. Gestur okk-
ar að þessu sinni verður Eggert J. Levy, landsforseti
JCÍ.
Afmæli
60 ára er i dag, 8. marz, Emma Guðna-
dóttir, húsfreyja að Löngumýri á
Skeiðum. Hún dvelur nú á Hótel Sögu,
á bændaviku.
Tilkynningar
Frá Vtsnavinum
Vísnavinir halda vísnakvöld í Þjóðleik-
húskjallaranum mánudaginn 8. marz kl. 20.15.
Meðal þeirra sem þar koma fram eru: Helga Möller
ásamt Eyjólfi Kristjánssyni, Einar Einarsson gítar-
leikari, Þórarinn Eldjárn les úr eigin verkum og
Biásarakvintettinn kemur í heimsókn.
Vísnakvöldin hafa verið vel sótt í vetur og
yFirleitt hvert sæti skipaö.
Fyrirlestur á vegum
Landfræðifélagsins
í kvöld, 8. marz, flytur Guttormur Sigbjarnarson
erindi á vegum Landfræðifélagsins sem hann nefnir
..Alpajöklar og öldubrjótar”. Erindið fjallar um þá
kenningu að verulegur hluti strandsvæða landsins
hafi aðeins verið þakinn alpajöklum á jökulskeiðum
kvartertímans, minni jökulþykkt en áður var talið
og Islausum svæðum, þar sem harögerar plöntur
hafi getað lifað af. Fyrirlesturinn veröur í stofu 201
Árnagarði og hefst kl. 20.30.
BÍLARYOVÖRNHf
Skeifunni 17
a 81390
Góð ryðvörn
tryggir endingu
og endursölu ~
Blaðbera vantar
í Ytri-Njarðvík. Vinsamlega hafið samband við
umboðsmann DV, Fanneyju Bjarnadóttur,
Lágmóum 5 í síma 3366,
mmiABiaMsm
Ytri-Njarðvík.
Um helgina Um helgina
_.j_ _ i » " . .. ..
Ætli væru þá margir reyk-
ingamenn á meðal vor?
Sjónvarpsdagskráin á föstudag
var það sem hélt dagskrá ríkis-
fjölmiðlanna uppi þessa helgi.
Þar er fyrst að nefna reykingaþátt
Fréttaspegils í umsjá Sigrúnar
Stefánsdóttur. Sá var aldeilis áhrifa-
mikill. Að hugsa sér að hvert manns-
barn á íslandi skuli hafa reykt að
meðaltali 1760 sigarettur á síðasta ári
og að sígarettuneyzla landsmanna
hafi aukizt um rúm sjö prósent það
ár. Þetta er ótrúlegt á tímum
aukinnar þekkingar, þegar hvert
mannsbarn veit hversu óhollar
tóbaksreykingar eru. Eða vita ekki
allir að reykingar stytta mannsævina
um átta ár? Ef ekki, þá er tími til
kominn að menn fari að gera sér
grein fyrir því.
Ég segi fyrir mig, að ef ég reykti
hefði ég reykt mína síðustu sígarettu
umrætt kvöld. Að horfa upp á þetta
vesalings fólk veslast upp langt um
aldur fram, einungis vegna
ofnotkunar tóbaks, er holl og góð
lexía hverjum þeim sem reykir. Þvi
legg ég til að reykingaþátturinn verði
sýndur daglega í sjónvarpinu og í
öllum kapalkerfum í mánuð eða tvo.
Ætli væru þá margir reykingamenn á
meðal vor að þeim tíma liðnum? Ég
vil leyfa mér að draga það í efa. Þá
væru áreiðanlega allir dagar
reyklausir en ekki bara 9. marz.
Dreptu því i sígarettunni eða
vindlinum og ég óska þér alls hins
bezta í reyklausri framtíð.
Svo var það franska kvikmyndin
umhannjoél litla. Ég held, að þetta
sé einhver bezta mynd, sem
sjónvarpið hefur sýnt í langan tima.
Ekki einungis var um góðan leik og
leikstjórn að ræða, heldur var efni
myndarinnar hollt hverjum manni á
að horfa. Þar sagði frá fjölskyldu
einni í fínni kantinum, a.m.k. að áliti
flestra fjölskyldumeðlima, en
böggull fylgdi skammrifi því i
fjölskyldunni var lítill vangefinn
drengur.
Fjölskyldan eyddi sumarleyfinu
saman á gömlu ættaróðali. Það var
ættmóðirin, ekkja, tvö börn hennar,
sonur, smáborgari fram í fingur-
góma, og dóttir, látlaus kona, sem
lifði fyrir börnin sín, svo og tengda-
börn og barnabörn.Það var dóttirin
sem átti hann Joél litla, mongólítann.
Flestir fjölskyldumeðlimir litu hann
hornauga og reyndu hvað þeir gátu
að fá móður hans til að setja hann á
hæli en móðurástin var sterk og hún
lét sig ekki. Fólkinu fannst Joél svo
mikill blettur á fjölskyldunni að ef
gest bar að garði var drengurinn
lokaður inni, svo enginn sæfhann.
Öll samúð áhorfandans beindist
þó að litla drengnum og móður hans
og þegar örlög Joéls litla voru ráðin
var ekki laust við að sumum vöknaði
um auga.
Þetta var býsna góð mynd og vel
gerð í alla staði. Leikur litla Joéls var
frábær og sýnir, að þessum undir-
málsmönnum er hreint ekki alls
varnað þegar allt kemur til alls.
Myndin sýndi og sannaði að þeir sem
„ekki eru normal” eiga líka sinn
tilverurétt, rétt eins og við hin sem
eigum að heita „med fulle fem”, eins
og danskurinn segir. Góð dæmisaga
og holl til eftirbreytni.
Kristín Þorsteinsdóttir.
Ferðafélag íslands
Aðalfundur
Ferðafélagsins verður haldinn þriðjudaginn 16.
marz að Hótel Heklu. Nánar auglýst síöar.
Námskeið hjá Rannsóknar-
stofnun vitundarinnar
Geir Viðar Vilhjálmsson sálfræðingur er leiðbein-
andi á námskeiöum nú í marz, á vegum Rannsóknar-
stofnunar vitundarinnar. Þar verður fjallað um
leiðir til þess aö efla skynjun á sálarlifinu, losun
spennu í mannlegum samskiptum og samskipti sálar-
lifs viö líkama og samfélag.
Fólk sem hefur sótt námskeiöin áöur hefur tæki-
færi á þátttöku í sérstöku námskeiöi og einnig er fyr-
irhugaður hópur fyrir hjón og sambýlisfólks.
Þeir sem áhuga hefðu á því aö skrá sig á þessu
námskeiö þurfa að hafa samband við Geir Viðar á
Hótel Loftleiðum en þar verða námskeiðin haldin.
Tfmaritið Bjarmi
76. árgangur 1. tbl., janúar-febrúar, er komið út.
Meðal efnis i blaðinu er, fréttir frá Konsó. Viðtal við
Jens Petter Jorgensen bibliuskólakennara um tauga-
veiklun, sagt frá KFUM og K i tilefni af 70 ára af-
mælis félaganna. Og 30 ára afmæli á Akureyri.
Margt fleira efni: er í blaöinu.
Afmælisrit Sigurðar
Þórarinssonar
Munið að áskriftarfrestur rennur út 15. marz. Sögu-
félag, Fischersundi. Opiö 14—18. Sími 14620.
J)V-mynd Elnar Óla.
Handmenntaskóli íslands
er nú fluttur í nýtt húsnæði að Vdiu'.undi 3, annarri
hæö. Aukning nemenda hefur orðið það niikil j siö-
ustu mánuöum að stækkun á húsnæði var orðin
mjög brýn.
Nú stunda alls 297 manns nám í skólanum þar af
70% utan Reykjavíkur.
Aðalkennsla skólans er eins og áður teiknun og
málun og hefur önn nr. 2 nú verið hleypt af stokkun-
um, en hún felst mikifl tili líkamsteikningu og höfuð
og andlitsteikningu.
Auk þess eru ýmis sérnámskeið, til dæmis skraut-
skrift og skiltagerö. Annað stærsta námskeið skól-
ans er teikning, föndur og brúðuleikhúsgerö fyrir
börn á aldrinum 6 til 12 ára.
X0 Bridge
Bridgesamband
íslands
Fyrsla íslandsmót spilara 25 ára og
yngri var haldið í Fjölbrautaskólanum í
Breiðholti dagana 26.—28. febrúar.
Alls mættu 14 sveitir til leiks, þar af 6
sveitir frá framhaldsskólum en mótið.
var jafnframt framhaldsskólamót.
Mótið var einföld umferð, þar sem allir
spiluðusaman lOleiki.
Úrslit mótsins urðu þau að í 1. sæti
var sveit Hannesar Lentz með 184 stig.
í öðru sæti var sveit Aðalsteins
Jörgensen með 182 stig og í 3. sæti var
sveit Hróðmars Sigurbjörnssonar með
159 stig. Sveit Dagbjarts Pálssonar var
einnig með 159 stig en Hróðmar hafði'
betra vinningshlutfall.
Fyrstu íslandsmeistarar í yngri
flokki eru auk Hannesar Lentz: Helgi
Lárusson, Sturla Geirsson, Runólfur
Pálsson og Sigurður Vilhjálmsson.
Af framhaldsskólunum var sveit
^lenntaskólans á Egilsstöðum með 142
stig, en þetta er í fyrsta sinn sem sá
skóli sendir sveit á framhaldsskólamót.
Næst kom sveit Menntaskólans á
Akureyri með 118 stig og í 3. sæti var
sveit Menntaskólans á Laugarvatni
með 115 stig.
Framhaldsskólameistarar 1982 eru:
Jónas Ólafsson, Magnús Ásgrimsson,
Sigurþór Sigurðsson og Þorsteinn
Bergsson.
Að lokum vill Bridgesamband
ísland'; færa skólayfirvöldum Fjöl-
brautar í Breiðholti sérstakar
þakkir fyrir að veita afnot af húsnæði
skólans.
Bridgefélag
Breiðholts
Síðastliðinn þriðjudag var áætlað að
byrja Bötler-tvímenning, en vegna
slæmrar mætingar varð að hafa eins
kvölds-tvímenning og var spilað í
einum tólf para riðli. Úrslit urðu þessi:
Siír:
1. HeimirTryggvas.—Árni Már 140
2. Guðmundur Grétarss.—Stefán Jónss. 138
3. Þórarinn Árnas.—Gunnlaugur Guöjónss. 134
i. Helgi Skúlas.—Tryggvi Tryggvas. 115
Meðalskor 110.
Næstkomandi þriðjudag verður von-
mdi hægt að byrja Bötler-tvímenn-
nginn og eru félagar og aðrir beðnir
rm að mæta vel og stundvíslega. Spilað
:r uppi í húsi Kjöts og fisks, Seljabraut
>4 og verður byrjað kl. 7.30. Um
síðustu helgi fékk félagið heimsókn frá,
Húsavík og sigruðu heimamenn naum-
lega með 62 stigum gegn 58 í sveita-
keppninni. Spilað var á sex borðum og
urðu úrslit þessi, norðanmenn taldir á
undan:
Siír:
1. borð sv. Mariu Guðmundsd.— sv. Þórs
Tryggvasonar 20—0
2. borð sv. Björns Dúasonar — sv. Þórarins
Árnasonar 3—17
3. borð sv. Sveins Þórarinssonar— sv. Baldurs
Bjartmars 12—8
4. borð sv. Berþóru Bjarnad.— sv. Helga
Skúlasonar 10—10
5. borð sv. Gauks Hiartars.— sv. Siefúsar Skúlas.
9—11
6. borð sv. Jóns Sigurðss.—
sv. Jóns Sigurðssonar 4—10
Einnig var spilaður tvímenningur og
sigruðu norðanmenn í honum.
Bridgefélag
Reykjavíkur
Bridgehátíð 1982
Fösludagur 12. marz kl. 15.00.
Afmælismót Bridgefélags Reykja-
vikur sett. Að því loknu hefst spila-
mennska og verður spilað til kl. 24 með
matarhléi kl. 19.00—19.30.
Laugardagur 13. marzkl. 10.00.
Afmælismóti B.R. haldið áfram og er
áformað að Ijúka því um kl. 18.
Afmælishóf
Bridgefélags
Reykjavíkur
Kl. 20.30. 1. Sigmundur Stefánsson,
form. félagsins, setur hófið, en siðan
hefst borðhald.
2. Einsöngur: Kristinn Bergþórsson
syngur við undirleik Sigfúsar Hall-
dórssonar.
3. Annáll síðustu ára: Jakob R. Möller
rekur helztu þætti í sögu félagsins
síðustu ár.
4. Verðlaunaafhending: Form.
afhendir verðlaun fyrir afmælismól
félagsins.
5. Dans: Hljómsveit Hreiðars Ól.
Guðjónssonar leikur fyrir dansi til kl.
3.
Veizlustjóri er Gylfi Baldursson.
Sunnudagur 14. marz kl. 14.00.
Stormót Flugleiða hefst. Spilaðar verða
þrjár umferðir. Spilaðir eru 20 spila
leikir með hálfleik. í hálfleik í annarri
umferð verður gert hlé til kl. 20.
Mánudagur 15. marz.
Kl. 16.00 Stofmót Flugleiða fjórða um-
ferð.
Kl. 20.00 Stórmót Flugleiða fimmta
umferð.
Kl. 22.45 Verðlaunaafhending fyrir
Stormót Flugleiða, hátíðinni slitið.
Mótsstjóri er Guðmundur Eiríksson
og keppnisstjóri Agnar Jörgenson.