Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1982, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1982, Page 40
xi Fá nú að skreppa ilotiðhafalanga m m m m — heim um helgar Að undanförnu höfum við af og til fengið fregnir af því að menn sem dæmdir hafa verið til margra ára fangelsisvistar, og eru langt frá því búnir að taka út sinn dóm, hafi sézt spóka sig úti á götu í Reykjavík og þá ekki einu sinni í fylgd lögregluþjóns. Hefur það að vonum vakið athygli margra en þetta á sér sína skýringu eins og fram kom þegar við spurðum Þorstein Jónsson hjá dómsmálayáðu- neytinu að því hvernig á þessu stæði. „Þetta eru menn sem hafa setið lengi inni en fá nú að fara út og heim- sækja ættingja sína hluta úr degi með nokkurra mánaða millibili. Þetta er tilraun sem verið er að gera og hefur hún tekist mjög vel með þá örfáu sem hafa fengið þetla frí,” sagði Þorsteinn. Svona frí hefur lengi verið helzta baráttumál meðal fanga og Fanga- hjálparinnar Verndar. Einnig hafa margir fangaverðir talið það æskilegt að langtímafangar fengju stutt frí af og til í innilokuninni. Það gerði þeim dvölina þar öllu bærilegri, og hjálp- aði þeim við að aðlagast nýju urrthverfi þegar þeir komu út aftur eftir margra ár innilokun. Kvenfangar hafa fengið svona frí alit að einu sinni í mánuði til að sjá börn sín og ættingja, og nú eftir áramótin hafa nokkrir karlfangar fengið að skreppa heim til sín hluta úr degi. „Það eru þrír langtímafangar sem hafa fengið þetta frí nú frá ára- mótum,” sagði Björn Einarsson, starfsmaður Verndar, í viðtali við DV. „Þeir hafa fengið að vera úti í fimm tíma í einu, en verða síðan að faraafturaustur. Mál hvers og eins fanga er afgreitt sér enda er ekkert fast form komið enn á þetta. Við vonum bara að svo verði og að þessir menn geti þá gengið að því sem vísu að þeir fái að skreppa út til að sjá ættingja og vini af og til í langri innilokun,” sagði Björn. -klp- Björgunarsveit í hrakningum á Fimmvörðuhálsi: „VORUM BÚNIR UNDIR FROST EN EKKIREGN” —segir formaður björgunarsveitarinnar sem láútiflS klukkutíma Nokkrir félqgar úr Björgunarsveit- inni Stakk í Keftavík og úr Hjálpar- sveit skáta í I^arðvíkum lentu í hrakningum á Fimmvörðuhálsi sl. föstudag. „Við lentum í vitlausu veðri, slag- veðursrigningu og 8—9 vindstigum,” sagði Þorsteinn Marteinsson, for- maður Stakks, í samtali við DV. „Við vorum búnir undir frost og kulda og áttum sízt von á rigningu þannig að vbsþúðin fór illa með okkur. Við lögðum af staS'kh 8 á föstu- dagsmorguninn og vorurh. komnir hálfa leið að skálanum á Fimmvörðu- hálsi er veðrið tók að versna. KJ. 2 um daginn ákváðum við að hreif! um okkur þar sem nokkrir okkar voru orðnir mjög hraktir. Sex þeirra sem brattastir voru fóru aftur til baka að sækja aðstoð en fimm urðu eftir UDPÍ. Á milli kl. 4 og 5 um morguninn barst okkur aðstoð frá Flugbjörg- unarsveitinni á Skógum og vorum við þá búnir að liggja fyrir um 14—15 tíma. Tvo þurfti að flytja niður á vél- sleQa en þeim varð ekki meint af þessu frekar en öðrum,” sagði Þorsteinn Marteinsson. Þorsteinn sagði að farið hefði verið með tvo til læknisins á Hvolsvelli strax og niður var komið. Hann hefði talið sig sjá einkenni lungnabólgu hjá einum þeirra. En sem betur fór hefði það ekki reynzt rétt og væri honum nú batnað. -ÓEF. Gastum og gangandi gafst tœkifærí til að hfýða é létta sveiflu undir forystu bandaríska fassistans Joe Nawman i Broadway í kvöid. Newman erhéré landi é vogum Jazzvakningar og é hljómleikunum í kvökl ieikur hann meO Tríól Krístféns Magnússonar og Big Band '81. Þé eru fyrirhugaóir síðar i vikunni tónieikar moð landa hans, gítarieikaranum Paul Weeden. Einnig mun Newman verOe með nokkra kennskrtima þé viku er hann dvalst hóriandis. Myndin er tekln é œfíngu í gmrkvðkL l-KÞ/O V-mynd GVA) Hjörleifur uni fundinn með dr. Miiller: „RÁÐUNEYTIÐ ER SAMNINGSAÐILINN” „Ég er ekki viss um að þeir hjá Alusuisse geri sér fulla grein fyrir skipulaginu hjá okkur. Þótt dr. Muller aðalforstjóri hafi í skeytinu til min tjáð sig reiðuhúinn til þess að koma á fund ráðherranefndarinnar. hlaut ég að svara með boði til fundar i iðnaðarráðuneytinu. Það er samn- ingsaðilinn,” sagði Hjörleifur Outtormsson iðnaðarráðherra, þegar DV ræddi við hann um hinn fyrir- hugaða fund um ísal-málin 25. þessa mánaðar. „Ráðherranefndin, sem fjallað hefur um þessi mál sérstaklega innan ríkisstjórnarinnar að undanförnu, er samráðsnefnd en ekki samninga- nefnd. Hins vegar getur farið svo aö dr. MUller gefist tækifæri til þess að ræða við samstarfsmenn mína í ráð- herranefndinni að fundinum í ráðu- neytinu loknum,” sagði Hjörleifur. -HERB. frfálst, úháð dagblað MANUDAGUR 8, MARZ 1982. Brenndist erbensín- tankur sprakk Tuttugu og tveggja ára maður brenndist i andliti og líkama er bensín- tankur úr bíl sem hann var að gera við sprakk. Slysið átti sér stað á bílaverk- stæði að Smiðjuvegi 52 um kl. hálf- fjögur í gærdag. Maðurinn hafði tekið bensíntankinn úr bílnum og var að log- sjóða hann er allt í einu kviknaði i tanknum og hann sprakk. Maðurinn var fluttur á slysadeild Borgarspítalans en ekki var vitað hversu alvarlega hann er brenndur. -ELA. Margirteknir vegna gruns um ölvun við akstur Óvenjumargir voru teknir grunaðir um ölvun við akstur í Reykjavík um helgina. Var um miðjan dag í gær búið að færa á milli 25 og 30 manns í blóðrannsókn og muna lögreglumenn ekki eftir því að svo margir hafi verið teknir á einni venjulegri helgi hér í Reykjavík. Karlmenn voru þar í meirihluta en konur virðast eitthvað vera að færa sig upp á skaftið í því að aka undir áhrifum áfengis því þær voru óvenjumargar í þessum hópi. -klp- Þrjár bílveltur — grunurumölvun Mikið annríki var hjá lögreglunni á Selfossi um helgina en þar mun ölvun hafa verið í meira lagi. Þrjár bílveltur voru skammt frá Selfossi, í Kömbunum, á Hellisheiði og í Flóanum. Allar munu hafa verið af- leiðingar ölvunar við akstur. Þá var harður árekstur á Selfossi þar sem ökumaður var grunaður um ölvun við akstur. Mesta mildi þótti að ekki varð slys í neinu tilfellanna. Allir bílarnir voru þó mikið skemmdir. -ELA. Þótt þrír og þrír þýði sex gafst það illa hjá Alþýðu- bandalagsf ólki í Kópavogi. c ískalt Seven up. hressir betur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.