Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1982, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1982, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ & VISIR. MANUDAGUR 28. JUNI1982. ARNARVATNSHEIÐIN ALLTAF SPENNANDI Þó svo að veiðin hafi minnkað tölu- vert inni á Arnarvatnsheiöi síöustu árin, eru það margir sem skreppa inn á heiöina á hverju sumri. Það er eitthvað sem heillar, menn segja aö hægt sé að komast í annan heim. Maður skyldi nú ekki rengja það. Færðin, veiðin og verð á veiðileyfum. Hvemig skyldi vera meö þetta? Kristleifur Þorsteinsson er manna fróðastur um þessa hluti. Við slógum á þráðinn til hans og könnuðum mál- iö. Hann sagöi: „Hef ekki séð veiði- menn koma niöur nýlega og þvi hef ég litlar veiðifréttir. En veiöin hefur verið svona og svona, heldur smár fiskur. Gott veður og þurrt, færö inn- eftir góö núna. Það kostar 150 krónur að veiöa í vötnunum.” G. Bender. Það er ekki nóg að f allegt sé við árnar, ef veiðin er engin. „Það er enginn fiskur hér á neðsta svæðinu, ekki einu sinni lífsmark í fossinum. Veit ekki um neinn sem hefur fengið fisk síðdegis. Viö misstum einn vænan uppí Borgar- stjóraholunni.” Var það sá stóri sem veiöimenn hafa talaö um? Líklega ekki. „Þessi fiskur var silfurgljáandi, nýlega kominn í ána. Hann var á, í einar fjórar minútur, vænn fiskur.” Þetta hafði veiðimaður einn við Ell- iðaámar aö segja á laugardags- kvöld, er viö komum við. Þó veiðiveöur væri bara gott, var veiöin ekki í samræmi við það. Vora komnir á land 29 laxar úr ánni þá. Þeir stærstu 13 pund, tveir. Á maðk höfðu veiðzt um 25 laxar, en 4 á flugu. Þetta er miklu lélegri veiði en á sama tíma í fyrra, þá voru komnir háttí901axar. -G.Bender. Jón Jónasson rennir fyrir Iax í Elliðaánum nýlega. Laxinn var tregur og er það reyndar ennþá. Mynd G. Bender. Tíðindi frá Laxá í Leirársveit: EINN FISKUR SÁST í ÁNNI Vegna kulda í vor og byrjun sum- ars, hafa árnar veriö seinar að taka við sér. Sjórinn hefur veriö hrikalega kaldur og þess vegna minni áta í sjónum. En þaö hefur hlýnað veru- lega og laxinn hefur vonandi bara seinkað komu sinni um 2—3 vikur. Sumir segja að hann sé að koma. „Heima er bezt.” Þetta hafa veiði- menn við Laxá í Leirársveit líklega hugsað í síðustu viku því eftir nokk- urra tíma veiði í ánni, var haldið heim. Ástæðan: Það var víst ekki einn einasti fiskur í ánni, þó menn leituðu víst vel um alla á. Já það er eitthvaö að gerast í Laxá í Leirár- sveit. Veiðin hefur síðan 78 hrapað úr 1252 í 670 laxa’81. En skyldi þetta ekki vera aö batna? Það hefur verið hlýrra nú síðustu dagana, eða stefnir kannski í lakasta sumarið í ánni? Við slóguin á þráðinn til að f rétta um veiðina. „Jú það gerðust stórtíðindi hér í morgun,” sagði viðmælandi okkar í veiðihúsinu við Laxá í Leirársveit. ,,Það sást einn fiskur í ánni og þaö era stórtíöindi finnst okkur.” I símanum mátti heyra að menn voru hressir og hlógu dátt, líklega yfir aflaleysinu. ,,Eina vonin er sú að það birti til eftir matinn, svo menn geti farið í sólbaö, smávon þar. Þaö eru aðeins komnir á land 17 laxar eftir 13 dagaveiðiíánni.” G. Bender. Það gengur á ýmsu í heiðarferðunum. Veiðin er ekki allt, heldur spennan í kríngum ferðina. Myndin var tekin fyrir skömmu á Arnarvatnsheiðinni. DV-mynd ÚBB. VEIÐIVON Gunnar Bender Elliðaárnar: LELEGRIVEIÐI í FYRRASUMAR s Svo mælir Svarthöfði_________Svo mælir Svarthöfði____________Svo mælir Svarthöfði Evrópu-sinni hverfur af vettvangi Án skýringa hefur Alexander Haig sagt af sér embætti utanríkisráð- herra Bandaríkjanna. Menn vita ekki gjörla hvað veldur þessari skyndilegu breytingu hjá annars samstæðri stjórn Bandaríkjanna, en ljóst er að útrunninn var sá timi sem Haig hafi til að hóta brottför út af hverju einu sem honum líkaði ekki í utanríkisstefnu stjórnarinnar. Að þessu leyti var hann að verða eins og sifrandi krakki og gætti þess ekki aö ekkert veikir stöðu manna eins hratt og afdráttarlaust og stöðugar hótan- ir við þá, sem aðra daga þarf að vinna með að framgangi flókinna mála. Það kom á daginn að Alexander Haig var ekki ómissandi, eins og hann mun að líkindum sjálfur hafa talið. Stjórnarliðið virtist stundum eins og sameinað gegn honum og réð þar töluverðu, að Haig er mjög lík- legur forsetaframbjóðandi. Varafor- setinn og vamarmálaráöherrann vissu vel, að Reagan forseti, sem átt hefur sinn pólitíska feril á vestur- strönd Bandarikjanna, hafði til- hneigingu til að vantreysta þeim Evrópu-sjónarmiðum, sem Haig var einkum fulltrúi fyrir i ríkisstjórn- inni. Þegar Reagan varð fyrir skot- árásinni og Haig gaf hvatiega yfir- lýsingu úr Hvita húsinu um, að hann tæki stjómina að sér, þótt hann notaöi að vísu orðið „við”, þótti vara- forseta og varnarmálaráðherra tími til að benda á, að utanríkisráðherra færi ekki með vald forseta forfall- aðist hann. Þetta setti Haig í heldur klaufalega aðstöðu, þótt hann hefði ekkert gert annað en það, sem hann hafði verið vanur að gera á Nixon- tímanum, þegar hann þótti standa sig frábærlega vel við næstum ómögulegar aðstæður. Það er ljóst að meö Haig er horfinn úr ríkisstjóra Bandarikjanna sá maöur, sem Evrópumenn áttu mest að sækja til. Hann átti viö sambiást- ur í ríkisstjórainni að stríöa, sem gerði hvert eitt skref hans tortryggi- legt. Nú síðast, þegar upp blossuðu átök í Líbanon, sem er í rauninni ekki ríki heldur samsafn einna tólf trúflokka, virðist sem Haig hafi vilj- að draga taum Israelsmanna að því ieyti að Palestínumönnum yrði ekki veitt sú opinbera viðurkenning, sem felst í orðsendingu Bandarikjastjóra- ar til þeirra, og enn er ekki vitað með vissu hvaða þýðingu hefur. Því hefur löngum verið haldið fram, að vegna áhrifa gyðinga á stjóramál í Bandarikjunum megi líta á ísrael sem einskonar annexíu frá USA. Þar er raunar um annars kon- ar áhrif að ræða en þau, sem ollu því að Haig taldi að fara yrði gætilega í orðaskiptum við PLO. Bandaríkin era auðvitað alveg múlbundin hvaö ísraelsmenn snertir og munu aftur og aftur lenda sem einskonar ábyrgðaraðili í málum þeirra fyrir botni Miðjarðarhafs. Nú þykist stjórn Bandaríkjanna hafa komið málum vel fyrir, losað sig við utan- rikisráöherra, sem hélt með tsraels- mönnum, en fengið í staðinn nýjan ráðherra, sem í Bandarikjunum er talinn sérstakur vinur Saudi-Araba. Þetta eru augljósar hundakúnstir, sem auðvitað breyta í engu ábyrgðarstöðu Bandarikjanna hvað israel snertir. Nýi utanríkisráðherr- ann getur vel verið sérstakur mál- vinur Saudi-Araba, og í hans skjóli geta Bandarikjamenn haldið áfram að iðka þá hættulegu stefnu að standa leynt og ljóst með aögerðum israelsmanna, þvi enginn trúir því á málvin Saudi-Araba að hann hafi gyðinglegan málstað. Það er ljóst að Alexander Haig var bæði of opinskár og of raunsær til að passa í núverandi stjórnarmynstur Bandaríkjanna. Honum lét ekki að starfa þar sem engar skýrar línur eru fyrir hendi. Honum lét heldur ekki að vera sérstakur sendimaður forseta, sem hefur enga reynslu í utanríkis- málum. Þá mega Evrópumenn horfa á bak utanríkisráðherra, sem skildi þá betur en nokkur annar maður i núverandi stjóra Bandarikjanna. Svarthöfði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.