Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1982, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. MÁNUDAGUR 28. JUNÍ1982.
13
og hagstjórnannöguleikar þann-
igauknir.
10. Flokkurinn vildi aö almanna-
tryggingakerfiö yröi endurskoð-
aö frá grunni og komið yrði á fót
einum lífeyrissjóði fyrir alla
landsmenn meö verötryggöum
lífeyri.
11. Alþýöuflokkurinn vildi aö hús-
næðislán yröu aukin og lánstími
lengdur, þannig aö fólk gæti eign-
ast íbúöir á eölilegum kjörum og
án óbærilegs vinnuframlags og
veröbólguforsendna.
12. Þá vildi Alþýöuflokkurinn aö er-
lendar lántökur yrðu jafnan tak-
markaðar við erlendan kostnaö-
arþátt í arbærri fjárfestingu og
aö ekki yröi stofnaö til eyöslu-
skulda, eins og nú tíökast.
13.1 framhaldi af minnkandi verö-
bólgu og meira jafnvægi í efna-
hagsmálum vildi flokkurinn taka
upp verötryggingu lána og nýja
mynt.
Allar þessar tillögur Alþýðuflokks-
ins voru vandlega ígrundaðar og
hæfustu menn voru haföir meö í ráö-
um við samningu þeirra. Öll veiga-
mestu grundvallaratriði efnahags-
lífsins voru skoöuö niöur í kjölinn.
I kosningabaráttunni bentu
Alþýðuflokksmenn á mörg og af-
drifarík mistök, sem gerö höföu ver-
ið í stjóm efnahagsmála. Þeir vör-
uöu viö gengdarlausri f járfestingu í
landbúnaöi og sjávarútvegi, sem í
mörgum tilvikum var algjörlega
arölaus. Þeir bentu á spillinguna,
sem veröbólgunni fylgir, launamis-
rétti, sem óðfluga stefnir í átt til
hreinnar stéttaskiptingar og þeir
bentu á hvert málið á fætur öðru,
sem einu nafni fengu heitið , JCröflu-
mál”.
Slit ríkisstjórnar
I ríkisstjórn Olafs Jöhannessonar,
sem mynduð var eftir kosningamar
1978, lagöi Alþýöuflokkurinn fram
efnahagsmálatillögur sínar. Þegar
ljóst var aö þær hlutu ekki hljóm-
gmnn, og að samstarfsflokkarnir
voru aðeins fúsir aö fallast á eitt og
eitt atriöi þeirra, ákvað Alþýöuflokk-
urinn aö hætta samstarfinu í ríkis-
stjóm. Hann vildi ekki bera ábyrgö á
því efnahagsöngþveiti, sem fyrirsjá-
anlega myndi fylgja í kjölfar þess
stjórnleysis, sem samstarfsflokkarn-
irstefndu að.
Nú hefur komiö á daginn aö allar
viövaranir Alþýðuflokksmanna vom
á rökum reistar. I viðtali í Tímanum
fyrir nokkm viðurkenndi Steingrím-
ur Hermannsson, formaður Fram-
sóknarflokksins, öll mistökin og
rakti þau lið fyrir lið á svipaðan hátt
og Alþýöuflokksmenn höföu sagt fyr-
ir um, hvaö gerast myndi.
Eftir stjómarslitin og þegar ríkis-
stjóm Gunnars Thoroddsen tók við
völdum, héldu Alþýðuflokksmenn
áfram sínu striki, böröust fyrir þeim
málum, sem í efnahagstillögum
þeirra fólst og vömöu hvaö eftir ann-
að viö þeirri stefnu, sem ríkisstjóm-
in tók í „baráttunni” viö verðbólg-
una. Andstæöingar Alþýöuflokksins
sögðu þá jafnan aö svartagailsraus
Alþýöuflokksmanna væri óþolandi,
enda stæöust viövaranir þeirra
hvergi. Því miður hefur annaö komiö
á daginn.
Núverandi
ríkisstjórn
Þegar nokkrir sjálfstæöismenn
ákváöu að stuðla að því aö mynda
núverandi ríkisstjóm meö Alþýöu-
bandalagi og Framsóknarflokki,
mátti öllum vera ljóst aö úr yrði
ónothæf blanda einstaklinga og
flokka, sem aldrei gætu starfað sam-
an af skynsamlegu viti.
Ástæðumar eru m.a. þær, aö nú-
verandi ráðamenn Framsóknar-
flokksins eru ólæknandi fyrir-
greiöslupólitíkusar, sem einskis svíf-
ast, þegar hagsmunir flokksbræðra
em annarsvegar Alþýöubandalagiö
hefur aldrei viöurkennt nauösyn
styrkrar hagstjórnar, eytt og spennt
á meðan peningar hafa verið til og
hlaupist á brott, þegar sjóöir hafa
verið tæmdir. Ævintýramennska og
ábyrgöarleysi sjálfstæðismanna viö
myndun núverandi ríkisstjómar gaf
ekki tilefni til bjartsýni, enda em
þeir ofurseldir Alþýðubandalaginu,
sem þeir leiddu til valda og afhentu
veigamestu ráðherrastólana. En nú
er komið að skuldadögum hjá þess-
ari óperettustjóm og veröur fróðlegt
að fylgjast meö, hvemig hinn tungu-
mjúki forsætisráöherra ætlar aö
telja þjóöinni trú umað hann og hans
ríkisstjórn beri enga ábyrgö á því,
hvemig komið er.
Hvað næst?
Þaö virðist stundum svo, aö sum-
um ráöhermm núverandi ríkis-
stjórnar sé ekki sjálfrátt. Þetta á
einkum viö um forsætisráöherra og
sjávarútvegsráöherra. Helst mætti
ætla, aö jarðsamband forsætisráö-
herra hafi rofnaö aö fullu og öllu og
að mistakamna sjávarútvegsráð-
herra sé óendanleg. I flestum ná-
grannalöndum okkar, þar sem litið
er á stjórnmál meö alvöru og þar
sem stjórnmálamenn taka á sig
ábyrgð verka sinna, væra báðir þess-
ir menn búnir aö segja af sér.
Þeir hafa í tíma og ótíma, ásamt
meö öömm ráðherrum, taiaö um
nauðsyn gagngerra efnahagsráö-
stafana, en látið svo undan hverskon-
ar þrýstihópum á launamarkaði og í
atvinnulífi. Þeir bera ábyrgö á
gegndarlausri fjárfestingu í sjávar-
útvegi og landbúnaði, sem gengur
mjög nærri greiöslugetu þjóðarinnar
og er einhver óaröbærasta fjárfest-
ing, sem sögur fara af. Þeir hafa
dregiö svo á langinn allar ákvarðan-
ir í orku- og iönaöarmálum aö stór-
tjón hefur hlotist af. Þeir hafa ekki
tekið mark á viövömnum fiski-
fræðinga um alvarlegt ástand fiski-
stofna. Þeirra Kröfluævintýrierenn-
þá í fullum gangi.
Það má öllum vera ljóst, aö vand-
inn framundan veröur ekki leystur
nema meö gífurlega auknum álögum
á þjóöina í heild. Þær fómir, sem
Alþýöuflokkurinn boðaði fyrir kosn-
ingarnar 1978, em hreinn bamaleik-
ur miöaö viö þaö, sem á eftir aö
ganga yfir þjóöina, svo leiörétta
megi þau mistök, sem núverandi
ríkisstjóm hefurgert.
Enginn skyniborinn maður getur
dregiö þaö í efa, aö Alþýöuflokkur-
inn haföi á réttu aö standa og hefur
enn, þegar hann segir aö ekkert ann-
aö dugi en ný og gjörbreytt efnahags-
stefna, sem fyrst og fremst tekur
miö af heill þjóöarheildar en ekki
flokkslegum vinargreiöum né ofur-
ást á ráöherrastólum, sem veldur
því að ráöstafanir eru geröar frá
degi til dags, eingöngu til aö bjarga í
horn.
Þaö mun koma í ljós, áöur en yfir
lýkur, aö núverandi ríkisstjóm verð-
ur þjóðinni dýrkeypt tilraun og jafn-
framt mun þaö sannast aö betur
hefði veriö fariö aö tillögum Alþýðu-
flokksins. Alþýöuflokkurinn varaöi
viö ævintýramennskunni og hann
haföi og hefur á réttu aö standa í öll-
um veigamestu þáttum efnahags-
mólanna.
Árai Gunnarsson
alþingismaður
• „Þær fórnir, sem Alþýöuflokkurinn boö-
aði fyrir kosningarnar 1978, eru hreinn
barnaleikur miðað við það, sem á eftir að
ganga yfir þjóðina, svo leiðrétta megi þau mis-
tök, sem núverandi ríkisstjórn hefur gert,”
segir Árni Gunnarsson.
ara tugur hinnar virku
FRIDARBARÁTTU
Viðbrögð við beiðnum um
vegabréfsáritanir
Nú vill svo til aö bæöi til Sovétríkj-
anna og Bandaríkjanna þarf vega-
bréfsáritanir. Og nú er fróölegt að
fylgjast með því hvemig þessi tvö
stórveldi bmgöust viö þegar fariö
var aö sækja um vegabréfsáritanir
til að friðarboðendur gætu sótt þau
heim.
Þeim sem ætla til Sovétríkjanna til
aö mótmæla þar kjamorkuvopnum í
austri og vestri og krefjast algerrar
útrýmingar þeirra úr heiminum, er
tekiö opnum örmum, þar var engin
fyrirstaða af hálfu yfirvalda á að fá
vegabréfsáritun þangað. Auk þess
var ákveðið að sovésk og skandi-
navísk friöarsamtök gangist fyrir
sameiginlegum aögeröum þar. Þeg-
ar ég var í Sovétríkjunum í apríl og
maí var mér sagt aö þar væri uppi
fótur og fit til að undirbúa þessar að-
gerðir svo þær mættu verða sem
eftirtektarveröastar og árangursrík-
astar. Þeir aöilar sem aðallega
standa aö þessum undirbúningi em
Sovéska friðarnefndin og Kvenna-
nefnd Sovétríkjanna, en auk þess
koma þar til einstakar borgir, þorp,
vinnustaðir og hverskonar sjálfboöa-
liöar.
Við skyldum nú ætla að í „Gósen-
landi freisisins” hafi stjómvöld ekki
veriö síður áköf í að taka á móti
friðarboðendum frá Evrópu. Svo
reynist þó ekki. Hinum 500 f riðamnn-
endum, sem höföu ætlaö að taka þátt
í fundum og göngum í tilefni af af-
vopnunarráðstefnunni, var neitaö
um vegabréfsáritun, og tjáö að þeir
væru „óæskilegir gestir”. En enda
þótt þessir „óæskilegu gestir” frá
Evrópu fengju ekki aö stíga fæti
sínum á bandaríska gmnd aö þessu
sinni hafa friðarhreyfingar í Banda-
ríkjunum verið því virkari. I Central
Park var haldinn sá fjölmennasti
fundu sem veraldarsagan kann frá
aö greina, og birti Olafur Ragnar
Grímsson greinagóöa f rásögn af hon-
um í Dagbl. & Vísi 21. þ.m. Olafur
Ragnar á sannarlega skiliö þakklæti
fyrir hinar greinagóðu frásagnir
sínar af sókn friðarhreyfin ;anna í
Evrópu og Bandaríkjunum. Jafn-
framt get ég ekki á mér setið aö
harma þann skæting er birtist um Olaf
Ragnar í „Sandkornum” í Dagbl. og
Vísir, sama dag og grein hans birtist
í kjallara blaðsirts. I leiöinni vil ég
spyrja viðkomandi blaöamann hvort
hann gæti ekki hugsað sér aö birta
Mannréttindayfirlýsingu Sameinuöu
þjóðanna í heild, og merkt við þær
greinar hennar sem Bandaríkin hafa
enn ekki staðfest, þær em nokkrar.
Aö síðustu ætla ég svo að birta hér
til glöggvunar- skýrslu úr ýmsum
.áreiðanlegum, erlendum tímarit-
um, sem unnin er upp úr alþjóöleg-
um rannsóknum, ég þarf ekki aö
taka það f ram að þær eru vestrænar,
svo fólki er óhætt að taka þær alvar-
lega. Þessar rannsóknir sýna aö það
hafi jafnan verið Bandaríkin sem
hafa komið með ný vopnakerfi, en
Sovétríkin hafa komiö á eftir til aö
„brúa bilið”.
Eina undantekningin er
„Spútnik”, sem sendur var á loft ár-
ið 1957, raunar í friðsamlegum til-
gangi en geimrannsóknir hafa nú á
síðustu og verstu tímum einnig veriö
teknar í þágu hemaöar svo hann er
talinnhér meö.
Margir sérfræöingar álíta að þær
meðaldrægu eldflaugar sem NATO
hyggst koma fyrir í Vestur-Evrópu
„til aö brúa biliö”, séu ekkert annaö
en enn eitt forskot Vesturlandanna,
sem þau hafa jafnan haft. Bæði
Pershing-2 og stýriflaugarnar em
mun fullkomnari og markvissari en
nokkuö sem Sovétmenn hafa enn
smíöað. Þessi skýrsla talar sínu máli
umþróunina:
María Þorsteinsdóttir.
Voonakerfí á undan li ibúiö X- árafjöldi par
voru: áriö: tiV mótaöi linn átti samskonar vopnakerfi;
K ja morkusDrrng jur ».1SA • 1945 XXXX (Sovrc: 19497
Vetnissprengjur USA 1953 ‘X (Sovrt:1954)
Lancdr*gar sprengju- f lugvr la r i’SA 1953 - XXXX (Sovét: 1957)
Cleöa ldraega r eldflaugar 'JSA 1953 XXXXXX (Sovét:1959)
Litlar k ja rnorkuspreng jur U SA 1955 X (oovét:1956)
Lancdngar eldflaugar ímilli heimsálfa) 'J >A 1955 XX (Sovét:1957)
Kjarnorkuknúnir kafbátar 'JSA 1956 XXXXXX (Sovét:1962)
Grrvihnettir Sovét 1957 .X (Eanda ríkin:1953)
Fldflaugum skotiö úr kaf- USA 1959 XXXXXXXXX (Sovét:
bátum neöansjávar 1963)
Langdraegar eldflavigar meb XXXXXXXCSovét:1969)
eldsneyti í föstu "SA 1962
formi (viöbragössneggri)
Fldflaugar meb margar k ja mor1<uspreng jur Fldflaugar mrt ma rga r k-sprrngjur sem má •JSA 1964 XXXXXXXX(Sovét:1972) xXXX^ (Sovét: 197 S^SS-^o
'jsa 1970
miöa hvrrri fyrir sig
Nifteindasprengjur 'JS A 19S1 ?? ?
• „Fróðlegt var að fylgjast með, hvernig
þessi tvö stórveldi brugðust við, þegar
farið var að sækja um vegabréfsáritanir til að
friðarboðendur gætu sótt þau heim,” segir í
grein Maríu Þorsteinsdóttur.