Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1982, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1982, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ & VISIR. MÁNUDAGUR 28. JUNI1982. Nauðungaruppboð sern auglýst var í 113 tölublaði 1981 og 1. og 4. tölublaði Lögbirtinga- blaðsins 1982 á eigninni Brekkutangi 2, Mosfellshreppi, þingl. eign Guðmundar K. Stefánssonar, fer fram eftir kröfu Sveins H. Valdi- marssonar hrl., Jóns Magnússonar hdl., Tryggingastofnunar rikisins og Innheimtu ríkissjóðs á eigninni sjálfri fimmtudaginn 1. júlí 1982 kl. 15'30' Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 91., 34. og 96. tölublaöi Lögbirtingablaösins 1981 á eigninni Tjarnarbraut 9, Hafnarfirði, þingl. eign Sigríðar Þorsteins- dóttur, fer fram eftir kröfu Guðjóns A. Jónssonar, hdl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 1. júlí n.k. 1982 kl. 13.30. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 113. tölublaði 1981, 1. og 4. tölublaði Lögbirtinga- blaðsins 1982 á eigninni Lóð úr Dalsmynni, 8 ha, Kjalameshreppi, þingl. eign Nikulásar Snorrasonar, fer fram eftir kröfu Innheimtu rikissjóðs á eigninni sjálfri fimmtudaginn 1. júlí 1982 kl. 16.00. Sýslumaöurinn í Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lögbirtingablaf inu á MB Dagstjarnan KE- 3, þingl. eign Stjörnunnar hf. í Njarðvik, fer fram viö skipiö sjálft í Njarövikurhöfn, að kröfu Tryggingarstofnunar ríkisins, fimmtudag- inn 1. júlí 1982 kl. 16.00. Bæjarfógetinn í Njarðvík. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lögbirtingablaöinu á fasteigninni Túngata 21, efri hæð, í Keflavík, þingl. eign Haralds og ívars Valbergssona, fer fram á eigninni sjálfri, að kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hdl. fimmtudaginn 1. júlí 1982 kl. 11.00. Bæjarfógetinn í Kefiavík. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lögbirtingablaðinu á fasteigninni Hring- braut 136 L í Kef'avík, þingl. eign Páls B. Sigurvinssonar og fleiri, fer fram á eignio i sjálfri að kröfu Jóns G. Briem hdl., Guðmundar Markússonar hrl. og Hafsteins Sigurðssonar hrl. fimmtudaginn 1. júlí 1982 kl. 10.30. Bæjarfógetinn í Keflavik. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lögbirtingablaðinu á hraðfrystihúsi Garð- skaga í landi Kothúsa I í Garði, þingl. eign Garðskaga hf., fer fram á eigninni sjálfri, að kröfu Fiskveiðasjóðs Islands miðvikudaginn 30. júní 1982 kl. 16.30. Sýslumaöurinn í Gullbringusýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lögbirtingablaöinu á fasteigninni Gerða- vegur 14 A í Garði, þingl. eign Ingimars Kr. Þorsteinssonar, fer fram á eigninni sjálfri, að kröfu Einars Viðar hrl. og Gests Jónssonar hdl. miðvikudaginn 30. júní 1982 kl. 15.00. Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur veriö í Lögbirtingablaðinu á fasteigninni Faxabraut 25 H, íbúð á 4. hæð í Keflavík, þingl. eign Höllu Sæmundsdóttur, fer fram á eigninni sjálfri, að kröfu Guðjóns Steingrímssonar hrl., Stein- gríms Eiríkssonar hdl. og Einars Viðar hrl. miðvikudaginn 30. júní 1982 kl. 13.30. Bæjarfógetinn í Keflavík. Eru voðavextir eitthvert úrræði? Vegna langrar útivistar gefst mér nú loks færi á aö svara klausu Hall- dórs Kristjánssonar um „voðavexti” frá 24. maí sl. í DagbL og Vísi. Hall- dór fjallar þar m.a. um álit mitt á voöavöxtum sem fram kom í klausu frá mér í DV þann 11. sama mánaö- ar. Þar sem ég tel voöa vexti langt í f rá útrætt mál vil ég svara Halldóri og bæta jafnframt nokkru viö. Sparifjáreigendur Um þaö atriði aö voöavextirnir hafi óneitanlega rétt hlut sparifjár- eigenda getum við Halldór áreiöan- lega oröiö sammála og ekki síður um það atriði aö hver maöur skili aftur jafngóöu því sem hann fær lánað. Voöavextimir vom að hluta til þess geröir og ekki neitt illt hægt að segja um það hlutverk þeirra. Þetta hlutverk voöavaxta var vissulega ekki aöeins hugsjón krata einna, heldur munu allir stjórnmála- flokkar hafa lagst þungt á sveif meö þeim; ekki aöeins til aö rétta hlut sparifjáreigenda heldur alfariö koma hlut þeirra í þaö horf, aö hverri innlagðri krónu yröi skilað, og ekki aöeins þaö, heldur einnig meö nokkr- um vöxtum. Þetta sjónarmiö réöi ugglaust miklu um aö voöavextirnir voru samþykktir á sínum tíma. Krataráð Það kann hinsvegarsvo aö fara aö þaö taki okkur Halldór nokkurn tíma aö veröa sammála um hverjir hafi „fundið” upp voðavextina, en þaö kalla ég þá gerö krata að eiga megin- hlut aö því aö koma þeim á. Ég man ekki betur en ljónin hin ungu í Alþýöuflokknum sem nú eru tann- laus oröin, hafi krafist hárra vaxta í eina tíð, komist í ríkisstjóm og staöiö síöan skamma hríö einir viö stjóm- völinn og þetta hafi veriö sá tími er voðavöxtum var komiö á. Þó margir góöir menn hafi veriö sammála tannlausu ljónunum um það aö nauösyn bæri til að tryggja hag sparifjárbænda, þá er Halldóri væntanlega ljóst aö meginatriöi kröfu krata, sem var læknun verö- bólgu með voðavöxtum, var miklu umdeildara atriöi, þó voðavextirnir væm loks samþykktir meö semingi. Kenning krata var þessi í stuttu máli: Háir vextir, (raunvextir) draga úr fjárfestingu og þenslu sem hinsvegar leiöir til samdráttar sem aftur leiöir til minni veröbólgu, en minni verðbólga leiöir aftur til þess aö hægt er aö lækka vexti. Þegar veröbólgunni hefur veriö náð niöur meö þessum hætti og jafnvægi er komið á, hefur tvennum tilgangi ver- iönáö. Veröbólga er ekki til lengur (nema í hófi) og sparifjárbændur fá mest allt tvílembt. Fyrir þessari kenningu beygöu stjórnmálamenn sig og vonuöu hiö besta, þótt uggur væri hugsanlega í sumum. Afhroðið Þessi kenning galt svo það afhroö Kjallarinn Krístinn Snæland aö aöeins sá hluti hennar sem snýr að sparifé stóöst (allavega aö veru- legu.leyti) en sá hluti sem að verð- bólgunni laut fór gersamlega fyrir björg. Þaö fór svo fyrir þá sök, aö ekki aö- eins ungu tannlausu ljónin, heldur svo fjölmargir, skilja hvorki né þekkja íslenskt atvinnulif. Ef viö tök- um dæmi um hver greiðir voðavexti útvegsins. Utgeröarmenn leggja rekstrarkostnaöardæmi útgeröar fyrir stjórnvöld og í því dæmi eru voðavextir stór hluti. Hvaö gerist, stjórnvöld taka voðavexti inn í rétt- mæt dæmi útgerðarmanna og þeir fá þá bætta meö hærra fiskverði. Fyrstihúsin leggja rekstrardæmi sín fyrir stjórnvöld og í þeim eru vit- anlega voðavextimir. Frystihúsin eru sett á ajn.k. núllpunktinn fræga og Seölabanki lætur gengi hníga, síga, eöa detta. Halldór minn, hver greiöir þetta utan almenningur, sá almenningur sem er besti sparif jár- bóndinn. Til þess að gera langt mál stutt: Frystihús, útgerð, iönaður, landbúnaöur, yfirleitt allur atvinnu- rekstur getur og gerir þaö að velta með einum eða öörum hætti voða- vöxtum yfir á almenning. Svo lengi sem voðavextimir eru þeirrar gerö- ar að lenda fyrst og fremst á almenn- ingi, erverðtryggingsparifjárblekk- ing. Þú kannt aö halda upphæð þinni í bankanum sæmilega óskertri en upp- hæö sú sem þú átt í vasanum skeröist ótæpilega ístaöinn. Þetta sérð þú ekki svart á hvítu en gerðin er sú hin sama utan blekking- inerfullkomin. Mér sýnist þetta raunverulega aö- eins vera spuming um þaö hvort fólk vill láta hlunnfara sig í bankanum eöa almennt í þjóðlífinu. Þeir sem eiga lítiö í þjóölífinu en mikið í bankanum eiga vitanlega auðveltval. Svona sýnist mér kenning krata um lækningu veröbólgunnar hafa farið, hún hefur goldiö hroðalegt af- hroö. Sœmileg úrræði • Það veit ég aö Halldór frá Kirkju- bóli vill ekki aöeins sæmileg úrræöi í þessu efni, sem sé til aö hnekkja á verðbólgunni sem eins og hann bend- ir réttilega á er meginbölvaldurinn. Sæmileg úrræöi gætu verið mörg. Það mætti t.d. huga að því hvort við ættum ekki að láta ríkið hætta út- varpsrekstri, hætta rekstri ríkis- kirkju, hætta rekstri sinfóníuhljóm- sveitar, hætta basli í vegagerð en fela hana einstaklingum og sama um hafnargerð. Við gætum einnig hugs- anlega faliö einstaklingum rekstur Simamálastofnunar. Viö gætum gert Háskólann að einkafyrirtæki. Viö gætum hætt ríkisstuöningi við listir og íþróttir. Ef eitthvaö af þessu eöa eitthvaö annaö gæti á raunverulegan hátt dregiö úr verðbólgu, ættum við að hugleiöa þaö. Sumt af því sem ég hef nefnt hér er þessi eðlis aö ekki er um aö ræöa að hætta stuðningi endanlega, en ef fjárhagur ríkisins er erfiöur og skattheimta ríkisins skapar verö- bólgu, þá er réttlætanlegt að hætta eyöslu í þá þætti um sinn. Ég hygg aö orsök veröbólgu sé einnig aö sumu leyti sprottin af of- f jölgun þeirra sem kalla má afætur á þjóöfélaginu. Þaö er svo hverjum og einum faUö að gera sér grein fyrir hverjir þetta eru. Eg hef nú nefnt eitt og annaö sem til athugunar mætti taka og umræðu. Halldóri Kristjánssyni frá Kirkju- bóli, þeim alvörugefna húmorista og heiöursmanni, treysti ég manna best til aö leiða umræöu um þessi mál inn á vegi, án fordæmingar, öfga eöa pólitísks metnaðar. Ég vænti þess aö heyra meira frá þeim mæta manni. Kristinn Snæland A „Aðeins sá hluti kenningarinnar, sem ^ snýr að sparifé, stóðst, en sá hluti, sem að verðbólgu laut, fór gjörsamlega fyrir björg,” segir Kristinn Snæland, sem svarar Halldóri frá Kirkjubóli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.