Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1982, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1982, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ & VlSIR. MÁNUDAGUR 28. JUNl 1982. 'A\ iBIAÐh & lí hjáhst, ahið liagbluð Útgáfufólag: Frjáls fjölmiðlun hf. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Framkvœmdastjóri og útgáfustjóri: Hörður Einarsson. Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Ellert B. Schram. Aðstoöarritstjóri: Hapkur Helgason. Fróttastjóri: Sœmundur Guðvinsson. Auglýsingastjórar: Páll Stefánsson og Ingólfur P. Steinsson. Ritstjórn: Síðumúla 12—14. Auglýsingar: Síöumúla 8. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: Þverholti 11. Sími 27022. Sími ritstjórnar 86611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skerfunni 10. Áskriftarverö á mánuöi 120 kr. Verð i lausasölu 9 kr. Helgarblað 11 kr. AfsögnHaigs Þegar Reagan var kosinn forseti Bandaríkjanna boöaöi hann breytta og haröari stefnu í utanríkismálum. Hann hafði talað digurbarkalega um hemaöarmátt Bandaríkj- anna og vildi sýna Sovétríkjunum í tvo heimana. Enginn vafi er á því, aö Carter, í sinni forsetatíð, var eftirgefan- legur og sjálfum sér ósamkvæmur í flestu er varðaöi utanríkismál og aö því leyti var viöurkennt að Banda- ríkjamenn þurftu styrkari og ákveðnari forystu. Engu aö síður þótti mörgum, einkum Evrópumönnum, uggvænleg þau tíðindi, að jafnherskár maður og Ronald Reagan tæki við völdum vestra. Heimssýn hans sýndist máluö svart- hvítum litum, þekking hans í lágmarki og gikkbræði hans hættuleg. Fyrstu aðgerðir hans í Hvíta húsinu juku á óttann. Út- gjöld til hemaðar vom stóraukin, ekki var farið dult með stuðning við öfgasinnaðar hægristjórnir, og síðast en ekki sízt skipaði hann Alexander Haig herforingja utanríkis- ráðherra í stjóm sinni. Það þótti ekki boða gott að utanríkisstefna Bandaríkj- anna skyldi mótast af hershöfðingja, manni sem hafði lif- að og hrærzt í herráðum og trúaö á mátt vopna og víg- búnaðar. Haig hafði verið æösti maður bandaríska hersins í Viet- nam, yfirmaður Nato og þar að auki einn af haukunum í hinualræmda liði Nixons. Skipan hans í ráðherraembætti mætti tortryggni og ugg meðal bandamanna Bandaríkjanna. Eftir því sem leið á valdatíma Haig kom þó í ljós að hann kunni ýmislegt fyrir sér. Hann reyndist tiltölulega hófsamur í afstööu sinni, og gerðist talsmaður þeirra afla í Bandaríkjastjórn, sem héldu aftur af hörku og ósveig janleika hinna sem vildu láta vopnin og völdin tala. Hann hafði skilning á evrópskum viðhorfum og lét ekki herfræðina blinda sér sýn. Af þessum sökum kom oftsinnis til ágreinings milli hans og hinna herskárri í Bandaríkjastjórn. Þessi ágreiningur hefur nú leitt til afsagnar Haigs úr utanríkis- ráðuneytinu. Það eru slæm tíðindi. Enginn veit enn hvað við tekur, hvort stefnu Bandaríkjanna í utanríkismálum verður breytt til hins verra, hvemig nýr maður muni reynast í embætti, né heldur hvaða afleiðingar það hefur í samskiptum við aðrar þjóðir. Hitt er víst, aö það snertir íslendinga, jafnt sem aðrar þjóöir, hvaða viðhorf og stefnur ráða ferðinni í Washing- ton. Ekki aöeins getur það oltið á stríði eöa friði, hún hef- ur víðtæk áhrif jafnvel í innanlandsmálum hverrar þjóð- ar, sem Bandarikjamenn fylgja að málum. Þess er skemmst að minnast, hvaða áhrif það hafði á pólitísk viðhorf hér á landi og annars staðar, þegar Bandaríkjamenn börðust í Vietnam og afstaða Banda- ríkjamanna til átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs ræður úrslitum um gang mála þar. Israelsmenn væru lítils meg- andi nema vegna eindregins stuðnings Bandaríkjastjórn- ar. Afstaða Bandaríkjanna tilafvopnunarmála, og hinnar kröftugu öldu friðarhreyfinga og nýrra sjónarmiða í þeim efnum, hefur og úrslitaþýðingu á þeim viðkvæmu og við- sjálu tímum sem framundan eru. Brottför Alexanders Haig skapar óvissu um framvindu mála. Og hún veldur hættu ef niðurstaöan verður sú að haukamir í Washington taka völdin. Við skulum vona að Bandaríkjamenn beri áfram gæfu til að beita sér fyrir f riöi og frelsi af hófsemd og viti. Hvers vegna? — Vegna þess Þaö er nú orðiö hverjum manni ljóst aö Islendingar standa frammi fyrir einhverjum mestu efnahags- öröugleikum sem þeir hafa átt viö aö stríöa um áratugaskeiö. Allra verst er þó, aö ýmis teikn eru á lofti, sem gætu bent til þess aö hér á landi veröi umtalsvert atvinnuieysi, þegar líöur á haustiö og veturinn. Spáö er 3—6% samdrætti í þjóöartekjum. Gjaldeyr- isfwðinn er að veröa uppurinn, við- skiptahalli viö útlönd verður mikill, þungi afborgana og vaxta af erlend- um lánum eykst til muna og láns- traust þjóöarinnar f er minnkandi. Ymislegt bendir til þess aö hraöi verðbólguhjólsins sé nú aö veröa svo mikill aö erfitt muni reynast að draga úr honum. Almenningur verð- ur var við látlausar veröhækkanir á vörum og þjónustu. Allt ber aö sama brunni; ríkisstjómin hefur algjör- lega misst tökin á efnahagsmálun- um, og allt tal um niöurtalningu og baráttu gegn verðbólgu veröur hlægilegt. Viðvaranir Alþýðuflokksins Fyrir kosningamar 1978 var ljóst, aö í hreint óefni stefndi hér á landi vegna stjórnleysis á efnahagsmála- sviðinu. (Stjómleysistímabilið hefur verið kallaö Framsóknaráratugur- inn). Meðal annars þess vegna var þaö kjaminn í öllum máílutningi Alþýöuflokksmanna fyrir kosning- amar 1978, aö hér þyrfti aö ger- breyta um efnahagsstefnu og hafa þá í huga aðgerðir, sem giltu til frambúöar. Alþýöuflokksmenn sögöu, aö nauð- synlegt átak myndi kosta þjóöina umtalsveröar fórnir. Flokkurinn lagöi fram gagnmerka stefnuskrá um breytingará efnahagsmálastefn- unni, þar sem hann lagði m.a. áherslu á eftirfarandi atriöi: 1. Flokkurinn taldi löngu tímabært aö haldlitlum bráöabirgöaráö- stöfunum linnti, en viö tæki gjör- breyting efnahagskerfisins og markviss uppbygging efnahags- og atvinnulífs. Kjallarinn Ámi Gunnarsson 2. Fjárfestingu ætti að skipuleggja til að auka framleiöslu og afrakstur og tryggja atvinnu, en hún ætti ekki aö ráöast af fyrirgreiöslu, forréttindum eöa pólitískum metnaði. 3. Þjóöin yröi aö taka á sig nauösyn- legar fómir, en mest bæri aö leggja á þá nýju forréttindastétt, sem hefur dregiö aö sér verð- bólgugróöa meö aðstööu í lána- stofnunum og sérréttindum. 4. Ákveöa þyrfti hæfileg heildamm- svif í þjóðfélaginu og beina fjár- festingu í þau verkefni, sem skil- uöu mestu í þjóöarbúiö. Fjárfest- ingarsjóðir yrðu samhæföir undir stjóm ríkisvaldsins og aðila vinnumarkaðarins. Þarfir allra atvinnuvega, þar meö talinn iön- aöur, yröu metnar á sama grund- velli. Virkt og óháö eftirlit yrði tekiö upp meö því, aö lánsfé færi í þaö sem til var stofnaö. 5. Alþýðuflokkurinn vildi koma á kjarasáttmála milli verkalýös- hreyfingarinnar og ríkisvaldsins og samstarfsnefnd ríkisvalds og aðila vinnumarkaöarins. Þá vildi flokkurinn aö þjóðhagsvísitala yrði notuö til þess aö tryggja þaö að kaupmáttur launatekna yröi ævinlega í samræmi viö þjóöar- tekjur. 6. Þá vildi Alþýöuflokkurinn aö verðjöfnunarsjóöur fiskiönaðar- ins yrði endurreistur til upphaf- legs hlutverks síns til að vinna gegn verðbólguáhrifum af sveifl- um í sjávarútvegi. Einnig aö ríkisvaldið heföi fmmkvæði að því aö beina sókn í þá fiskistofna, sem ekki væm ofveiddir. 7. Alþýðuflokkurinn vildi aö fjár- hags- og framleiðslumál landbún- aöarins yröu endurskipulögö þannig, að hætt yrði óaröbærum útflutningi. 8. Flokkurinn boöaöi þaö, aö tekju- skattur af almennum launatekj- imi yröi lagður niöur, en haldið á hæstu tekjum. Þá kæmi viröis- aukaskattur í staö söluskatts og lögtekinn yröi verðaukaskattur af veröbólgugróöa stóreigna- manna. Einnig vildi flokkurinn aö raunhæf skattlagning fyrir- tækja yrði tekin upp, afskrifta- reglur endurskoöaöar og sérstak- ar ráðstafanir gerðar til aö koma í veg fyrir að einkaneyzla yrði færö á reikning fyrirtækja. 9. Flokkurinn vildi aö dregið yrði úr lögbundnum útgjöldum ríkisins Ef mannkyninu tekst að koma í veg fyrir þriöju heimsstyrjöldina og þau ragnarök sem hún hefði í för meö sér.er ekki ólíklegt aösagnfræö' ingar framtíðarinnar muni nefna ní- unda áratug 20. aldarinnar „Áratug hinnar virku f riöarbaráttu”. Upphaf þeirrar friðarbaráttu sem hefur fariö sem eldur í sinu um Evrópu, og raunar líka Bandaríki Noröur-Ameríku, má rekja til ára- mótanna 1979/1930, þegar íbúar Evrópu vöknuöu upp viö þann vonda draum að NATO haföi ákveöið aö setja upp nýjar og hættulegri tegund- ir gereyöingarvopna en áður höföu veriö framleidd, í flestum löndum Evrópu. En Evrópa haföi einmitt andað léttara undanfariö, eftir að hafa meö kröftugum mótmælumsín- um fengið Carter, Bandaríkjafor- seta, til að hætta við framleiðslu nift- eindasprengjunnar. Og þegar alþýöa manna í Vestur- Evrópu vaknaöi loksins til vitundar um styrjaldarhættuna gerðist hún mikilvirk i þágu friöarins. Hvaö rak annað, ráöstefnur, friöargöngur og fjöldafundir. I upphafi þessara aö- gerða var vart við ýmsar ósvaraöar spumingar og ýmiskonar efasemdir. Hér varö áleitin sú spuming sem raunar hefur gengið eins og rauöur þráöur í gegn um allar friðarhreyf- ingar öll þau ár sem ég hef fylgst meö þeim, og er Heimsf riöaráðiö þar ekki undanskiliö, þó það hafi fundiö svarið fyrir löngu, það sama svar og hinar nýju friöarhreyfingar eru að finna smám saman, eftir mikla leit og tortryggni. En spurningin er: „I hvaöa farveg á aö beina baráttunni fyrir friði? Eru ekki bæði risaveldin jafn sek um að vilja viöhalda víg- búnaöarkapphlaupinu? Bregöast þau ekki bæöi jafn illa við þegar þau sjá alvöruna í friðarviðleitni þjóð- anna?” Heilindi Um þetta mál og mörg önnur fjallaði Eva Norland í erindi sem hún hélt á friðarviku í lýðháskólanum í Kungalv í vetur, en ég sat þá friðar- viku. Hún sagðist sjálf hafa veriö haldin þessum efasemdum um heil- indi Sovétrikjanna til aö byrja með, en því lengur sem hún starfaði aö þessum málum því vissari yröi hún um einlægan friöarvilja þeirra. I því sambandi vitnaöi hún til opinberra gagna sem hver og einn getur haft aðgang að, þar sem hlutlausar rann- sóknarstofnanir hafa birt töflur yfir María Þorsteinsdóttir vigbúnaöarkapphlaupiö, hvernig það hefur gengið allt frá stríðslokum. Þá sagði hún okkur f rá ólíkum viðtökum sem friöargangan, sem gekk frá Kaupmannahöfn til Parísar mætti hjá sendiráöum Sovétríkjanna og Bandaríkjanna í París, en gangan af- henti boðskap sinn í bæöi þessi sendi- ráö. I sendiráði Sovétríkjanna var nefndinni sem afhenti orðsendinguna haldin veisla og svar Brésnjefs og árnaðaróskir hans til göngunnar les- iö yfir nefndinni. I sendiráöi Banda- ríkjanna var neitaö aö tala viö göngumenn, og þegar tveim konum (önnur var Eva Norland) var loks veitt viötal, eftir mikiö þref og þjark, þá haföi talsmaöur sendiráösins ekki annað til málanna aö leggja en aö gangan væri „svik við vestrænan málstað”. Þá sagöi Eva okkur aö nokkuö heföi verið um þaö rætt að þessi ganga til Parísar væri ganga á vit rangra aðila. Frakkar heföu ekki í huga styrjaldarundirbúning, enda þótt þeir smíöuöu kjarnorkuvopn, nær væri að ganga til Washington og Moskvu. Og í sumar hefur einmitt veriö uppi undirbúningur undir fjölda- göngur til Washington og Moskvu. Gangan til Moskvu er farin undir sömu kjörorðum og gangan til Paris- ar í fyrra, og er áætlað aö um 50 manns frá hverju hinna fimm Norðurlanda geti tekið þátt í henni. Jafnframt var ákveöin mikil hópferö frá Vestur-Evrópu til New York í sambandi við afvopnunarráðstefnu Sameinuöu þjóðanna, sem nú stend- ur yfir þar. Þangaö ætlaöi margt heimskunnra manna. Má þar nefna Nino Pasti, þingmann Kristilega demókrataflokksins á Italíu, og fyrr- verandi yfirmann kjamorkuherafla NATO, Coste deGomez; fyrrverandi forseta Portúgals, eftir aö fasista- stjóminni var steypt af stóli, og mætti þar fleirinefna, en ég læt þetta nægja, en vil taka fram aö hvorugur þessara manna hefur nokkumtíma veriö bendlaöur viö kommúnisma, en hinsvegar er hinum fyrrnefnda a.m.k. vel ljóst hvert er hiö raun- veralega eöli NATO. ebs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.