Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1982, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1982, Blaðsíða 37
DAGBLAÐIÐ& VlSIR. MANUDAGUR 28. JUNI1982. 45 Sviðsljósið Sviðsljósið Francois Desbans sendiherra afhendir Albert Guðmundssyni oröuna Frönsku sendiherrahjónin ásamt Albert og Brynhildi. Frá vinstri Albert, Madame Francoice Desbans. og heiðursskjalið frá frönsku rikisstjórninni. Brynhildur Jóhannsdóttir og Francois Desbans sendiherra. DV-myndir Bjarnleifur Bjarnieifsson. Alice Saunier-Seite fyrrum mennta- og háskólamálaráðherra Frakklands óskar Albert til ham- ingju i hófinu. Albert ásamt móður sinni og systur. Frá vinstri Indiana Bjarnadóttir, Albert og Erla Guðmundsdóttir. Ludvig Hjálmtýsson ræðir við hjónin Helgu Björnsdóttur og Gisla Sigurbjörnsson. Albert í síðustu viku buðu frönsku sendi- herrahjónin, Francois, Desbans og frú, nokkrum tugum gesta í hóf í sendiherrabústaðnum við Skálholts- stíg. Tilefnið var að ríkisstjórn Frakklands hafði sæmt Albert Guðmundsson æðsta heiðursmerki Frakka, sem veitt er fyrir íþrótta- og æskulýðsstarf. Aðeins örfáir menn utan Frakklands hafa hlotið orðuna Médaille d’Or de la Jeunesse et des Sports. „Mér kom þessi afhending mjög á óvart en er Frökkum innilega þakklátur fyrir þann vináttuhug, sem þeir sýna mér,” sagöi Albert Guömundsson eftir aö franski sendi- herrann haföi afhent honum gullorö- una og heiöursskjal undirritaö af tveimur frönskum ráðherrum. Desbans sendiherra sagði m.a. í ræöu sinni, að Frakkar gleymdu aldrei hvað Albert hafi gert fyrir franskar íþróttir og Frakkland. Af- reka hans væri minnzt í Frakklandi, þegar talaö væri um knattspyrnu. Þó fílokkrir gestanna i hófinu hlýða á ræðu Desbans sendiherra. Frá vinstri Kristjana Pétursdóttir, Jóhann Halldór Albertsson, Berta Snædal, Leif Miiller, Katrin Sívertsen, Jakob Sigurðsson, Ingi Björn Albertsson og Franz Pálsson. eru 28 ár síðan Albert lék í Frakk- landi á árunum 1947 til 1954 með stuttri dvöl á ítalíu. Lengst meö Nice þar sem hann varö bæöi franskur meistari og bikarmeistari. Þetta er í fjóröa sinn, sem Frakkar heiðra Al- bert. Hann er heiðursborgarstjóri í Nice. Nokkrir tugir gesta, íslenzkir og franskir, voru í hófi frönsku sendi- herrahjónanna og nutu góöra veitinga hinna alúölegu gestgjafa. Desbans-sendiherrahjónin láta af störfum hér á þessu ári. Hafa veriö fulltrúar Frakklands hér í f jögur ár eöa frá 1978. -hsím.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.