Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1982, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1982, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MANUDAGUR 28. JUNI1982. Útlönd Utlönd Útlönd Útlönd Utanríkisráðherraskiptin í Bandaríkjunum: REAGAN HEFÐIEKKI GETAD VAUD BETUR — segir Alexander Haig um eftirmann sinn George Shultz, hinn nýútnefndi ut- anríkisráöherra Bandaríkjanna, hef- ur um helgina átt ítarlegar viöræður við ráöherra i stjórn Bandarikjanna um utanríkisstefnu stjómarinnar. Schultz átti langar viöræður við Reagan forseta og Alexander Haig, sem hann leysir nú af hólmi sem ut- anríkisráðherra. Haig sagði af sér embætti mjög óvænt á föstudaginn og sagði að stjórn Reagans fylgdi ekki lengur þeirri „varfæmislegu leið” í utan- ríkismálum sem hann og forsetinn heföu orðið ásáttir um er hann tók við embætti utanríkisráðherra fyrir sautján mánuöum. Þeir Shultz og Haig ræddust við í næstum þrjár klukkustundir í gær. Ekkert var látið uppi um efni við- ræðna þeirra. Á laugardag eyddi Shultz meira en tveimur klukkustundum með Reag- George Shultz: „Þöglir dagar fram- undan.” ekki get;> 5 valið betur.” an forseta í Camp David. Eftir við- ræður þeirra sagðist Shultz sann- færður um að sér ætti eftir að reyn- ast auðvelt að aðlagast stjóm Reag- ans. Shultz hefur neitað að ræöa viö fréttamenn um einstök atriði utan- ríkismála fyrr en eftir að hann hefur gengizt undir yfirheyrslu þingnefnd- ar sem sennilega byrjar 12. júlí. „Þetta verða þöglir dagar,” sagöi hann eftir fundinn með Reagan. Charles Percy, formaður utan- ríkismálanefndar þingsins, spáði því að staðfesting á útnefningu Shultz myndi ganga greiölega fyrir sig. Percy kvaðst hafa rætt viö Haig sem hefði sagt að forsetinn „hefði ekki getaðvalið betur”þegar hann valdi Shultz sem utanríkisráöherra. Shultz gegndi áður embættum atvinnu- og fjármálaráðherra ístjóm Nixons. Baráttan verður milli Kennedys og Mondales Eftir landsþing demókrata, sem Kennedy og lagði áherzlu á að demó- kratar yrðu í stefnu sinni að leggja haldið var í Philadelphia um helgina, virðist augljóst að slagurinn um hver verður frambjóðandi flokksins í for- setakosningunum 1984 kemur til með að standa á milli Edwards Kennedys og Walter Mondales, fyrmm varafor- seta. Þeim var báðum fagnað gífurlega á þinginu og er augljóst að aðrir hugsan- legir frambjóðendur komast ekki með tærnar þar sem þeir hafa hælana í vin- sældum. Einkum voru það stuðnings- menn Kennedys sem létu mikið að sér kveðaoghrópuðu: „ViðviljumTed”. Er Kennedy flutti ræðu sína á þing- inu í gær varð hann í 61. skipti aö gera hlé á máli sínu vegna fagnaðarláta. „Frá því að Ronald Reagan tók við embætti hafa þrjár milljónir Banda- ríkjamanna misst atvinnu sína,” sagöi Edward Kennedy. Walter Mondale. — þeimvarfagnað gífurlegaá landsþingi demókrata um helgina áherzlu á baráttuna gegn atvinnuleysi og fátækt. Walter Mondale sló á svipaða strengi í ræðu sinni á föstudag og sakaði Reag- an um að hafa dregiö taum hinna ríku ákostnaöfátækra. Aðrir hugsanlegir frambjóðendur á landsþinginu voru John Glenn fyrrum geimfari frá Ohio, Gary Hart frá Colo- rado, Alan Cranston frá Kaliforníu, Emest Hollings frá Suður-Karólínu og Reuben Askew fyrrum ríkisstjóri í Flórída. Samgöngu- kerfi Breta lamað Hótanir Saudi-Arabíu ástæða afsagnar Haigs — segir dagblaðið The Sunday Times Þrýstingur frá Fahd, konungi Saudi- Arabíu, á Bandaríkin átti stóran þátt í afsögn Alexanders Haigs úr embætti utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Því heldur The Sunday Times fram um helgina. Blaðið segir að Fahd konungur hafi, í þeim tilgangi að tryggja vopnahlé í IJbanon, hótað að stöðva alla olíuflutn- inga til Bandarikjanna, taka inneignir Saudi-Arabíu út úr bandarískum bönk- im og að taka upp fullt stjómmála- amband við Sovétríkin. Blaðið vitnaði í fulltrúa úr öryggis- ráöi Bandaríkjanna sem sagði aö það hefði „ekki verið nein tilviljun” að Israelsmenn, sem sitja um Beirút, hafi ulkynnt um vopnahlé rétt eftir að af- sögn Haigs var tilkynnt. Sambandsleysi meðal bandarískra ráðamanna varð þess valdandi að Haig gaf frá sér yfirlýsingar sem stönguðust á við loforð sem William lark öryggisráögjafi hafði gefið Fadh konungi um að ísraelsku hersveitimar i .yndu draga sig út úr úthverfum I eirútborgar. Osamræmiö í málflutningi Banda- Fabd, konungur Saudi-Arabíu, bafðl í hótunum. ríkjamanna olli reiði Fahds konungs sem hótaði hefndaraðgerðum ef Bandaríkjamenn beittu Israelsmenn ekki þvingunum. Þegar svo var komið tilkynnti Reagan forseti um afsögn Haigs. Klukkustundu síöar var til- kynnt um vopnahlé. Þetta var að sögn The Sunday Times meginástæðan til afsagnarHaigs. Umsjón: Gunnlaugur A.Jónsson Verkföll lama allt samgöngukerfi á Bretlandseyjum í dag. Tvær og hálf milljón manna hefur um það að velja að reyna aö komast til vinnu sinnar á annan hátt en venjulega eða að dvelja heima. Verst verða Lundúnarbúar úti, þar sem neðanjarðarlestakerfiö stöðvast. svo og hluti af strætisvögnum borgar- innar. Búizt er viö umferðaröngþveiti í miöborg Lundúna vegna mikillar a ukningar einkabif reiða þar í dag. Utvarp rauðu khmeranna: Við felldum 20 Sovétmenn Skæruliöar hinna rauðu khmera sögðust í gær hafa drepið eða sært tuttugu sovézka ráðgjafa og tækni- menn í fyrrisát í Suður-Kampútseu fyrr i mánuðinum. I október í fyrra sögðust skæru- liðar sömuleiðis hafa drepið 25 Sovét- menn í svipaðri fyrirsát í Kampong Som. Vestrænir hernaðarsérfræðing- ar telja að um 300 sovézkir ráðgjafar og tæknimcnn séu með vietnamska innrásarliðinu i Kampong Som og auk þess séu nokkur hundruð Sovét- menn viðs vegar um landið. Rauðu khmerarnir sögðust í út- varpi sinu hafa fellt 134 andstæðinga sína í átökum um miðjan mánuðlnn. Þar af hefðu verið tuttugu Sovét- menn. Haigvar synda- hafur segir Pravda Pravda, málgagn sovézka kommún- istaflokksins, sagöi í gær að Reagan Bandaríkjaforseti hefði notað Alex- ander Haig, fyrrum utanríkisráð- herra, sem syndahafur vegna mistaka bandarísku ríkisstjórnarinnar. Þetta var fyrsta beina athugasemd Sovétmanna vegna afsagnar Haigs á föstudag. Blaðið sagði að stjórn Reag- ans ætti nú mjög í vök að verjast bæði heima fyrir og erlendis. „I þessari stöðu þarfnaöist Reagan syndahafurs og Haig varð fyrir valinu,” segir Pravda. Áöur haföi Tass fréttastofan sovézka getiö sér til að afsögn Haigs ætti rætur sínar aö rekja til innrásar Israels í Líbanon. En Pravda segir ástæðuna vera almennt skipbrot utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Aðdáandi Hitlers dæmdur íKína Kínverskur námsmaður hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi í Beijing fyrir að hrósa Adolf Hitlerog að ,,mæla með að komiö yrði á fót samtökum í ætt við Gestapó,” eftir því sem útvarp- ið í Beijing hefur skýrt frá. Utvarpið sagði að námsmaður væri sekur um „gagnbyltingarstarfsemi” meö því að standa gegn stjóm kommúnistaflokksins. Gaddafi aðvarar ríki Austur- Evrópu Muammar Gaddafi, leiðtogi Líbýu- manna, áövaraði ríki Austur-Evrópu um helgina. Hann sagði að afskipta- leysi þessara ríkja af innrás Israels í Líbanon tefldi vináttu þeirra og rót- tækariarabaríkjaí hættu. Aðvörun sinni kom Gaddafi á fram- færi er hann ávarpaði sendiherra Sovétríkjanna, Póllands, Ungverja- lands, Búlgaríu, Rúmeníu, Tékkó- slóvakíu og Austur-Þýzkalands á fundi sem stóö aðeins í fimm mínútur. Gaddafi bað sendiherrana að skila því til ríkisstjórna landa þeirra aö „við höfum engin svör við spumingum óbreyttra araba ura afstöðu vina okkar til kúgunar Síonista og Bandaríkja- manna.” Páfinn hindrar verkfall í Vatikaninu Jóhannesi Páli páfa H. tókst um helgina að komast hjá að til fyrsta verkfalls í sögu Vatíkansins kæmi. Páfi bauðst til að rannsaka sjálfur um- kvörtunarefni verkamanna innan Vatíkansins og lofaði þeim einnig að þeir fengju aö stofna verkalýðsfélag. Verkamenn hafa að fengnum þess- um lof oröum páf a dregið til baka hótun sína um tveggja klukkustunda alls- herjarverkfall í Vatíkaninu. Meöal þess sem þeir krefjast er 36 klukku- stunda vinnuvika.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.