Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1982, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1982, Blaðsíða 40
STAKFELL, NÝIÞÓRS- HAFNAR- TOGARINN, KEMUR ÍDAG — á sama tíma eru eignirJökuls undir hamrinum „Þórshafnartogarinn” margumtal- aöi kemur til landsins í dag. Þessi fræga fleyta sem hlotið hefur nafniö Stakfell, eftir fjalli í Þistilfiröi, mun leggja aö bryggju í heimahöfn sinni, Þórshöfn, um klukkan 14 í dag. Þetta er sem kunnugt er spánnýtt skip, smíðað í Noregi, um 470 tonn aö stærö. Eigandi þess er Útgeröarfélag ' Noröur-Þingeyinga hf. en stærstu hlut- hafar í því fyrirtæki eru Utgerðarfé- lagiö Jökull á Raufarhöfn, Hraöfrysti- hús Þórshafnar og Kaupfélag Lang- nesinga. „Skipiö er óneitanlega eitt hið glæsi- legasta í flotanum,” sagöi Karl Ágústsson, stjómarmaöur í hinu nýja útgeröarfyrirtæki, í samtali viö DV. „Það kostaöi tilbúið um 50 milljónir króna, sem er um þaö bil hálfvirði á við hliöstæð skip smíöuöhérheima. Viö er- um að vonum ánægöir aö sjá skipiö loksins leggjast aö bryggju hér, þó ekki sé beint glæsilegt að standa í tog- araútgerð í dag. Stakfelliö fer á veiöar seinna í þessari viku og beint í þorsk- inn, semekkier til.” En á sama tíma og Jökull hf., sem á 40% hlut í hinni nýju útgerö, tekur viö glæsilegu skipi er auglýst nauðungar- uppboö á eignum fyrirtækisins á morgun vegna vangoldinna skulda. „Já, það er blessaðursýslumaöurinn að gleðja okkur í tilefni skipskomunn- ar,” sagöi Karl. „Ég veit ekki betur en þessar skuldir séu aö mestu greiddar, svo þaö er ekkert til aö hafa áhyggjur af.” FOTBOL TINN SEINKARSJÓN- VARPSFRÉTTUM — Belgía-Pólland í beinni útsendingu kl. 18.50 í dag „Já,það er rétt, leikur Belgíu og Pól- lands hefur veriö settur inn á dagskrá kl. 18.50, mánudag,” sagöi Bjami Felixson, íþróttafréttamaöur Sjón- varpsins, er DV spuröi hann hvort rétt væri aö honum heföi tekizt aö fá leikinn í beinni útsendingu. Þetta mun hafa í för meö sér aö frétt- um verður frestaö til klukkan 20.50. Er þetta í fy rsta skipti í sögu S jónvarpsins semslíktergert. Bjami Felixson sagöi aö ákafar tilraunir heföu verið geröar til þess aö fá leik V-Þýzkalands og Englands í beina útsendingu nk. föstudag en þær heföu ekki borið árangur. Hann sagöi aö gífurlegur erill heföi fylgt tilraun- um hans og sjónvarpsmanna til aö fá úrslitaleikinn í beinni útsendingu 11. júlí. Ekki hafa tilraunir þeirra boriö árangur enn sem komið er en áfram er reynt. ÁS. pyna varnarnosins sora eiieiu ara gamia stuiku upp a Akranes um klukkan hálf- fimm í gærdag. Hafði stúlkan dottið af hestbaki í Borgarfirðinum og hlotið slæm höfuðmeiðsl. Var stúlkan lögð inn á Borgarspítalann. DV-mynd S. Tekiö veröur á móti hinu nýja skipi meö viðhöfn á Þórshöfn í dag. Skip- stjóri á því er Olafur Aöalbjömsson, sem áöur stýröi meöal annars togaran- um Rauðanúpi frá Raufarhöfn. _________________-JB YFIRVINNU- BANNÍEYJUM Yfirvinnubann Verkakvennafélags- ins Snótar og Verkalýösfélags Vest- mannaeyja gekk í gildi á miönætti. Leggst því niður frá og meö deginum í dag öll yfirvinna hjá um 900 félögum þessara verkalýösfélaga og þeim sem taka laun samkvæmt kjarasamning- um þeirra. Öll vinna fyrir klukkan 8 á morgnana og eftir aö dagvinnu lýkur er því óheimil. Yfirvinnubanniö er ótímabundiö. -ÓEF. NærJóhann Hjartarson áfanga að titli alþjóðlegs meistara? VANTAR V/2 VINNING Jóhann Hjartarson vantar nú ekki nema einn og hálfan vinning úr tveim síöustu umferöunum á opna Kaup- mannahafnarmótinu í skák til aö ná áfanga aö titli alþjóðlegs meistara. Jóhann er meö fimm vinninga úr átta umferðum og er í tíunda sæti af 65 skákmönnum. Kari Þorsteins teflir einnig á þessu móti. Hann er meö þrjá og hálfan vinning eftirátta skákir. -KMU. T rimmdagur ÍSÍ í gær: „ÁTTIVONÁ BETRI UNDIRTEKTUM" — segir formaður trimmnef ndar hversu fáir sóttu íþróttavellina. Svo virtist sem sama heföi veriö upp á teningnum á ýmsum stööum úti á landi. Til dæmis var metaðsókn í sund á Akureyri en fáirá íþróttavöllunum.” — En hversu mikil þátttaka var? „Við í trimmnefndinni höföum gert okkur vonir um aö 6. hver maður á landinu færi út aö trimma á þessum degi. Ég held að viö höfum ekki náö því, aö minnsta kosti ekki í Reykjavík. Þaö ligeur bó ekkert kvæma þátttöku fyrr en 15. júlí en þá eiga aö liggja fyrir skýrslur frá öllu landinu um þátttöku. ” — Verður trimmdagur árviss viöburöur? „Þaö hefur ekki veriö tekin ákvörð- un um þaö ennþá. Þessi trimmdagur var fyrst og fremst hugsaður til aö hrista upp í fólki og fyrir okkur til aö læra af reynslunni,” sagöi Stefán Kristjánsson. „Eg átti von á ennþá betri undirtekt- um,” sagöi Stefán Kristjánsson, for- maöur trimmnefndar ISI, í samtali viö DV í morgun. Eins og kunnugt er var haldinn sérstakur trimmdagur hér á landiígær. „I Reykjavík var mjög mikil aðsókn aö sundstöðunum. Um 6 þúsund manns komu þangaö. Þá var og aösókn í golf, badminton og slíkar íþróttir. Hins veg- ar varö ég fyrir vonbrigöum með Gamla fólkið á Hrafnistu lét ekki sftt eftir liggja ó trimmdeginum í gær. Starfsfólk með Sigríði Lúthersdóttur í broddi fylkingar dreif alla sem vettlingi gátu valdið út í trimm hvort sem það var fólgið í göngu eða ökuferð í hjóla- stól. Á myndinni má sjá Sigríði þnðju frá hægri með Lása kokk upp á arminn. „Við erum hérna allir og ég líka,” sagði Lási er 1 jósmyndari DV smellti af. DV-mynd: S. frjálst, nháð dagblað MÁNUDAGUR 28.JÚNI1982. Anna S. Snæbjörnsdóttir, sveitar- stjóri Bessastaðahrepps. „ÞÝÐIR EKKERT AÐ HOPA” — segir fyrsta konan sem er sveitarstjóri á íslandi „Þaö er náttúrlega kvíöi í manni. En þaö þýöir ekkert aö hopa,” sagöi Anna S. Snæbjömsdóttir, fyrsta kon- an sem gegnir starfi sveitarstjóra á Islandi. Nýkjörin hreppsnefnd Bessastaöa- hrepps kom saman til síns fyrsta fundar í gær og kaus þá önnu sem sveitarstjóra. A sama fundi var Erla Sigurjónsdóttir kjörin oddviti. Greinilegt er að áhrifin frá Bessa- stööum eru sterk. Þar er, sem kunn- ugt er, kona húsráöandi; Vigdís Finnbogadóttir. Konur hafa áöur gegnt starfi bæj- arstjóra og borgarstjóra. Hulda Jakobsdóttir var bæjarstjóri í Kópa- vogi og Auður Auöuns borgarstjóri í Reykjavík. -KMU. Flugumferðarstjórar: Ráðherra leitar lausnar „Málið er epn í höndum utanríkis- ráöherra og ég á ekki von á neinum aðgerðum af okkar hálfu fyrr en ljóst er hvaöa lausnir yfirvöld hafa fram aö færa,” sagði Elias Gissurarson, formaður Félags flugumferöar- stjóra, í samtali viö DV í morgun. Olafur Jóhannesson átti fund meö flugumferöarstjórum fyrir helgina vegna brottrekstrar Olafs Haralds-, sonar úr FlF. Flugumferöarstjórar í Keflavík höföu hótað að leggja niöur störf og jafnvel uppsögnum verði Olafuráfram viö vinnu íKeflavík. Flugumferðarstjórar urðu við þeim tilmælum utanríkisráðherra að fresta öllum aðgerðum þar til hann hefði kannað hugsanlegar lausnir á vandanum. -GSG. LOKI Það mun aða/lega hafa ver- ið a/damótakynslóðin sem nenntiað trimma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.