Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1982, Blaðsíða 16
16
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. MÁNUDAGUR 28. JUNI1982.
Spurningin
Finnst þér rétt af for-
eldrum að iáta skíra
börn sín óvenjulegum
nöfnum?
Adalheiöur Magnúsdóttir, kennari:
Tæplegast. Börnunum getur þótt þaö
sjálfum leiöinlegt og eins getur þaö
hreinlega komið þeim í bobba síöar
meir. Til dæmis strítt í skóla og þess
háttar.
Ingibjörg Júlíusdóttir, húsmóðir:
Varla. Tel aö bömin geti liöiö fyrir það
í framtíöinni.
Baröi Friöriksson, hæstaréttarlög-
maður: Vil aö sjálfsögöu aö börn heiti
islenzkum nöfnum sem lúta aö íslenzk-
um hljóölögmálum. Viö þurfum ekki
aö fara til annarra þjóða eftir einhverj-
um ónefnum á bömin.
Guðlaugur Jónsson, starfar hjá Vinnu-
veitendasambandinu: Ég vil stutt og
falleg nöfn og er á móti óvenjulegum
nöfnum.
Metta Kristin Friöriksdóttir, banka-
starfsmaður: Finnst algjör óþarfi aö
láta þau heita einhverjum nöfnum sem
em út í hött. Bömin geta liðið fyrir það
síðar meir eins og til dæmis í skólum.
Kristján Theódórsson, vinnur hjá
Áifélaginu: Nei, mér finnst það alls
ekki rétt. Mörg nöfn sem eru afkára-
leg koma bömunum oft í koll síðar á
ævinni. Verða til dæmis fyrir athlægi íj
skólum.
Lesendur Lesendur Lesendur Lesen
Enn um menntaskólana:
Eru embættismenn
ríkisins að koma á
átthagafjötrum á ný?
— má fara að búast við hreppaf lutningum einnig?
Erla Guömundsdóttir (reið móðir,
uppalandi og skattgreiðandi) skrif-
ar:
Föstudaginn 18. júní 1982 birtist í
DV áskorun til foreldra um aö til-
kynna um frávísanir umsókna til
menntaskólanna í Reykjavík.
Ég bý í Keflavík og hefi þá sögu að
segja, að þegar fyrsta og eina barn
mitt af sex, sækir um menntaskóla-
vistí tveimurskólumí Reykjavík, og
fær neitun hjá báðum, vakna ýmsar
spurningar sem hér eru settar f ram:
1. Eru embættismenn ríkisins að
koma á átthagafjötrum á ný og má
fara að búast við hreppaflutningum
einnig?
2. Ef Islendingur er 16 ára að aldri og
er þar meö orðinn ráðandi sínum
verustað, — hví er honum þá vísaö til
skólavistar í Keflavík en ekki í Fjöl-
brautaskóla einhvers staöar annars
staðar á landinu, eins og á Sauðár-
króki eöa Egilsstöðum? Má hann
ekki heldur fá að ráöa hvar hann
stundar nám í Fjölbrautaskóla, ef
hann skyldi neyðast til þess að halda
áfram námi það áriö? (dóttir mín
hefir stundaö nám í Hh'ðardalsskóla
undanfarinár).
3. Eru sjálfræöislögin einskis verð
oröin?
4. Er höfuðstaður Islands lokaður
Islendingum öðrum en sérstökum
Reykvíkingum?
5. Er engin kona í skólastjórn
Hamrahliðarskóla eða Verzlunar-
skóla íslands?
6. Er þaö lausn á húsnæðisvanda
skóla að neita nemendum um skóla-
vist?
7. Hver metur hæfni skólastjóma til
þróunar hvers skóla fyrir sig? Er
það ekki gert? Er þá komin stöönun í
menntakerfi landsins ef skólastjórar
eða stjómir geta takmarkað
nemendafjölda að eigin geöþótta?
8 Til hvers greiðum við skatta til
ríkisins? Er það til þess aö böm
okkareigi vísa menntun, t.d.,?
9. Hvaö segir Kvennaframboð um
þessi mál? Geta þær leiðrétt þessa
öfugþróun?
10. Vigdís er einstæð móðir, eins og
margar okkar. Getur hún þurft að
horfa fram á það að dóttir hennar
fengi ekki skólavist í menntastofnun
í Reykjavík, hafi hún verið búsett í
Álftaneshreppi fram að því?
„Vigdís-er einstæð móðir, eins og margar okkar. Getur hún þurft að horfa
fram á það að dóttir hennar fengi ekki skólavist í menntastofnun i Reykja-
vík, hafi hún verið búsett í Álftaneshreppi fram að því?” — spyr Keflvík-
ingur. DV-mynd: Gunnar Örn.
Til menntaskólanna:
Látið einkunnir ráða
— þegar aðsókn að skólunum er of mikil
8290-4255 skrifar:
Eg vil heilshugar taka undir þau
sjónarmiö, sem fram komu hér í
blaöinu frá foreldrum í Breiðholti
hinn 18. þ.m. Eg tel það fráleitt aö
búseta en ekki einkunnir ráði því
hvaöa unglingar eigi kost á mennta-
skólanámi.
Ef menntaskólamir geta ekki tekið
við öllum þeim nemendum, sem
sækja umskólavist, finnstmérliggja
beint viö að nemendum með léleg-
ustu einkunnirnar sé vísað frá. Það
er sjálfsagt að þeir, sem stunda nám
sitt af samvizkusemi og áhuga,
gangi fyrir og uppskeri samkvæmt
því.
Ég þakka menntamálaráöherra
bréf hans (25. þ.m.), þar sem fram
kemur að núverandi „sortering” fer
fram samkvæmt ákvörðun mennta-
skólanna sjálfra.
Við hér í hverfuniun, Breiðholti I
og III, bíðum nú spennt eftir að vita
hvað menntamálaráðherra og hans
ráðuneyti hyggjast gera í málinu.
Varla eru menntaskólarnir ríki í rík-
inu, sem geta sett eigin reglur eftir
hentisemi? Þegar of mikil aðsókn er
að menntaskólunum, hljóta einkunn-
ir aö ráða sem eina sanngjarna
viðmiðunin, þegar þannig er ástatt.
Við væntum þess fastlega að okkur
verði veitt viöunandi úrlausn og
bindum traust okkar við mennta-
málaráöherra.
„Ég þakka menntamAlaróðherra bréf hans (25. þ.m.), þar sem fram kemur
að núverandi „sortering” fer fram samkvæmt ákvörðun menntaskólanna
sjálfra,” segir 8290-4255.
EKKIVEITTIAF
ÁRIUNGLINGA
— hvers eiga þeir að gjalda?
J.Ó.M. skrifar:
Ég vil gjarnan svara bréfi frá „Elli-
lífeyrisþega” sem skrifaði í DV 11.6.
síðastliðinn, og talaði um það óréttlæti
að unglingar fengu næturútvarp yfir
sumamæturnar.
Þar sagði hann að sér fyndist það
hart, að Ríkisútvarpið færi aö veita
f járupphæðum í „þetta ”. Hann gaf líka
í skyn að þeir unglingar sem „sætu á
sumarkvöldum og hlustuðu á útvarp-
ið” hefðu engan rétt á þessu næturút-
varpi.
Að visu gaf hann þetta einungis í
skyn. En nú spyr ég þennan ágæta
bréfritara.
Getur þú sagt mér hversu margir
öryrkjar og gamalmenni myndu setj-
ast niður og hlusta á útvarp yfir nótt-
ina? Eg held að þeir séu ósköp fáir. Eg
er samt alveg til í aö samþykkja meira
efni fyrir aldraöa á daginn, og lengra
fram á kvöld. En af hverju geta öryrkj-
aroggamalmenniekkialveg eins verið
undir áhrifum áfengis eins og ungling-
ar?
Þar fyrir utan er þaö alls ekki rétt að
unglingar séu undir áhrifum áfengis
annað hvert, jafnvel hvert kvöld.
Eg til dæmis, drekk ekki og er ekki
neitt „öðruvísi” eða „betri” en aörir
unglingar.
Að lokum vil ég segja, að ég ætla að
hlusta á þetta útvarp og það mikið.
NÆTURROKKI
ÚTVARPIÁ ÁRI
ALDRAÐRA
— ekki skortir útvarpið peninga,
segir eililíf eyrisþegi
Ellilífeyrisþegi skrifar:
Ar trésins. fatlaðra. banisins og loks
ár aldraðra. Hvað næst? Ar unglinga?
Ekki veitti af að taka þar a. Kannski
ætti að hafa ár foreldra fyrst. Vín og
aðrir víinugjafar eru aö eyöileggja
hvert heimilið af öðm. Ar aldraðra
stendur yfir og um það ætlaði ég að
taia.
Næturrokk í útvarpi. Það skal koma
á hverju sumri, fyrir hvern? Fyrir þá
sem vaka sumarnóttina undir áhrifum
áfengis, skömm að heyra. Ekki vantar
útvarpið peninga nú. Kosta skal fólk
Lesandabréf ellilífeyrisþega birtist
heldur stórt upp í sig.
alla nóttina við útsendingu. Væri ekki
nær að gera það fyrir okkur. aldna og
sjuka, sem opnum útvarpið alla daga
ársins?
Eg skora á útvarpsráö aö koma nú til
móts við aldraða, þó ekki væri nema í
tilefni ársins. Siónvarp og útvarp eru
einu dægrastyttingar þessa fólks.
Ellilífeyrisþegar, látið i ykkur heyra.
Aö siðustu vil ég biðja ráðamenn
sjónvarps aö endursýna þáttinn með
Guðrúnu A. Simonar og Þuriðí Páls-
dóttur, undir stjórn Arna Johnsen og
Jjjaðáðurerriásii^^
11. þ.m. J.Ö.M. telur bréfritara taka