Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1982, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1982, Blaðsíða 2
2 Tregöaí olíukaupum bagar gæslumenn: _____________- ___________DV. FIMMTUDAGUR 26. ÁGUST1982. VARÐSKIP SIGLAINN Á SÍÐUSTU DROPUNUM „Skipið sigldi inn á síðustu drop- unum þegar það kom síðast í höfn,” sagði Jóhann Kristjónsson, 2. vélstjóri á varðskipinu Oöni, í samtali við DV. ,J)ómsmálaráðherra lýsti því yfir í blaöaviðtali fyrir nokkru að þetta væri ekkert vandamál. Ég er hissa á ráð- herra að láta þetta frá sér fara,” sagði Jóhann ennfremur. Nokkur umræða hefur orðið í fjöl- miðlum um mál Landhelgisgæslunnar. Sjómannafélag Reykjavíkur sendi nýlega frá sér haröorða ályktun um öryggismál sjómanna þar sem meðal annars var lýst undrun á því „víta- verða skilningsleysi sem núverandi stjórnvöid hafa á gildi öflugrar land- helgisgæslu fyrir ey- og fiskveiðiþjóð sem Island er.” Ennfremur segir í ályktuninni: „Niðurlæging íslensku landhelgisgæslunnar er slík að olía fæst ekki keypt til skipanna en meiri- hluti þeirra hefur legið í höfn nær alfariö frá 1978.” Dómsmálaráðherra, Friðjón Þórðarson, svaraðif ályktun þessari í viötali við eitt morgunblaðanna og sagði meðal annars: ,Jíg tel að vandi Landhelgisgæslunnar sé orðum aukinn í þessari ályktun. Eg minnist þess ekki að það hafi komiö til min kvörtun um að ekki hafi fengist olía á skipin. Hafi svo verið hefur verið greitt úr því strax.” Blaöamenn DV héldu niöur á Ingólfs- garð og um borð í varðskipið Oðin í gær til að ræða við varöskipsmenn um hvað hæft væri í því að vandkvæði væru á að fá oliu keypta á skipin. „Fjármálstjóri Skipareksturs ríkisins var að i allan gærdag og i morgun að reyna að fá oliu á Oðin. Hann gekk betlandi á milli ráðu- neyta,” sagði Þórður B. Sigurðsson, 1. Maríusystur í heimsókn Maríusystumar Phanuela og Juliana munu veröa staddar hér á landi dagana 1. til 13. september næstkomandi og munu þær heim- sækja mörg kristileg félög og söfnuði hér á landi. Þær verða einnig með helgarsamverur á Löngumýri 3. til 5. september og í Skálholti 10. til 12. september. Systrasamfélagið á rætur að rekja til vakningar meðal unglinga á timum loftárásanna á Darmstadt i Vestur-Þýskalandi í síðari heims- styrjöldinni. Maríusystumar Phanu- ela og Juiiana koma frá Noregi þar sem þær tilheyra kirkjudeild mót- mælenda. Systumar telja þaö vera hlutverk sitt að styrkja þá kristilegu starfsemi sem fyrir er og hjálpa til þess að undirbúa kristnina fyrir komandi þrengingartíma. -ÓEF. „Allt í stakasta lagi hjá Stakfelli” — oggottfiskirí , ,Nú er allt komið í stakasta lag hjá Stakfellinu og aflinn í samræmi við það,” sagði Gísli Oskarsson hjá Hraðfrystistöð Þórshafnar, í samtali við DV. Eins og fram kom í DV vom erfiðleikar með spilið í Stakfellinu í fyrstu tveim veiðiferðum skipsins en í þriðju veiðiferðinni komst allt í ,,stakasta” lag. 1 síöustu viku landaöi skipið á Þórshöfn tæplega 170 tonnum sem mestmegnis var þorskur. Von er á Stakfellinu úr fjórðu veiðiferðinni til Þórshafnar umhelgina. ,4 aflanum vom 5 guðíaxar sem veitingahúsin í Reykjavik rifust um. Þetta voru svakaleg flikki, eins og boltar í laginu, sá stærsti um 70 kg. Þeir þykja herramannsmatur en ég hef ekki smakkaö þá. Mér er sagt aö þeir séu líkir iaxi á bragðið,” sagöi Gísli Oskarsson í lok samtalsins. -GS/Akureyri. VLADO STENZL leðuræfingaskór: Stenzl Universal Verökr. 610. Stærðir frá 31/2. Stenzl Handball Spurt Verðkr. 723,- Stærðir frá 31/2 Einnig uppháir handboltaskór og markmannsskór. Póstsendum Sportvöruvers/un INGÓLFS ÓSKARSSONAR Klapparstíg 44, Sími 11783 Hinir heimsfrægu vélstjóri á Oðni. Áætlað hafði verið aö Oðinn legði úr höfn klukkan tvö í gærdag en brottför tafðist um eina og hálfa klukkustund sökum þess hve erfiðlega gekk að fá oh'u keypta á skipið. Fyrir síöustu ferð Oðins tókst gæsl- unni ekki að fá ohu á skipiö. Var lagt úr höfn á varabirgðunum. Kom skipið til baka úr þeirri för á síðustu dropunum, að sögn Jóhanns Kristjónssonar, 2. vél- stjóra. „Við vorum á sethylkjunum,” sagði hann. „Þetta var aldrei neitt vandamál. Áöur fengum við þá ohu sem við báðum um. En nú er þetta breytt. Nú þarf að betla út oUuna. Oftast er eitthvað klipið af því sem beðið er um,” sagði Þórður 1. vélstjóri. — Getur tregða þessi í oUukaupum til skipanna skapað hættu ? ,,Ef við værum beðnir um að sinna neyðarkaUi langt úti í hafi þyrfti að sigla á staðinn á fuUu. OUueyðslan er þá nálægt einu tonni á klukkustund. Þaö gæti komið upp sú staða í lok ferðar, þegar olía væri lítil á skipinu og engar varabirgðir, að ekki væri hægt að sinna sliku neyðarkalU. Skipið þyrfti að sigla fyrst tU bafnar og fá oUu,” sagði Jóhann. , ■ Sökum erfiðleika á aö fá oUu hefur verið gripið til þess ráðs að fyUa stærstu oliugeyma Oðins af vatni til að jafnvægi skipsins raskist ekki. Ef tU viU er vel hægt að setja sig í spor þeirra manna sem halda utan um ríkiskassann þegar það er athugaö að hver gasoUuUtri kostar um 4 krónur. Oðinn fékk í gær 90 þúsund Utra. Verð- mæti skammtsins var því um 360 þúsund krónur. Rekstur varðskipa er ekki ókeypis. -KMO. Vélstjórarnlr á Óðni, Þórður B. Sigurðsson og Jóhann Kristjónsson. Til hægri sést olíubátur vera að dæla gasoltu i geyma varðskipsins. DV-mynd: Svaðilfarir í Hornvík Ferðamenn frá Akureyrar- og Isa- fjarðardeildum Feröafélags Islands lentu í nokkrum svaðilförum í Höfn í Homavík í byrjun þessa mánaðar. Vikuna 7—14 ágúst dvaldi 33 manna hópur í Homavík og var Gísli Hjartar- son fararstjóri. Á þriðja degi dvalar- innar byrjaöi skyndUega að hvessa aö norð-vestan og fór að losna um tjöid. Siðdegis sama dag hvessti svo mikiö að þrjú tjöld fuku og tvö rifnuðu. Ferðamennimir leituöu hæUs í skip- brotsmannaskýli og var þar þröng á þingi. Daginn eftir gekk fararstjórinn tU Látravikur og tUkynnti slysa- varnafélaginu hvernig komið væri. SigriöurHanna Sigurbjartsdóttir, vita- vörður í Látravík, bauðst tU að taka fólkið og hýsa það og fóru þangað tíu manns. A miðvikudag stytti upp og gekk aUt að óskum eftir það. GísU Hjartarson fararstjóri sagðist aldrei hafa lent í svona svaðUförum í þau tiu ár sem hann hefur verið farar- stjóri í Hornvíkurferðum. Hann þakkar slysavamafélaginu fyrir lánið á skipbrotsmannaskýlinu. -gb./Kristján Friöþjófsson, BolungarvUs. Steinullarverksmiöjan á Sauðárkróki vill Sambandiö í spiliö Ríkissjóður mun leggja fram 40% af hlutafé steinuUarverksmiðjunnar á Sauðárkróki. Þessar upplýsingar komu fram á aöalfundi Steinullar- félagsins sem haldinn var 14. júU sl. Fundurinn heimilaði stjóm félagsins aö auka hlutafé í aUt að30 miUjón kr. Ríkissjóður mun einnig ábyrgjast lántökur verksmiöjunnar og fella niður aðflutningsgjöld af vélum, tækjum og byggingarefni tU hennar. Ætlunin er að verksmiöjan framleiði aðallega fyrir innlendan markað. Stjóm félagsins hefur ákveðiö að bjóða SIS 30%þátttöku í félaginu og veröa 30% boðin til sölu á almennum markaði. Þorsteinn Þorsteinsson rekstrar- hagfræðingur og fyrrverandi bæjar- stjóri á Sauðárkróki hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Stein- ullarfélagsins frá 26. júlí. -gb.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.