Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1982, Blaðsíða 12
12
ÚtgéfufAlag: FRJÁLS FJÖLMIDLUN HF.
Stjómarformaflur og útgófuatjóH: SVEINN R. EYJÚLFSSON.
FramkvœmdastjóH og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÚNAS KRISTjANSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aflstoflarritstjórí: HAUKUR HBLGASON.
Fréttastjórí: JÚNAS HAR ALDSSON.
Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÚLFUR P. STEINSSON. _____'
Ritstjóm: SfÐUMÚLA 12—14. SÍMI86611. Auglýsingar: SÍDUMÚLA 33! SÍMI 27022.
Afgraiflsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLT111. SlMI 27022.
Simi ritstjómar 86611.
Setning, umbrot, mynda-og plötugarfl: HILMIR HF., SÍDUMÚLA 12.Prontun: ARVAKUR HF.,
SKEIFUNN119.
Áskriftarvarfl á mánuði 120 kr. Verfl í lausasölu 9 kr. Helgarblafl 11 kr.
Hvemig verka aögerðimar?
— Dugir þetta þá eitthvað? spyrja menn, eftir að
aðgerðir í efnahagsmálum liggja fyrir. Ríkisstjórnin
leggur með þeim byrðar á landsmenn til að bægja frá
meiri vanda. Hvernig hefur til tekizt?
Hver var vandinn? Stærsta vandamálið var, að stefndi í
geysilegan halla á viðskiptum við útlönd. Ekki bara í ár
heldur næstu ár. Þessi halli hefði leitt til mikillar skulda-
söfnunar, ofan á það sem fyrir er. Erlendar skuldir geta í
ár orðið yfir 50 prósent af framleiðslu þjóðarinnar.
Greiðslubyrðin, það sem fer í afborganir og vexti af
erlendum lánum miöað við tekjur af útflutningi, verður
yfir 20 prósent í ár. Greiöslubyrðin mundi vaxa ört á
næstu árum, hefði ekki verið að gert. Hún stefndi í að
verða 33 prósent af útflutningstekjum eftir 4 ár.
Finnst einhver, sem mælir með því, að slíkur
skuldabaggi hefði verið bundinn komandi kynslóðum?
Varla, þótt slíkt mætti ætla af viöbrögðum þeirra, sem
segja, að aðgerðirnar hafi verið of öflugar.
Viðskiptahallinn verður í ár um 9 af hundraði af allri
framleiðslu þjóðarinnar. Að óbreyttu hefði hann orðið 7—
9 prósent af framleiðslunni næstu árin.
Aðalverkefni ríkisstjórnarinnar var aö stemma stigu
við þessu. Gengislækkunin var óhjákvæmileg til að draga
úr innflutningi og renna stoðum undir útflutning. Með því
minnkar hallinn. Hið sorglega er, að gengisfellingin var
of lítil. Hækkun vörugjalds er einnig ætlað að draga úr
innflutningi. Með því að skerða verðbætur er kaupmáttur
minnkaöur, þannig að minna verður keypt, minna flutt
inn. Allt þetta vinnur gegn viðskiptahallanum.
Hverju valda aögerðirnar þá? Þær koma svo seint á
árinu, að litlu breytir um viöskiptahallann í ár. Hann
verður að líkindum enn um 9 prósent af framleiðslu
þjóðarinnar. Sérfræöingarnir telja, að næsta ár muni
hallinn verða mun minni en í stefndi aö óbreyttu, eða 4—5
prósent í stað 7—9 prósenta. Hann minnki með öðrum
orðum um nær helming. Með því er bægt frá dyrum
stórum hluta hinnar ógnvænlegu skuldasöfnunar.
Ríkisstjórnin segist stefna að því, að viðskiptahallinn
hverfi á tveimur árum. Hvernig fer, veltur á ýmsu, sem
enn er óráðið.
Auk viðskiptahalla og skuldasöfnunar hefur verðbólga
fariö vaxandi. Án aðgerða stefndi í 60 prósent verðbólgu á
þessu ári og 75—80 prósent á næsta ári.
Fyrir aðgerðirnar sagði Þjóðhagsstofnun: „Um mitt
næsta ár gæti verðbólguhraðinn verið kominn í 75—80
prósent. Slík verðbólguþróun felur í sér verulega hættu
fyrir atvinnuástand.”
Svipað gildir um áhrif aðgeröanna á verðbólguna og
áhrifin á viðskiptahallann. Þær eru of seint fram komnar
og of linar í fyrstu lotu til að breyta miklu um verðbólg-
una í ár. Hún verður að líkindum um 60 prósent.
Öðru gegnir, þegar kemur fram á næsta ár og áhrif
skerðingar verðbóta um helming 1. desember fara að
segja til sín.
Þá stefnir í, að verðbólgan verði 45—50 prósent í stað
75—80 prósenta. Þannig tekst að minnka verðbólgu um
nær helming frá því, sem ella hefði orðið.
Framhaldið þar á eftir verður komið undir þáttum,
sem enn eru óþekktir.
Meðal aðgerða ríkisstjórnarinnar er einnig stöðvun á
innflutningi fiskiskipa, og boðað er nýtt og væntanlega
heppilegra vísitölukerfi. Að samanlögðu er nokkurt vit í
aðgerðum stjómarinnar, þótt þær hefðu mátt koma fyrr
og vera öflugri.
Haukur Helgason.
Málefni
þroskaheftra
öllum áhugamönnum um málefni
þroskaheftra kann aö hafa komiö
nokkuö á óvart stofnun nýrrar nefnd-
ar „til aö kanna þörf á byggingu
dvalarheimilis fyrir þroskahefta”,
en tillögu þessa flutti Albert
Guömundsson í hinni nýju borgar-
stjóm snemma í sumar og var hún
samþykkt. Nefndin hefur nú verið
skipuö og er Albert formaður
hennar. I dag verður síöan haldinn
almennur borgarafundur um þetta
mál.
öll umræöa um málefni þroska-
heftra er vitanlega af hinu góða, en
ég tel alveg nauðsynlegt aö gera
grein fýrir, hver staöa þeirra mála
er um þessar mundir. Áriö 1979 voru
samþykkt lög á Alþingi, sem bera
nafniö „Lög um aðstoö viö þroska-
hefta”. Samkvæmt þeim skulu
starfa átta svæðisnefndir á landinu
öllu, sem annast skulu tillögugerð
um þjónustu viö þroskahefta,
áætlanir um forgang verkefna og
samnýtingu þjónustu á hverju svæöi,
auk þess sem svæðisnefndimar
skulu hafa eftirlit meö rekstri allra
stofnana fyrir þroskahefta og gera
tillögur um allt þaö, er varöar heill
hinna þroskaheftu og almenn mann-
réttindi. I svæöisnefndunum eiga
sæti fræðslustjóri og héraöslæknir
hvers svæöis auk þriggja aöila sem
ráöherra skipar og skulu tveir þeirra
vera skipaðir samkvæmt tilnefningu
sveitarfélaga svæöisins, en hinn
þriöji eftir tilnefningu samtaka for-
eldra. Miklu máli skiptir aö menn
hafi í huga, aö uppbygging þessarar
þjónustu á landinu öllu, sem nú er
hafin, varöar miklu um áætlanagerð
fyrir Reykjavíkurborg og kaupstaö-
ina hér á Suövesturlandi, þar sem
þetta svæði hefur að verulegu leyti
þjónaölandinuöllu.
1 svæöisnefndinni í Reykjavík eiga
sæti: Skúli Johnsen borgarlæknir,
formaður, Kristján Gunnarsson,
fræðslustjóri, varaformaöur,
Guðrún Helgadóttir og Björg Einars-
dóttir, fulltrúar borgarstjómar og
Guöni Garðarsson, fulltrúi foreldra-
samtaka. Nefndin hefur ráðiö fram-
kvæmdastjóra, sem hefur aðsetur í
húsnæði fræösluskrifstofunnar, og er
þaö Ásta Eggertsdóttir. Á þeim
rúmum tveimur ámm, sem nefndin
hefur starfað, hefur verulega miðaö
áfram í þessum efnum, og skal
komiðaðþví síðar.
Sérstök deild um málefni þroska-
heftra er rekin í félagsmálaráöu-
neytinu, og veitir Margrét Margeirs-
dóttir henni forstöðu.
Ráðstefnan
í Borgarnesi.
Dagana 21.—25. júní efndu svæöis-
stjórnimar til ráðstefnu um hvemig
best yröi unnið aö bættri þjónustu viö
þroskahefta og ekki sist um það,
hvernig þær samræmdu störf sín,
svo að skynsamleg heildaruppbygg-
ing megi veröa aö veruleika á hverju
svæði. Ráöstefnu þessa tel ég hina
gagnlegustu í alla staði. Þama gátu
sérmenntaðir starfsmenn og
stjómarmenn skipst á skoöunum og
samræmt sjónarmið sín, en auk þess
tóku til máls fulltrúar foreldra. Tveir
alþingismenn sóttu ráöstefnuna,
Jóhanna Siguröardóttir og ég. Jó-
hanna er eins og kunnugt er for-
maöur stjómarnefndar málefna
þroskaheftra, sem m.a. fer með út-
hlutanir úr Framkvæmdasjóði ör-
yrkja og þroskaheftra, en sá sjóöur
skal samkvæmt lögum fjármagna
framkvæmdir í þágu þeirra. Nokkur
skoöanaskipti urðu um ýmis mál, t.d.
fyrirhugaöa greiningarstöö ríkisins,
en niðurstaða varö þó aö mikilvægt
væri aö sú bygging risi. Áöur höföu
þær raddir heyrst, aö skynsamlegra
væri aö sú þjónusta sem henni er
ætluð, yröi víöar um landiö. Þá var
einnig nokkur ágreiningur um verka-
skiptingu fagstofnana og svæðis-
nefnda, t.d. um skráningu þroska-
heftra.
Þær umræöur, sem þarna fóru
fram, sýndu aö fyrsta skilyrðiö fyrir
skynsamlegri uppbyggmgu er
heildaryfirsýn yfir ástand þessara
mála á landinu í heild. Og lög um
aðstoð viö þroskahefta gera ráö fyrir
aö ríkiö sjái um, aö komið veröi á fót
þeim stofnunum sem lögin gera ráö
fyrir aö undanskildum deildum
tengdum dagvistarstofnunum og
leikskólum sveitarfélaganna,
heimilum sjálfseignarstofnana og
vistheimilum. Kostnaðarskipting
rekstrar milli ríkisins og sveitar-
félaga er einnig ákveöin meö lögun-
um og er í flestum tilvikum 85% frá
ríki, en 15% frá sveitarsjóöum.
Öllum ráöstefnumönnum kom
saman um, aö mikill árangur væri
þegar sýnilegur eftir að lögin tóku
gildi, og má þar nefna nýtt sambýli á
Selfossi og vistheimiliö Vonarland á
Austurlandi, en aö framkvæmdum í
Reykjavík kem ég síöar. En ljóst er
aö mikil umræöa á enn eftir aö fara
fram um málefni þroskaheftra, og er
mikiö starf og löng reynsla Styrktar-
félags vangefinna ekki léttvæg í
þeirri umræöu. Þeim sem nýkomnir
eru frá námi úti í hinum stóra heimi
hættir oft til að gleyma, aö allar
aöstæöur hér í fámenninu eru um
margt ólíkar því sem gerist hjá
milljónaþjóðum. Er þá oft einungis
horft á kosti fjölmennis, sem t.d.
gefur meira fjármagn, en mönnum
hættir til aö gleyma kostum
fámennisins, sem gerir okkur
miklum mun auðveldara aö ná til
hvers einasta þroskahefts einstakl-
ings meö margfalt minni kostnaði.
Skandinavíska skýrslustafla ættum
viö aö reyna aö foröast eftir mætti,
en nýta okkur þess í stað þær upplýs-
ingarsemfyrireru.
Starfið í
Reykjavík.
Arið 1978 samþykktum við í dag-
vistarstjóm Reykjavíkur aö opna
almennar dagvistarstofnanir
borgarinnar fýrir þroskaheft böm.
Eg var þá nýskipaður formaður
stjómarinnar. 1 þessu skyni
byggðum viö engin ný hús, heldur út-
veguöum þaö starfsfólk, sem geröi
þetta kleift, og nutum góöra leiöbein-
inga samtaka foreldra og starfs-
manna, auk sérmenntaöra starfs-
manna annarra stofnana. Oþarft er
að tíunda um þessa aðgerð. Hún var
góð, sjálfsögö og raunar skylda
okkar. Starfsmenn dagvista Reykja-
víkurborgar undir stjórn Bergs
Felixsonar framkvæmdastjóra hafa
unniö þama mikiö starf, svo aö nú er
ekki miklum erfiðleikum bundiö aö
fá inni fyrir þroskaheft barn á dag-
vistarstofnun. Viö héldum sjálfum
okkur enga veislu aö þessu tilefni, en
litum á þetta sem vinnu sem við
hefðum m.a. veriö kjörin til aö inna
af hendi. Veislutilefniö var heldur
ekkert, þar sem ekkert hús haföi
verið byggt í þessu skyni einu, enda
ekki alltaf nauösynlegt aö byggja
milljónahöll, sem því miöur er oftast
þaö eina sem mönnum dettur í hug,
þegar leysa skal úr vanda einhverra
hópa.
Annaö var þaö verkefni sem leyst
var á þessum sömu ámm, en þaö var
stofnun skammtímafósturheimilis
fyrir þroskaheft börn undir 12 ára
aldri í Reykjavík. Þeirri þjónustu
var fundinn staöur á upptökuheimili
borgarinnar viö Dalbraut án þess að
nokkurt hús væri byggt og raunar
meö því aö leggja niður annaö
upptökuheúnili sem starfrækt var og
sameina það hinu um leið og þjón-
ustu viö þroskahefta var bætt viö.
Þessi þjónusta gerir nú meira en aö
fullnægja eftirspum, svo aö tæpast
er ástæöa til aðauka hana.
Þessi tvö verkefni heföi svæöis-
stjóm Reykjavíkur eflaust gert til-
lögur um, en þau höföu verið leyst og
vom mér hæg heimatökin aö upplýsa
um þaö í stjóminni. Svæöisstjómin
sneri sér því aö öömm nauðsynleg-
um verkefnum, og eitt hiö fyrsta var
aö afla f jár til aö koma á fót heimili
fyrir einhverf börn. Til þess varö aö
festa kaup á húsi, og sú stofnun tekur
til starfa nú um miðjan september aö
Trönuhólum 1. Er þar mikilvægum
áfanga náð í málefnum þeirra
þroskaheftu barna, sem þar koma til
meö aö búa og fá þjónustu, og hafa
foreldrar þeirra lagt málinu mikið
liö.
Svæðisstjómin hefur lagt áherslu á
aö fjölga sambýlum fyrir þroska-
hefta og er nú aö vinna aö kaupum á
húsnæði fyrir eitt slíkt. Einnig fékk
Styrktarfélag vangefinna fjárfram-
lag til sambýlis á sínum vegum aö
tillögu stjómarinnar. Má gera ráö
fyrir að tvö ný sambýli taki því til
starfa á næstu mánuðum. Við gerð
tillagna um fjárveitingar úr
Framkvæmdasjóönum hefur svæðis-
stjómin lagt á það áherslu, að veitt
yrði fé til aö ljúka þeim verkefnum
sem í gangi em, og er þess vegna
nokkram þeirra lokið. Má þar nefna
æfingastöð Styrktarfélags lamaöra
og fatlaðra, Þjálfunarskóla ríkisins
viö Lyngás, sem nú er á lokastigi og
hið nýja hús Lækjarás viö Stjörnu-
gróf, þar sem nú er starfræktur
verndaður vinnustaöur fyrir þroska-
hefta. Þá hefur verið unniö vel aö
framkvæmdum viö tengibyggingu
öryrkjabandalagsins með myndar-
legum framlögum úr Framkvæmda-
sjóönum, auk þess sem Reykjavíkur-
borg samþykkti tillögu um framlag
aö upphæö 300 gamalla milljóna til
hennar á síöasta kjörtimabili. Flutti
ég þá tillögu aö höföu samráöi viö
forstööumenn bandalagsins og ekki
sist Odd Olafsson, fyrrverandi
alþingismann. Fjölmörg önnur verk-