Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1982, Qupperneq 13
13
Guðrún Helgadóttir
efni, t.d. framkvæmdir Blindra-
félagsins, hafa verið gerðar að
forgangsverkefnum, því að ekki má
gleymast að blindir eru líka þroska-
heftir.
Svæöisstjóminni er fullkomlega
ljóst, hvar skórinn kreppir fastast í
málefnum þroskaheftra. Okkur er
öllum ljóst að mikil þörf er á litlum
stofnunum fyrir fjölfatlaða, fleiri
sambýlum, betri vinnumiðlun og
umfram allt betri þjálfun til likama
og sálar allt frá fæðingu. En hlutverk
stjórnarinnar er fyrst og fremst að
vinna aö nýtingu þeirra starfskrafta
sem fáanlegir em, samnýtingu stofn-
ana, en ekki einvörðungu að byggja
nýtt bákn. Við veröum að gera okkur
Ijóst, að lítið gagn er í milljóna-
byggbigum, ef ekki er veitt þar sú
aöhlynning sem best er hverju sinni,
svo að hinn þroskahefti öðlist þann
þroska sem honum er gefin getan til.
Samvinna hinna
ýmsu nefnda
Við sem um árabil höfum unnið á
einhverjum vettvangi að málefnum
þroskaheftra fögnum því ávallt að
umræða verður um þessi mál. En
fleiri nefndir geta stundum flækt mál
meira en þær koma að notum. Þess
vegna er það mín skoöun, að meira
samráð hefði mátt hafa um stofnun
hinnar nýju nefndar á vegum
borgarinnar við svæðisstjórn, þar
sem tveir fulltrúar og tveir
embættismenn borgarinnar sitja nú
þegar. En til þess gefst nægur tími,
og sjálf hef ég fallist á að taka sæti í
hinni nýju nefnd sem fulltrúi borgar-
stjórnarflokks Alþýðubandalagsins,
en aðrir svæðisstjómarmenn eiga
ekki sæti í henni. Ég tel alveg nauð-
synlegt aö milli þessara tveggja
nefnda þurfi að verða samstarf,
annars er verr af stað fariö en heima
setið.
Með lögunum um aðstoð við
þroskahefta var brotið blað í sögu
þessara mála hér á landi. Um ára-
tugaskeið hafði allt þetta starf fariö
fram fyrir fmmkvæöi Styrktarfélags
vangefinna og annarra slíkra sam-
taka og verður það starf seint full-
þakkað. Með lögunum var komið á
skipulagi á framkvæmd þessara
mála og lögskipuðum nefndum falin
framkvæmd þeirra auk þess sem
tugir milljóna hafa verið veittir til
þessara mála beint frá ríkinu í
Framkvæmdasjóð öryrkja og
þroskaheftra. Og árangurinn er
ótrúlegur á þessum þrem árum, sem
lögin hafa verið í gildi.
Því er þessi greinargerð skrifuð,
að menn missi ekki sjónar á heildar-
stöðu þessara mála, þegar nú er
kallað til almenns borgaraf undar um
málefni þroskaheftra af hálfu hinnar
nýju nefndar. Sú nefnd á eflaust eftir
að vinna gott starf undir forustu
Alberts Guömundssonar, en lögum
samkvæmt hlýtur hún að hafa náið
samstarf við þann aðila, sem bera
skal ábyrgö á þjónustu við þroska-
hefta í Reykjavík en það er svæðis-
stjóm Reykjavíkur um málefni
þroskaheftra. Allt lið við störf
hennar erkærkomið, en samvinna er
öllu nauðsynlegra í þessum málum
sem öðrum.
Guðrún Helgadóttir
alþingismaður
Það öriar á viti
Vinur minn einn, sem um langan
aldur hefur haft fólksflutninga að at-
vinnu, hefur löngum verið gagnrýn-
inn á vegagerð hérlendis, jafrivel svo
að sum ummæli hans í þeim efnum
hafa fengið á sig hálfgerðan þjóð-
sagnablæ. Eitt af þvi sem hann gagn-
rýndi hvað mest fyrir nokkrum ára-
tugum var þegar Krísuvíkurvegur-
inn var gerður að vetrarvegi milli
höfuðborgarinnar og Suðurlands.
Þann veg urðu hann og fleiri að
klöngrast, þegar snjór lokaöi gamla
Hellisheiðarveginum. Þá var hann
ófáanlegur til að kalla Krísuvíkur-
veginn annað en lönguvitleysu. Hann
sagði að þessi mál yrðu aldrei í lagi
fyrr en almennilegur vegur hefði
verið lagður yfir Hellisheiði og benti
margoft í ræðu og riti á framtíðar-
vegarstæðið. Svo þegar við fórum að
rétta úr kútnum og leggja almenni-
lega vegi, var vegur lagður austur
yfir heiði, eins og við þekkjum í dag,
og einmitt á þeim stað, sem hann
hafði sjálfur bent á. Þá gat kunningi
Ofseint
Þaö sem ekki verður þó fram hjá
litið er það, að ráðstafanir koma aUt
of seint. Það á bæði við gengisfelling-
una sjálfa og ráðstafanir vegna
viðskiptahalla. Mánuöum saman
hefur verið ljóst hvert stefndi, hvað
sem líður öllum dagsetningum á
skýrslum og tillögum. Mánuðum
saman hefur einnig verið ljóst að
afleiöingin hlaut að verða kjara-
skerðing í einhverju formi. Strax og
ljóst varð að ekki yrði veidd loðna á
þessu ári — og það var ljóst þegar á
útmánuðum — hlutu menn aö sjá að
útflutningur myndi stórlega dragast
saman og viðskiptahalli þar með að
aukast ef ekki yrði að gert. Þegar
svo þorskaflinn minnkaði einnig,
sölutregða óx á áli og jámblendi og
bankarnir dreifðu útsölugjaldeyri
viku eftir viku, þurfti mikla glám-
skyggni til að komast hjá því að sjá
hvert stefndi.
Samt tók það rikisstjórnina
Á f immtudegi
Magnús Bjamfreðsson
Ráðherrar
komaá
rikisstjómarfund
til að ræða vandann.
£ „Ég óttast að langvarandi óstjórn efna-
hagsmála... sé ekki úr sögunni, heldur
sé sumra ætlun að dylja hana aðeins um stund-
arsakir,” segir Magnús Bjamfreðsson.
hans ekki á sér setið og spurði gamla
manninn, hvort honum fyndist vega-
gerðinni ekki vera að f ara f ram. Þá á
hann að hafa svarað: „Það má
kannski segja að þetta sé fyrsti
vegarspottinn á Islandi, þar sem
örlar á viti.” Meira fékkst hann ekki
til að segja.
Eitthvað svipað mun sumum hafa
flogið í hug nú um síðustu helgi,
þegar kunngerðar voru efnahagsráð-
stafanir ríkisstjórnarinnar. Nú hefi
ég ekki séð þetta merkisplagg í heilu
lagi, þegar þetta er skrifað, en ljóst
er þó að menn hafa safriað í sig kjarki
og allavega viðurkennt aö illa sé
komið. Með því er vissulega tals-
verðum áfanga náð, þótt margir
utan ríkisstjórnar hafi raunar séð
f yrir löngu hvert stefndi.
margar vikur að ná samkomulagi
um ráðstafanir, sem sennilega duga
þó allt of skammt. Gengið er enn of
hátt skráð, miðað við markaðsverð í
viðskiptalöndum okkar og það verð,
sem við þurfum aö fá fyrir afurðir
okkar. Kjaraskerðingin hlýtur í raun
að verða meiri en ákveðið hefur
verið, vegna þess hve illa er komið.
Þó verð ég að viðurkenna að ekki er
hægt að áfellast ríkisstjórnina fyrir
þaö að hafa ekki gengiö lengra þar.
Það þarf alltaf pólitískan kjark til
þess að ganga eins beint framan að
mönnum og þar er gert, og ekki von
til þess að launþegasamtökin kyngi
stærri bita í einu. Útlit er fýrir að þau
ætli að sætta sig viö orðinn hlut, enda
frámmámenn þar engir asnar. Ef
áframhald verður hins vegar á
viðskiptahallanum og verðbólgan
æðir enn áfram verður kjara-
skerðingin óumflýjanlega meiri. En
það er eins og menn sætti sig við
sumar tegundir kjaraskerðingar á
meöan menn æsa sig upp út af
öðrum, þótt útkoman sé kannski í
raunhin sama.
Blekkingin mikla
Þegar verðbólgan æðir áfram
rýrnar kaupmáttur launa, hvað sem
allri vísitölu líður. Þar kemur
einkum tvennt til. 1 fyrsta lagi mælir
vísitalan nú aðeins hluta þeirra út-
gjalda sem menn óhjákvæmilega
þurfa að inna af hendi. Hún hefur
ekkert mið tekið af hinni gífurlegu
lífskjarabreytingu, sem orðið hefur
undanfarna áratugi. Verði þeirra
vörutegunda, sem þyngst vega í vísi-
tölu, er miskunnarlaust haldiö niðri,
á meðan verð á öðrum vörum, sem
fólk þarf að nota, æðir áfram.
Kannski er þama nóg að nefna dæmi
um mjólk og bensín. I öðru lagi hafa
stjómvöld svo lengi notað það
ósvífna bragð til aö halda vísitölu og
þar með launum niðri, að grípa til
tímabundinna niðurgreiðslna á vöru-
tegundum, stundum rétt á meðan
visitalan hefur verið reiknuð út.
Þetta hafa menn sætt sig við, að vísu
ékki möglunarlaust, en látið kyrrt
liggja. Auðvitað hefur fleira komið
þarna til, en þetta tvennt nægir til aö
sýna hve vísitalan er í dag vitlaus
viðmiðun.
Nú dettur mér ekki í hug að
áfellast launþegasamtökin fyrir það
að vilja halda í vísitölu, samt sem
áður. Hún er eina nauðvörn þeirra
gegn verðbólgunni, og á meðan ekki
er hægt að benda á raunverulegan
árangur í baráttunni gegn henni, er
ekki von að þau séu fús til að láta
hana fyrir borð. Reynslan hefur líka
sannað að það er ekki nóg aö kippa
vísitölunni úr sambandi til þess aö
ráða niðurlögum verðbólgunnar.
Það getur verið nauðsynlegur liður í
víðtækari aögerðum en eitt sér dugar
þaðekki.
Hins vegar er mér óskiljanlegt
með öllu ef forsvarsmenn launþega-
samtakanna era á móti því, aö tekið
sé mið af raunverulegum fram-
færslukostnaöi venjulegrar fjöl-
skvjdu í landinu, þegar vísitala er
reiknuð út, en vilja í þess stað miða
við lífsmátann á árunum eftir stríö.
Eg held að það ætti að vera skýlaus
og ófrávíkjanleg krafa þeirra að nýr
vísitölugrunnur sé fundinn og vísi-
tala reiknuð út frá honum. Þar með
er ég ekki aö segja að sá vísitölu-
grunnur, sem mun í raun fæddur, sé
sá eini rétti, ég hefi ekki vit til að
dæma um það. En ef menn sjá ekki
aðra leið en vísitölu til að tryggja
kaupmátt launa, hlýtur það aö vera
krafa launþega aö hún sýni á
hverjum tíma kostnaðinn við að lifa í
landinu, og síðan aö komið sé á ein-
hvern hátt í veg fyrir hinar sífelldu
falsanir með skammtímaaðgerðum.
Margt vantar
Eg get ekki að því gert að mér
finnst margt vanta í hinar nýju
aðgerðir og ég óttast aö það muni
hefna sín. Hvaða ákvörðun hefur
verið tekin um vexti? Mér er ljóst að
atvinnuvegir þola ekki einu sinni þá
vexti sem þeir bera nú, hvað þá
hærri, en hvernig á að koma í veg
fyrir að bankar tæmist, ef bilið milli
verðbólguog vaxta á enn að aukast?
Halda menn að afborgunaræðið
minnki í kannski helmingsmun
vaxta og verðbólgu? Hvers vegna er
ekki gripið í taumana strax varðandi
eyðslulán? Halda menn aö þaö sé
nóg, þegar búið er að þvæla málum
vikum saman í þinginu, einhvern
tímann í nóvember? Eða á að hækka
vextina og setja annaö eða þriðja
hvert fyrirtæki í landinu á hausinn?
Hvað um eyðslu opinberra stofnana?
Eitt af því sem þessi ríkisstjóm
hefur verið mikið skömmuð fyrir, og
það alveg með réttu, er það endemis
ráðslag að láta opinberar stofnanir
fjármagna rekstur sinn með
erlendum lánum. Á að halda því
áfram, eða á aö láta þær stórhækka
gjaldskrár sínar um leið og verð-
bætur eru skertar? Eða á kannski
bara að segja forsvarsmönnum
sumra þeirra það, sem hefði átt að
vera búið að segja þeim fyrir löngu,
að ef þeir ekki geti rekið fyrirtæki
sitt miðað við aðstæður verði að fá
aðra menn til þess? Nei, það þori ég
ekkiaðvona.
Það eru ýmsar svona spurningar,
sem vekja þær grunsemdir, að þrátt
fyrir það, að valin hefur verið ný leið
í efnahagsmálum um stundarsakir
sé ætlunin að aka lönguvitleysu að
nýju eftir nokkrar vikur. Eg óttast
að langvarandi óstjórn efnahags-
mála, eins og miðstjórn ASI talar
réttilega um í ályktun sinni, sé ekki
úr sögunni, heldur sé sumra ætlun að
dylja hana aðeins um stundarsakir.
En stundum vonar maður, að
maður hafi rangt fyrir sér. Það vona
ég svo sannarlega núna.
Magnús Bjarnfreðsson