Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1982, Blaðsíða 28
DV. FIMMTUDAGUR 26. ÁGUST1982.
Andlát
Karítas Jónsdóttír fæddist í Vest-
mannaeyjum 3. febrúar 1917. Foreldr-
ar hennar voru Helga Sigurbjömsdótt-
ir og Jón Benediktsson. Sautján ára
gömul lagöi Karítas leið sína til
Reykjavíkur og réðst til starfa hjá
Brjóstsykursgeröinni Nóa hf. Þar
kynntist Karítas eiginmanni sínum
Hagbarði Karlssyni. Þau Karítas og
Hagbaröur eignuðust eina dóttur
barna. Hagbarður lést 28. mars 1971,
aðeins 57 ára að aldri. Karítas Jóns-
dóttir verður jarðsungin í dag, 26.
ágúst kl. 10.30, frá Dómkirkjunni.
Ólafur Björasson, Leifsgötu 10, fyrrum
bóndi í Núpsdalstungu, verður jarð-
sunginn frá Bústaðakirkju föstudag-
inn 27. ágúst kl. 13.30.
Haraldur Jóhannesson, Dvalar-
heimilinu Borgamesi, verður jarð-
sunginn frá Lágafelli í Mosfellssveit,
laugardaginn 28. ágúst kl. 14.
Jakob Ágúst Jónsson bíiaklæðninga-
maöur, Laugateigi 8, andaðist í
Landakotsspítala 24. ágúst.
Kristján Kristmundsson, Bústaðavegi
57, lést þriðjudaginn 24. ágúst.
Soffia Dagbjört Benediktsdóttir andað-
ist21.ágúst.
Ingibjörg Filippusdóttir, Vesturgötu
39 Reykjavík, er lést 23. ágúst, verður
jarðsungin frá Dómkirkjunni föstu-
daginn 27. ágúst kl. 15.
Guðmundur Marías Guðmundsson,
Miðtúni 70, verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju föstudaginn 27. ágúst
kl. 10.30.
Guðbjörg Pálsdóttir, Hrauntungu 105
Kópavogi, sem lést 17. ágúst, verður
jarðsungin frá Stokkseyrarkirkju,
laugardaginn 28. ágúst kl. 14.
Læða tapaöist
Grábröndótt læða tapaðist út úr bil í námunda
við Iðnaðarmannahúsið, Ingólísstræti, síðast-
liðinn þriðjudag, 17. ágúst. Hún er ómerkt en
heimili kisu er að Hjallalandi 22. Finnandi
vinsamlegast hringi í síma 36848.
IQja
— Félagsblað verksmiðjufólks, 1. tbl., 12.
árg., er nýkomið út. Forsíðumynd er frá
Reykjavík, tekin af Guðm. Ingólfssyni,
Imynd. I blaðinu eru margar greinar, m.a.:
Pósturinn trassaði að bera út verkfallsboðun-
ina, sagt er frá 5. þingi Landssambands iðn-
verkafólks. Ymsar ályktanir um kjaramál
eru í blaðinu, sagt er frá félagsstarfi og margt
fleira er í ritinu, en ritstjóri er Guðmundur Þ.
Jónsson og ábyrgðarmaður Bjami Jakobs-
son.
Gaukarnir: Egill, hinn hógvsri Gammur, dr.
Harrý, Einar, sitjandi á bifreiöinni Gauknum.
Á myndina vantar Ján M. Einarsson.
HP-mynd: Jim Smart.
Gaukarnir
I kvöld, fimmtudaginn 26. ágúst, leikur hljóm-
sveitin Gaukamir gamalt en hresst skögul-
tannarokk í veitingahúsinu Oðali. Gaukamir
hafa nú starfað í ýmsum myndun í rúmt ár en
þó haft hljótt um sig enda eru hljómsveitar-
meðlimir hógværir með afbrigðum. En nú
hafa Gaukar loks sett saman valið prógramm
frumsamdra laga sem þeir leika undir yfir-
skriftinni Straumur og skjálfti.
Nú eru Gaukar fimm talsins: Ásgeir Sverr-
isson (Hinn hógværi gammur) sem knýr raf-
gítar, Haraldur Hrafnsson (dr. Harrý)
trymbill, Egill Storð sem syngur og ieikur á
harmóníku, Jón M. Einarsson, sem er tækja-
vörður og spilar aukinheldur á bassa og síðast
en ekki sist Einar Hrafnsson sem tekur marg-
rómuð „slæd”-sóló á rafknúna lútu.
Gaukarnir (nb. hljómsveitin dregur nafn
sitt ekkl af samnefndri fuglategund) mun
hefja leik sinn í Oðali milli ellefu og hálf-tólf í
kvöld.
Sumarhátíð
Hin áriega sumarhátíð Félags ungra Fram-
sóknarmanna í Ámessýslu verður haldin í
Arnesi laugardaginn 28. ágúst nk. og hefst kl.
21.30. Avarp flytur Amþrúður Karlsdóttir.
Skemmtiatriði. Hljómsveitin Rætur leikur
fyrir dansi.
TUnUGU OG FIMM
ÁREKSTRAR
Tuttugu og fimm árekstrar urðu í
Reykjavík síðasta sólarhring. I
fæstum þeirra var um slys á fólki að
ræða. Þykja þetta óvenju margir
árekstrar á miðvikudegi í umferðinni.
Erfitt er að tilgreina orsakirnar en
miklar vegaframkvæmdir eru nú á
nokkrum fjölförnustu götum borgar-
innar.
-JGH.
Hvenær
byrjaðir þú
ll^FERÐAR
5 gærkvöldi [ í gærkvö
LENGILIFILEIÐINDIN
Otvarpsdagskráin í gærkveldi var
ein sú leiðinlegasta sem heyrst hefur
lengi. Sellósónata, kórsöngur og
kjaftæði.
Ég verð að gangast við því aö hafa
dæmt tónlistina án þess að hafa
hlustað á hana. Ég ákvaö fyrirfram
aö mér þætti lítiö gaman að hlusta á
sónötu og kórsöng frá Bergen. En ég
hlustaöi aöeins á kjaftæðiö.
Fyrsta þumalfingursregla: Ef
talið er svo svæfandi að það þarf tón-
list inn á milli til að vekja menn er
eins gott að sleppa þættinum alveg.
Samkvæmt þessu féllu þættimir í
gærkvöldi, ..Félagsmál og vinna” og
,,Að horfast í augu viö dauðann” á
prófinu. I báðum reyndist nauðsyn-
legt aö spila tónlist inn á milli tal-
málsins tU að hlustendur dræpust
ekki úr leiöindum.
Sá síðari var reyndar nokkuð
áhugaverður en fuUlangur. Sá fyrri
var ekki bara fuU-langur heldur g jör-
samlega óáhugaveröur.
Otrúlegt er hvernig umsjónar-
mönnum þáttarins getur komiö til
hugar að þurr upplestur úr skýrsl-
um og næstum því jafn þurr viötöl
eigi erindi í útvarp. Otvarp er FJÖL-
miðiU. Það er kannski hægt að finna
100 manns sem hafa áhuga á skýrsl-
um um félagsmál og vinnu en við hin
220 þúsundin sem borgum fyrir aö fá
að hlusta á þetta útvarp væntum
þess að f á eitthvað fy rir peningana.
Nú er ekkert út á skýrslulestur að
setja í sjálfu sér. En vegna þess að
ekki er hægt að hlusta á nema eina
rás verður þessi rás aö miða efni sitt
viö óskir meirihluta manna.
Forráðamenn útvarpsins hafa
alltaf hagaö sér eins og þeirra æðsta
markmið sé að útvarpa fyrir minni
hluta hlustenda: Sinfóníur, kór-
söngvar og skýrslulestur.
Mín tiUaga er að þeir haldi því
áfram. Með því móti hlýtur
auglýsingaútvarp að vera á næsta
leiti. Kerfiskallar hafa aldrei kunnaö
að dæma almenningsvUja mjög vel
og það á ekki að leggja sl&t á þá. Om
leið og útvarpsrekstur verður gefinn
frjáls fær fólk að hlusta á það sem
það viU hlusta á.
Ástæðan er einföld. TU aö geta selt
auglýsingamínútuna á sem flestar
krónur verður einkaútvarpsrekandi
að útvarpa því efni sem flestir vUja
hlusta á. Með öðrum oröum, fólk fær
þaösemþaövUl.
Nú er þetta ákaflega kaldranalegt
kerfi, eintómtauglýsingaútvarp, þar
sem aUt er miöaö við þarfir meiri-
hlutans (lægsta samnefnarann). En
unnendur vandaðrar dagskrár þurfa
ekki aö örvænta á Islandi. Islenska
ríkisútvarpiö er of stór og rótgróin
stofnun til aö hægt sé að leggja hana
niöur. Á það geta þeir alltaf hlustað
tU að fá sinn daglega skammt af
sinfóníum og skýrslulestri.
Þórir Guðmundsson
5ímablatni
.SumarbúAir F.Í.S.
Símablaðið
2. tbl. 1982 — LXVH árg. — er nýkomið út.
Ritstjóri þess er Helgi Hallsson. 1 þessu blaði
er mikið fjaUað um úrskurð Kjaranefndar og
önnur atriði í kjarasamningi opinberra starfs-
manna. Sagt er frá aðalf undi F.l.S. 1982.
Minningargreinar eru um látna félaga, sagt
er frá óvenjulegu golfmóti, þar sem tuttugu
og þrír símamenn keppti í „innanhúss pútt-
keppni”, Siglufjarðarpistill og Akureyrar-
pistill eru í blaðinu, þar sem sagðar eru fréttir
af Norðurlandinu. Ymis gamanmál eru og í
ritinu, vísnamál o.m.fl.
Á forsíðu eru myndir af sumarbúðum F.I.S.
víðs vegar á landinu.
EIÐFAXIalz
fctfifivrxtótoíu ú V^fn-íheiiítwrí^um. K'
\ Jlmyiváoínpna vsðf«'á. uníx. utanrM tr&agnir. g \
VfðfciJ við SœrtiíCfx |
lyrvj ío noatamcnftfjfótöö'jm. arofcwir urr. K Pr,§
turj^uixjsl 03 garujloguivdír oö. o2
Eiðfaxi, 8. tbl.,
er komið út
Blaðið er að mestu undirlagt fréttum og
myndum frá Landsmóti hestamanna sem
haldið var á Vindheimamelum í sumar. Fjöl-
breytni er mikil og er rætt við fjölda lands-
mótsgesta, bæði innlenda og erlenda. Myndir
eru margar og er opna með litmyndum. Auk
landsmótsins eru fréttir frá hestamótum víða
um land i sumar.
Samhjálp
Samkoman verður annað kvöld í sal Söng-
skólans að Hverfisgötu 44. Allir velkomnir.
Samhjálp.
Hjálpræðisherinn
I kvöld kl. 20.30 samkoma. Lautinant Miriam
Oskarsdóttir og fl. taka þátt. Allir velkomnir.
Tímarit Máls og
menningar komið út
Nýlega er út komið þriðja hefti Tímarits Máls
og menningar á árinu. Meginhluti þess er að
þessu sinni helgaður unglingum. Sautján ára
stúlka á þar lengstu greinina. Eg + unglinga-
heimilið, þar sem hún segir frá reynslu sinni
af Unglingaheimilinu í Kópavogi, Frásögnin
er fleyguð ljóðum sem hún orti á þeim tíma
sem sagt er frá. Það er óvenjulegt að ungling-
ar tjái sig sjálfir um reynslu af þessu tagi,
nema ef til vill í viðtölum, og mikill fengur er
að frásögn Védísar.
Einnig er fengur að þrem ljóðabálkum eftir
14—16 ára unglinga í heftinu og tveim æsku-
minningum eftir Önnu Þ. Ingólfsdóttur og
Kristínu Jónsdóttur.
Ýmislegt
Hjól af gerðinni
Moto Becane
tapaðist fyrir utan Laugardalshöllina laugar-
daginn 21. ágúst. Það er tíu gíra og er blátt að
lit. Finnandi vinsamlegast hafi samband við
eiganda í síma 74645.
Kirkjuhúsið —
þjónustumiðstöð
kirkjunnar
Á götuhæð Klapparstígs 27, þar sem Biskups-
stofa er til húsa á fimmtu hæð, hefur verið
opnuð sameiginleg afgreiðsla Biskupsstofu,
Æskulýðsstarfs kirkjunnar, Hjálparstofnunar
kirkjunnar og útgáfunnar Skálhoit.
Ætlunin er að þarna verði að fá hvers konar
fyrirgreiðslu er snertir kirkjuleg efni. A
boðstólum verða ýmiss konar kirkjumunir,
hökiar, altarisbúnaður, oblátur svo eitthvað
sé nefnt, auk þess er ætlunin að sem flestar
þær bækur verði til sölu sem komið hafa út á
undanförnum árum með kristnum boðskap.
Fræðsluefni æskulýðsstarfsins verður og
afgreitt í Kirkjuhúsinu, en svo nefnist þessi
þjónustumiðstöð, og einnig tekið við
framlögum til Hjálparstofnunar kirkjunnar.
Þorbjörg Daníelsdóttir B.A., sem undan-
farið hefur starfað á Biskupsstofu, veitir
Kirkjuhúsi forstöðu.
Félag einstæðra
foreldra
Félag einstæðra foreldra óskar eftir alls
konar gömlu dóti á haustflóamarkað sinn sem
verður um miöjan september. Sækjum. Sími
11822 og 32601 eftirkl. 20
Hallgrímskirkja
Náttsöngur í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 22.
Manuela Wiesler leikur einleik á flautu.
Sóknarprestar.
Ferðalög
Ferðafélag íslands
Dagsferðir sunnudaginn 29. september:
1. kl. 09 Brúarárskörð — Rauðafell. Ekið upp
Miðdalsfjall inn á Rótarsand, gengið þaðan á
Rauðafell (916m) og í Brúarárskörð. Verðkr.
250.-
2. kl. 13 Gengið með Hengladalaá (á Hellis-
heiði). Verðkr. 80,- *
Farið frá Umferðarmiðstöðinni, austan-
megin. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir böm i
fylgd fullorðinna.
Helgarferðir 27.-29. ág.
1. Þórsmörk. Gist í upphituðu húsi.
2. Landmannalaugar — Eldgjá. Gist í upphit-
uöu húsi.
3. Hveravellir — Þjófadalir. Gist í húsi. Þetta
er síðasta ferðin á þessu sumri. Komið verður
við í Hvítárnesi.
4. Alftavatn við Fjallabaksleið syðri. Gist í
húsi. Famar gönguferðir í nágrenni áningar-
staða eftir því sem veður og aðstæður leyfa.
Nálgist farmiða tímanlega; enn er tímitU að
njóta útiveru í óbyggðum. Farmiðasala og
aUar upplýsingar á skrifstofunni, öldugötu 3.
Ferðafélag Islands.
Dagsferðir sunnud. 29. ág.
1 Kl. 8 Þórsmörk. Verð kr. 250,- (Ath. hálft
gjald fyrir 7—15 ára).
2. Kl. 13.00 ÞyriU — SUdarmannabrekkur.
Gönguferð fyrir alla. Verð kr. 150,- Frítt f.
böm m. fuUorðnum. Farið frá BSI, bensin-
sölu. Farmiðar og uþplýsingar á skrifstofunni
Lækjargötu6a,s: 14606. Sjáumst!
Ferðafélagið Utivist.
'Útivistarferðir
Helgarferðir
27.-29. ágúst
1. Föstudagur kl. 20. Sprengisandur — Hall-
grímsvarða. Gist í húsi. Vígsla HaUgríms-
vörðu í miðju landsins. Varðan er reist til
heiðurs hinum þjóðkunna ferðagarpi Hall-
grimi Jónassyni, kennara og rithöfundi, sem
verður með í ferðinni. Allir velkomnir.
Einstök ferð.
2. Föstudagur kl. 20 Þórsmörk. Gist í nýja Uti-
vistarskálanum. Gönguferðir fyrir aUa.
F.í.
Sumarleyfisferðir:
1.26.-29. ágúst (4 dagar): Noröur fyrir Hofs-
jökul. Gist í húsum á Hveravöllum og viö
Tungnafell.
2. 27.-29. ágúst (3 dagar): Berjaferð. Gist í
svefnpokaplássi aö Bæ í Króksfiröi. Brottför í
þessar feröir er kl. 08.
Sumarferð
Hin árlega sumarferð Fríkirkjusafnaðarins i
Hafnarfirði verður að þessu sinni farin austur
að Ulfljótsvatni á sunnudaginn.
Lagt verður af stað frá Fríkirkjunni í Hafn-
arfirði kl. 10. f.h. Ekiö verður um Kjós og
nesti snætt við Ásgarð eða í VindáshUð um há-
degisbil. Umhverfi skoöaö, en síöan haldið aö
Þóreyjarfossi og þaöan fram haldiö um Kjós-
arskarð og Grafningsveg að Ulfljótsvatni.
Þar verður Helgistund með nýja prestinum á
staðnum, séra Rúnari Þór Egilssyni, en hann
er Hafnfirðingur og hefur unnið gott starf á
vegum bamastarfs Fríkirkjunnar í Hafnar-
firði.
Eftir Helgistundina verður staldrað við og
nágrenni staðarins skoðað og jafnframt gefst
fólki tækifæri tU að taka nestið upp aö nýju,
áður en lagt verður af stað heim um Þrasta-
skóg og er gert ráö fyrir að koma að Fri-
kirkjunni um kl. 7 um kvöldið.
Eins og getið er hér að framan er ætlast til
þess sem fyrr að fólk hafi með sér nesti sem
neytt verður umhádegisbU og um kl. 4 til 4.30.
Ef veður leyfir verður matazt úti, t.d. í Vind-
áshlíð um hádegið og í nágrenni Ulfljótsvatns
um kaffileytið.
Væntanlegir þátttakendur eru beðnir að
skrá sig fyrir föstudagskvöld hjá safnaöarfor-
manninum, Guðlaugi B. Þórðarsyni, sími
50303.
60 ára er í dag Jón Sigurðsson kaup-
maður í Straumnesi, Breiðholti. Elgin-
kona hans er Kristín Sigtryggsdóttir.