Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1982, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1982, Blaðsíða 35
DV. FIMMTUDAGUR 26. ÁGUST1982. .35 Utvarp Sjónvarp Utvarp Fimmtudagur 26. ágúst 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tiikynn- ingar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veöurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 14.00 Hljóð úr horni. Umsjón: Hjalti Jón Sveinsson. 15.10 „Myndir daganna”, minningar séra Sveins Víkings. Sigríður Schiöthles (6). 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Lagið mitt. Helga Þ. Stephen- sen kynnir óskalög barna. 17.00 Síðdegistónleikar. Hljómsveit Ríkisóperunnar í Vínarborg leikur Sinfóníu nr. 6 í D-dúr eftir Joseph Haydn; Max Goberman stj. / Felicja Blumental leikur Pianó- konsert í g-moll eftir Giovanni Battista Viotti með Sinfóníuhljóm- sveitinni í Torino; Alberto Zedda stj. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál. Olafur Oddsson flytur þáttinn. 19.40 Ávettvangi. 20.05 Ginsöngur í útvarpssal: Frið- björn G. Jónsson syngur lög eftir Sigfús Halldórsson. Höfundurinn leikur á píanó. 20.30 Leikrit: „Lögreglufulltrúinn lætur í minni pokann” eftir Georges Courteline. Þýðandi: Ást- hildur Egilson. Leikstjóri: Flosi Olafsson. Leikendur Gísli Alfreðs- son, Erlingur Gíslason, Inga Bjarnason, Helgi Skúlason, Baldvin Halldórsson, Karl Guðmundsson, Hákon Waage og Guðjón Ingi Sigurðsson. 21.10 Tónleikar. 21.35 Á áttræðisafmæli Karls Poppers. Hannes H. Gissurarson flytur fyrra erindi sitt. 22.00 Tónleikar. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Sögur frá Noregi: „Hún kom með regnið” eftir Nils Johan Rud í þýðingu Olafs Jóhanns Sigurðs- sonar. Sigríður Eyþórsdóttir les. 23.00 Kvöldnótur. Jón örn Marinósson kynnir tónlist. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Sjónvarp Föstudagur 27. ágúst 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. :20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingarogdagskrá. 20.40 Á döfinni. Þáttur um listir og menningarviðbiu'ði. Umsjónar- maður: Karl Sigtryggsson. Kynnir: Birna Hrólfsdóttir. 20.45 Slegið á strengi. Hljómsveitin „The Blues Band” með söngvar- anum Paul Jones skemmtir með blústónlist á veitingastöðum í Lundúnum. Þýöandi: Kristrún Þórðardóttir. 21.15 Meirihlutinn siðprúði. — (The Moral Majority). Breski sjón- varpsmaðurinn David Frost ræðir við forvígismenn „Siöprúða meiri- hlutans” og helstu andstæðinga hans. Meirihlutinn siðprúöi er íhaldssöm umvöndunarhreyfing sem fer nú eins og eldur í sinu um' Bandaríkin. Meö Biblíuna að vopni fordæma forustumenn hennar frjálslyndi og lausung á öllum sviðum, skipuleggja bóka og hljómplötubrennur og bannfæra sjónvarpsþætti og stjórnmála- menn. Þýðandi: Bogi Arnar Finn- bogason. 22.10 Dagbók hugstola húsmóður. (Diary of a Mad Housewife). Bandarísk bíómynd frá 1970. Leik- stjóri: Frank Perry. Aðalhlut- verk: Carrie Snodgress, Richard Benjamin og Frank Langella. Tina er heimavinnandi húsmóðir með tvær ungar dætur. Jónathan, maður hennar, er metnaöargjam lögfræðingur sem stundar sam- kvæmislífið og ' lífsgæðakapp- hlaupið fastar en Tinu líkar og veldur þaö erjum í hjónabandinu. Þýðandi : Heba Júlíusdóttir. 23.30 Dagskrárlok. LEIKRIT VIKUNNAR—útvarp kl. 20.30, fimmtudag: Lögreglufull- trúinn lætur í minni pokann —eftir Georges Courteline Fimmtudagsleikritið að þessu sinni er „Lögreglufulltrúinn lætur i minni pokann” eftir Georges Courteline. Ásthildur Egilsson þýddi leikritið. Leikstjóri er Flosi Olafsson og með helztu hlutverk fara Gísli Alfreðsson, Erlingur Gíslason, Inga Bjamason Helgi Skúlason, Baldvin Halldórsson, Karl Guðmundsson, Hákon Waage og Guðjón Ingi Sigurðsson. Leikritið er gamanleikur í „Feydeau” stíl. Atburðimir gerast í París skömmu fyrir síðustu aldamót. Lögreglufulltrúinn hefur nóg að gera við að sinna alls konar fólki, sem leitar til hans í ólíklegustu erindagjöröum. Hann telur sig kjörinn til að skjóta öðrum skelk í bringu, en gerir sér aldrei grein fyrir þeim möguleika aö hann kunni að verða hræddur einn góöan veðurdag. Höfundur leikritsins er Georges Courteline. Hann fæddist í Tours í Frakklandi árið 1858. Var hann skýrður Georges Victor Marcel Moineau en tók síðar upp skáldanafnið Courteline. Courteline er bezt þekktur fyrir kómedíur sínar, sem einatt em nokkuð kaldhæðnislegar. Faðir hans skrifaði nokkur létt „vaudeville” verk. Sonurinn fetaði í fótspor föðurins og skrifaði nokkur verk í frístundum milli þess sem hann vann í riddaraliði hersins og í trúar- málaráðuneytinu. Árið 1894 helgaði Courteline sig rit- störfum alfariö. Hann hafði þá þegar gefiö út nokkur bókmenntaverk, smásögur og skáld- sögur, svo sem Kæti riddaraliðsins (1886), Eiginkonur vina 1888), Lestin við högg (1894) Góða bamið lögreglu- foringinn (1899) Friður heima (1903) Alceste snýrtil betri trúar (1905). Courteline veitir okkur litríka og sanna mynd af samtíma sínum. Á bak við fyndnina leynist oft og tíðum biturleiki. Hann skapaði persónur, sem voru sem af holdi og blóði, til dæmis Boubouroche Hurluret kaptein, Flick yfirþjálfara og fleiri. Stíll hans var í senn fullkominn og lifandi og safaríkur. Enda er hann oft borinn saman við Moliere. Courteline var valinn í Goncourt Akademiuna árið 1926. Hann lézt í París 25. júní á sjötugasta og fimmta afmælisdegi sínum. -ás. Inga Bjamason er meðal leikenda. sem fer 8.47 (1891), Skriffinnamir (1893) og O, æska! (1894). Síðar gaf hann út Litlu söngfuglana (1912) og heimspeki Georges Courteline (1917). Mörg leikrit eftir hann ööluöust vinsældir. Sögur hans fjölluðu margar hverjar um herþjónustuár hans og var nokkur ádeila í þeim.Upp úr þrítugu hóf hann leikritaskrif og voru það að mestu leyti tveggja þátta leikrit, sem brátt uröu vinsæl í leikhúsum Parísar- borgar. I verkum sínum hendir hann óspart gaman að lögreglu, hernum, dóm- stólum og ýmsum embættismönnum. Meðal leikrita hans má nefna Alvar- legur skjólstæðingur (1896) Hræðsla Flosi Ólafsson leikstýrir fimmtudags- leikritinu. Á ÁTTRÆÐISAFMÆU KARLS POPPERS - útvarp kl. 21.35: Hannes H. Gissurar- son flytur erindi Hannes H. Gissurarson flytur í kvöld fyrra erindi sitt um Karl Popper. Er það flutt í tilefni af áttræðisafmæli hans28. júlí 1982. Fyrra erindi Hannesar fjallar um vísindaskoöun Poppers, en hið síöara um ádeilu hans á stjórnmálakenningu Platóns Hegels og Marx. Karl Popper er einn kunnasti heim- Hannes H. Glssurarson. spekingur samtímans. Kunnasta stjórnmálarit hans er „Opið skipulag og óvinir þess (The Open Society and its Enemies) sem kom út árið 1945 í tveimbindum. Hann hefur gefið út fjölda annarra bóka, svo sem Rökfræði vísindalegrar rannsóknar (The Logic of Scientific Discovery) og Eymd söguhyggjunnar (The Poverty of Historicism). Karl Popper heldur því fram aö ýmsar stjómmálakenningar, sem taldar eru vísindalegar, séu í rauninni óvísindalegar, svo sem kenning Karls Marx. Popper var lengi prófessor við Hagfræðiskóla Lundúna (London School of Economics). Hann er frjáls- hyggjumaður og góðvinur hins kunna frjálshyggjuhugsuðar Friedrichs A. Hayeks, nóbelsverðlaunahafa í hag- fræði. Hannes Hólmstein Gissurarson þarf vart aö kynna. En ef svo ólíklega vill til að einhver þekki hann ekki, skal þess getið að hann er B A í sögu og heimsspeki og vinnur að cand. mag. ritgerð. Auk þess situr Hannes viö skriftir, en hann hefur verið ráöinn af Sjálfstæðisflokknum til að skrifa sögu hans. -ás. Veðrið Veðurspá Gert er ráð fyrir norðaustlægri I átt sunnanlands. Léttskýjað á I Suðurlandi en annars skýjað og I lítilsháttar úrkoma á víð og dreif á Norður-og Austurlandi. 11 Veðrið hér og þar Klukkan 6 í morgun: Akureyri al- skýjað 5, Kaupmannahöfn hálf- skýjað 15, Osló léttskýjað 8, Reykjavík léttskýjað 6, Stokkhólm- ur léttskýjað 13, Þórshöfn alskýjað 11. Klukkan 18 í gær: Aþena þrumur á síöustu klukkustund 20, Berlín rigning 18, Chicagó hálfskýjað 22 Feneyjar heiðskírt 24, Frankfurt skýjað 24, Nuuk þoka í grennd 13, London skýjað 17, Luxemborg skýjað 18, Las Palmas léttskýjað 24, New York mistur 28, París skýj- að 20, Róm heiöríkt 24, Malaga skýjað 26, Vín hálfskýjað 19 Tungan Heyrst hefur: Til sölu er tveggja dyra bíll. Rétt væri: Til sölu er tvennra dyra bíll. Eða: . . .tveggja hurða bíll. (Ath.: Orðið dyr er ekki Itil í eintölu; en hurð í báðumtölum.) Gengið GENGISSKRÁNING nr. 146 - 26. águst 1982 kl. 09.15 [Einingkl. 12.00 Kaup Sala Sola 1 Bandarikjadolíar 14,294 14,334 15.7674 1 Sterlingspund 25,100 25,171 27,6881 1 Knnododollar 11,570 11,602 12,7622 1 Dönsk króna 1,6789 1,6836 1,8520 1 Norsk króna 2,1738 2,1799 2,3979 1 Sænsk króna 2,3599 2,3665 2,6032 1 Finnsktmark 3,0491 3,0576 3,3634 1 Franskur f ranki 2,0795 2,0853 2,2938 1 Belg.franki 0,3052 0,3061 0,3367 J1 Svissn. franki 6,9566 6,9760 7,6736 1 Hollenzk florina 5,3416 5,3565 6,0892 .1 V-Þýzktmark 5,8642 5,8806 6,4686 1 ftölsk lira 0,01038 0,1041 0,0114 1 Austurr. Sch. 0,8342 0,8365 0,9201 1 Portug. Escudó 0,1674 0,1679 0,1846 1 Spánskur peseti 0,1300 0,1303 0,1433 1 Japansktyen 0,05668 0,05684 0,06252 1 írsktpund 20,180 20,236 22,2596 j SDR (sórstök 15,7149 15,7589 dráttarréttindi) 29/07 Tollgengi íágúst NR. 143 - 23. ÁGIIST 1982 KL. 09.15. Sala Bandarikjadollar USD 14,334 Sterlingspund GBP 24,920 Kanadadollar CAD 11,587 Dönsk króna DKK 1,6699 Norsk króna NOK 2,1565 Sænsk króna SEK 2,3425 Finnskt mark FIM 3,0324 Franskur franki FRF 2,0849 Bolgískur franki BEC 0,3038 Svissneskur franki CHF 6,8996 Holl. gyllini NLG 5,2991 Vestur-þýzkt mark DEM 5,8268 ftölsk lira ITL 0,0103 Austurr. sch ATS 0,8288 Portúg. escudo PTE 0,1671 Spánskur peseti ESP, 0,1291 Japanskt yen JPY 0,0561 írsk pund IEP 20,057 SDR. (Sórst-k 13,4237

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.