Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1982, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1982, Blaðsíða 2
2 DV. FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER1982. Radarmælingin undirbúin. Á myndinni má meðal annarra sjá Hilmar Þorbjörnsson lengst til vinstri, Ágúst Jónsson og Hjört Aðalsteinsson, fulltrúa i Sakadómi, Örn Clausen, lögmann, Magnús Jónasson, annan ökumannanna, og Þorgrim Guðmundsson, lögreglumann. DV-myndir: S Svavar G. Jónsson lögreglumaður stillir radarinn. Sakadómur rannsakar radarmælingu lögreglu — ökumenn sem teknir voru á 131 km/klst. véfengja áreiðanleika lögregluradars I október áriö 1980 stöövaöi lögregl- an tvo ökumenn á Suðurlandsvegi viö Silungapoll, hvom á eftir öörum. Hraöi beggja haföi mælst hátt yfir leyfileg- um mörkum eöa 131 kílómetri á klukkustund. Mál þetta vakti á sínum tíma nokkra athygli því ökumenn voru kunnir fyrir rallakstur og óku rallbílum er þeir voru stöövaðir. Máliö vakti ekki síður athygli fyrir þaö aö báöir neituöu öku- mennirnir aö hafa verið á ólöglegum hraöa. Var haldiö fram þeim mögu- leika aö lögregluradarinn hefði mælt flugvél. Sögöust rallmennirnir hafa allt til sláturgerðar IV. Opið alla daga allan daginn f$l Sparimarkaðurin vt/ Austurveri v/Háaleitisbraut Neðra bílastæði (sunnan hússins). nýtt og ófryst ■ Æ 4 séö flugvél á flugi á sömu slóöum um svipað leyti. Málið er nú búið aö velkjast í dóm- kerfinu í tvö ár. ökumennirnir halda stööugt fram sakleysi sínu. Þeim möguleika að flugvél hafi haft áhrif á lögregluradarinn hefur nú veriö hafn- að enda hefur við rannsókn komið í 1 jós að engin flugvél var í nánd er öku- mennirnir voru stöðvaðir. Engu aö síöur eru enn margir lausir endar í málinu. Annar ökumannanna mun hafa haft í bíl sínum tæki sem var- ar viö radarmælingu lögreglu. Hefur sá möguleiki aö radarvarinn hafi trufl- að mælingu lögreglunnar veriö settur fram. Einnig segist ökumaðurinn hafa oröiö var viö hraöamælinguna tíman- lega vegna radarvarans. Til aö kanna áhrif radarvarans fór í gær fram vettvangsrannsókn á vegum Sakadóms Reykjavíkur. Mikið lið mætti uppi á Suðurlandsvegi við Sil- ungapoll og var umferö um veginn stöðvuö um tíma meðan mæling fór fram. Þama voru mættir meðal annarra lögreglumennirnir Þorgrímur Guö- mundsson og Svavar G. Jónsson, sem á sinum tíma stöðvuöu ökumennina; Ásgeir Halldórsson, starfsmaöur Landhelgisgæslunnar, en hann annast viðhald lögregluradara; Hilmar Þor- bjömsson, varðstjóri, og Skarphéðinn Njálsson, flokkstjóri; sakadómsfull- trúamir Hjörtur Aöalsteinsson og Ágúst Jónsson, en þeir dæma í málum ökumannanna; Örn Clausen, verjandi ökumannanna. Annar ökumannanna, Magnús Jónasson var á staðnum en hinn, Eggert Sveinbjömsson, ekki. Rannsóknin fór þannig fram aö bíl meö radarvara innanborös var ekiö niöur Lækjarbotnabrekkuna. Lög- reglubíll meö radar í gangi var stað- settur viö afleggjarann aö Silunga- polli. Var prófaö nokkmm sinnum hvenær radarvarinn varö lögreglurad- arsinsvar. I öllum tilvikunum náði lögreglurad- arinn að mæla hraöa bílsins áöur en radarvarinn varö mælingarinnar var. Þá var ekki hægt að sjá aö radarvarinn truflaði lögregluradarinn á nokkum hátt. Aö sögn Hjartar Aöalsteinssonar, sakadómsfulltrúa, má búast viö dómi í málinu innan mánaöar. -KMU ökuhraðinn mældurá Suðurlandsvegi við Silungapoll.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.