Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1982, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1982, Blaðsíða 34
34 DV. FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER1982. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Leiði Presley. Gamlir aðdáendur flykkjast til Memphis til að votta honum virðingu sína. Á hverjum degi Memphis bær hefur heiðrað stjörnuna með þvi að koma fyrir styttu af honum á torgi nefndu eftir honum. Elvis Presley Plaza. heimsækja 3000 manns heimili í Bandaríkjaferð forseta íslands, Vigdísar Finnbogadóttur, var ýmislegt annað en Norræna menningarkynningin á dagskrá. Þessi mynd var tekin á Hótel Pierre i sámsæti ýmissa ferðamálafrömuða sem forsetinn sótti. Á myndinni sóst Harriet Emmerson, starfsmaður hjá Samtökum ameriskra ferðaskrifstofa, næla „Big Apple Pin"-merki New York borgar i barm forseta íslands. Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða og John Martinen, forstjóri Globus Gateway fylgjast með. Presley sáluga Heimili Presley hefur verið haldið iþvihorfi sem það var fyrir fimm árum er stjarnan lást. Að auki er búið að koma fyrir ýmsum munum úr eigu hans, svo sem giftingarfötum hans og brúðarkjól Priscillu, uppáhalds glimmer- sviðsfötum hans, herbúningnum og svo framvegis. Borgin Memphis í Tenn- essee nýtur þess aö þar bjó eitt sinn frægur maður sem seint mun gleymast; Elvis Presly. Elv- is bjó í mikilli villu; Graceland Mansion þar í borg í tuttugu ár. Tryggasti aðdáandi Elvis af öll- um tryggum var tvímælalaust hann sjálfur. í villunni hafi hann tugi ef ekki hundruö mynda af sjálfum sér uppi viö svo ekki sé minnst á alla speglana. Húsinu hefur verið haldið óbreyttu frá því að íbúinn lést fyr- ir fimm árum, árið 1977 og er nú safn. Á hverjum degi koma 3000 pílagrímar að meöaltali til aö votta hinum látna rokkkóngi virö- ingu sína. Bæjaryfirvöld í Memph- is hafa ekki látið sitt eftir liggja til þess að heiöra minningu Elvis. Torg eitt heitir eftir honum; Elvis Presley Plaza og þar hefur verið reist stytta ein allstór af hetjunni sjálfri. Elvis Presley safnið í Graceland Mansion halar inn litlar 58 millj- ónir króna en það er þó ekkert miöaö viö gróðann af plötusölu Presley. Af henni koma inn 580 milljónir á ári. Þannig að fimm árum eftir dauða Presley og meira en 20 árum eftir að hann var upp á sitt besta er hann enn trygg söluvara.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.