Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1982, Blaðsíða 13
DV. FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER1982.
13
orðiö að atvinnuvegi, sem hefur sivax-
andi þýðingu fyrir afkomu okkar allra.
Mig grunar samt að enn vanti mikið á
að allir geri sér grein fyrir þvi hve
mikla og margþætta þýðingu hann hef-
ur fyrir þjóöarbúið. Þótt sjá megi tölur
um beina gjaldeyrisöflun ferðamanna-
þjónustunnar, skortir mikið á að þær
einar gefi rétta mynd af þeirri þýð-
ingu, sem ferðamál hafa fyrir okkur.
Þótt hér í höfuðborginni séu mörg
myndarleg hótel og um hana fari obb-
inn af þeim ferðamönnum, sem sækja
okkur heim, þá held ég að raunveruleg
þýðing ferðamannastraumsins fari
fyrir ofan garð og neðan hjá flestum á
höfuðborgarsvæðinu, enda mun mála
sannast að hann hafi meiri þýðingu
úti á landsbyggðinni. Til þess aö
skynja það þurfa menn að ferðast um
eigiö land í stað þess að fara sífellt á
sólarstrendur.
Atvinnan í kríngum
ferðamenn
Þegar ekið er hringinn í kringum
landið komast menn ekki hjá því að sjá
þann mikla fjölda veitinga- og gisti-
staða, sem opnir eru að sumarlagi til
þess að veita ferðamönnum þjónustu.
Á þessum stöðum vinna margir, þar á
meðal skólafólk, sem vart myndi hafa
aðra atvinnu yfir sumarmánuðina. Á
ferðamannastöðunum hafa á síðustu
árum risið margar stórar og nýtísku-
legar verslanir, sem yfir sumartímann
eru fullar af viðskiptavinum. Sumum
þeirra er lokað, þegar ferðamanna-
straumnum lýkur, aðrar eru opnar all-
an ársins hring og nýta ágóðann af
ferðamannaversluninni til þess að geta
aUt árið boðið viðkomandi byggðarlagi
þokkalega þjónustu. Á sömu stöðum
vinnur fjöldi fólks á bifreiðaverkstæð-
um, í söluskálum, bensínafgreiðslum
og minjagripaverslunum, sem selja
framleiðslu fólks, er annars hefði enga
möguleika á því að hagnýta sér sköp-
unargleði sína til tekjuöflunar. Ekki
megum við heldur gleyma þeim fjölda
fólks, sem vinnur beint við ferða-
mannamóttökuna á ferðaskrifstofum
og við leiösögustörf. Að síðustu skal
þess svo getið, að straumur ferða-
manna fáa sumarmánuði gerir þaö
kleift að reka árið um kring nokkra
fullkomna gististaði fyrir landsmenn
sjálfa, sem sumir hverjir að minnsta
kosti bæta úr m jög brýnni þörf.
„Góðir ferðamenn"
og „siæmir"
Ekki má þó gleyma að tekjur af
feröamönnum, beinar jafnt sem
duldar, segja okkur ekki alla sögu.
Vissulega hafa þessi mál einnig sínar
dökku hliðar, en sem betur fer ekki
dekkri en svo að okkur ætti að vera í
lófa lagið aö bæta þar úr. Lega lands
okkar setur því nokkrar skorður
hvemig æskilegt er að ferðamanna-
straumurinn dreifist. Islensk náttúra
er ákaflega viðkvæm og það getur tek-
ið hana áratugi og aldir að bæta fyrir
það, sem fyrirhyggjuleysi eina dag-
stund getur valdið. Því er ekki að neita
að í þessum efnum eimir enn eftir af
barnaskap okkar í garð útlendinga.
Það þykir „ófínt” eða jafnvel skaðlegt
að setja ferðamönnum skorður. Sjálf-
sagt þykir að „blessaðir mennimir”
fái að valsa um eins og þeim sýnist,
annað væri taliö dónaskapiu- við út-
lendinginn.
Sannleikurinn er þó sá að hér mrf-
um við aö athuga okkar gang, ef við
eigum ekki bæði að verða að athlægi í
augum útlendinga og jafnframt að
blóðmjólka þá mjólkurkú, sem ferða-
málin gætu orðið okkur. Það er stað-
reynd, hvort sem fólki líkar betur eða
verr, aö Island er þegar oröið að at-
hlægi í augum ýmiss konar erlendra
braskara, sem koma hingað og ræna
náttúrugersemum og selja við dýru
verði erlendis. Þessir menn þverbrjóta
öll tollalög, bæði þegar þeir koma hing-
að og fara héðan, og segja gamansögur
erlendis af viöskiptum sínum við inn-
fædda, þótt þeir spili á hégómagirnd-
ina og sm jaðriö, á meðan þeir eru hér.
Þaö er best að segja það hreint út að
velflestir þessara manna koma með
færeysku ferjunni Smyrli hingað til
lands, eru hér flestum til óþurftar og
fáum til gagns og virða islensk lög og
reglur lítils. Við þessi mál er erfitt aö
eiga, því vitaskuld koma einnig margir
ágætir ferðamenn með því skipi hing-
að, en það er b jargföst sannfæring mín
eftir ferðalög um landið og viötöl við
marga þá, sem starfa að ferðamálum
og náttúruverndarmálum, að ferða-
menn meö Smyrli eru sérstakt vanda-
mál, sem verður að taka sérstökum
tökum fyrr en seinna.
Hin raunverulegu
feiZ ~ná/
En jafnframt Miótum við einnig að
taka hin raunverulegu má! föstum tök-
um, ferðamanna-,,iðnaðinn”, sem
stundum er nefndur svo. Við hljótum
að gera okkur grein fyrir því að hér er
um að ræða atvinnuveg, en ekki tóm-
stundagaman þeirra sem hafa sam-
skipti við útlendinga. Jafnframt því
hljótum við að gera okkur grein fyrir
því að við þurfum aö standa viö bakiö á
þeim, sem þessa atvinnu stunda, ef á
móti blæs, rétt eins og öðrum, því við
njótum góðs af störfum þeirra þegar
vel gengur. Þeir hafa hingað til verið
veitendur en ekki þiggjendur, og sýnt
það öðrum mönnum fremur að þeir
geta stundað sína atvinnu án almanna-
hjálpar. Við skulum því ekki tala um
ölmusur, þótt við þurfum að hliðra til
fyrir þeim, og við skulum einnig gera
okkur grein fyrir því aö við getum ekki
endalaust ætlast til þess að þetta fólk
moki gjaldeyri inn fyrir þröskulda
okkar, án þess að við virðum störf
þess, atvinnutæki og fyrirtæki til ja&is
við hliðstæöur þeirra í öðrum atvinnu-
vegum.
Magnús Bjarnfreðsson
Limlesting á lýðræði?
Hvað kostar
atkvæðið?
Sumir vilja réttlæta ríkjandi mis-
mun atkvæðisréttar með vísan til
þess, aö sumir þjóðfélagshópar,
einkum þeir sem í dreifbýli búa, beri
skarðan hlut frá borði í samfélags-
legri þjónustu. Menn nefna t.d. háan
kyndingarkostnað á olíusvæðum, lé-
legar samgöngur, bágboma heil-
brigðisþjónustu, takmarkað skóla-
hald o.s.frv.
Sumir láta á sér skiljast, að þeir
séu reiðubúnir til pólitískrar verzlun-
ar með atkvæöisrétt sinn, gegn aukn-
um fjárframlögum til þessara hluta.
Þá þykir sumum sem flest sé orðið
falt við fé, ef mannréttindi eru orðin
að pólitískri verzlunarvöru.
Þeir sem helzt tíunda ókosti þess
að búa í dreifbýli sleppa gjarnan aö
minnast á kostina. Þéttbýlið hefur
sína ókosti, eins og t.d. tímafrek
ferðalög til og frá vinnu, hærri
bensínkostnað vegna lengri vega-
lengda, sem aka þarf daglega, tor-
veldara samneyti við óspjallaða
náttúru, meiri hraða, ys og streitu.
Ekki hefur þetta enn heyrzt nefnt
sem röksemd í kosningaréttarmál-
um þéttbýlisbúa. Enda fráleitt.
Fjölmargir þjóðfélagshópar búa
við skerta aðstööu til að njóta félags-
legrar þjónustu. Manni verður fyrir
að nefna sjómenn, sem eru langdvöl-
um f jarri heimilum sínum. Einhverj-
ir myndu nefna hreyfihamlaða og
fatlaða, sem naumast komast leiðar
sinnar um opinberar þjónustustofn-
anir.
Nú er spurningin: Eigum við að
bæta þeim þetta upp, með t.d. fimm-
földum atkvæðisrétti á við þá, sem
guð hefur gefiö óskerta líkamlega
heilsu? Ekki hefur sú krafa verið sett
fram enn. Konur eru áberandi fá-
mennar á Alþingi. Eigum við að bæta
þeim það upp, með því eins og að þre-
falda atkvæöisrétt kvenna? Ekki
nefndi kvennaframboðið það í vor,
svoaðégmuni.
Möríandinn og
milljónirnar
Því hefur heyrzt fleygt í þessu
sambandi, aö Islendingar myndu
una því illa, t.d. á vettvangi Samein-
uðu þjóðanna, að fara þar meö
minna en eitt atkvæöi á móti þúsund
milljón kínverskum. Hvers vegna þá
aö gera veður út af bara fimmföldu
atkvæðamisrétti í okkar eigin félags-
skap?
Hér er aftur verið að rugla saman
óskyldum hlutum. Samvinna full-
valda ríkja á alþjóðavettvangi felur í
sér eins konar samning. Alþjóða-
samvinna fullvalda ríkja felur í sér
nokkurt afsal fullveldis. Þar á móti
kemur, að þessi samvinna er gagn-
kvæm, og upp tekin af frjálsum og
fúsum vilja og á jafnréttisgrundveUi.
Islendingar vilja ekki, að Kínverjar
ráðskist með sín mál og breytir engu
þótt okkur gangi það böslulega sjálf-
um. Trúlega er þetta gagnkvæmt.
Hins vegar hefur það hingaö tU þótt
lýðræðislegt sjónarmið, að Kínverj-
ar, hver og einn, hafi jafnan rétt tU
áhrifa á sín mál. Og Islendingar
sömuleiðis.
Manngiidi
og ærgildi
Um svo augljós rök á ekki að þurfa
að deila. Þess er skemmst að minn-
ast, að það var ríkjandi skoðun
íhaldsmanna í eina tíö, að atkvæöis-
réttur ætti að vera bundinn eign og
efnahag. Menn uröu að vera gUdir
bændur, eiga nokkur kýrhundruö í
landi eða nokkrar spesíur í handrað-
anum tU þess að fá að neyta at-
kvæðisréttar. Sömuleiðis þótti þeirr-
ar tíöar mönnum fráleitt aö konur
teldust f ullgUdir þegnar.
Það var sögulegt hlutverk jafnað-
armanna og annarra frjálslyndra
afla að kveða niður slíka fordóma.
Ásamt meö almannatryggingum var
þaö helzta baráttumál Alþýðuflokks-
ins fyrsta hálfan annan áratug sögu
sinnar aö tryggja ungu fólki og efna-
Utlu þau almennu mannréttindi sem
feiast í óskertum og jöfnum kosn-
ingarétti. Héðinn Valdimarsson lét
sig ekki muna um það aö flytja árið
1927 frumvarp til laga um breytingu
á stjórnarskrá, sem gerði ráö fyrir
fækkun þingmanna um þriðjung.
Hins vegar hvarflaði aldrei að hon-
um að gera kosningarétt öreiga í
þéttbýli að verzlunarvöru við sveita-
afturhald þeirrar tíðar. Þess vegna
er það ósæmandi jafnaðarmönnum,
hvar sem þeir hafa valið sér búsetu,
aö vekja upp slíkar afturgöngur, sem
löngu var búið að kveða niður.
Við megum gjaman minnast þess,
að þegar Héðinn Valdimarsson flutti
fyrst frumvarp um byggingu verka-
mannabústaða í Reykjavík, risu
mosavaxnir íhaldsfauskar upp á aft-
urfæturna og mótmæltu því. Rök-
semdirnar áttu að heita þær, að
verkamannabústaðir á mölinni
• myndu ýta undir fólksflótta úr sveit-
um, þar sem væri að finna allt það
bezta, sem til væri með þjóðinni. Nær
væri að verkamenn flyttu upp í sveit.
Ef fjallið vildi ekki koma til
Múhameðs, átti Múhameð að koma
til f jallsins.
Óafsalanleg
mannréttindi
Þvílíkar röksemdir höfðu ekki
heyrzt í hálfa öld þar til formaður
þingflokks Framsóknarflokksins,
Páll á Höllustöðum, sagði í útvarps-
viðtali að Reykvíkingar og Suður-
nesjamenn gætu bara flutt upp í
sveit, ef þeir gerðu kröfur til sama
atkvæðisréttar og Húnvetningar.
Það er tímanna tákn, að íhaldsupp-
vakninga af þessu tagi er nú einkum
að finna í framsóknaralþýöubanda-
laginu.
Grundvallarreglan: einnmaður —
eitt atkvæði, er hvorki meira né
minna en hornsteinn lýðræðislegrar
þjóðfélagsskipunar. Atkvæðisréttur-
inn er hverjum einstaklingi óafsalan-
leg mannréttindi. Hann er ekki póli-
tísk verzlunarvara. Hann á ekki að
vera falur. Menn sem kenna sig við
lýðræðisjafnaðarstefnu geta undir
engum kringumstæðum léö máls á
stuöningi við þvílíkt íhaldssjónar-
mið.
Valddreifing — vaidbeiting
En hvað um baráttuna fyrir jöfnun
á aðstöðumun ýmissa þjóðfélags-
hópa eftir búsetu, starfsstéttum,
kynferði, heilsufari eða annarri þjóð-
félagsstöðu? Sú pólitiska barátta er
auðvitaö í fullu gildi. Þar sem annars
staðar eiga jafnaðarmenn að vera
fremstir í flokki. Kjarni málsins, að
því er varðar aðstööumun dreifbýlis
og þéttbýbs, er sá, að það þarf að
flytja vald, ábyrgð og tilsvarandi
fjármuni frá miðstjórnarvaldinu til
sveitarstjórna og héraða. I því máli
eiga jafnaðarmenn aö móta sér
skýra og afdráttarlausa stefnu. Þaö
þarf að sameina sveitarfélög, stækka
þau og efla til þess að ráða við stærri
verkefni. Þaö þarf að færa valdið og
f jármunina í hendur þeirra, sem yfir
staöarþekkingu ráöa. Á seinasta
þingi flutti Magnús H. Magnússon,
fv. félagsmálaráðherra, ítarlegt
frumvarp um þetta efni. Það vakti
athygli, að forkóifar fyrirgreiðslu-
pólitíkur á þrngi svöruðu þessu frum-
varpi með þögnmni.
Það væri leiðinlegt til afspurnar ef
íslenzkir jafnaðarmenn tækju nú upp
á því að setja blett á glæsilega, sögu-
lega erfö sína, þar sem er óslitin bar-
átta þeirra fyrir jöfnum mannrétt-
indum þegnanna (þ.m.t. jöfnum at-
kvæðisrétti), hvar sem þeir kjósa sér
búsetu í ríkinu, eða hver svo sem
þjóðfélagsstaða þeirra er. Minnugir
uppruna síns eiga jafnaðarmenn að
standa með mannréttindabaráttu
fólksins gegn þvergirðingshætti for-
réttindahópa.
Árið 1932 gaf Alþýðuflokkurinn út í
bæklingi greinargerð Jóns Baldvins-
sonar fyrir störfum hans í milli-
þinganefnd um kjördæmamálið.
Stefna Alþýðuflokksins í málinu
kemur fram af heiti bæklingsins:
Landiö eitt kjördæmi. Með því móti,
segir Jón Baldvinsson í niðurlagsorð-
um greinargerðarinnar „er viður-
kennt á borði jafnrétti kjósenda til að
hafa áhrif á skipun Alþingis, hvar á
landinu sem þeir eru búsettir. Þá
fellur það niður, sem nú er algeng-
ast, að alþingismenn telji sig fulltrúa
fyrir tiltekinn fjölda ferhymings-
mílna af meira og minna hrjóstrugu
landi, jöklum og eyðisöndum. Þá
verða þeir fulltrúar þjóöarinnar,
fulltrúar fólksins, sem landiö bygg-
ir.”
Jón Baldvin Hannibalsson,
ritstjóri.