Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1982, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1982, Blaðsíða 3
DV. FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER1982. 3 Nýkomid úrval af regnkápum frá BORMAX LAUGAVEGI61. SIMI22566 Margjr enn á óskoðuðum bílum: „RASSÍA” HJÁ LÖGREGLUNNI Gríöarleg herferð er farin þessa dagana hjá lögreglunni í Reykjavík til aö kanna ástand bifreiða. I fyrra- dag voru um 100 bílar færöir á lög- reglustööina til skoöunar. Þeir sem hafa bílana sina aö mestu i lagi losna viö „klippur” bifreiöaeftirlits- manna, og fá smáfrest, en trassarnir meö bilana meira og minna í ólagi missa númerin hins vegar á staðn- um. Aö sögn lögreglunnar er ætlunin aö halda þessari herferö áfram næstu daga enda „er ástand sumra bíla hörmulegt,” eins og einn lögreglu- maður komst aö orði. Hann bætti við aö þaö væri greinilegt aö skoöun bíla gengi óvenjuhægt þetta áriö og þaö þyrfti aö hvetja menn til að láta skoöa bílana sína. JGHDV-myndS / garðveislunni taka meðal annarra þátt þau Tinna Gunnlaugsdóttir, Jón Gunnarsson, Sigmundur Örn Arn- grimsson, Kristbjörn Kjeid, Erlingur Gíslason, Ragnheiður Arnardóttir, Þórhallur Sigurðsson og Borgar Garðarsson. FRUMSÝNING GARÐ- VEISLUNNAR í KVÖLD I kvöld kl. 20 veröur Garöveisla, nýjasta leikrit Guðmundar Steins- sonar, frumsýnd í Þjóðleikhúsinu. Frumsýningar Garöveislu hefur veriö beöiö með nokkurri eftir- væntingu því verk Guömundar hafa flest náö mikilli hylli. Uppfærsla verksins hefur einnig vakiö athygli vegna blaðaskrifa sem um hana uröu fyrir nokkrum mánuöum. Leikstjóri Garöveislu er María Kristjánsdóttir og er þetta fyrsta verkefni hennar fyrir Þjóöleikhúsið. Leikmynd og búninga gerir Þórunn Sigríöur Þorgrimsdóttir, tónlistina samdi Gunnar Reynir Sveinsson og Ásmundur Karlsson annast lýsing- una. I verkinu er lagt út af sögunni um Adam og Evu, aldingarðinn og lífiö sem guö gaf þeim. Spurt er um missi paradísar og hugsanlegan missi aldingarösins j aröar á k jamorkuöld. Meö aöalhlutverkin í sýningunni fara Kristbjörg Kjeld og Erlingur Gíslason. Meö stór hlutverk fara einnig Jórunn Siguröardóttir, Guð- jón Pedersen og Ragnheiður Amar- dóttir, en þau em af yngstu kynslóð leikara. Fjöldi annarra fer meö hlut- verk í sýningunni þar á meðal Hauk- ur Morthens dægurlagasöngvari. Garöveisla er fimmta leikritiö eftir Guömund Steinsson sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu. -gb. trevorumar DONSK GÆÐAVARA NÝJAR SENDINGAR Orkusparandi eldunaráhöidic Danska gæðavaran Einnig leirmunir eftir Gunnar Olafsson og Helga B/örgvinsson styttur eftir Önnu Sigridi. Postsendum OPIO LAUGARDAGA Hafnarstræti 11 simi 13469 Einvígi Friðriks og Boris Spasskys Boris Spassky, stórmeistari og fyrr- um heimsmeistari í skák, og Friörik Ölafsson, forseti FIDE, munu tefla ein- vígi í Reykjavík 4. til 8. október næst- komandi. Fjórar skákir veröa tefldar í einvíg- inu en ákvörðun hefur ekki enn verið tekin um það hvernig skorið veröur úr um sigurvegarann ef skákmeistaram- ir standa jafnir aö fjórum skákum loknum. Einvígiö veröur haldiö fyrir luktum dyrum og úrslitum þess verður haldiö leyndum þar til fyrsta tölublaö Storöar kemur út fljótlega eftir áramótin, en þar veröa skákirnar birtar ásamt skýringum þeirra Spasskys og Friöriks. Einvígiö fer fram á Hótel Loftleiðum, en Flugleiöir buöu Spassky far til og frá landinu og uppi- hald á meðan á einvíginu stendur. Dómari í einvíginu veröur Þorsteinn Þorsteinsson. Spassky hefur fallist á aö tefla eitt fjöltefli hér á landi og verður þaö hald- iö í húsakynnum Útvegsbankans viö Lækjartorg síödegis sunnudaginn 3. október. Þátttakendur í fjölteflinu veröa nær allir úr hópi starfsmanna Búnaöarbankans, Landsbankans, og Utvegsbankans, en f jöltef liö v eröur op- iöáhorfendum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.