Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1982, Blaðsíða 30
30
DV. FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER1982.
Andlát
Gunnlaugur F. Gunnlaugsson, fyrrver-
andi efnisvöröur, Grettisgötu 81, er lát-
inn. Utförin fer fram frá Dómkirkjunni
föstudaginn 1. októberkl. 15.
Þorgeir Þórðarson lést í umferðarslysi
20. september. Hann var sonur hjón-
anna Þóröar Þorgeirssonar og Ingu
Árnadóttur. Utför hans verður gerö frá
Fossvogskirkju í dag kl. 15.
Karítas Guðmundsdóttir lést 22.
september. Hún var fædd 20. desember
áriö 1899. Karítas giftist Jóni Stein-
grímssyni en hann lést áriö 1961. Þau
eignuðust 4 böm. Síðustu árin bjó
• Karítas aö Sóleyjargötu 5. Utför henn-
ar var gerö frá Dómkirkjunni í
morgun kl. 10.30.
Sigurður Halldórsson fv. verslunar-
stjóri lést 24. sept. Hann fæddist 7. maí
1910 í Reykjavík. Siguröur rak um
langt skeiö eigin verslun við öldugötu,
en geröist svo starfsmaöur Áfengis-
verslunar ríkisins og var nokkru
síðar ráöinn verslunarstjóri útibús
áfengisverslunarinnar aö Laugarás-
vegi 1. Sigurður var virkur félagi
Knattspyrnufélagsins Fram og sat í
stjórn þess í mörg ár og var formaður
þess 1953—54. Siguröur lætur eftir sig
eiginkonu og 5 börn. Utför hans verður
gerö frá Fríkirkjunni í dag kl. 15.
Magnús Einar Þórarinsson kennari,
Kringlumýri 14 Akureyri, lést þann 24.
september. Jaröarförin fer fram frá
Akureyrarkirkju laugardaginn 2. októ-
ber kl. 10.30 fyrir hádegi.
Ingóifur Jónsson hæstaréttarlög-
maöur, Dísardal, er látinn.
Zophonias Sigurðsson andaöist i
Landakotsspítala 27. september.
Gísli Konráðsson, Stekkjargötu 25
Hnífsdal, veröur jarðsunginn frá
Hnífsdalskapellu föstudaginn 1. okt. kl.
14.
Rannveig Eyjólfsdóttir frá Hlíöardal í
Vestmannaeyjum veröur jarösungin
frá Landakirkju laugardaginn 2. okt.
kl. 13.30.
Auðunn Teitsson, Grímarsstööum,
Andakilshreppi, sem lést föstudaginn
24. september, veröur jarðsunginn frá
Hvanneyrarkirkju laugardaginn 2.
október kl. 14.
Halldóra Benediktsdóttir, Norðurbrún
1 Reykjavík, veröur jarösungin frá
Fossvogskirkju föstudaginn 1. október
kl. 13.30.
Jón Guðmundsson frá Hafnarfirði
veröur jarösunginn frá Fossvogs-
kirkju föstudaginn 1. október kl. 10.30.
Jarösett veröur í Hafnarfjaröarkirkju-
garði.
Tilkynningar
Kvikmyndasýning
í MÍR-salnum
Kvikmyndasýning verður í MlR-salnum,
Lindargötu 48, nk. sunnudag kl. 16. Eins og
undanfama sunnudaga veröa sýndar nokkrar
sovéskar fræöslu- og fréttamyndir, þ.á m.
mynd um íþróttir (m.a. frá hnefaleikakeppni
á OL í Moskvu 1980), einnig mynd frá Tallinn,
höfuöborg Eistlands. Sumar kvikmyndanna
eru með islensku skýringatali. Aögangur aö
kvikmyndasýningunum í MlR-salnum er
ókeypis og öUum heimUl.
Konur í Kópavogi
Kvenfélag Kópavogs gengst fyrir almennri
leikfimi kvenna. Námskeiðiö hefst 4. okt.
Kennt er í Kópavogsskóla mánudaga og
miövikudaga kl. 19.15. Leiöbeinandi Sigrún
Ingólfsdóttir. Mætiö vel. Upplýsingar í síma
40729.
ÚTBOÐ
Sjóefnavinnslan hf. óskar eftir tilboöum í lagningu á gufulögnum o. fl. í
verksmiðju sína á Reykjanesi. Heildarlengd lagna er u.b.b. 1700 m,
grannar lagnir. Verkiö skal vinnast á þessu ári. Utboðsgögn fást af-
hent á skrifstofu Sjóefnavinnslunnar, Vatnsnesvegi 14, Keflavík og hjá
Vermi hf., Höföabakka 9, Reykjavík gegn 500.- króna skilatryggingu.
Tilboð veröa opnuð hjá Vermi hf. föstudaginn 8. október 1982 kl. 11 00
f.h.
í gærkvöldi í gærkvöldi
Langt en gott
Fjölmargir biöu sjónvarpsins
spenntir í gærkvöldi. Komiö var aö
síðasta þætti Austan Edens,
sjónvarpsþátta, sem gerðir hafa
veriö eftir skáldsögu John Stein-
becks. Og það var þess virði aö bíða.
Sagan er magnþrungin. Þaö hentar
vel framhaldsþáttum í sjónvarpi aö
segja sögu nokkurra kynslóöa. Við
höfum mörg dæmi þess úr fyrri
framhaldsþáttum, þar sem menn
sátu nánast límdir viö tækin.
Austan Eden er aö vísu meö
nokkuð ööru sniöi. Þættirnir eru
færri, aöeins þrír, en lengri. Loka-
þátturinn í gær var nær hálfur þriöji
tími. Þaö er í þaö lengsta og veitti
ekki af einu hléi til þess aö skerpa á
könnunni.
Persónur sögunnar eru skýrt
dregnar, en eftirminnilegust er Kata
eöa Cathy Trask. Innrætiö er svo
dæmalaust andstyggilegt. Spuming-
in var síöan þegar kom aö loka-
þættinum, hvaö synimir erföu af
viðbjóöinum.
Af öðru efni kvöldsins er lítiö aö
segja. Þáttur var um hinn fræga
Bolsoj-ballett í Moskvu. Hann sagði
okkur lítiö. Trúaö gæti ég því aö þeir
sem yndi hafa af ballett vildu fá
meiraaösjá.
Aö lokum má geta fréttanna í út-
varpinu. Þær vom góöar í gærkvöldi
eins og oft áöur. Utvarpiö býr yfir
góöum fréttahaukum, sem vinna sitt
verk skemmtilega.
-JH
Afmæli
o
Árnað heilla
Ferðafélag íslands
Dagsferðir 2. okt. og 3. okf.:
Kræklingaferft í Hvalf jörftinn laugardaginn 2.
okt. kl. 10.30.
Leiðbeinandi Erlingur Hauksson sjávarlíf-
fræðingur. Notið þetta einstaka tækifæri og
fræðist um lífið í fjörunni og í leiðinni verður
hugað aft kræklingi. Fólki er bent á að vera í
vaðstígvélum og hafa með sér plastílát.
Verð kr. 200. Frítt fyrir bom í fylgd með
fullorðnum.
Sunnudagur 3. okt.:
1. 09.00 Botnssúlur (1095 m) gengið úr
Brynjudal og yfir til Þingvalla.
2. kl. 13.00 Þingvellir — haustlitir. Gengið um
eyðibýlinílitadýrðhaustins. Létt ganga.
Verð kr. 200. Frítt fyrir böm í fylgd
fullorðinna.
Farið frá Umferðarmiftstöðinni,
austanmegin. Farmiðar við bíl.
Útvistarferðir
Helgarferðir 1.—3. okt.
1. Landmaunalaugar—Jökulgil—Hattver.
Athugið að ferðinni er flýtt um eina helgi.
Kvöldvaka. Fararstjóri: Kristján M.
Baldursson.
2. Þórsmörk — haustlitir. Gönguferðir. Gist í
nýja Utivistarskálanum í Básum. Kvöldvaka.
3. Vestmannaeyjar. Gönguferðir um Heima-
ey. Góð gisting. Upplýsingar og farseðlar á
skrifst. Lækjarg. 6a, sími 14606 (símsvari
utan skrif stof utíma).
Dagsferftir sunnudaginn 3. okt.
1. Kl. 8 Þórsmörk — Haustlitir. Verð. 250 kr.
(Hálftgjaldf. 7—15ára)
2. Kl. 13 Dauftadalahellar. Sérstæöar
hellamyndanir. Hafið ljós með.
3. Kl. 13 Helgafeil. Létt fjallganga í fjöl-
breyttu móbergslandslagi. Brottför frá BSt,
bensínsölu. SJAUMST.
Ferðafélagið Otivist.
Slökkviliðið
fór í tvígang í
Sindraportið
Slökkvilið í Reykjavík var tvívegis
kvatt í Sindraportiö í nótt.
I fyrra skiptiö fór það um eittleytið
og þá logaði glatt í rusli í portinu. Gekk
greiölega aö slökkva eldinn.
Um klukkan fimm var síðan tilkynnt
um mikinn eld í bílhræjum í portinu og
þegar slökkvilið kom á vettvang stóðu
eldtungumar upp úr bílhræjunum.
Slökkvistarfi var ekki lokiö fyrr en
langt var liðið á sjöunda tímann í
morgun.
Á undanförnum mánuöum hefur
slökkviliö margoft veriö kvatt í Sindra-
portið vegna elds í bílhræjum.
JGH
Eltingaleikur
lögreglu
við unga konu
Lögreglan í Reykjavik lenti í miklum
eltingaleik viö unga konu á Mazda-bíl í
gær um klukkan tvö.
Bíll konunnar haföi mælst á of mikl-
um hraöa á Elliðavogi. Er hún var
beðin um að stöðva bílinn brást hún
ókvæða við og þeysti á brott. Lögregl-
an hóf eftirför en konan var ekki á því
aö stööva þrátt fyrir ítrekuö fyrirmæli
lögreglunnar. Loks tókst að króa hana
af við Höföa viö Sætún. En konan vildi
lítiö viö lögregluna tala. Læsti hún
bílnum og neitaði aö opna. Varö lög-
reglan að br jótast inn í bíl konunnar og
fjarlægja hana meö valdi niöur á lög-
reglustöð því að konan veitti mót-
spymu er fjarlægja átti hana úr bif-
reiðinni.
Þetta er í annað skiptiö á nokkrum
dögum sem lögreglan lendir í miklum
eltingaleik við unga konu í umferðinni.
-JGH
Nýlega vom gefin saman í hjónaband í
Háteigskirkju Guöbjörg Sigrún
Gunnarsdóttir og Óskar Erlingsen.
Ferðafélag fslands
Helgarferftlr 2.—3. okt.:
Kl. 08.00 — Þórsmörk í haustlitum. Njótift
haustsins i Þórsmörk og góðrar gistiaftstöðu i
upphituöu sæluhúsi F.I. Farmiftasala og aUar
upplýsingar á skrifstofunni öldugötu 3.
60 ára afmæli á í dag Magnús H.
Magnússon alþingismaður, til heimilis
að Fellsmúla 18, Reykjavík. Kona hans
er Marta Bjömsdóttir. Magnús tekur á
móti gestum sinum í Átthagasal aö
Hótel Sögu í dag, 30. september milli
kl. 17 og 19.
Nýlega voru gefin saman í hjónaband í
Kapellu DAS,Hrafnistu Rúnar Björas-
son og Kristbjörg Gunnbjörnsdóttir.
Heimili þeirra er að Brekkugötu 8,
Hafnarfiröi.
Fyrstu
Háskólatónleikar
vetrarmisseris verða fimmtudaginn 30.
september í Norræna húsinu og hefjast aö
vanda í hádeginu kl. 12.30. Þóra Johansen og
Johan Donker Kaat leika á sembal og horn.
Er þar fyrst um að ræða algeran frumflutn-
ing á Prelude eftir Jónas Tómasson og
Gestures eftir Daan Manneke. Þá er
sambúðarsundurþykkja eftir Lárus H.
Grímsson og loks Konsert fyrir horn og segul-
band eftir Tera Marez-Oyens, og er það frum-
flutningur þessa verks á Islandi.
Þessir Háskólatónleikar eru nokkurs konar
fyrirburður, því að sjálf tónleikarööin hefst
ekki fyrr en eftir um það bil 3 vikur og verður
kynnt þá. En þar sem þessir ágætu listamenn
hverfa af landi brott til HoUands á föstudag-
inn varð aö grípa þá meðan þeir gáfust.
Kvenfélag
Óháða safnaðarins
Kirkjudagurinn nk. sunnudag 3. okt. Félags-
konur eru góðfúslega beðnar að koma með
kökur laugardaginn kl. 13—16 og sunnudaginn
kl. 10—12 í Kirkjubæ.
60 ára afmæli á í dag Axel V. Magnús-
son garðyrkjuráðunautur, Reykjum,
ölfusi. Hann dvelur erlendis um
þessar mundir.
50 ára er í dag, 30. september, Snæ-
björg Snæbjaraardóttir söngkona. Hún
tekur á móti gestum í félagsheimUinu
Drangey, Síðumúla 35 Reykjavík, í dag
kl. 16-18.30.
Ferðalög