Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1982, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1982, Blaðsíða 5
DV. FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER1982. Söngsveitin Fiiharmónia á söngæfingu. Guðmundur Emils- son ráðinn söng- stjóri Fflharmóníu — þrennir tónleikar áætlaðir i vetur Söngsveitin Fílharmónía er nú aö hefja tuttugasta og þriöja starfsár sitt. Fyrsta verkefni sveitarinnar að þessu sinni veröa aðventutónleikar með hinni nýstofnuöu Islensku hljómsveit. Á þessum tónleikum veröur frumflutt hátíöarmótettan „In ecclesiis” fyrir tvöfaldan kór og málmblásara eftir Giovanni Gabrieli, Kantatan „Vakna, Síons verðir kalla” eftir J.S. Bach verður einnig tekin til meöferöar. Ráöinn hefur veriö nýr söngstjóri til Fílharmóníunnar. Þaö er Guðmundur Emilsson, en hann er nýfluttur heim til Islands frá Bandaríkjunum þar sem hann hefur veriö viö tónlistarnám og - -störf undanfarin ár og lagt stund á kór- og hljómsveitarstjóm. I stuttu spjalli við Guömund kom fram aö þaö væri honum mikils viröi aö fá að takast á viö jafn stórt verkefni og stjómun Fílharmóníunnar. Þaö sakaði heldur ekki að á fyrstu tónleik- um hennar á þessu starfsári fengi hún sér til fulltingis nýstofnaöa sinfóníu- hljómsveit, sem Guömundur kvaöst ætla aömyndi eiga bjarta framtíö fyrir höndum. „Þaö er virkilega gaman til þess aö hugsa aö svona stór hópur af ungu hug- sjónafólki, hæfileikamiklu og vel menntuöu, heföi stofnað til sinfóníu- hljómsveitar,” sagðiGuðmundur. Til marks um áræöni þess, sagöi Guðmundur, að þaö væri geysileg fjár- hagsleg áhætta aö koma þetta stórri hljómsveit á laggirnar. Framtíð henn- ar réöist eingöngu af því hversu snögg viöbrögö tónlistarunnenda hún fengi. Vonandi væri aö þessi hópur tónlistar- fólks þyrfti ekki að verða eins og baggi á þjóöfélaginu, heldur myndu einstakl- ingar og fyrirtæki sjá hag sinn í því aö styöja viö bakið á hljómsveitinni. Ef hún öðlaðist starfsgrundvöll þá myndi hún örugglega auka tónlistarlíf borg- arinnar tilmuna. „Söngsveitin Fílharmónía og Is- lenska hljómsveitin eiga sér þaö sam- eiginlegt,” sagöi Guömundur, „aö þar er unnið gríöarlega mikiö sjálfboða- starf. Þeir sem þar starfa fórna sér í þágu tónlistarinnar, vaxtar hennar og viögangs, og ég spyr einfaldlega hvar íslensk menning væri á vegi stödd ef ekki væri til álíka hugsjónafólk og inn- an þessara hljómsveita starfar.” Þetta sagöi nýráöinn söngstjóri Fílharmóní- unnar, GuömundurEmilsson. Síðar í vetur kemur Söngsveitin Fíl- Guðmundur Emiisson söngstjóri. harmónía fram á tvennum tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Islands. Á hin- um fyrri verður flutt óperan „Tosca” eftir Giacomo Puccini, og verða þeir í byrjun mars undir stjórn Jean Pierre Jacquillat, aöalstjórnanda Sinfóníu- hljómsveitarinnar. Á síöari tónleikunum, hinn f jórtánda apríl, veröur flutt „Requiem” eftir Gabriel Fauré. Stjórnandi á þeim tón- leikum verður svo Guömundur Emils- son. Á síðasta starfsári sungu nokkuö á annað hundraö manns meö Söngsveit- inni. Er vonast til aö fleiri fáist til þátt- töku á þessu ári, en aö mati nýráöins söngstjóra er æskilegt að ekki færri en hundrað og fjörutíu syngi meö sveit- inni. Nýir félagar eru þannig velkomn- ir og geta þeir gefiö sig fram við ein- hvem úr stjórn kórsins. Tónlistar- kunnátta er ekki skilyrði fyrir þátt- töku, en námskeið veröa haldin í nótnalestri og raddbeitingu fyrir þá er telja sig þess þurfa. Undirleikari á æfingum Fílharmóníukórsins í vetur veröur Anna Guöný Guömundsdóttir, píanó- leikari. Hún er, eins og hinn nýráðini söngstjóri sveitarinnar, nýkomin heim frá framhaldsnámi erlendis. -SER. Bótaábyrgð sjálfstætt starfandi háskólamanna Lögfræöingafélag Islands hefur nú um nokkurra ára skeið efnt til mál- þings á þausti hverju um ýmis lög- fræðileg álitaefni er ofarlega hafa ver- iö á baugi hverju sinni, eöa hafa haft sérstaka þýöingu fyrir lögfræöinga í störfum þeirra. Málþing þessi hafa aö jafnaði verið haldin utan Reykjavíkur. Laugardaginn 2. október nk. efnir Lögfræöingafélagið til málþings um bótaábyrgð sjálfstætt starfandi há- skólamanna. Nefna má sem dæmi lækna, lögfræðinga, verkfræöinga og fleiri. Verður málþingið haldiö að Fólkvangi á Kjalarnesi og hefst kl. 9.45. Umræðustjóri á málþinginu verö- ur prófessor Sigurður Líndal. Póstsendum STÆKKUNARLAMPARNIR K0MNIR-2 stæróir, 3 litir- Verð kr. 624.00 A til 1587.60 A (LUXO VALIÐ, VELJIÐ >4 LJOS & ORKA SUÐURLANDSBRAUT 12 SÍNli 84488 Landsins mesta lampaúrval nn EN^ NÚJfS Húsgai^&band- rm~rrfiin vund^ðurn aftur hlað'n v eyr, Níldí°pfksmiðj^urT1 vörurri verði díIs og * gW9atjðld' i. ndi og l°Pa’ Ko^ðu htfað Þ 3ferðir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.