Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1982, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1982, Blaðsíða 18
18 DV. FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER1982. íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir Blikarnir með góðan lokasprett — semgeröiútaf við Hauka Haukar úr Hafnarfiröi sitja á botni 2. deildarinnar eftir fjögurra marka tap fyrir Breiðablik á heimavelli sinum í Hafnarfirði í gærkvöidi. Þar sigruðu Blikarnir 22—18 og var það sanngjarn sigur. Breiöablik komst í 7—4 í fyrri hálf- leik en Haukar jöfnuðu í 10—10 fyrir hlé. I síðari hálfleik voru Blikamir yfir — oftast 1 til 2 mörk — en á loka- sprettinum náðu þeir að komast 4 mörkum yfir, og viö þvi áttu Haukamir ekkert svar. 2. DEILD Staðan í 2. deild eftir síðustu tvo leiki: Afturelding-Ármann 15—15 Haukar-Breiðablik 18—22 Breiðablik 2 1 1 0 41—37 3 Afturelding 2 1 1 0 32—31 3 Þór, Vestm. 3 111 61—65 3 Grótta 1 1 0 0 29—23 2 HK 2 1 0 1 39—38 2 Ármann 2 0 2 0 35—35 2 KA 2 0 1 1 40—42 1 Haukar 2 0 0 2 34—40 0 Næstu leikir: Þór-Afturelding á föstudag, Ármann-HK, KA-Haukar á laugardag, og Breiðablik-Grótta á sunnudag. Allir lands- liðsmenn Alsír komnir í leikbann Allir bestu knattspymumenn Alsír voru dæmdir í bann frá öllum íþróttum í gær eftir að þeir höfðu neitað aö fara í sex mánaða æfinga- og keppnisferð til Marokkó. Þetta voru 24 leikmenn,sem höfðu verið valdir til fararinnar. Eftir að ljóst var að þeir neituðu að fara var knattspymulið hersins í Alsír sent í staðinn til Marokkó, þar sem að leikmenn liðsins taka að sjálfsögðu út herskyldu sína í góðu yfirlæti. -SOS Hún var þétt vömin hjá KR-ingum í gærkvöldi enda tókst Þrótturum ekki að skora nema 13 mörk í leiknum þar af aðeins 2 fyrstu 20 minútumar. Hér reynir Guðmundur Sveinsson, Þrótti, skot, en á sýnilega erfitt með að finna smugu i svarthvíta varnarmúraum. DV-mynd Friðþjófur. „Góðir, en ekki tíu mörkum betrí en við” — segir Páll Ólafsson um KR-ingana „Þeir em góðir KR-ingamir, en þeir em samt ekki tíu mörkum betri en við,” sagði Páll Ólafsson, landsliðs- maður úr Þrótti, eftir að hann og félag- ar hans höfðu verið teknir í bakariið af KR-ingum í 1. deild íslandsmótsins í handknattleik karla i Laugardalshöll- inni i gærkvöldi. KR-ingamir sigmðu í þeim leik 23—13 eftir að hafa verið 11— 5 yfir i leikhléi. „Vömin hjá þeim var mjög góð og þeir komu okkur á óvart með að leika hana svona aftarlega,” sagði Páll. „Annars liggur munurinn einfaldlega í því að þeir eru í miklu betri æfingu en IR-ingar eru ekki með Bandaríkjamam ÍR-ingar verða þeir einu sem ekki tefla fram Bandaríkjamanni i Úrvals- deildinni i körfuknattleik sem hefst um næstu helgi. Þeir eru aftur á móti með bandariskan þjálfara, Jim Doyle, sem er einnig landsliðsþjálfari íslands. Eins og hefur komiö fram þá hafa Valsmenn fengiö Tim Dwyer aftur til liðs við sig, en hann lék aðalhlutverkið hjá Valsmönnum, þegar þeir voru ósigrandi fyrirtveimur ámm. Bandaríkjamennimir, sem leika nú með úrvalsdeildarliðunum, eru: KR: Stewart Johnson. KEFLAVÍK: TimHiggins NJARÐVlK: Alex Gilmore VALUR: TimDwyer FRAM: DouglasKintzinger Njarðvíkingar og Framarar eru með nýja leikmenn. Lítið hefur verið um félagaskipti fyrir keppnistimabilið. KR-ingar hafa misst þrjá leikmenn sem léku með þeim sl. keppnistímabil. Þeir Kristján Rafnsson og Kristján Oddsson hafa gengið til liðs við IR og Birgir Michaelsson er farinn til náms erlend- is. Njarðvíkingar þurftu að horfa á eftir landsliðsmanninum Jónasi Jóhannssyni til Reynis í Sandgerði og Keflvíkingurinn Viðar Vignisson er farinn til náms í Bandaríkjunum. Fyrsti leikurinn verður í Keflavík annaö kvöld. Þá fá nýliðar Keflvíkinga KR í heimsókn kl. 20. Á laugardaginn leika Fram og Njarðvík kl. 14 og á sunnudaginn mætast Valur og IR kl. 14. -sos. við. Eg fann það best á sjálfum mér — ég hef varla átt svona lélegan leik um dagana. Eg var svo þreyttur og þungur aö ég gat varia skotið á markið í síðari hálfleiknum og þannig vorum við flest- ir Þróttaramir í þessum leik.” Páll, sem er ein aðalskytta Þróttara og jafnan markhæstur — sérstaklega eftir að Sigurður Sveinsson fór til Þýskalands, — skoraði ekki nema 2 mörk í þessum leik — bæði í fyrri hálf- leiknum. I þeim síðari reyndi hann varla skot. Ef hann gerði það hitti hann ekki markið eða þá að Gisli Felix Bjamason varði frá honum. Gísli var frábær í marki KR í þessum leik. Varði fjöldan allan af skotum og ein 3 víti þar að auki — þar af 2 frá Páli. Þróttararnir reyndu allt til að klekkja á KR-ingunum. Best gekk þeim á tíma í síðari hálfleiknum þegar þeir settu „yfirfrakka” á danska leik- manninn Anders Dahl Nilsen. Minnk- uöu þeir þá bilið úr il—5 í 13—10. Þá fundu KR-ingamir svar við þeim leik — þeir nafnamir Haukur Ottesen og Haukur Margeirsson svo og Gunnar Gíslason brutust inn í homunum og breyttu stöðunni úr 14—11 í 18—11KR í vil. Eftir það reyndu Þróttaramir aö leika „maður á mann” en það gekk enn verr hjá þeim. Utkoman varð hálfgerð- ur skrípaleikur þar sem KR skoraði 4 Þorsteinn byrjar vel í billjardinum Golfmafturinn góðkunni, Þorsteinn Magn- ússon, varft sigurvegari í fyrsta biiljard- mótinu á þessum vetri. Var þaft eitt af f jórum vetrarmótum hjá Júnó í Skipholti og mættu þar nú til leiks 16 keppendur. Mótift stóft yfir í tvo daga, laugardag og sunnudag. Voru leiknar 15 umferftir — allir við aUa. Þorsteinn hiaut samtals 11,5 vinn- inga, en í 2. og 3. sæti komu þeir Stefán Aftal- steinsson og Gunnar Júliusson meft 10,5 vinn- inga hvor. Hlaut Stefán 2. sætið eftir umspil vift Gunnar. -kip- síðustu mörkin og komst þar meö 10 mörkum yfir, 23—13. Fyrir sh'kar töl- um var ekki útlit í byrjun leiksins þeg- ar bæði liöin vom að þreifa fyrir sér. Þá var staðan 2—1 fyrir KR eftir 13 mínútur og annað mark sitt í leiknum skoraði Þróttur þegar 20 mínútur voru búnar!! KR-liðið var mjög jafnt í þessum leik. Mest bar á bræðruntim Alfreð og Gunnari Gisla og þá var Friðrik Frið- riksson góður bæði í vöm og sókn. Bestur KR-inganna var þó Daninn Anders Dahl — jafnvel þegar hann var tekinn úr umferð. Stefán Halldórsson reyndi lítið að skora í þessum leik, — hélt spilinu þess í stað gangandi og var gaman að sjá til hans í því hlutverki. Hjá Þrótti var Guðmundur Sveins- son einna skástur í sókninni, — en vamarleikurinn var aftur á móti sterk- ari hliðin af liðinu í þetta sinn, sérstak- lega þó á sínum kaflanum í hvorum hálfleik. Mörkin í leiknum gerður: Fyrir Þrótt: Guðmundur Sveinsson 3, Páll 2, Magnús 2, Jens 2, Konráð 2, og þeir Lárus Karl og Lárus Láruss. 1 mark hvor. Fyrir KR: Alfreð Gíslason 6, Gunnar Gíslason, 5, Haukur Ottesen 3, Anders Dahl 3 (2 víti) og Friðrik 2, Haukur Geirmunds 2, og þeir Stefán og Ragnar 1 mark hvor. Dómarar voru þeir Guðmundur Kol- beinsson og Rögnvaldur Erlingsson. Dæmdu þeir yfirleitt vel en virtust þó á köflum vera næmari fyrir því sem þeir heyrðu til leikmanna en þeir sáu.. -klp- Santana hættur — sem landsliðsþjálf- arí Brasilíu Tele Santana, landsliðsþjálfari Brasilíu, sagði starfi sínu lausu í Río de Janeiro í gærkvöldi. Santana, sem er 41 árs, gerðist landsliðsþjálfari í febrúar 1980 og náði brasilíska lands- liöiö mjög góðum árangri undir hans stjóm. En eftir að ttalar slógu Brasilíumenn út úr HM á Spáni í sumar var ljóst að Santana yrði ekki á- fram landsliðsþjálfari Brasilíu. Aðeins HM-titillinn var lykillinn að áfram- haldandi starfi. -SOS. Met Sigurðar P. 18.143 metrar — íklukkustundarhlaupi Sigurður P. Sigmundsson, hlauparinn kunni i FH, hljóp 18.143 metra á einni klukkustund, þegar hann setti íslandsmetin á Fögruvöllum í fyrradag. Bætti árangur og islandsmet Halldórs Guðbjörassonar, KR, frá 1971 um 1075 metra. Það var 17.068 metrar. Því miður urðu mistök í frásögn af þessu meti Sigurðar Péturs, hagfræðings, í blaðinu í gær. Sigurður Pétur setti einnig nýtt fslandsmet í 20 km hlaupi. Hljóp vegalengdina á einni klukkustund, sex mínútum, 9,6 sekúndum. Halldór Guðbjöms- son átti einnig gamla íslandsmetið á þeirri vegalengd, 1:10.01,6 og Sigurður bætti það þvi um tæpar f jórar mínútur. -hsim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.