Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1982, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1982, Blaðsíða 7
DV. FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER1982. 7 Neytendur Neytendur Neytendur Fisksalar leggja mest upp úr þvi að eiga nýjan og saitaðan fisk. Örfáir verka fiskinn á skemmtilegan hátt, krydda hann og selja tilbúinn á pönnuna. DV-mynd S Ófrosinn fiskur í verslunum: Fiskborgarar lokur og rúllur f grænmetiskryddlegi Kjötvöruverslanir og kjörbúðir eru flestar með glæsilegt kjötborð. Gefur þar á að líta allavega tegundir kjöts, ýmist marinerað, nýtt, saltað eða til- búið beint til matreiðslu. Öðru máli gegnir um fiskinn. Hann getum við keypt nýjan og nætursaltaðan í fisk- búðum, einnig fæst hann víða frosinn. Blaðamönnum DV lék forvitni á að vita hvar seldur væri ófrosinn, kryddaður fiskur, tilbúinn beint á pönnuna. Við hringdum í fisk- og kjörbúðir, til að kanna fiskúrval að einhverju leyti. Fá- einar fiskbúðir hafa glæsilegt fiskborð, með allavega tilbúnum fiskrúllum og borgurum. Aðrar hafa einungis nýjan og saltaðan fisk og þá er oftast ekki eldhúsaðstaða til að vera með tii- breytni af hverri fisktegund. FiskrúHur með sveppum rækjum, aspas og osti Fiskbúðin í Noröurbæ í Hafnarfirði er ársgömul. Þar er seldur fiskur bæði nýr og allavega verkaður. Beinlaus ýsa í raspi kostar þar 44 krónur, kryddlegin ýsa og fiskborgarar 52 krónur kílóið. Ýsurúllur með rækjum, aspas, sveppum og osti, kosta 64 krón- ur, sama verð er á lúöurúllum og stór- lúðu í kryddlegi. Stórlúöa niðursneidd þvert, kostar 57 krónur, ýsan í fiskbúö- inni Norðurbæ kostar 16.50 heil en kíló- verð á ýsuflökum er 32 krónur. Venju- legur flattur saltfiskur er þar seldur á 30 krónur kílóið. Sjó-siginn fiskur 35 kr. kg- Lúðulokur og skötuselur Fiskbúðin Sæver hefur mikið úrval af ófrosnum fiski, sem er útbúinn á fjöl- breyttan hátt. Ekki verður allt upptal- ið hér en meðal þess sem við skráðum niður eru t.d. lúðulokur. Kílóverð af þeim er 80 krónur. Marineraöir ýsubit- ar kosta 52 krónur, ýsubitar í raspi 53 krónur og ýsustykki í spænskri sósu kosta 50 krónur. Ýsubitar með ostafyll- ingum kosta 79 krónur kílóið. Beinlaus skötuselur krónur 60, heil ýsa í versl- uninni Sæver kostar 16.80, ýsuflök 30.85, flattur saltfiskur 29 krónur en snyrt flök 52 krónur. Fiskbollurog borgarar og fiskfars með papriku Ýsuflök í grænmetiskryddblöndu, sem bæði eru roð- og beinlaus kosta 55 krón- ur kílóið í fiskbúðinni við Amarbakka. Flökin eru ætluð til suðu, en einnig eru þar seld hveitikrydduð fiskstykki í brauðmylsnu, tilbúin á pönnu sem eru á sama verði. Fiskborgarar kosta þar 55 krónur. Fiskfars, bollur og fleira getum viö keypt ófrosið í SS Glæsibæ. Fiskfars með lauk kostar 49 krónur hvert kíló, fiskfars með kryddi, lauk og papriku kostar 54 kr. Söxuö ýsa í kryddlegi kostar 65.50, einnig selja þeir litlar fiskibollur á 67.50 kílóið. Fiskbollumar eru smáar, þær fást einnig 12 saman í 480 g kassa á 32,40. Bollurnar eru frá Humli hf. Bieikja, humar, lúða, reykt ýsa og skata Fiskbúðin Hafrún selur ýsuna út á sama verði og í flestum fiskbúðum eða á 17 heil ýsa og 30.85 ýsuflök. Einnig hafa fengist þar kryddlegin ýsuflök í grænmetiskryddi en þar er lagt mest upp úr því að selja spriklandi fiskinn og var fisksalinn með glænýja lúðu í öllum stærðum, þegar blm. hafði sam- band við hann. Þar var til nógur hum- ar og kílóverð á honum er 180 krónur. Kaupgarður í Kópavogi selur ófros- inn fisk í matarboröinu. Ysuflök með rækjum, osti og fleiru kosta 69 krónur, ýsa í raspi 45 krónur, skata 47 krónur, ýsuhakk 45 krónur. Nýja bleikju er þar að fá á 39 krónur kílóið. Ysuflök 36 krónur og reykt ýsa 51 'krónu kílóið. Ysuflök 36 krónur og reykt ýsa 51 krónu. Verslunin Sæbjörg var einnig með smábleikju en þar er kílóverð 45 krón- ur og ýsan á gangverði. Aðrar fisk- verslanir sem hringt var í selja ekki fiskinn útbúinn á neinn sérstakan hátt. Álit f isksala er mis jafnt og segja sumir þeirra að fólk leiti ekki í verslanir til að fá fiskinn öðmvísi en beint úr sjó. Aðr- ir vilja meina að eftirspum sé hvað álíka eftir fiski í heilu lagi eða verkuðum og jafnvel krydduðum. Flestir eru í tímaþröng og vilja kaupa matinn sem mest tilbúinn hina virku dagavikunnar. — RR DÖMUR OG HERRAR! Nýtt 4 vikna námskeið hefst 4. október Hinir vinsælu herratímar í hádeginu ’ Hressandi — mýkjandi — styrkjandi — ásamt megrandi æfingum. Sértímar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eða meira. Sértimar fyrir eldri dömur og þær sem eru slæmar í baki eða þjást af vöðva- bólgum. Vigtun — mæling — sturtur — gufuböð — kaffi — og hinir vinsælu sólaríum-lampar. Leikfimi fyrir konur á öllum aldri. ^ Júdódei/d Ármanns Ármíila ?? Innritun og upplýsingar alla virka daga nnuia kL 13_22 í Síma 83295. —* Einstaklingar, minni fjölskyldur Nú er tækifærið að eignast glæsilegan og góðan Komdu til okkar og kynntu þér hvernig þú getur steikt, soðið og hakað allan venjulegan mat á ör- skammri stund. Hvernig þú getur affryst matvæli á stuttri stund og gert þér heilsusamlega máltíð á auðveldan og hagstæðan hátt. Með Toshiba ofninum fylgir matreiðslunámskeið og þú getur orðið listakokkur eftir stuttan tíma. Við fengum takmarkað magn á þessu hagstæða verði, kr. 5.990. Hagstæð kjör, útb. 1.000 og eftirstöðvar 1.000 kr. á mánuði. Líttu inn og ræddu við okkur um hvernig Toshiba ER 539 ofninn getur gjörbreytt matreiðsl- unni. EINAR FARESTVEIT & CO. HF. BERGSTADASTRÆTI 10A - SlMI 16995 ítölsk dömu- — og herra- vetrarstígvél/skór IMýtt — mikið úrval AIRPORT Laugavegi 23 ^21015

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.