Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1982, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1982, Blaðsíða 19
DV. FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER1982. 19 íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir B-keppnin í handknattleik í Hollandi 1982: Spánverjar fyrstu mótherjar íslendinga Spánverjar verða fyrstu mótherjar íslendinga í B-keppninni í handknatt- leik, sem fer fram í Hollandi 25. febrúar til 6. mars 1983. Eins og kunnugt er þá leika íslendingar í riðli með Spánverjum, Svisslendingum og Belgiumönnum. Islendingar leika gegn Spánverjum 25. febrúar í Breda, sem er Borg í Suður- Hollandi (sjá kort hér á síðunni), gegn Svisslendingum í Vissingen 27. febrúar og síöan gegn Belgíumönnum 28. febrúar i Gemert, sem er útborg Breda. Tólf þjóðir taka þátt í B-keppninni og verður leikið í þremur riðlum, sem eru þannig: • A-RIÐILL: Ungverjaland, Sví- þjóð, Israel og Búlgaría. • B-RIÐILL: V-Þýskaland, Tékkóslóvakía, Frakkland og Holland. • C-RIÐILL: Spánn, Sviss, Island og Belgía. Hollendingar, sem sjá um mótið, reikna ekki með að Islendingar komist upp úr riðbnum í úrslitakeppnina, en tvö efstu liðin komast í úrslita- keppnina, en tvö neðstu leika um fallið í C-keppnina. Hollendingar reikna með því að Spánn og Sviss verði efst í riðlinum því að búið er að ákveða að leikur Islands og Hollands fari fram í Zwolle. Eflaust raða Hollendingar leikj- unum í úrslitakeppninni eftir styrk- leikaflokknum. Það geta því eins verið Spánverjar eða Svisslendingar sem leika gegn HoUandi í ZwoUe. Urslitaleikirnir fara fram í Amsterdam5.-€.mars. -SOS. Murdock sparkað f rá „Boro” Bobby Murdoch, framkvæmdastjóri Middlesborough, var látinn taka pokann sinn í gær. Eftir að „Boro” hafði tapað 1—4 fyrir Grimsby á heimaveUi á þriðjudagskvöldið sauð aUt upp úr, enda hefur félagið ekki unnið leik á keppnistimabUinu. í leikn- um gegn Grimsby voru tveir leikmenn „Boro” reknir af leikveUi — þeir Mick Kennedy og Ray Hankin, sem var að leika sinn fyrsta leik. Hankin var keyptur frá Arsenal. Murdoch, sem er 48 ára, hefur skemmt meira en byggt upp hjá „Boro”, en hann vann sér þaö tU frægðar fyrir sl. keppnistimabU að selja f jóra af bestu mönnum félagsins, sem féU síðan í 2. deUd. Hann var Evrópumeistari með Celtic 1967 og lék á sínum tíma 12 landsleiki fyrir Skotland. -SOS. Jóhannes Stefánsson. Tvö stig Víkings í gryfjunni á Selfossi Víkingur lenti í talsverðu basli með nýUða Stjörnunnar úr Garðabæ i leik Uðanna í 1. deUd á Selfossi í gærkvöld. Sigraði með eins mark mun, 20—19, en sá sigur var talsvert öruggari en loka- tölumar gefa tU kynna. Þegar tæpar sex mín. voro eftir var staða 19—16 fyrir Víking og greinUegt að leikmenn Vikings ætluðu ekki að tefla á neina tvísýnu lokakaflann. Stjörnunni tókst að minnka muninn í eitt mark, 19—18, en Víkingur svaraði strax með marki. 20 sekúndum fyrir leikslok var dæmt vítakast á Víking, sem Eyjólfur Braga- son skoraði úr. Víkingar áttu i engum erfiðleikum með að halda knettinum þærsekúndur sem eftir lifðu. EINS GOTT ETT7T ilÐAST EKKII NÚNA! Einn sterkari leikmaður KR-inga, Jóhannes Stefánsson, lék ekki með þeim i gærkvöldi á móti Þrótti. Sat hann á bekknum með fótinn vafinn inn í sáraumbúðir. Hann meiddist Ula á ökkla þegar hann var að hita upp fyrir leik KR á móti Stjörounni á dögunum. Gat hann að sjálfsögðu ekki verið með í þeim leik og ekki með í leiknum í gærkvöldi og verður enn einhver bið á því að hann geti leikið. Kemur þetta sér iUa fyrir KR — en þó bjargast það því þar er nægur mannskapur fyrir. Svona meiðsl á lykUmönnum gætu aftur á móti komið sér iUa fyrir mörg önnur lið í deildinni. Þau mega fæst við því að missa menn í þeirri miklu törn sem nú stendur yfir og verður út allan október. Slíkt gæti þýtt að topplið kæmist ekki í fjögurra Uða úrslitakeppnina og jafnvel þýtt faU í 2. deild fyrir önnur sem hafa fáar stjörnur innanborðs-klp- Það var aldrei stór handknattleikur, sem liðin sýndu. Talsvert um villur, emkurn af hálfu leikmanna Stjörnunn- ar, sem léku án Gunnars Einarssonar. Víkingar komust fljótt þremur mörk- um yfir og tveggja tU þriggja marka munur hélzt nær aUan hálfleikinn fyrri. Að munurinn var ekki meiri fyrir Víking má fyrst og fremst rekja til stórleiks Brynjars Kvaran í marki Stjörnunnar. Hann var langbezti maður Uðs síns aUan leikinn. Þorbergur Aðalsteinsson skoraði þrjú fyrstu mörkin fyrir Víking í leUui- um og eftir það reyndu Stjömumenn að taka hann úr umferð. Það tókst ekki að neinu ráði, þó svo Þorbergur væri tekinn óbUðum tökum. Hann var utan vaUar um tíma vegna meiösla. Jafnt var í byrjun í 2—2. Síöan komst Víking- ur í 5—2, 9—6 og staðan í hálfleik var 11—8 fyrir Víking. Stjarnan vann á VUúngar fengu tækifæri tU að auka þann mun í byrjun síðari hálfleiks en tókst ekki. Glopruðu hins vegar þrisv- ar knettinum og Stjarnan skoraöi úr hraðaupphlaupum. Eftir 38 mín. var staðan jöfn, 13—13. Síðan jafnt, 14—14, en svo sigu Víkingar fram úr á ný. Komust í 19—16 en gerðu sér lokakafl- ann erfiöari en þurfti. Talsverðrar taugaspennu gætti hjá leikmönnum beggja Uða, sem er kannski skUjanlegt eftir slaka byrjun þeirra í mótinu. Það er heldur ekki létt að leika handknattleik í íþróttahúsinu á Selfossi. Hálfgerður „gryfjuvöllur” og veggimir alveg við hliðarlínurnar. Allt virkar mjög þröngt. Framan af leiknum voru vUlur Stjörnumanna mun meiri en Víkinga, sem þó náðu ekki neinu verulegu forskoti vegna stórleiks Brynjars. Auk hans var Eyjólfur Bragason atkvæðamikiU í liöi Stjömunnar en í fjarveru Gunn- Brynjar Kvaran átti stórleik með Stjörounni á Selfossi gegn Víking. ars Einarssonar vantaði léttleikann. Þorbergur var mjög sterkur í Uði Víkings, svo og Guðmundur Guð- mundsson og Sigurður Gunnarsson. Talsvert var um vUlur hjá öðrum leik- mönnum. Markvarzlan þokkaleg hjá Ellert Vigfússyni. Mörk Stjömunnar skoraðu Eyjólfur 9/5, Guðmundur Oskarsson 3, Gunn- laugur Jónsson 3, Guðmundur Þórðar- son 2, Magnús Teitsson 1 og Olafur Lárasson 1. Eyjólfur var tekinn úrum- ferð talsverðan hluta leiksins. Mörk VUúngs skoraðu Þorbergur 6, Viggó Sigurðsson 4, Steinar Birgisson 3, Sig- urður Gunnarsson 3/2, Guðmundur 2, PáU Björgvinsson 1 og Olafur Jónsson 1. Dómarar Gunnlaugur Hjálmarsson og Oli Olsen. Stjaman fékk fimm víta- köst. Nýtti ÖU. Víkingur þrjú. Brynjar varði eitt frá Páli. Einum leikmanni Stjömunnar var vikið af velU, Guð- mundi Oskarssyni. Tveimur Víking- um, Páli og Viggó. hsim. Tveir leikir voro í 1. deUd íslands- mótsins í haudknattleik í gærkvöld. Úrslit. Stjarna-Víkingur 19—20 Þróttur-KR 13—23 Staðan er nú þannig: KR 2 2 0 0 46—19 4 FH 3 2 0 1 72—57 4 Víkingur 3 2 0 1 60—60 4 Þróttur 3 2 0 1 58—59 4 Valur 1 1 0 0 21—16 2 ÍR 1 0 0 1 14—23 0 Fram 2 0 0 2 33—46 0 Stjaman 3 0 0 3 56—69 0 Einn leikur er i kvöld. Þá leika ÍR og Valur í LaugardalshöU og hefst leikurinn kl. 20.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.