Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1982, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1982, Blaðsíða 10
10 DV. FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER1982. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Dauðvona krabbameinssjúklingum bjargað með flutningi og fgræðslu eigin beinmergjar —Áður áttu slíkir sjúklingar aðeins um tvennt að velja: Að deyja úr sjálfum sjúkdómnum eða vegna aukaverkana þeirra er lyfjameðferð fylgir Síöasta von helsjúks krabbameins- sjúklings er oft meðferö með þeim lyfjum sem á fagmáli kallast „cytostatica” (frumueitur). En lyf þessi veröur aö gefa í svo stórum skömmtum aö þau deyða ekki aðeins krabbameinsfrumurnar heldur líka heilbrigöar frumur í blóöi og bein- merg og geta þar meö valdið dauða sjúklingsins. Hættulegustu afleiöingarnar af þessari lyfjameöferö eru þær aö eig- iö varnarkerfi líkamans hættir alveg aö starfa. Þá getur bkaminn ekki einu sinni ráðiö viö meinlausustu bakteríur í nefi og þörmum lengur og dauöinn veröur óumflýjanlegur. Um allan heim hafa sérfræöingar leitaö aö ráöum út úr þessum ógöng- um þar sem sjúklingurinn á aðeins um tvennt aö velja: Að veröa sjálfu krabbameininu aö bráö eöa auka- verkunum þeim sem fylgja lyf jagjöf- inni. Hugmynd um lausn á þessum vanda kom fyrst fram á sjötta ára- tugnum og hefur hún síöan veriö mikið rædd: Áöur en til lyfjameð- feröar kemur er tekinn beinmergur úr sjúklingnum. Beinmergurinn er síðan frystur svo hægt sé að geyma hann. Aö lyfjameöferö lokinni er skipt um beinmerg í sjúklingnum, hann fær sinn eigin heilbrigöa merg aftur og líkaminn getur á ný byggt upp sitt eigiö varnarkerfi. Síðan hafa a.m.k. hundrað dauö- vona krabbameinssjúklingar í Bandaríkjunum og fimm í Múnchen gengist undir slíka meöferö. — I Þýskalandi hefur meöferöin strandaö mest á því aö fá saman sérfræöingahóp til fullkominnar samvinnu, segir Heinrich Gerhartz, krabbameinssérfræöingur í Berlín. — Til þess aö framkvæma flutning og ígræöslu á beinmerg þarf um hálfa tylft lækna sem geta einbeitt sér aö samvinnu undir fullkomnum aga. Þriggja klukku- stunda aðgerð En Gerhartz hefur nú loks tekist aö fullnægja þessum skilyröum. Aö- gerðin var framkvæmd á dauð- hreinsaðri skuröstofu háls-, nef- og eyrnadeildarinnar viö Westend sjúkrahúsiö í Berlín. Hún hófst á þvi aö tveir skurölæknar tóku einn lítra af beinmerg úr krabbameinssjúkum verkfræöingi, Konrad Eulitz, 42 ára gömlum. Síöan tóku lyfjafræöingar viö mergnum til f ry stingar. Smásjárrannsóknir höfðu sannaö læknunum aö beinmergur verkfræö- ingsins var enn heilbrigöur og ósnortinn af krabbameininu. Full- oröinn maöur hefur rúmlega þrjá lítra af beinmerg. Hann er í rifjum, bringubeini, liðholum og flötu haus- kúpubeinunum en þó einkum m jaöm- arbeinunum. Beinmergurinn er afar mikilvægur fyrir myndun rauöra og hvítra blóökorna, blóðflaga og fjöld- ans alls af frumum í vamarkerfi líkamans. Aögeröin fór fram 2. febrúar sl. og tók þrjár klst. Sjúklingurinn var svæfður og síðan var stungiö á mjaömarbeinin á rúmlega 50 mis- munandi stööum og mergurinn sog- inn úr þeim. Mergurinn var hreins- aöur í nælonsíu til að fjarlægja úr honum blóð- og frumukekki. Að hreinsun lokinni voru um 50 milljarö- ar heilbrigöra stofnfrumna eftir í þessum lítra af beinmerg. Tók þó nokkrar klukkustundir að frysta þær niöur í 196 gráöur. — Sennilega er hægt aö geyma merginn endalaust á þennan hátt, segir Gerhartz. — A.m.k. er öruggt aö hann geymist þannig í nokkur ár. Óbugandi vilji tilaðlifa En Eulitz haföi ekki langan tima til aðbíða. — Þiö hljótiö aö geta gert eitthvaö meira, sagöi hinn helsjúki verkfræð- ingur fimm mánuöum seinna og hvatti læknana til að framkvæma hina áhættusömu aðgerð á sér. Á þessum tíma höföu krabbameins- frumumar haldið áfram aö vaxa í líkama hans. I kviöarholi hans var æxli á stærö viö barnshöfuð. Venju- leg lyf jagjöf hjálpaöi ekki lengur. Nú var aöeins eftir aö reyna frumueitr- unarkúrinn (cytostatica) og síöan ígræðslu eigin beinmergjar. I endaöan júlí gekkst sjúklingurinn undir þá svæsnustu lyfjameðferð sem hugsanleg var. Aö vonum eyði- lögðust við þetta allar krabbameins- frumur en um leið þaö sem eftir var af beinmerg í líkarna hans. Meðferöin var afar sársaukafull fyrir sjúklinginn. Fyrsta skrefiöeftir aö hans eigin varnarkerfi var hætt aö starfa var að geyma hann einangraö- an í bakteríulausu umhverfi, eða svökölluðu „lífsvonartjaldi”. Þrátt fyrir það bólgnaöi öll slimhúð svo mikiö aö sjúklingurinn gat hvorki etiö né dmkkiö. — Viðkomandi verður aö hafa óbugandi vilja til aö lifa, sagöi Ger- hartz, sem hefur séð fjöldann allan af sjúklingum gefast upp í örvænt- ingu og deyja. Ekki kraftaverk, en viðbótaraðferð Að 48 klukkustundum liönum frá lyfjameðferð gáfu lyflæknar Eulitz merginn sinn til baka. Og krafta- verkiö geröist: Tólf dögum seinna leiö sjúklingnum vel, öll einkenni sjúkdómsins voru horfin. Hvergi var neina illkynja fmmu að finna. — Viö tölum samt ekki um neina lækningu, segir Gerhartz. — Um slíkt er ekki hægt aö tala fyrr en aö fimm árumliðnum. Fjórir sjúklingar í Berlín bíöa þess Konrad Eulitz: Enginn tími tíl að biða. nú aö gangast strax á þessu ári undir þessa dramatísku og áhættusömu aðgerö. Læknar hafa þegar tekiö úr þeim merg til frystingar. Tveir af sjúklingunum eru ungir menn meö krabbamein í eistum. Sá þriöji er meö krabbamein í eitlum, en eina konan í hópnum er með krabbamein sem byrjaði í eggjastokkunum. Um framtiö þessa flutnings og ígræöslu eigin beinmergjar hafa Gerhartz og aöstoöarmenn hans eftirfarandi að segja: — Þetta er viðbótaraðferð sem ekki á þó viö allar tegundir krabba- meins. Eins og sakir standa viröist hún henta vel viö krabbamein í eitl- um og blóöi ásamt krabbameini í eistum og eggjastokkum en þar er um æxli aö ræöa er vaxa hratt en viröast viökvæm fyrir frumueitri (cytostatica). Gerhartz er einnig að velta þeim möguieika fyrir sér aö þessi nýja aö- ferð gæti nýst viö krabbameini í lungum sem er orðið svo algengt, sérstaklega á meöal karlmanna. Hingaö til hefur þeim sjúklingum ekki staöið neinn annar kostur til boöa en dauðinn. JÞ (Þýtt og endursagt úr Der Spiegel) Heinrich Gerhartz, krabbamelnssérfræðlngur i Berh'n: „Margir gefast upp i örvæntingu og deyja." ' ** m W' m ........... ........... Krabbameinsfruma i3000-faldri stærð: „ Cystostatíca " ffrumuoiturl vinnur ekki bara á henni heldur Hka 4 heilbrigðum frumum i blóði og merg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.