Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1982, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1982, Blaðsíða 12
12 DV. FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER1982. r .. . .. .. ..... > ^ Á DAGBLAÐIÐ-VISIR Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stiórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍDUMÚLA 12—14. SÍMI 84611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiösla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 86611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA 12. Prentun: ÁRVAKUR HF„ SKEIFUNNI 19. Áskriftarverð á mánuði 130 kr. Verð í lausasölu 10 kr. Helgarblaö 12 kr. Fjármál óskhyggjunnar Gaman væri aö vita, hvort mikið af starfshópum Hjör- leifs Guttormssonar orkuráðherra veröur enn á lífi á næsta ári á kostnað skattgreiðenda, úr því að talað er um, að sérstök áherzla hafi verið lögð á sparnað við gerð yfir- vofandi fjárlagafrumvarps. Einu sinni inni, alltaf inni, er almenna reglan um út- gjöld fjárlaga. Sparsamir fjármálaráðherrar geta með sæmilegum árangri þvælzt fyrir nýjum útgjaldaliðum. En þeim hefur reynzt nánast ógerlegt að losna við þætti, semfyrireru. Munur aðhalds og eyöslu í rekstri ríkisins er einkum fólginn í, að á sparnaðartímum er nýjum útgjaldaliðum ekki bætt við, heldur er þeim frestað til sóunarskeiðanna. Sparnaðurinn felst nánast aldrei í niðurskurði umsvifa. Ríkið hefur allt aðra aðstöðu en heimilin, sem verða að haga útgjöldum eftir tekjum. Heimili geta ekki ákveðið að auka tekjur sínar til að mæta útgjöldum. Það getur ríkið hins vegar með skattlagningu og gerir óspart. I flestum tilvikum telja fjölskyldur útgjaldaþörf sína mun meiri en tekjur þeirra eru. En óskhyggjan veröur að bíða átekta, því að f járhagsdæmið verður að ganga upp mánuð eftir mánuð. Sumir útgjaldadraumar ná aldrei framaðganga. Þegar kaupmáttur ráðstöfunartekna fjölskyldna dregst saman, svo sem gerist hér á næstu mánuðum, verða fjölskyldur landsins að draga saman seglin, fækka útgjaldaliðum, svo að áfram verði slétt útkoma í mánaðarlegu f járhagsdæmi heimilisins. Með skattheimtuvaldinu er ríkið eini aðili þjóðfélags- ins, sem hefur aðstöðu til að falla í þá freistni að auka tekjur sínar upp í þau útgjöld, sem ráðamenn ímynda sér, að séu brýn. Og oftast verður freistingin ofan á. Smám saman leiðir þetta til stækkunar ríkisgeirans á kostnað annarra geira, einkum á kostnað ráðstöfunar- tekna almennings. Þetta getur þolazt á uppgangstímum en leiðir á samdráttartímum til óánægju og öngþveitis. Smíði f járlaga ætti að hefja með því aö ákveða, hver skuli vera hlutur ríkissjóðs í þjóðarbúinu. Er spáð hefur verið í verðbólgustig næsta árs, mundu ráðamenn hafa fyrir sér niðurstöðutölur fjárlaga, Meö samningum ætti síðan að deila fénu niður á einstök ráðuneyti og síðan milli málaflokka og stofnana innan ráðuneyta. Þá loks standa menn andspænis þeim raun- veruleika, að einhvern rekstur verði hreinlega að leggja niður. Þetta er sama hugsun og gildir við meðferð fjármuna heimilanna í landinu. Þetta er heilbrigð fjármálastefna í samræmi við raunveruleika hvers tíma. Þar að auki hamlar hún gegn verðbólgu, með því að draga úr freistingum seðlaprentunar. í stað þessa sendir fjármálaráðuneytið öðrum ráðu- neytum bréf með beiðni um óskalista. Ráðuneytin senda síðan stofnunum sínum hliðstæð bréf. Þegar allir óska- listarnir hafa safnazt saman, eru niðurstöðutölurnar auðvitað hrikalegar. í vandræðum sínum ákveður fjármálaráðuneytið að taka ekki mark á óskalistunum, heldur slengja áætlaðri verðbólguhækkun á alla liði ríkisrekstrarins, hversu mis- jafnlega þarfir sem þeir eru. Bastarðurinn er svo kallaður f járlagafrumvarp. Þau brýnu erindi, sem ekki rúmast í frumvarpinu, eru síðan sett í frumvarp til lánsfjárlaga, svo að óskhyggja ráðamanna megi fá skjóta útrás, þótt það verði á kostnað afkomenda okkar, sem verða að borga skuldasúpuna í útlöndum. Jónas Kristjánsson A tvinna en ekki „hobby” Þá er enn eitt sumarið á enda runnið. Aö visu ekki samkvæmt almanakinu sem bara skiptir árinu hjá okkur í tvennt, sumar og vetur, heldur í nátt- úrunni og störfum og umsvifum fóiks- ins í landinu. Farfuglar eru horfnir til síns heima eða í þann mund að kveöja okkur, hvort heldur þeir fljúga sjálfir landa milli eða taka sér far með þeim farkostum sem tækni mannanna lætur fljúga þá leið. Skólarnir, sem að sum- arlagi breytast í sumarhótel, óma ekki lengur af fjarskyldum og framandi tungumálum heldur glaðlegum hróp- um þeirra sem landið skulu erfa, sölu- skálum sumarsins er lokað hverjum af öðrum og fólk úti á landsbyggðinni lít- ur stórum augum á ferðamenn, rétt eins og það gerði fyrir fjörutíu árum. Þýðing ferðamanna Á síðustu árum hefur fslendingum orðið ljósar en áður hvert gildi það hef- ur fyrir þá að fá til landsins ferða- menn. Að vísu er langt síöan sumir sáu þetta, en ótrúlega langan tíma hefur tekið fyrir marga að skilja að ferða- mennska er ekki bara sport, heldur einnig atvinnuvegur. Ekki veit ég hvers vegna okkur hefur gengið svona illa að skilja þetta, en vera kann að misskilin arfleifð hetjuþjóðfélagsins eigi hlut að máli, rétt eins og í viðhorfi til verslunarinnar. Um það leyti er upp var að renna morgunn nýrrar aldar hérlendis skrifuðu nokkrir erlendir ferðamenn bækur, þar sem þeir lýstu gestrisni Islendinga, sem gáfu svöng- um ferðamönnum skyr og rjóma út á og lánuðu þeim fylgdarmenn yfir straumvötn, sem útlendingamir sundriöu í fyrsta og eina skiptiö á æv- . Magnús Bjarnfreðsson I-----------------------íi inni á Islandsreisu sinni. Þessi skrif fylltu margan landann siíkri hrifningu yfir eigin ágæti, að æ síðan hefur það fylgt okkur að líta það hálfgerðu horn- auga að selja eriendum ferðamönnum beina, aö ekki sé nú talað um að gera slíkt aö lifibrauöi. Raunar höfum viö alla tíð síðan verið svo barnalega upp- næmir fyrir áliti útlendinga, að við höf- um til skiptis rifnað af monti eða illsku yfir skrifum þeirra um okkur og land okkar. Fram yfir síðari heimsstyrjöldina miðuðust samgöngur okkar við önnur lönd við það eitt að flytja þá yfir poll- inn, sem „áttu erindi”, hvort heldur það vom mörlandar eða feröamenn. Það var ekki fyrr en eftir stríð að eigin- leg landkynning hófst, þegar íslensk flugfélög hófu ferðir yfir atlantsála. Þá hófst skipulagöur áróður fyrir því að laða hingað erlenda ferðamenn, mynd- ir af íslenskri náttúru sáust æ víðar á erlendum feröaskrifstofum og auglýs- ingabækiingum, og þess var getið að erlendir ferðamenn gætu fengið hér- lendis þá þjónustu er þeir sæktust eftir. Segja má að alla tíö síðan hafi hiti og þungi landkynningarstarfsins hvUt á herðum íslensku flugfélaganna, Flug- félags Islands og Loftleiða og eftir sameiningu þeirra Flugleiða, þótt á síöari ámm hafi fleiri lagt þar hönd á plóginn, ferðaskrifstofur, Ferðamála- ráð og aðrir þeir aöilar, sem aö sam- göngumálum starf a. Jafnframt þessu hafa ferðamáUn nb „Á síðustu árum hefur tslendingum orðið ljósara en áður hvert gildi það hefur fyrir þá að fá til landsins ferðamenn. Að vísu er langt síðan sumir sáu þetta en ótrúlega langan tíma hefur tekið fyrir marga að skilja að ferða- mennska er ekki bara sport, heldur atvinnuvegur.” Að undanfömu hafa margir lagt orð í belg um svokallað „stjómar- skrármál”. Eg minnist t.d. ágætra greina hér í DV eftir Skúla Magnús- son og Harald Blöndal. Tilefni þess- arar umræöu er nærtækt. Fregnir um að formaður stjómarskrárnefnd- ar haldi nefndarmönnum stíft við efnið, m.a. með fundahöldum úti á landi, þar sem hann er „í næði” frá amstri landsstjórnarinnar. Annað tUefni er að ríkisstjómin hefur rétt einu sinni hrifsaö löggjaf- arvaldið af Alþingi með útgáfu bráðabirgðalaga um kauprán, og þannig gefið löggjafarsamkomunni lengra nef en vænta mátti af mannin- um, sem tók að sér „að bjarga virð- ingu Alþingis”. „Þeim var ég verst, er ég unni mest,” — sagði fræg for- móðir okkar á eftri áram. Enn eitt tilefnið er, að flótti er brostinn í stjórnarliðiö. PóUtískir flóttamenn virðast koma mjög við sögu þessarar rUrisstjómar. Það voru liðhlaupar úr Sjálfstæðisflokkn- um sem blésu henni lífsanda í br jóst. Nú em sumir þessara flóttamanna afturgengnir tU föðurhúsa. Og minna mest á þær fjörfreku skepnur, sem gjaman veröa fyrstar til að yfirgefa sökkvandi skip. „Stjórnarskipuleg sjálfhelda” heitir þetta fyrirbæri í lögfræðinni, ef ekki í dýrafræöinni, að sögn forsætis- ráðherra og formanns stjórnar- skrámefndar, fyrrv. stjómlaga- prófessors. Niðurtalning á atkvæðisrétti Alþingi hefur verið kvatt til funda 11. okt. nk. I hugum flestra snýst stjómarskrármálið um það, hversu Alþingi skuU skipað. M.ö.o. um kjör- dæmaskipun og kosningarétt. Hing- að til hefur umræöan aðaUega snúizt um tvennt: Hvort réttlátt geti talizt, að Strandamenn hafi fimmfaldan at- kvæðisrétt á við Suöumesjamenn. Eða, ööruvísi orðað, hvort kjósandi í Höfnum sé fuUsæmdur af fjórða parti úr atkvæði á við frænda sinn á Hofsósi? Sá sem flytur búferlum frá Kjallarinn Jón Baldvin Hannibalsson Suðureyri til Suðurnesja verður eins og nú er komið aö skilja 4/5 hluta at- kvæðisréttar síns eftir áður en hann fer fyrir Gilsfjarðarbotn. Þetta þykir mörgum skondin stjómlagafræöi. Jafnframt er spurt, hvort eölUegt getí talizt, aö meiri hluti þingmanna sitji í því sem kaUað er „ömggum” sætum. Segja má að þeir hafi þing- sætisín „aöléni” líkt og konungsholl- ir furstar á miðöldum. Meðan svo er hljóta kosningar aö teljast að vem- legu leyti formsatriöi, hvað varðar val þingmanna aö stórum hluta. Þess vegna er spurt um rétt k jósand- ans til persónulegs vals, í stað þess aö nú fær hann aðeins að krossa við stafrófið. Nú eru Uðin tvö ár frá því að stjómarskrámefnd lagði tvær áfangaskýrslur um endurskoöun stjórnarskrár, kjördæmaskipunar og kosningaréttar fyrir þingflokka til umfjöUunar. Þingflokkamir hafa ekki látið mikiö til sín heyra, enda uppteknir af aðkallandi vandamál- um. Þegar nær dregur kosningum má hins vegar vænta þess, að þeir fariaðrumska. I upphafi setti stjómarskrárnefnd sér þrenns konar markmið að keppa að: Að draga úr misvægi atkvæðis- réttar (eftir búsetu); að tryggja að stjórnmálaflokkum (stjómmála- skoðunum) verði ekki mismunað varðandi hlutfall fylgis og fulltrúa á þingi; og að tryggja kjósendum auk- inn rétt til persónuvals í kosningum. Starf stjómarskrárnefndar ber að dæma eftir því, hvort þessum mark- miðum verður náð með tUlögum hennar. Það er skoðun undirritaös og 9 af hverjum 10 sem hann ræðir málið við — að þessum markmiðum beri að ná, án fjölgunar þingmanna. Fjölgun þingmanna leysir engan vanda, nema þá þingmanna sjálfra. Upphaf- lega var þeim þó ætlaö að leysa vandamál, en ekki að vera vanda- mál. Niðurstaða ítarlegra rannsókna er sú, að þessum markmiöum verði ekki náð, nema með róttækum breyt- ingum á núv. kjördæmaskipan og núv. reglum um úthlutun uppbótar- sæta. Þeir sem hagvanastir eru í Alþingishúsinu viö AusturvöU fuU- yrða hins vegar að þingmenn muni daufheyrast við róttækum breyting- artillögum. En skv. stjórnarskránni hafa þeir nánast sjálfdæmi í málinu. Þess vegna er fuUkomin hætta á því að samnefnari málamiölunarinnar verði fjölgun þingmanna. Ekki sak- aði að þeir létu meira til sín heyra, sem blöskrar slíkt áhyrgðarleysi. £ „Fjölgun þingmanna leysir engan vanda, ■ nema þá þingmanna sjálfra. Upphaflega var þeim þó ætlað að LEYSA vandamál en ekki að VERA vandamál.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.