Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1982, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1982, Blaðsíða 4
4 DV. FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER1982. ' í ,ifim... Asókn i verkamannaíbúðir er miki! og þær fá færri en vi/ja. Þeir sem fá þessar íbúðir borga 10 til 20prósent út og afgangurinn fæst lánaður til 42 ára. Þrjár til fjórar umsóknir um hverja verkamannaíbúð Haustkvöldá Akureyrí. DV-mynd: GS/Akureyri. Ásókn í verkamannaíbúðir, er hún mikil eða lítil? Er framboð á íbúðum minna en eftirspurnin? Á hvaöa kjör- um bjóðast þessar íbúðir? Til að fá svör við þessum spurningum var Rík- harður Steinbergsson, framkvæmda- stjóri Verkamannabústaðanna tekin tali. „Reynslan sýnir okkur að um hverja íbúð berast þetta þrjár til fjórar umsóknir. Og þetta hlutfall virðist ekki hafa aukist nema lítillega að undan- förnu,” sagði Ríkharöur. Hann kvað ennfremur að þegar Verkamannabústaðirnir í Seljahverf- inu hefðu verið auglýstir áriö 1976 hefði 1021 umsækjandi verið um 308 íbúðir. Þegar íbúðirnar í Hólahverfmu hefðu veriö auglýstar 1978 og 1979 hefðu 918 sótt um 276 íbúðir. Á árinu 1981 heföu þeir svo úthlutað 125 svo- kölluðum endursöluíbúðum og þá hefðu veriö 479 umsóknir. Og á þessu ári hefðu þeir auglýst 320 íbúðir og bár- ust 1199 umsóknir. 176 þessara íbúða væru á Eiðsgranda, 14 í Kamþaseli og 130 væru endursöluíbúðir. Og til stæði að auglýsa endursöluíbúðir aftur í nóvember næstkomandi. En hvaö með sjálft íbúðarverðið? „Ef við tökum endursöluibúðirnar fyrst, þá er meðalverð á þriggja her- bergja íbúð svona um 700 þúsund krón- ur eftir 1. október næstkomandi. 80 prósent af verðinu er lánað til 42 ára. Lánin eru verðtryggð með hálfs prósents vöxtum. íbúöarverð nýbygginganna er mun hærra, líklegast um 20 prósent. Þar er útborgun minni, eða 10 prósent af íbúð- arveröinu, þannig að 90 prósent er lán- aö. Og kjörin eru þau sömu og á lánun- um til endursöluíbúðanna,” sagði Ríkharöur Steinbergsson aö lokum. -JGH. Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Verða menti fyrst vitrir um sjötugt? Fjórir fyrrverandi stjórnmála- menn komu í sjónvarpið í fyrrakvöld og hættu að vera fyrrverandí um stund, a.m.k. á meöan þeir voru að tíunda hvernig fjölmiðlar nota stjórnmálamenn í sina þágu en ekki öfugt. Menn þessir voru fyrrverandi ráðherrar, þeir Ingólfur Jónsson, Gylfi Þ. GLslason, Eysteinn Jónsson og Lúðvík Jósepsson. Allir hafa þeir hætt stjórnmálastörfum á besta aldri án skýringa, alveg eins og hér væri um skrifstofustörf að ræða, sem menn hefðu ekki þrek til að vinna eft- ir sextiu og sjö ára aldur. Tveir stjómmálaskörungar á þessari öld gegndu æðstu embættum með þjóð- um sínum þótt þeir væru komnir um áttrætt. Það voru þeir Konrad (Der AltejÁdenauerog Winston Churchill. Enginn frýði þeim vits og heilsan var góð nema hvað Churchill var sagður oröinn heyrnardaufur, sem aðeins stjómmálamaður um áttrætt getur leyft sér. Hugsið ykkur allan kjaftaganginn sem hinir yngri verða að þola bótalaust. Flokksforingjar vilja stundum flýta fyrir svonefndri „endumýjun” á þingi meö því að beita fyrir sig aldurstakmörkunum í stjóramálum. Þetta er hættuleg firra, sem komið hefur mörgum þjóðum í koll, sem setiö hafa uppi um tíma með hálf- gerö unglingaþing. Stjórnmála- maður er búinn aö bæta við sig nýju skilningarviti, þegar hann er kominn yfir sjötugt, sem er mjög heppilegt í stjórnmálum. Við getum kallað þetta skilningarvit elli. Hún hefur það í för með sér að menn vinna hægar og hafa þvi meiri tíma til ígrundunar. Hún hefur líka í för með sér reynslu og hroka gegn tímaleysi, sem hinum göinlu er einum gefið. Þetta eru góðir eiginleikar fyrir stjómmála- menn, sem því miður ávinnast aðeins með aldri. Þeir f jórir sem rætt var við í fyrra- kvöld eiga það allir sameiginlegt að hafa sjálfir kosið að hætta. Eflaust hafa yngri menn beðið froðufellandi við dyrnar til að taka við af þeim, og því höfum við nú í stað viturlegrar kyrrðar langrar ævi einhverja óhamda stráka, sem eru að hamast í þingsölum í málum, sem þola vel góöa bið, en varöar minna um þær yfirveguðu tilfinningar þjóðmála- baráttunnar, sem eru reknar út um sjötugsaldurinn. Það á alveg hik- laust að stöðva þá þróun aö menn hætti í stjómmálum á starfsaldri1 skrifstofumanna, en taka upp þá Eysteinn Jónsson háttu að stjómmálamenn starfi að hugðarefnum sínum eins lengi og heilsan leyfir. Núverandi forsætisráðherra er Lúðvík Jósepsson clstur þingmanna, nýlega orðinn sjötugur. Hann hefur vitnað til Adenauers, þegar sagt hefur verið að hann væri of gamall til að taka að sér vandamikil yerk. Stjómarforusta hans og framkoma hefur hins vegar vakið aðdáun og dulda öfund hinna yngri manna, sem varla munu þekkja Ijóð Jóns á Bægisá til að vitna í þau, hvað þá að þeir búi yfir hæg- látri og virðulegri framkomu Der Alte. Eysteinn Jónsson ber ekki með sér i tali eða útliti, að hann sé ekki lengur þinghæfur fyrir elli sakir. Það gera hinir þrir ekki heldur. Aftur á móti stóð Eysteinn fyrir því sem flokksformaður að koma mönnum heim af þingi þegar þeir nálguðust sjötugt. Sanngirni hans hefur ekki leyft að annað gengi yfir hann en þá, þegar aldurinn sótti að honum. Lúðvík Jósepsson ólst upp í nokkrum vanþroska kreppuáranna. Hann er fyrst að verða skynugur nú, þegar hann er hættur og má vera með sama göfuga ráðinu og hann var, þegar hann hlífði sóknaraefndinni á Neskaupstaö við yfirtöku. Þeir Ingólfur og Gylfi gætu báðir verið flokksformenn lengi enn, og myndu leiða flokka sina vel. En eldri menn eru ekki sagðir eiga heima í pólitík- inni. Og meðan svo er telja þeir sjálfir að það sé kurteisi að vikja snemma. Enginn veit til hvers? Svarthöfði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.