Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1982, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1982, Blaðsíða 16
16 DV. FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER1982. Spurningin Hjálparðu makanum við að vaska upp? Birna Bjömsdóttir húsmóöir: Ja, viö eigum nú uppþvottavél. Og við hjálp- umst bæöi viö að raöa í vélina. Birgir Steinþórsson bókari: Mjög sjaldan. Hvers vegna ekki? Veit það ekki. Finnst það ekkert leiðinlegt, en geri það samt sem áður m jög sjaldan. Freyr Hreiöarsson bilamálari: Já, það geri ég á hverjum degi og elda auð- vitað líka. Uppvaskið ekkert leiðin- legt? Nei, það finnst mér ekki. Öðinn Guðmundsson sjómaður: Já, já, ég geri það. Hjálpa henni eins oft og ég get. Nei, nei, finnst alls ekki svo leiðin- legt að vaska upp. Hreinn Guölaugsson bifreiðastjóri: Jú, það kemur fyrir, en heldur er það sjaldan. Finnst uppvaskiö hálf leiðin- legt. Guðmundur Magnússon: Jú, það geri ég oft. Finnst það alls ekki svo leiðin- legt. Þværðu eða þurrkarðu? Geri hvort tveggja. Lesendur Lesendur Lesendur Unglingar fyrir utan Villta tryllta Villa. Ásgeir Kárason segir, að vilji 7079-5612 sjá ekta svall, þá só nær að Hta á h'fið umhverfis skemmtistaði hinna fullorðnu. O V-mynd: Sv. Þ. OPIÐBREFTIL 7079-5612: Fullorðna fólkið svallar — ekki unglingarnir, segir lesandi Ásgeir Kárason skrifar: Eg vissi eiginlega ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta þegar ég las lesandabréf 7079—5612 um Villta Villa. Bréfið er með betri bröndur- um, sem ég hef séð á minni lífsleið, enda vel kryddað. Þessi 7079-5612 telur upp 10 ókosti skemmtistaðarins. Kennir þar margra grasa, svo sem aö áfengi sé faliö í skúmaskotum úti og að krakk- arnir haldi áfram að svalla umhverf- is staðinn langt fram eftir nóttu. 7079-5612 fer sem sé ekki að sofa heldur vakir fram eftir öllu, senni- lega meö kíki, til þess að geta nú fylgst með hvað við unglingamir erum að gera af okkur. Finnst þetta greinilega vera mjög spennandi. Eg skora á þennan aðila að fara nú meö kíkinn og líta á lífið umhverfis skemmtistaði hinna fullorðnu. Þá fær hann að sjá ekta svall, læti og áfengi falið í skúmaskotum. Svo segir aumingja 7079-5612 aö lögreglan sé hætt að sinna útköllum að Villta Villa og hafi ekkert eftirlit með staðnum. Hins vegar kemur fram, þegar blaöamaöur DV hefur samband við Oskar Olason, yfirlög- regluþjón, að lögreglan hefur einmitt sérstakt eftirlit þarna, ekki síst um helgar. Það besta í bréfi 7079-5612 eru þó yfirlýsingar um drukkna unglinga slangrandi langt fram eftir nóttu. Ekki veit ég um neinn, sem hefur nennt því. Víst kemur fyrir að unglingar skvetti í sig, en það er af hófsemi, nema þá örfáir þeirra eldri. Þessi hófsemi er nú eitthvað sem þið full- orðna fólkiö skiljið ekki, því þaö eruð sko þið sem svallið. 7079-5612 segir íbúðina sína hafa fallið svo rosalega í verði síðan Villti Villi opnaöi. Ekki er nú öll vitleysan eins. Síöan er það uppspuni frá rót- um að krakkar séu að sparka og berja í bíla. Þaö mætti halda að við værum einhverjar skepnur ný- sloppnar af Sædýrasafninu. 7079-5612, ég veit aö það er ofsa- lega spennandi að skrifa svona í blöðin, en væri nú ekki betra að hafa sannleikskomin einhver? Nei, vinur minn, þetta fór ekki vel hjá þér, en ég og vinir mínir erum þeirrar skoðunar að þú eigir þér framtíð í skemmtanabransanum. Þú myndir slá í gegn. Misréttið í „föstudagsmyndum” DV: Aldrei mynd af karlmanni — hvers eigum við konurnar að gjalda? til ykkar á DV að fara nú að gera karl- mönnum jafn hátt undir höfði og kven- fólkinu. I hverri viku er „föstudagsmyndin” ykkar af þessari konunni eða hinni. En er nú ekki tímabært, á þessum jafn- réttistímum, að við fáum einhverjar myndir af karlmönnum með loðna bringu og stælta vöðva. Eða hvers eigum við konurnar að gjalda að fá aldrei neinar myndir okkur til ánægju? G.G. hringdi frá Akureyri: Eg beini þeim eindregnu tilmælum G.G. á Akureyri vill fyrir hvern mun fá „föstudagsmyndir" af karimönn- um „með loðna bringu og stælta vöðva". Til bráðabirgða birtum við þessa myndi huggunarskyni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.