Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1982, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1982, Blaðsíða 36
36 DV. FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER1982. DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL Fyrirmyndar fjölbýli — litið við í Engjaseli og rabbað við Bjöm Krístleifsson arkitekt Þrátt fyrir aö alls kyns fræðingar tali hver í kapp við annan um að maöurinn sé félagsvera þá fylgir sam- býli mannsins alls kyns vandamál. Hver elur ekki þá ósk í brjósti aö búa í einbýlishúsi fremur en í f jölbýli til þess að geta verið einn út af fyrir sig? Laus við ónæði af „partíum” cða rifrildi vegna sameignarir.nar. En þó eru til fyrirmyndar .ambýli. Dæmi um slíkt er í Engjaseli 52 til 58 i Breiöholti. Þar hefur myndast óvenju góð samstaöa meöal íbúanna. Auk þess sem sameiginlegt leiksvæöi fyrir börnin er til fyrirmyndar þá er einnig mikiö félagsstarf meðal íbúanna. Til að mynda er haldin árleg hátíð í Engjaselinu og er þá margt sér til gamansgert. Björn Kristleifsson arkitekt teiknaði leiksvæöið og voru það íbúamir sem reistu það í sameiningu. Bjöm býr í einu húsanna. Við skruppum upp í Engjasel í blíðskaparveðri fyrir skömmu og báöum arkitektinn aö lóðsa okkur umsvæðiö. Eitth irað fyrir alla , ,Það er mikið af bamafólki í þessum húsum og bamafjöldinn gríðarlega mikill. Við hönnun leiktækjanna var reynt að sníða þau að þörfum sem flestra aldursflokka barna.” Það er Björn sem hefur orðið og óhætt er að taka undir þessi orð hans. Á svæðinu voru alls kyns leiktæki, klifurgrind, rennibraut, sandkassi og körfuboltavöllur og virtust börnin al- sæl með þetta skipulag. öllu þessu var haganlega fyrir komiö og plássið nýtt- ist vel. Auk þess er leiksvæðiö meö af- brigðum snyrtilegt og mikið fyrir aug- að. Enda hefur Reykjavíkurborg veitt íbúunum verðlaun fyrir. — Hvernig kom það til að þið réðust í þessar framkvæmdir? „Það er skylda í hverfinu að íbúarnir hanni slík leiksvæði á milli húsanna og til þess á að mynda húsf élag. Hér er um ágæta lausn fyrir borgaryfirvöld að ræða því íbúarnir standa algjörlega straum af kostnaðin- um sjálfir. Kostnaðurinn við þetta hjá okkur er sennilega óvenju mikill miðað við þaö sem tíðkast hér í nágrenninu því það er vitaskuld misjafnt hvað menn leggja mikið í svonn fram- kvæmdir.” — Enerekki óvenjumikilsamstaða meðal íbúanna í þessum húsum að öðru leyti? „Eg skal nú ekkert um það segja hvað tíðkast annars staðar. En hitt er rétt að hér er mikil samstaða og fólkið sem hér býr sækir mikið hvert tU annars og vel er hugsanlegt að það sé meira en almennt tíökast. Þetta byrjaði nú allt þegar við hófum byggingarframkvæmdir hér og síðan hefur þetta þróast. Jákvætt hugarfar — Þegar margt fólk með margar og ólíkar skoðanir kemur saman vill oft reynast erfitt að komast að niöurstöðu og alls kyns ágreiningsefni koma upp. Fjölbýli Texti: GunnlaugurS. Gunnlaugsson Myndir: Gunnar V. Andrésson Eruð þið laus viö slíkan ágreining og deilur? „Vitaskuld hefur maöur heyrt af s'íkum deilum manna. En við hér erum algjörlega laus við slíkt og senni- lega erum við heppin með mannvalið. Hér ganga allir að störfunum með já- kvæðu hugarfari. Eg get tekið sem dæmi þegar við unnum að leiksvæðinu. Þá keyptum við efnið og reistum þetta sjálf. Og þó að ekki mættu alltaf allir til vinnu þá var ekkert við því sagt og aldrei skráðir neinir tímar. Fólkið kom bara þegar þaö gat og þátttakan var mjöggóð. — Ereinhvergæslaáleiksvæðinu? „Nei það er engin skipulögð gæsla hér enda er hún óþörf að öðru leyti en því að bamapíur eru með yngstu börn- in. En þau eldri halda sig hér á svæð- inu. Það er engin hætta á aö þau fari héöan — maður getur gengið að þeim vísum í leiktækjunum. Og það er náttúrlega tilgangurinn með þessu.” — Er mikiö um eigendaskipti að íbúöunum? „Nei það get ég alls ekki sagt. En þó er alltaf eitthvaö um það. Og yfirleitt er það barnafólk sem hingað flytur, eins og segja má um Breiðholtið al- mennt. Þetta eru blokkir sem eru byggðar af einstaklingum sem sóttu um og er á svipuðum aldri og með mik- ið af börnum. íbúðirnar eru líka af þeim stæröum sem eru mjög hentugar fyrir bamafólk. — Hvað eru þaö margar íbúðir sem hafa þetta sameiginlega útivistar- svæði? „Þær eru 29. Tólf íbúðir í hvorri blokk og svo fimm í raðhúsinu. Auk þess sem þaö er sameiginlegur rekstur á leiksvæðinu þá er einnig bif- reiðageymslan sameiginleg og sér- stakt húsfélag myndað um þetta. ” Sameiginleg hátíð — Síðan hélduð þiö sameiginlega hátíö fyrir skömmu? „Já við höldum slíka hátíð á hverju sumri og var það í sjötta skipti nú í sumar. Þá er byrjað klukkan tíu á morgnana meö fánahyllingu og skrúð- göngu. Að því loknu er drukkið morgunkaffi úti. Að hádegismatnum loknum er komið saman í kjallaranum í einu húsanna og skemmtunin heldur áfram. Þar sjá bömin um skemmti- atriðin í rúma klukkustund. Þau bjóða þar upp á leikrit, brúöuleikhús og alls kyns uppákomur. Síðan er haldið áfram úti og farið í leiki og keppni. I sumar var sippað, keppt í körfubolta og kassabílaralli svo að eitthvað sé nefnt. / Engjaselinu er aðstaðan fyrir börnin til fyrirmyndar, jafnt úti sem inni. í kjallaranum var meðal annars brúðuleikhus. Hér eru þær Sigfriður, Sveinbjörg og Hulda á sviðinu. Björn Kristleifsson tók nokkrar lóttar lyftur á slánni i kjallaranum en þar er ágæt aðstaða til að iðka leikfimi. Þegar líöa fer á daginn er boöiö upp á bíó í kjaliaranum. Svo er gert hlé til klukkan níu. Þá kemurfullorðna fólkiö saman í kjallaranum og er þar sameiginlegt borðhald og dansleikur á eftir sem stendur fram eftir nóttu. Við höfum einnig haldið hér þorra- blót og má segja að við fullorðna fólkið sækjum mikið félagsstarf til okkar sjálfra. Enda er þetta bamafólk sem á ekki alltaf heimangengt og einnig er langt í félagstarfsemi héðan. Þetta hefur haft í för með sér mikla sam- heldni meðal íbúanna. Og sömu sögu er að segja af bömunum, þau halda mikið saman eins og eðlilegt er, enda þurfa þau ekkert að sækja út fyrir svæðiö. Það má segja aö eini gallinn við þetta sé sá að þaö fellur of fljótt skuggi á leiksvæöið — það er í raun öfugu megin við húsiö. En það er hlutur sem ekkert er hægt að gera við.” Samheldnin ífyrirrúmi Við höfum haldiö okkur utan húss hingaö til og virt fyrir okkur leiksvæðið enda bliðskaparveður þó að sólin næði ekki að baöa okkur í geislum sínum vegna hæðar annarrar blokkarinnar eins og Bjöm lýsti. En nú bauð Björn okkur aö ganga um kjallara Engjasels 56 og býr hann í því húsi. Ibúarnir hafa lagt kjallarann undir sameiginlega aöstöðu og enn situr samheldnin í fyrirrúmi. .díonurnar í húsunum hafa verið Og vitaskuld voru piltarnir i bilaleik á ganginum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.