Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1982, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1982, Blaðsíða 11
DV. FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER1982. 11 Með pottþéttan söluvaming — DV spjailar við Þórarin E. Sveinsson, nýráðinn samlagsstjóra við Mjólkur- samlag KEA á Akureyri Nýlega var Þórarinn E. Sveinsson mjólkurverkfræöingur ráöinn í starf samlagsstjóra viö Mjókursamlag KEA á Akureyri. Áöur haföi Þórarinn starfaö sem framleiöslustjóri hjá sama fyrirtæki í rúm þrjú ár. Þórarinn lauk kandidatsprófi í mjókurverkfræði frá landbúnaöar- háskólanum á Ási í Noregi 1977. Hann er kvæntur Ingu Einarsdóttur og eiga þau tvo syni. ... mejeriingeniör... — Þórarinn, hvaö þýöir eiginlega aö vera mjókurverkfræöingur? — Mjókurverkfræöingur er eigin- lega slæm þýðing á danska orðinu mejeriingeniör. Aö mínu mati er þetta sambærilegt viö aö vera matvælaverk- fræöingur, sem aftur á móti er slæm þýöing á danska oröinu ernærings- ingeniör. Munurinn er mjólkurfræöi og mjólkurverkfræöi er sá að þaö síðar- nefnda lærist í háskóla, hitt er iönnám. Mjólkurverkfræðingi er ætlað að hafa yfirumsjón meö mjólkinni allt frá því hún kemur úr kúnni og þar til hún kem- ur fullunnin á markað. Nám þetta er unnt aö stunda bæöi í Noregi og Dan- mörku. Eg lauk mínu námi viö land- búnaðarháskólann á Ási í Noregi 1977, en vann síöan hálft annað ár úti, m.a. viö rannsóknir hjá landbúnaöarháskól- anum. Svo kom ég heim í ársbyrjun 1979 og tók þá til starfa hér hjá KEA. Ung hjón að sunnan — Nú er sagt aö Akureyringar séu lítt ginnkeyptir fyrir aökomufólki. Eruð þiö hjónin kannski aö norðan? — Nei, hvorugt okkar. Eg er frá Reykjavík og Inga er frá Keflavík og því enn meiri Sunnlendingur en ég. En okkur hefur báöum fallið vel aö búa á Akureyri. Þaö er bara eins og hver önnur þjóösaga aö erfitt sé aö kynnast Akureyringum. Ætli þaö sé ekki mest undir manni sjálfum komiö hvernig til tekst meö nýtt líf á nýjum staö? — Nú getur varla veriö um margar samlagsstjórastöður aö ræða á landinu. Ertu þá ekki einmitt kominn í stööu sem fólk heldur dauöahaldi í fram ó eftirlaunaaldurinn? — Mjókursamsölurnar á öllu landinu eru 17 talsins og þetta er næst stærsta samlagiö á eftir Mjókurbúi Flóamanna. Svo víst er þetta góö staöa og í alla staði áhugaverö. En ég vona nú samt aö þetta sé ekki ævistarfið eins og þaö leggur sig. Slíkt er bæði fráhrindandi og hættulegur hugsunar- háttur, sem hlýtur að leiöa til stöön- unar. Eigum við ekki aö oröa það svo aö ég stefni fremur aö því aö geta keypt mér gullúr sjálfur eftir svo sem 30 ár en treysta því aö ég fái það þá frá einhverju fyrirtæki? — Og hvernig gengur svo rekstur- inn? — Viö fengum ný húsakynni undir starfsemina 1980 og eftir vissa byrjunaröröugleika hefur reksturinn gengiö tæknilega mjög vel. Aö sjálf- sögöu höfum viö ekki peninga til aö gera allt þaö sem viö vildum gera, en þar erum viö bara á sama báti og öll önnur iðnfyrirtæki á landinu. Einir um smjörva og kotasælu — Hvaðan fáiö þiö mjólkina og hvaö framleiðið þiö úr henni? — Viðfáummjólkfrámjólkurfram- leiðendum í Eyjafiröi og Fnjóskadal og sjáum sömu svæöum fyrir ferskvör- um. Við framleiöum jógúrt sem ferðast víöar, eða t.d. um Skagafjörö og Húnavatnssýslu. Smjöri og osti er aftur á móti dreift um land allt í gegnum Osta- og smjörsöluna í Reykjavík. Viö erum meö lang stærsta ostagerðarbúið á landinu. Af þeim rúml. 20 milljónum lítra, sem viö tökum árlega á móti, fara um 80% í osta og smjör. Jafnframt erum viö eina samlagið á landinu sem framleiö- ir smjörva og kotasælu. 1 heild bjóðum viö upp á svona 20—30 vörutegundir. — Nú er varla talaö um annaö en kreppu og samdrátt í þjóðfélaginu. En er samt ekki óhætt að fullyröa aö þiö eruð meö pottþéttan söluvarning hvaö sem á dynur? — Ef ég á aö miða viö sjálfan mig veit ég aö ég þyrfti aö vera ansi langt leiddur til aö hætta aö drekka mjólk! Meö þaö í huga þori ég auðvitaö alveg aö fullyrða að viö erum meö pottþéttan söluvarning, jafnvel þótt almenningur þurfi að herða aö sér ólina eins og póli- tíkusarnir oröa þaö! jþ jf <F<F<H><F<H><F<H><F<H><F<H* <f<f<t<HKKt<^<f<f<fíf NÝKOMNIR " ungbarnaskór úr leðri, skinnfóðraðir á leðursóla. Þrjár gerðir Litir: hvítur, rauður, biár oggrænn. Stærðir: 18—23. Verð: kr. 240,00. SKÓBÚÐIN, SNORRABRAUT 38, REYKJAVÍK. - SÍM114190. VERSLUNIN LIPURTÁ, KEFLAVÍK. - SÍMI 92 3033. SKÓBÚÐIN, LAUGAVEGI62, REYKJAVÍK. - SÍMI29350. <* <í <t <J <* <* Þórarínn E. Sveinsson að störfum /nýjum húsakynnum KEA. SKRIFSTOFUHÚSGÖGN - HALLARMÚLA 2,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.