Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1982, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1982, Side 18
18 DV. LAUGARDAGUR 2. OKTOBER1982. £G VILEKKI LEIKA Ómar Hallsson „spiittntkklnn í veitingabransanunl,, í helgarvidtalinu \IÍIi\\ BOSS’* „Spúttnikkinn í veitingabransanum” hefur hann veriö kallaður. Og kannski ekki aö ástæðulausu því hann mun vera orðinn einn sá stærsti á þeim vettvangi. Hann rekur veitingahúsið Rán, hefur nýlega fest kaup á Naustinu og fyrirtækinu Gæði, svo og diskótekinu Manhattan sem hann ætlar reyndar ekki að reka sem diskótek heldur leigja út undir árshátíðir og annað í þeim dúr. Maðurinn er Ómar Hallsson, rúmlega þrítugur Reykvíkingur. Hann lætur lítið yfir sér, er hógvær í meira lagi. Og þegar ég spyr hann, hvað hann segi um það að vera kallaður „spúttnikkinn í veitingabransanum” segir hann: „Þetta finnst mér neikvætt. Ég vil ekki leika neinn boss, heldur sigla með fjöldanum, fylgja straumnum. Ég er enginn forstjóri og læt aðra um skrifstofustólana.” ,,Ég veit vel að eitt þad fyrsta sem fólk sparar vid sig, þegar aurarádin minnka, eru einmitt heimsóknir á veitingahús. . . ” „Er bara að yfirtaka leigu á húsnæði" „Það er alger misskilningur, eins og ég heyri oft, aö ég hafi verið aö kaupa Naustið og kaupa Ránina og kaupa hitt og þetta. Ég bara kaupi reksturinn sem slíkan en leigi húsnæöiö. Og þaö að ég hafi keypt Geirsbúð þessa elstu starfandi versl- un í Reykjavík, er tóm vitleysa því fjölskylda Geirs Zoega á húsnæöiö. Þaö sem ég geri er bara aö yfirtaka leiguáhúsnæði.” — Er ekki óös manns æði aö fara út í slíkan rekstur á þessum síðustu og verstu tímum? „Jú, þaö er rétt. Þaö er bjartsýni í manni aö fara út í þetta. Eg er bjart- sýnismaður og treysti á guö og lukk- una.” — Nú nýveriö hafa þrjú veitinga- hús lagt upp laupana. Er ekki mikill samdráttur í veitingaiönaöinum núna? , ,Jú, vissulega er samdráttur en ég vonaþaðbesta.” „Svona löguðu er ekki fjarstýrt" — Þú ert búinn aö lifa og hrærast í veitingaiönaöinum síöan ’64. Hafa oröið miklar breytingar á þessum árum? „Já, þaö hafa orðið gífurlegar breytingar. Þær eiginlega hófust, þegar Vilmundur breytti vinlöggjöf- inni. Þá spruttu upp margir litlir —I veitingastaöir. Svo er fólk fariö aö gera miklu meiri kröfur. Þaö er ekki lengur hægt aö bjóöa þvi hvað sem er, fólk er fariö að ferðast svo mikið. Og viö þessar tíöu utanferðir hafa kröfur fólks aukist til muna.” — Á hverju byggist veitingarekst- ur? „Fyrst og fremst góöu starfsfólki og aö vera í þessu sjálfur af lífi og sái. Maður veröur aö vera einn af áhöfninni og þá gengur samstarfiö við þá sem vinna hjá þér upp. Svona lcguðu er ekki fjarstýrt. Það gengur ekki. Svo verður þú að vera meö fyrsta flokks hráefni því gesturinn er orðinn svo kröfuharður. Kannski þess vegna keypti ég Gæði til aö geta sjáifur séð um þá hluti. Annars bygg- ist þetta hjá okkur á því aö viö erum saman í þessu hjónin. Það væri ekki fyrir giftan mann aö standa í þessu, ef konan tæki ekki þátt í því meö hon- um. Þetta er þrotlaus vinna frá morgni til kvölds. Þaö þýöir ekki aö slá slöku viö, hvaö hráefni snertir en einmitt það hefur komið mörgum í koll og svo hafa sumir brennt sig á því aö fara í forstjóraleik og þá er balliö búiö.” — Hvernig er vinnutíminn h já þér? „Það eru 12—14 tímar á sólar- hring, alveg lágmark. Ég kem oft tii vinnu átta á morgnana og er svo síðasti maður heim á kvöldin. ” — Kemst þá nokkuö annaö aö hjá þér? „Nei, lítiö annað. Ég var í hesta- mennsku og íþróttum hér áöur en þaö er liðin tíö.” — Getur þú þá nokkum tíma um frjálst höfuö strokið? „Já, já, ég get þaö. Svo hef ég svo gott starfsfólk. Ég tek áhyggjumar ekkimeðmérí rúmiö!” „Menn farnir að líta þjónustu sem eitthvað niðurlægjandi" „Annars veröur þaö aö segjast eins og er að þaö er erfitt aö fá gott starfsfólk. Þar hefur oröið mikil breyting á síðustu árin, ég vil kenna Hótel- og veitingaskólanum þar um. Þar hefur orðið afturför. Menn em einhvem veginn famir að líta á þjón- ustu, sem eitthvað niöurlægjandi. Mér finnst þetta unga fólk, sem kem- ur úr skólanum, ekki gefa nóg af sér í vinnuna. Þegar fólk fer út aö borða, þá er það aö lyfta sér upp og þaö vili láta stjana í kringum sig. Þjónninn veröur aö láta gestinn finna aö hann sé meira en velkominn. Skólinn ung- ar út tugum kokka og þjóna árlega og þegar þetta fólk kemur út í at- vinnulífiö stenst þaö ekki þær kröfur sem geröar em til þess, þaö ber ekki næga virðingu fyrir starfinu. Þetta er nú einusinni faggrein.” „Meðfædd þjónustulund" — Var ekki dýrt aö kaupa Naustið? „Jú, blessuövertu.” — Hvaö ertu lengi að vinna þaö upp? , „Mörg ár.” — Getur þú nefnt einhverja tölu? „Ætli það hafi ekki verið á fjóröu milljón, þegar upp var staðið.” — Ertþú„bissnessmaöur?” „Nei, það held ég ekki. Kannski þess vegna hef ég ráðiö mér rekstr- arráögjafa sem hafa hönd í bagga meö rekstrinum, svo ég sigli ekki í strand. Ég hef til dæmis frábæran starfskraft sem sér um skrifstofuna, Ölöfu Jónsdóttur, sem ég gæti ekki verið án.” — Af hverju gerðist þú þjónn? „Ætli þaö hafi ekki verið meöfædd þjónustulund mín sem réöi því.” — Ætlaðir þú alltaf aö verða þjónn? , J4ei, nei, það var meira aö segja litið hálfgerðu hornauga í fjölskyld- unni aö ég skyldi fara út í þjónustu- störf.” — Hver er besti matur sem þú færö? „Fiskur, ef hann er góöur. Skata og saltfiskur em í miklu uppáhaldi hiámér.” „Upp fyrir haus í skuldum" — Ertþú ríkur? „Nei, ég stend upp fyrir haus í skuldum, eins og er, en hins vegar á ég dásamlega f jölskyldu.” — Álítur þú þig stærstan í þessum „bransa”? „Ég hef nú ekki einu sinni hugsað út í það en fyrst þú spyrö þá vil ég svara þessu neitandi. Hins vegar hef ég leitt hugann að því, hver sé bestur.” — Ogtelurþúþigveraþað? „Alveg tvímælalaust því ef maður hef ur ekki trú á sjálfum sér er maður búinn aö vera. Ég reyni að standast þær kröfur sem viðskiptavinurinn gerir tilmín.” „Að vera sjálfs sín herra" — Nú er Naustið rósin í hnappa- gati þínu. Þegar þú vannst þar, ný- kominn frá námi, datt þér í hug að þú ættir eftir aö eignast staðinn sjálf ur? „Nei, hreint ekki. Þetta var eigin- lega alveg óvænt aö ég keypti Naustið. Ég heyröi því fleygt að til

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.