Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1982, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1982, Blaðsíða 5
DV. MÁNUDAGUR4. OKTOBER1982. 5. Reykjavík er ekki ný skemmtanaparadís segir sænska blaðið Expressen: Eru íslenskar stúlkur . v „fúsar og fallegar” — Flugleiðaauglýsing í Svíþ jóð vekur umtal Frá Gunnlaugi A. Jónssyni / Lundi. Reykjavík er ekki ný skemmtana- paradís. Sú er niðurstaöa í ítarlegri grein í Expressen, útbreiddasta dag- blaöi Svíþjóðar á laugardaginn. Blaöiö haföi gert tvo fréttamenn út af örkinni vegna auglýsinga sem birst hafa frá Flugleiöum í sænskum blöðum aö undanfömu. I auglýsingum þessum hefur veriö dregin upp mynd af Reykjavík sem nýrrí paradis i skemmtanaheiminum. Grein Expressen er óneitanlega heldur neikvæð fyrir Isiand og ekki til þess fallin að auka feröamannastrauminn þangað frá Svíþjóö. I greininni segir aö þessari auglýsingu sé sýnilega ætiað aö höföa til karlmanna fyrst og fremst því að í henni sé gefiö í skyn aö islenskar stúlkur séu „fúsar og falleg- ar”. I grein Expressen er sérstaklega kvartaö undan dýrtiöinni á tslandi. „Reikningur fyrir helgina hljóöaöi upp á 4000 sænskar kr. sem eru 8800 íslenskar krónur og kvef vegna kulda- blástursins. Þá er ferðakostnaður ekki reiknaöur með,” segir í grein Express- en. Af þvi neikvæöa sem útsendarar Expressen sjá viö Island og Reykjavik Mynd úr auglýsingabæklingi Flugleiða, þar sem m.a. erv kynnt diskótekin Broadway, Þórscafé og ÓOal. Morgunstund gefur... GULL í MUND s — Morgunútvarpið í nýjum búningi Eins og landsmenn vöknuöu upp við í morgun er nýr þáttur byrjaöur í út- varpinu, Páll Heiöar er hættur aö vera vekjaraklukka fólks. Gull í mund heitir þátturinn og eru umsjónarmenn þrír, Stefán Jón Hafstein þekkja flestir enda er hann gamall og reyndur fréttajaxl, Hildur Eiriksdóttir vinnur á tónlistar- deildinni og sá til skamms tima um Lög unga fólksins. Loks er tilnefnd Sigríður Arnadóttir, „altmúligmann- eskja” á fréttastofu Rikisútvarpsins, eins og Stefán Jón orðaöi það þegar DV leitaði upplýsinga hjá honum um þáttinnnýja. Efni þáttarins Gull i mund sagöi Stefán Jón aö lýsa mætti svo aö fariö væri mitt á milli þáttar Páls Heiöars og þegar þulir hefðu umsjón með morgunútvarpinu. „Þar veröur tals- vert mikil músik og viö allra hæfi, bæði innlend og erlend. Blandað er saman tali og tónlist og inn i kemur fast efni eins og fréttir, veöurfregnir, leikfimi og fleira. Spil kringum tal og tóna er óhættaö segja.” Mikil áhersla veröur lögö á að hafa gott samband viö hlustendur og munu þau þrjú slá á þráöinn til fólks í bæ og byggð. Stefán Jón kallar það aö rann- saka mannlífið aö morgni til. Hlust- endum gefst lika kostur á að gagnrýna og koma með góöar ábendingar á op- inni linu sem verður alltaf á þriðju- dögum frá kl. 8.30 — 9.00. Svo er RUVAK (Utvarp Akureyri) auðvitaö inni í myndinni. Þaðan veröur sent talsvert í beinni útsendingu og líka má nefna annars konar beinar útsend- ingar sem eru feröir stjórnendanna út fy rir Skúlagötu 4 og síöan hring ja þeir í þáttinn. DELMA Sp4ðu í DELMA-quartz þau eru í sérflokki. Póstsendum. Jón og Úskar Laugavegi 70, sími 24910. Svissnesk gæði. má nefna aö ékki sé unnt aö fá keyptan bjór og hversu dýrt sé aö ferðast meö leigubílum. Þá segir að Islendingar ryöjist áfram á skemmtistöðum og helli brennivíni yfir fólk án þess aö biðjast afsökunar. Biöraöir séu viö alla skemmtistaöi eftir miönætti. Þá er greinilegt aö höfundurinn er ósáttur viö þær reglur sem gilda um klæðnaö á skemmtistöðum í Reykjavík. Segist greinarhöfundur hafa veriö kailaður pönkari af dyraverði í Broad- way, „stærsta diskóteki í Evrópu” og hafi hann þó verið í glænýrri peysu keyptri á Islandi. Ekki er greinin alveg laus viö rangfærslur. Til dæmis segir aö bensínlitrinn kosti 6,50 sænskar kr. sem eru 14.30 ísl. kr. Og ekki er víst að allir geti fallist á að Lækjarbrekka sé meö sóðalegri veitingahúsum. Loks segir greinarhöfundur sem er kvenmaöur aö nafni Gisela Fridén: „Sjálfri finnst mér ósköp ósmekklegt að „selja” grunlausar íslenskar stúlkur sænskum körlum eins og Reykjavík sé ný Bankok.” -GB. nn CN*1 AIThöfða hQi[in i -fdsho^iðjununn Húsgað^a samband ^ íóðu ve ' vörun1 Víd ne ..... jr úipur, P^' harpaf3 50^.skÓ09 .r,W6la,pfc°9 . . KvenkáPur giíio'9* úr ull- tískuvorur A»Ó9'ey ' rUr,triPP^úðir m áklæ1 ðisefn' i og giug9atJ iöldr ,, loðbandi lopa- y . .S' QYLMIR * G&H 3.21

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.