Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1982, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1982, Síða 32
44 DV. MÁNUDAGUR4.0KTOBER 1982. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið •S-* Pólitískur baráttu- maður í rokkarastétt Tom Robinson var á sínum tíma vinsælasti og besti pönk/nýbylgju-. tónlistarmaðurinn. Hann náði ótrú- lega fljótt vinsældum. Tæpu ári eftir aö hann stofnaöi hljómsveitina Tom Robinson Band sló hann í gegn með tveimur lögum ”2—4—6—7 Motorway” og „Glad to be gay”. Þetta var 1978 og Robinson var í meira lagi ólíkur bróðurpartinum af pönkurunum. I fyrsta lagi var hann og er kyn- villtur og fer ekki í felur með þaö, samanber lagið „Giad to be gay”. Og í öðru lagi var hann pólitískur bar- áttumaður á vinstri kanti stjórn- mála. Fyrsta stóra plata hans, „Power in the darkness”, féll í kramið jafnt hjá plötukaupendum sem gagnrýnendum sem sumir gengu svo langt að kalla hann „Dylan pönkkynslóðarinnar”. Textar plötunnar fjölluöu margir hverjir um pólitísk hitamál dagsins og um kynvillu. En Robinson staldr- aöi stutt við meðal hinna ríkustu og frægustu. Eftir fremur misheppnaða plötu, TRB2, gafst hljómsveit hans upp. Sumum þótti Robinson hafa svikiö upprunann er hann samdf texta við diskólag Elton John. En hann rew upp á afturlappirnar og stofnaöi hljómsveitina Sector 27. En ekkert gekk hjá honum. Platan Sector 27 var ólík fyrri verkum Robinson, t.a.m. voru textarnir ákaflega persónulegir. En nú í sumar gaf Robinson út nýja plötu sem er líkari því sem hann hafði áöur gert. Hún hét North by Northwest. Robinson hefur veriö bú- settur í Japan og Vestur-Þýskalandi og þykir tónlist hans í dag bera þess merki. Nokkur lög eru samin með Peter Gabriel og önnur meö fyrrver- andi félögum hans í Sector. Eins og í gamla daga er hann ófeiminn viö aö taka pólitísk mál til umfjöllunar. Hann hefur samið hæðinn texta um Falklandseyjastríðið „Let’s all party/ w ar has started.” Peter Lawford eins og hann litur út i dag og með Frank Sinatra á gömlu góðu árunum imyndinni Seargent Three. Peter Lawford fyrr- verandi glamúrgæi Peter Lawford má muna tímana tvenna. Hér áður fyrr var hann einn af glamúrgæjum Hollívúdd. Peter vann sig upp úr mikilli fá- tækt. Foreldrar hans voru inn- flytjendur til Bandaríkjanna. Sonur- inn náði bam að aldri árangri á leik- listarsviðinu. Vinsældir hans jukust meö aldrinum. Hann lék í kvikmynd- um og stjórnaði eigin sjónvarps- þætti, „The thin man”. Hann komst í klíku Frank Sinatra og varð góður vinur John F. Kennedy Bandaríkja- forseta og giftist systur hans, Pat Kennedy. En hann lenti upp á kant við Sinatra er sá síðarnefndi kenndi honum um að hafa komið af stað orö- rómi um aö Sinatra stæöi í ástarsam- bandi við Jarie Russell. Peter býr nú með laglegri enskri stúlku, Patricia Seaton. Hann er sífeUt að rif ja upp gömlu góöu dag- ana þegar hann var í sviösljósinu með vinunum Kennedy og Sinatra. Útgefendur vilja gjarnan að hann skrifi bók um glamúrárin og einkan- lega um það sem hann veit um sam- band Monroe og John F. Kennedy, en það var einmitt Peter sem kynnti John F. fyrir Mariiyn Monroe. En að öðm leyti virðist enginn nenna að tala við hann, nema til að hreyta í hann ónotum eins og „Æ, Pési, þúertalvegbúinnaðvera.” Veróurað greiða365þúsundir fyrír skemmdir unnarí fylliríi Lars Peter Nielsen stendur nu frammi fyrir því aö þurfa aö greiða einhvem dýrasta fyl; irís-reikning sem um getur. Nielsen, sem er 25 ára gamall, þarf aö greiða 222.698 dansk- ar krónur fyrir skemmdir sem hann olii á fyllirii 15. nóvember síðastliö- inn. 1 íslenskum krónum eru það 365 þúsundir og 224 krónur og sjótíu og tveiraurar. Og hvað í ósköpunum gerði maöur- inn? Jú, þannig var mál með vexti að Lars Peter var að hjálpa vini sínum við að kremja gamla bíla með risa- stórri ýtu. Til að gera sér vinnuna iéttari þambaði Lars bjór meö vini sínum. Var hann oröinn dauðadrukk- inn er yfir lauk og hugðist því halda heim á leið. Enginn var bíllinn við höndina og því hélt Lars út í umferð- ina á ýtunni og keyröi á eina 6—10 bíla á leiðinni og stofnaöi lífi vegfar- enda og limum í stórhættu. Meöal þeirra bifreiða sem lágu í valnum eftir ökuferö Lars á ýtunni var ein forláta lögreglubifreið. Er Lars raknaöi úr fyllir ís-rotinu trúði hann því ekki að hann hefði gert þetta. „Það var ekki fyrr en lögregl- an sýndi mér myndir af þessu að ég trúðiþví.” Lars segist ætla að reyna að borga reikninginn, en það gæti reynst hon- um erfitt því að hann var rekinn úr vinnunni eftir atburðinn, enda hafði hann fengið ýtuna „lánaða” þar. En athugum reikninginn aðeins betur. Fjöldinn allur ef bíleigendum gátu ekki krafist f jár af trygginga- fyrirtækjum sínum vegna sjálfs- ábyrgðar og því þarf Lars aöeins að greiða tryggingafyrirtækjum til baka verðeftirfarandisexbíla: eins vörubíls, eins Mercedes Benz, eins Fiat 128, eins Saab, eins Passats og einslögreglubíls. Lars segir að enda þótt margir hafi gert stólpagrín að honum fyrir þetta misheppnaða fyllirí þá hafi vinir hans bakkað hann upp. „Og lífið heldur áfram þrátt fjrir þetta,” segir Lars. Bowie í mynd eftir Oshima DANSKAR FYR/RSÆWR m SÆLAR í BANDARÍKJUNUM David Bowie er þessa dagana að leika í nýrri kvikmynd. Leikstjóri myndarinnar er enginn annar en Japaninn Nagisa Oshima, sá hinn sami og gerði hina umdeildu Veldi tilfinninganna. sem var bönnuð á kvikmyndahátíö hér á landi. Auk Bowie má þekktan telja leikarann TomConti. David Bowie leikur stríðsfanga í fangabúðum Japana í síðari heims- styrjöldinni. Þetta gæti orðið hin forvitnilegasta mynd, allavega telst það til tíðinda að Bretar og Japanir geri mynd um fanga í höndum Japana í síöasta stríði. Myndin heitir „Gleðileg jól, herra Lawrence.” Hún verður tekin í Suður-Kyrrahafi, Nýja Sjálandi og Japan. Hún verður frum- sýnd seint á næsta ári. Þetta er fjórða myndin, sem David Bowie leikur í, en sú fyrsta var The Man who fell to earth. Ekki er annaö að sjá en að í Árós- um búi fegurri stúlkur en annars staöar í Danmörku og þó víðar væri leitaö. Á dögunum vann Renée Toft Simonsen keppnina um andlit átt- unda áratugarins og nú nýverið sigraði Bine Kjellerups frá Árósum í Eileen Ford módelkeppninni. Þetta eru hvort tveggja hinar glæsilegustu stúlkur. Eileen Ford sjálf var yfir- dómari í fyrirsætu-keppninni í Árósum. Bandaríkjamenn telja fyr- irsætur frá Danmörku hafa einmitt það útlit sem selji vörur, frísklegt, fallegt, hraustlegt og náttúrlegt. Bine Kjellerup vann viku-fyrir- sætu vinnu hjá fyrirtækinu Gopen- hagen models og á aö sögn góða möguleika á að komast í fremstu röð því aö hún er aðeins fimmtán ára gömul og byrjunin getur ekki veriö betri. En hún ætlar ekki að hella sér út í fyrirsætubransann fyrr en hún hef ur lokið skyldunámi. Bandarikjamenn hrifast mjög af danskri fegurð. Ein af upprennandi fyrirsœtum Dana erBina Kjellerup, 15 ára.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.