Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1982, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1982, Side 7
DV. MÁNUDAGUR 4. OKTOBER1982. 7 ytendur Neytendur Neytendur þarna rófur, uppskriftabækur og vaxhúðaðir frystikassar sem kosta 85aura íSS-Austurveri. Um næringargildi sláturs segir Jenný Sigurðardóttir í grein sinni: „1 innyflum og blóði er miklu meira af lífsnauðsynlegum steinefnum og víta- mínum en í kjöti, auk fullgildra eggja- hvítusambanda. Vel þekkt er jámið i blóðinu. Lifrin er líka jámrík, auk þess sem dagsþörf barna og fullorðinna af A-vítamini og flestum B-vítamínum eruílOOg afhenni.” Frystir, vambir og suðutími Aðgæta þarf í upphafi sláturgerðar að frystigeymslan sé hrein og frost á henni þarf að auka áður en slátrið er sett inn. Gera þarf ráð fyrir góðum tima. Til dæmis nefndi ein afgreiðslu- stúlka 3 klukkutíma sem hún var með 5 slátur, eða þær gengu tvær frá 10 slátrum á 3 tímum. Sagðist hún sauma vambirnar saman, fela upp í keppina, eins og sagt er á sláturgerðarmáli, en síðan saumar hún ekki fyrir. Hún hefur látið útbúa fyrir sig prjóna meö hring á öðmm endanum, sláturkeppunum lokar hún með prjóni og hefur það gefið góða raun, auk þess er það mun fl jótlegra en að sauma. Siáturverkun hefst á þvi að vamb- irnar eru skafnar lauslega, oftast hafa þær verið þvegnar. Þær eru snyrtar og úr þeim fæst efni í 5—6 keppi. Þeir eru siöan saumaðir saman meö mjúku bómullargarni og gert er ráð fyrir nægilega stóru opi til aö láta hráefnið í. Ef eitthvaö þarf að geyma keppina, hvort sem þeir hafa verið saumaðir eða ekki, þá er best að láta þá liggja í köldu saltvatni. Ef slátrið er soðið jafn- óðumergottaöhafa pott með sjóðandi vatni við höndina og láta keppina jafn- óöum í. Blóömör þarf um 3 klst. suðu en lifrarpylsa 2 — 2 1/2 klukkustund. Oft er slátriö látið sjóða hálfan suðu- tímann, síöan fryst eftir að þaö hefur verið kælt. Það flýtir fyrir suöunni þegar slátriö er síöar tekið úr frysti. Eini ókosturinn er að það tekur meira rúm í frystinum eftir að það hefur verið soöið. B/óðmörog /ifrarpy/sa Agætt er að blanda blóöið í hlutföll- unum einn lítri af blóöi á móti pela af vatni. Rúgmjöliö er síðan látið út í ásamt haframjölinu. Best er að blanda þessu öllu saman með þeytara en oft er þó notuð sleif. 1/2 — 2 msk. af grófu salti er blandað saman við. Þegar sleifin getur nokkurn veginn staöiö í balanum, en hnígur þó hægt til hliðar,,, er blóðhræran rétt blönduð. Mörinn er brytjaður, honum síðan blandaö saman við blóðið, ásamt rúsínum, ef vill. Vatnið er látið renna af vömbunum og gæta þarf þess að fylla þá aöeins að 3/4. Þeir vilja springa við suöu séu þeir stútfullir. Mikilvægt er að stinga siöan gaffli í slátriö ööru hver ju meðan á suðu stendur. Þegar lifrarpylsan er útbúin eru æðamar teknar úr lifrinni og hún hökkuð, ásamt litlu magni af nýrum. Mjólk er blandað saman við ca 1,71 í 5 lifrar. Síðan er kjötkrafti blandað saman við lifrarpylsuna, ca 3 kúfuðum matskeiðum í þetta magn. Rúgmjöli og haframjöli er síðan blandað saman við. Þegar slátrið síðan er soðið er saltað í pottinn eftir smekk. Til að kanna hvort nægilega hafi verið saltað er í Iagi að smakka á soöinu. Hjörtun eru notuð í ýmsa rétti, þau eru fyllt með sveskjum og eplum ef vill. Hálsæðar og þindar eru notaöar í hakk eða kæfu. Að síðustu kemur hér ráð frá húsmæðra- kennara: „Athugið aö slátrið á alls ekki að kólna í soðinu, best er að snögg- kæla það í köldu rennandi vatni. ” -RR. Blóðmör llítriblóð 500 g — 1 kg mör 2—5 dl vatn 400—500 g rúgmjöl 300—400 g haframjöl 1/2—2 msk. gróft salt Blóðið er þynnt með vatni og saltað. Mjölinu er hrært saman við og smátt skornum mör er blandað i. Lifrarpylsa 450 g (1) lifur 100 g (2) nýru 3 dl mjólk eða kjötsoð 1/2—1 msk. gróft salt 200—300 g rúgmjöl 100 g hveiti 100 g haframjöl 300—500 g mör Lifur og nýru eru hökkuð og síðan þynnt út með mjólk eða kjötsoöi. Salti og mjöli er hrært saman við og smátt skornum mör er að lokum bætt út í. Gætiö þess aö fylla ekki keppina um of. Suðutími lifrarpylsu er 2 1/2 — 3 klst. eftir stærð keppanna. Svið Leggið sviðin í volgt vatn og sóda og hreinsið þau með stífum bursta fyrir suðu. Þindar og hálsæðar eru gott hrá- efni til kæfugerðar. Aukavambir kosta um 9 krónur stykkið, en gervivambir minni gerðin 4.05 en stœrri pokinn 3.85 kr. Siðumúla33 símar 81722 og 38125 FIAT 127 - 128 - 131. MINIÁRG. 72-79. ESCORTÁRG. 72-79. SENDUM í PÓSTKRÖFU, GSvarahlutir Armúla 24. Reykjavík Simi 36510 Einstaklingar, minni fjölskyldur Nú er tækifæriö að eignast glæsilegan og góðan Komdu til okkar og kynntu þér hvernig þú getur steikt, soðið og bakað allan venjulegan mat á ör- skammri stund. Hvernig þú getur affryst matvæli á stuttri stund og gert þér heilsusamlega máltíð á auðveldan og hagstæðan hátt. Með Toshiba ofninum fylgir matreiðslunámskeið og þú getur orðið listakokkur eftir stuttan tíma. Við fengum takmarkað magn á þessu hagstæða verði, kr. 5.990. Hagstæð kjör, útb. 1.000 og eftirstöðvar 1.000 kr. á mánuði. Líttu inn og ræddu við okkur um hvernig Toshiba ER 539 ofninn getur gjörbreytt matreiðsl- unni. EINAR FARESTVEIT & CO. HF. BERGSTAÐASTRÆTI I0A - SlMI 16995

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.