Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1982, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1982, Blaðsíða 6
6 DV. MANUDAGUR4.OKT0BER 1982. Útboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboöum í eftirfarandi: RARIK— 82044.132 kV Suðurlína, forsteyptar undirstööur, svæöi 0. I verkinu felst framleiösla á forsteyptum undirstööum og stagfestum ásamt flutningi á þeim til birgöastööva. Fjöldi eininga er 875, magn steypu 420 m3 og járna 44 tonn. Verkiö er hluti af byggingu 132 kV línu frá tengivirki viö Hóla í Hornafiröi aö tengivirki í Sigöldu. Verki skal ljúka 1. apríl 1983. Opnunardagur: Mánudagur 18. október 1982 kl. 14:00. Tilboöum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118,105 Reykjavík, fyrir opnunartíma og veröa þau opnuð aö viöstödd- um þeim bjóðendum er þess óska. Utboösgögn veröa seld á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og meö mánudeginum 4. október 1982 og kosta kr. 200,- hvert eintak. Reykjavik 30. september 1982 RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS FRAM TÖLVUSKÓLI TÖLVUNÁMSKEIÐ Tölvuskólinn Framsýn innritar nú á almenn grunnnámskeiö er hefjast í byrjun október. Nánari upplýsingar í síma 39566 milli kl. 13 og 18. Tölvunám er f járfesting í framtíð þinni. TÖLVUSKÓLINN FRAMSÝN, SÍÐUMÚLA 27, PÓSTHÓL.F 4390,124 REYKJAVÍK, SÍMI: 39566. Til sölu BMW 520 árg. 1980 BMW 518 árg. 1980 BMW 518 árg. 1977 BMW 323i árg. 1981 BMW 320 árg. 1980 BMW 316 árg. 1980 BMW 320 árg. 1981 BMW 320 autom. árg. 1980 Renault 20TL árg. 1978 Renault 20TL árg. 1977 Renault 18TS árg. 1980 Renault 18TL árg. 1979 Renault 14TL árg. 1978 Renault 14TL árg. 1977 Renault 12TS árg. 1978 Renault 12 station árg. 1979 Renault 12TL árg. 1977 Renault 5TL árg. 1973 Renault 4 Van árg. 1977 Renault4 Van árg. 1978 Renault 4TL árg. 1980 Opið: laugardaga ki. 1—6. Cf?hPT [I^achines Ti/MKRIT i á ensku fiQKA HUSIÐ LAUGAVEGI 178 sími 86780 L KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633 Neytendur Neytendur Ne Sitthvað um sláturgerð Þessi töng er hentug til að loka pokunum. Hún kostar 72.25, 120 stykki af stáihringjum kosta krónur 10.60, en einn hring þarf tii að loka hverjum poka. DV-myndirGVA Innmat er hægt að kaupa ilausasölu, kilóverð i Hfur er 50 kr., hjörtu og nýru kosta 41 krónu kilóið. AUt sem þarf til sUturgerðar, einnig eru Sláturtíðin er hafin og eru margir þegar búnir að setja birgðir í frysti- kisturnar. Slátursala fer fram í Afurðasölunni á Kirkjusandi þó mest fyrir þá sem hafa þar frystihólf. Þar er slátrið afgreitt í kössum, 5 slátur á 325 krónur og 3 slátur á 195 krónur. Afgreiðslan stendur yfir frá klukkan 13—18 virka daga. Sláturfélag Suður- lands er með slátursölu á tveimur stöðum, í Sparimarkaði SS Austurveri og í Kjörbúð SS Iðufelli í Breiðholti. Slátursala á vegum SS hefur í mörg ár verið við Skúlagötu, en er nú hætt vegna plássleysis. Ekki þarf lengur að hafa þvottabala með sér við sláturinnkaup eöa fötu undir blóöiö. Allt slátur er nú afgreitt í pokum og kössum. Hjá Sláturfélagi Suöurlands er hægt aö kaupa allt í lausasölu, eöa 5 slátur saman, sem flýtir mjög f yrir afgreiöslunni. „Algengasta er aö fólk taki 10—15 slátur,” sagöi Olöf Siguröardóttir sem afgreiöir slátur í Sparimarkaðnum Austurveri. „Það er heldur algengara að konur kaupi inn, en karlmennimir koma og kaupa aukavambir og blóö ef vantar upp á. 5 slátur kosta tæplega 400 krónur og þá meö öllu sem með þarf,”sagði Olöf. Blm. tók niður verö á slátrinu. Kíló- verö á sviöahausum er 35,35 krónur og innmatur fylgir meö þeim. Blóö fyrir fimm kíló kostar 6 krónur, það eru rúmir þrír lítrar. Vambir eru á 8,80 stykkiö, eöa 44 krónur pokinn meö fimm vömbum. 50 krónur kostar kílóið af lifrinni í lausasölu, hjörtu og nýru 41 krónu kílóið, 10 krónur kilóið af þindum og hálsæðar krónur 2,50. Hrútspungar eru á 50 krónur kílóið. Þá er þaö ýmislegt sem með þarf, rúgmjöl, hafragrjón, salt og sumir nota einnig rúsínur. Upplýsingar um allt til sláturgerðar fást gefins hjá SS- Austurveri, einnig er þar til uppskriftabók sem kostar 29 krónur og hefur aö geyma ótal sérréttatillögur í sláturmatreiðslu. Sem dæmi má nefna lambanýru á teini, nýmasmásteik í hrísgrjónabúðingi, lambahjörtu meö sveskjum, grillsteikta lambalifur og fleira. Mikilvægt i upphafi sláturgerðarinnar Markaðsnefnd landbúnaðarins hefur dreift í verslanir blaöi sem ber heitiö Dilkur. Þar skrifar Jenný Sigurðar- dóttir mikla grein um sláturgerö, einnig eru þar margar uppskriftir á innmat og fleiri gagnlegar upplýsingar eru þar umkindakjötið. Fyrir þá sem aldrei hafa tekiö slátur er vert að geta fáeinna atriða sem kunna aö koma aö gagni. Þaö er mjög mikilvægt að undirbúa sláturgeröina vel áöur en hafist er handa, einnig skiptir miklu máli á hverju er byrjað. Mikilvægt er aö hafa allt tilbúiö þegar blóði, haframjöli, rúgmjöli og mör er blandaö saman. Þaö þolir enga biö því gerjun hefst mjög fljótt þegar búiö er aö blanda blóöi og mjöli saman, þá rýma gæðin aö mun. Einnig er mikil- vægt aö slátriö sé soöiö eöa fryst strax aðlögunlokinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.