Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1982, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1982, Blaðsíða 8
8 DV. MÁNUDAGUR 4. OKTOBER1982. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Stríðið við Persaflóa: irak leitar nú aðstoðar hjá öðrum arabaríkjum. IRAK KALLAR Á HJÁLP AR- ABA GEGN ÍRAN Súdan hefur ákveöið aö senda Irak herlið til aöstoðar í Persaflóastríöinu viö Iran og þykir hugsanlegt aö þaö verði öörum arabaríkjum hvatning til þess veita Bagdad-stjórninni lið. Irakar hafa kallaö á hjálp annarra arabaríkja og hernaöaraöstoö eftir aö Iranar hófu nýja sókn viö landamærin austur af Bagdad. Uröu Súdanir fyrst- ir til þess aö bregða viö. — Haröir bar- dagar eru sagðir geisa við borgina Mandali, um 70 km frá höfuðborginni. Irak minnti arabíska frændur sína á laugardaginn á samþykkt araba- bandalagsins í Marokkó í síöasta mán- uði, þar sem ítrekuð var fyrri sam- þykkt um aö arabaríkin mundu veita hvert öðru aðstoð ef ráöist yröi á þau utan aö. Rússar treysta á leifturstríð segir breskur varnar málasérf ræðingur um hugsanlegan ófriðíEvrópu Sovétherinn æfir og undirbýr sér- staklega leiftursóknaráætlun, sem miöar aö því aö brjótast í gegnum vamir NATO og vinna — ef til kæmi — nýja styrjöld í Evrópu á þrem eða fjór- um dögum, eftir því sem varnarmála- sérfræðingur einn heldur fram. I skýrslu sem Christopher Donnelly, einn af helstu sérfræðingum breskra herskóla í sovéskri hernaöartækni, hefur skilaö til birtingar i Intemational Defence Review, segir hann aö Sovét- menn mundu grípa til leifturstríðs- áætlunar ef til ófríðar kæmi. Aö hans mati reiða Rússar sig á, aö brynsveitir þeirra meö stórskotaliði, eldflaugum, þyrlum og flugher mundu brjótast í gegnum fyrstu vamir NATO-herjanna á fyrsta degi styrjaldarátaka. Segir hann áætlanir Sovétmanna byggjast á, aö sigra í slíku stríði, áður en herforingjum NATO vinnist tími til þess að fá samþykki stjómmála- foringjanna fyrir notkun kjarnorku- vopna. Hann telur þetta afar sigurstrang- lega hemaðaráætlun fyrir hönd Sovét- manna og spáir því, að hún mundi heppnast hiö besta. I fyrstu lotu mundu Sovétmenn einangra framlínuvarnir NATO frá öllum liðsauka, eyðileggja flestar eldflaugaskotstöövar í V- Þýskalandi og eyðileggja stjómbæki- stöövar NATO-herjanna á fyrstu tveim dögumátakanna. Donnelly telur aö þaö væri ekki fyrr en aö undangengnum slíkum leiftur- árásum sem meginher Sovétmanna og Varsjárbandalagsins yrði sendur til allsherjarinnrásar í V-Evrópu. Segir hann aö framleiösla nýjustu hergagna Sovétmanna sýni að þau séu öll miðuð viö slíka áætlun. Sovéskir skriödrekar: Eru þeir ætlaöir til skyndiárásar á Evrópu? CARTER HEFUR ILL- UR HOFUÐVERK nu fffCIIP Á RFfllhl Sjúkraþjálfarar hafa uppgötvaö aö an fótinn eöa þá kona er vanfær og elur MwLhym MwL. mwí Jf m jB Sjúkraþjálfarar hafa uppgötvað aö ýmsir þeir verkiö er fólki gengur illa aö losna viö geta stafaö frá bandi sem heldur föstu beinií mjaðm-igrindinni. Er hér einkum aö ræöa verki í mjó- hrygg, baki, móöurlífi og höföi. Er hægt aö kippa þessu í lag meö því aö þrýsta meöfingrinum á bandiö. Á sl. 5 árum hefur 400 manns verið hjálpaö á þennan hátt í Danmörku, en verkirnir stafa af því aö bandið (liga- mentum sacrotuberale) er of stutt og /eöa úr skoröum. Bandiö getur m.a. fariö úr skoröum viö þaö að fólk dettur á rassinn, á ann- an fótinn eöa þá kona er vanfær og elur barn. Ef reynt er of mikiö á bandiö finnur fólk til sársauka sem það reynir að losna við meö því aö skipta um stell- ingu. Það veldurþví aðmjaðm, rgrind- in skekkist og bandiö heldur áfram aö vera aumt. Dönsku sjúkraþjálfaramir leggja áherslu á aö enn sé hér aðeins um kenningu aö ræöa en viöameiri rann- sókn til stuðnings henni sé í undirbún- ingi. Sú reynsla sem þegar er fengin sýnir aö það eru einna helst konur sem þjást af kvilla þessum. Jimmy Carter, fyrrum forseti Bandaríkjanna, lét eftir sér hafa í fyrradag aö hann tryöi því ekki að Begin forsætisráöherra Israels ætlaöi sér nokkurn tíma að leysa upp landnám Israela á vesturbakka árinn- ar Jórdan. Sagði hann aö innlimaði Israel vesturbakkann í ísraelska lögsögu dytti botninn úr yfirlýsingum Israels um aö þaö leitaöi friðar, og um leiö mundi úti um friðarsamninga Israels og Egyptalands. Ráðherrar Kohls taka við í dag Fyrsta hægristjóm V-Þýskalands í 13 ár sest í ráðherrastólana í dag meö strangar spamaðarráðstafanir á stefnuskrá sinni í efnahagsmálunum og tryggt fylgi viö Atlantshafsbanda- lagiö. Ráöherrar miö- og hægriflokka- stjórnar Helmuts Kohls kanslara munu sverja embættiseiöa síödegis í dag í neðri málstofu þýska sambands- þingsins (Bundestag) og koma strax aö því loknu saman til fyrsta fundar hinnar nýju ríkisstjórnar. Kanslarinn mun einnig hitta aö máli forvera sinn, sósíaldemókratann Helmut Schmidt, áöur en hann síöar í kvöld flýgur til Parísar til viðræðna viö Francois Mitterrand, Frakklandsfor- seta. — Þessi skyndiför Kohls til París- ar þykir vitna um fullan ásetning hans til þess að viðhalda þeim vináttubönd- um sem V-Þýskaland hefur tengst Frakklandi i kanslaratíö Schmidts. Kohl sagöi í sjónvarpsviðtali í gær- kvöld aö hann vildi flýta fyrir innlimun nýrra aðildarríkja í EBE og viðhalda sambandinu við Austur-Þýskaland. — Stjórn hans hefur heitiö því aö efna til nýrra þingkosninga 6. mars næsta ár. I för meö honum til Parísar veröur Hans-Dietrich Genscher utanríkisráö- herra og leiðtogi frjálslyndra. Gensch- er gegndi því embætti einnig í stjómar- samstarfinu viö sósíaldemókrata í Segir Carter aö þetta mundi hiö versta óráö hjá Israel en enginn vafi væri á því, aö hans mati, aö Begin heföi aldrei ætlaö sér annaö en ná sér- samningum við Egyptaland. Viðtalið, þar sem þetta kemur fram, birtist í tímaritinu Time, en þar birtust í nýjasta tölublaði þessi fyrstu ágripin úr sögu Carters, Keqiing faith, sem út á aö koma í nóvember. Þessi ágrip fjölluðu aðallega um Camp David-viö- ræöumar. Þar lýsir Carter hvemig oft hitnaði í kolunum í samræðum þeirra Begins og Sadats. Carter lýsir einnig samræöum sínum við Reagan eftir aö hinn síöamefndi var kjörinn forseti 1980 og segist hafa haft áhyggjur af áhugaleysi Reagans. Trúarerjur á Indlandi kanslaratiö Schmidts. Otto Lambs- dorff, flokksbróðir hans, tekur sömu- leiöis sitt gamla ráöuneyti í efnahags- málunum og Josef Ertl verður sem áöur landbúnaöarráðherra. Fjóröi ráöherra frjálslyndra í stjórninni mun fara meö dómsmálin. Kristilegir sósíalistar fengu innan- ríkismálaráðuneytið, en ráðhérra þess veröur Friedrich Zimmermann, náinn vinur Franz Josef Strauss, sem er óþreytandi í gagnrýni sinni á hina nýju samherja, frjálslynda demókrata. Fyrir þá sök eru margir efins í hvort stjóm Kohls kanslara muni endast samstarfiö til næsta vórs. Tvö þúsund manna þrælvopnað lög- reglulið hefur verið sent til bæjarins Meemt á N-Indlandi eftir aö brotist hafa þar út um helgina ný átök milli hindú-trúarmanna og múhameöstrú- armanna en þau kostuöu 16 manns lífiö. Flokkar lögreglumanna, vopnaöir rifflum og hríðskotabyssum, vom í eftirlitsgöngu í öngstrætum Meemt (um 75 km norðaustur af höfuöborg- inni) í morgun og skyttum var komiö fyrir á húsþökum, á meöan herþjálfað- ir lögreglumenn lögöu sig eftir aö ná mestu róstuseggjunum úr umferö. Átökin brutust út á föstudagskvöld þegar óeirðarflokkar múhameöstrúar- manna og hindú böröust meö rifflum, heimageröum handsprengjum, sým- sprengjum, logandi örvum og öllu til- tæku. Kveikt var í verslunum og hníf- um beitt miskunnarlaust á náungann. Lögreglan segir að sextán manns hafi látið lífiö um helgina í þessum róstum. Sumir þeirra létu lífið í skot- bardögum viö lögregluna. Hafa þá alls 28 látiö lífiö í deilum þessara trúflokka síöan 6. september. Lögreglan í Meemt þótti ekki hafa bolmagn til þess aö ráöa viö hatursher- ferö þessa, og alls ekki til þess aö sækja í bækistöövar óeiröarflokkanna vopnabirgðir, sem þeir hafa safnaö að sér, því aö leyniskyttur biðu lögreglu- manna. Meerut er um 400 þúsund manna borg, fræg í sögunni fyrir þaö, aö þar byrjaði uppreisn Indverja gegn bresk- um yfirráðum 1857. Þar er nú algert út- göngubann í gildi hluta borgarinnar og um 700 hafa veriö handteknir. Flestar verslanir em lokaöar en í öörum bæjarhlutum gengur lífið sinn venju- legagang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.