Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1982, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1982, Blaðsíða 16
16 DV. MÁNUDAGUR 4. OKTOBER1982. Spurningin Spilarðu oft í spilakössum Rauða krossins? Ólöf Sigurðardóttir, vinnur hjá SS: Nei, þaö geri ég ekki. Hef aldrei snert slík tæki. Er á móti þeim. Held að meö þeim sé verið að plokka unglinga og börn. Jóhauna Sigurðardóttir húsmóðir: Nei, það geri ég ekki, enda hef ég ekki efni á því og kann ekkert á þessi tæki. Jú, mér finnst allt í lagi aö hafa þá. Er ekki annars verið að styrkja gott málefni? Hrafnhildur Harðardóttir húsmóðir: Nei, ég kem aldrei nálægt þessum kössum. Ertu á móti þeim? Nei, mér finnst sjálfsagt að leyfa þá, enda margir sem vilja spila. Ásta Þórðardóttir, vinnur hjá SS: Nei, spila aldrei í slíkum kössum. Ertu á móti þeim? Nei, mér finnst sjálfsagt að leyfa þá. Meö þeim er líka verið að styrkja gott málefni. Halldóra Kristjánsdóttir sjúkraliði: Æ, finnst þeir alveg hræðilega asnalegir. Finnst þessir kassar vera tómt peningaplokk, sem börnin láta aöal- lega freistast af. Jóhannes Jónsson, verslunarstjóri hjá SS: Jú, þaö hefur komið fyrir. Grædd- irðu? Þetta er nú þannig að ef maður byrjar að græða, heldur maöur áfram að spila og tapar gróðanum að lokum. Enda vill maður ekki taka frá Rauða krossinum. Lesendur Lesendur Lesendur Endur- hæfum tnrgg- inga- félögin — hversu lengi ætlar hið opinbera að láta viðskiptahætti þeirra afskiptalaus? Kristján Guðmundsson skrifar: Snemma vetrar 1981 var ég á leiö eftir Miklubraut; ók í austurátt. Snjó- þungt var um þetta leyti þannig aö háir skaflar þrengdu mjög að akreinum. Á akreininni hægra megin við mig var löng bílalest og traktor fremstur sem taföi þá röð og þétti svo ekki var hægt aö komast inn í hana. Þegar ég var kominn á móts við afleggjarann þar sem beygt er upp í Breiðholt var ekiö aftan á bílinn minn af miklum krafti svo að hann stór- skemmdist. Lögreglan kom á staðinn og gaf skýrslu, rétt eins og gengur og gerist. Þegar ég hins vegar sneri mér til míns tryggingafélags (sem er Brunabót) til þess að fá bílinn bættan, kom í ljós að Hagtrygging, trygginga- félag þess sem á mig ók, neitaði algjör- lega aö greiða tjóniö. Þeir sögöu aö þeim kæmi þetta ekkert við. 1 ljós kom aö sá sem á mig ók hafði reynt aö klóra í bakkann. með því hreinlega aö ljúga um málsatvik. Hann fullyrti að ég hefði skotist út úr röðinni á minni akrein. yfir í hina og aftur til baka. Þaö heföi nú einfaldlega alls ekki verið hægt við þessi umferðarskilyrði en þar við sat. Hag- trygging greip tækifærið báðum höndum og neitaði aö bæta skaðann. Eg fór í mál. Þaö tók eins og hálfs Jóhanna G. Er/ingsson, starfsmaður Tryggingaeftirlitsins leitar hér álits Guðnýjar Björnsdóttur, lögfræðings stofnunarinnar. árs brambolt. Ég vann þó máliö og var mér að fullu bætt tjónið. Fólkeroflint við að kvarta 1 gegnum allt þetta hef ég komist að því aö urmull af kærum liggur fyrir á tryggingafélögin yfirleitt. Þau virðast samt átölulaust komast upp með ótrú- legustu hluti, vegna þess að fólk annaö hvort þekkir ekki rétt sinn eða gefst upp í baráttu viö þau. Sérstaklega á þetta við ef ekki er um stórtjón aö ræða. Þetta er einmitt vandinn. Fólk er of lint viö að kvarta og standa á rétti sinum. Það hefur fram að þessu látiö bjóða sér vel flest; heldur að ekkert sé hægtaðgera. Hversu lengi ætlar hið opinbera aö láta furðulega viöskiptahætti tryggingafélaganna afskiptalausa? Það er óverjandi að láta almenning vera varnarlausan gagnvart aðilum sem haga sér eins og ríki í ríkinu á sama tíma og skyldutryggingar eru annars vegar. Það er einmitt hluti vandans. Þessum fyrirtækjum eru tryggö viöskipti svo sem meö skyldutrygging- um bifreiða. En hvernig væri að hið opinbera gætti hagsmuna almennings gagnvart þessum mönnum og yfir- gangiþeirra? Að minni reynslu fenginni hvet ég fólk til þess aö standa á rétti sínum og kæraþessakauðahiklaust efþvíþykir ástæöa vera til þess. Það borgar sig og veitir þeim aöhald. Raunar má segja að slíkt sé nauösynlegt uppeldisatriði — eöa eigum viö að segja endur- hæfing? Sömuleiðis er ástæöa til þess að endurhæfa læknastéttina sem er nú enn eitt ríkiö í ríkinu. Og fleiri mættu fljóta meö. „Fyrst og fremst ádeila á hið opinbera " „Ég sé ekki ástæðu til þess að svara. Þaö er búið að dæma í þessu. Þetta er fyrst og fremst ádeila á hið opinbera,” sagði Sigurður Helgason, deildarstjóri tjónadeildar Hagtryggingar hf.er við spuröum hvort hann vildi eitthvaö um þettasegja. TryggingaeftirHtið gætir hagsmuna vátryggingataka Vegna þessa lesandabréfs skal þess getiö aö sérstök stofnun á vegum ríkisins, Tryggingaeftirlitið, var sett á laggirnar áriö 1974. Neytendaþjónusta Tryggingaeftirlitsins tók síðan til starfa í ársbyrjun 1981. Tryggingaeftirlitiö er á Suöurlands- braut 6. Sími þar er (91) 85188. „Þegar kvartanir berast vegna sakaskiptingar í bifreiðaárekstra- málum, þá tekur Tryggingaeftirlitið ekki afstöðu til sakaskiptingarinnar, heldur kynnir sér málsafgreiðslu við- komandi tryggingafélags eða félaga. Aðalhlutverk tryggingaeftirlits er einmitt að gæta hagsmuna vátrygg- ingataka,” — sagði Guðný Björns- dóttir, lögfræðingur Tryggingaeftir- litsins. -FG. LAXVEIDIFÆREVINCA SIDLAUS RÁNYRKJA? —hvaða laxastofnar skyldu eiga heimkynni í Færeyjum? Arni B. Guðjónsson skrifar: Ábending til Rúnars Péturssonar og „laxveiðimálaráðherra”Færeyinga. Vegna ummæla Rúnars Péturssonar í Dagblaðinu og Vísi 27. september, þar sem hann telur sig sanna að Fær- eyingar veiði ekki íslenskan lax, lang- ar mig aö eftirfarandi komi fram: 1. Þaö er löngu vitað að laxinn úr án- um á Austur- og Noröurlandi gengur í hafið austur og noröur af landinu um Færeyjar og noröur í Ishaf. 2. Hvað vita Færeyingar um hversu mörg gönguseiði gengu árlega úr án- um á Norður- og Austurlandi á árun- um fyrir 1980? 3. Merktum seiðum hefur verið sleppt á þessu svæði á síðustu árum og hvaöa hlutfail er þá á milli merktra og ómerktra seiða (laxa) í hafinu? 4. Merktum seiðum hefur aöallega ver- ið sleppt frá hafbeitarstöðvum á Suövesturlandi og gert er ráð fyrir að þeir laxar fari í aðrar áttir en til Færeyja. 5.1 mörgum ám á Austurlandi er Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Laxveiðar Færeyinga: íslend- ingar eiga að hætta þessum látum — segiríbréfi frí Færeyjum Mmi PMmm, IUM-UUl. OrUu M KlaUjrlk 1 rmrtiimm: Þmmlt u máHm bátU», eð ég M kmto DV aláen *8 kcn Ul Fænyje o< •kki komlet hjá þrf að leu ellt þreiiö um loivelAor Frreyin*.i hvoð þeir ey6ile**l mlkiA il ioloiuko louitofri- kmm. Seo rtU nefnllego 1U oA ** vor beAiim um oA gero konnonlr A hve mikiA v«d vokt of loionokum lool. Þmr koiuionlr gerAi ég t timobilino 1. mon Ul X. oprii, IMI. Komol ég oA þelrri niAuretAAa. eflir oA ho/o konnoA 13000 Uu *A ekkl voru nemo > luar merktir meA UUuku merki twaoi Uumlr þrir kovnu ollir é Und I NorA- depliof vorukroomsbéUoemfékkþfc 1M mUor nor&ouotur of Fvreyjum þúound iöium oem ollir voru veiddir é ovlpuAurnoiAAum. Et er þrlrrer okoAunor oA lolend ingor «gi oA hatto þeooum Ulum. og Teclinics’83 Ævintýralegt kynningarverð... Systemz-25 fráTechnics. Kl. I /-/50.“st.gr. i WJ' V . veiðin nú minni en 10% af því sem hún var árin fyrir 1980 þegar Færey- ingar hafa á sama tíma aukið lax- veiði í sjó úr um 40 tonnum í umll hundruðtonn. 6.1 hafréttarsáttmálanum nýja er gert ráð fyrir að Islendingar stjórni nýt- ingu þeirra fiskistofna sem eiga heimkynni á Islandi. 7. Hvaða stofnar skyldu það vera sem eiga heimkynni í Færeyjum og sem Færeyingar telja sig veröa að veiða? 8. Á Islandi eru margir menn sem álíta laxveiði Færeyinga vera siðlausa rányrkju og arðrán af íslenskum auðæfum sem eigi aö vinna kapp- samlega að að stöðva. Arni B. Guðjónsson fjallar um lesandabréf Rúnars Péturssonar, Klakksvik i Færeyjum. Bréfið birtist hérá síðunni 27. þ. m.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.