Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1982, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1982, Side 13
DV. MÁNUDAGUR 4. OKTOBER1982. 13 vatnssvæðinu til að búa til pólitískan ágreining og vildu byggja fyrst við Grafarvog eins og áætlaö hafði verið í skipulaginu 1977. Þeir hófust handa strax eftir kosningar eins og f jandinn væri á hælunum á þeim. Tillaga um stefnubreytingu í skipulagsmálum var tilbúin í júní. Megininntakið er aö næsta byggðarsvæði verði norðan Grafarvogs og meginhluti þess lands Keldna sem áætlað var til framtíðar- stækkunar rannsóknarstofnana falli undir íbúöabyggö. Forsögn með skipu- laginu er ein blaösíða, hvorki dagsett né undirrituð. Svar borgarstjóra við fyrirspum minni, hver væri höfundur hennar, var aö hún væri unnin á hans ábyrgð. (Með öðrum orðum: ykkur kemur þaö ekkert við.) I þessari dular- fuUu forsögn segir m.a. að svæðið eigi að vera ca 170 hektarar og 85% íbúöa- byggðar verði einbýlishús og raöhús. — Hér er því um að ræða nýtt úthverfi með verslunum, skólum og hedsu- gæslu. Slíkt hverfi kostar mikla peninga auk brúar yfir Grafarvog. I greinargerð eru færð „rök” fyrir breyttri framkvæmdaröð, Rauða- vatnssvæðið sé í raun óbyggilegt aö svo komnu máli vegna sprungna og ódýrara sé aö byggja við Grafarvog. I júlí eru svo tveir arkitektar ráönir til aö skipuleggja svæðið skv. forsögn- inni, þeir HUmar Olafsson og Hrafn- keU Thorlacius. Eigi þeir að hafa lokið frumdrögum 1. september og útfæra síðan nánar um þriðjung svæðisins sem komi tU úthlutunar vorið 1983. Við afgreiöslu í borgarstjóm fyrir sumarfrí geröi fyrrverandi meirihluti sameiginlega bókun þar sem hrakin vom „rökin” fyrir stefnubreyting- unni. Lokaorðin voru þessi: ,3ér er um fljótfærnislega ákvöröun að ræða sem ekki hefur fengiö neina efnislega umf jöUun af þar til k jömum fuUtrúum. Við greiðum því atkvæði gegn sam- þykkt þessari.” Helmingur landsins í eigu Reykjavíkur Það sem hefur fylgt í kjölfarið er aUt á eina bókina lært. Upplýsingum hefur verið haldið frá borgarfuUtrúum og Borgarskipulag sniðgengiö. AUt er unnið á ábyrgð borgarstjórans. Skipulagsdrögin sem tUbúin vom 1. september vom til umræðu 16. septem- ber á fyrsta fundi borgarstjórnar eftir sumarfrí. Vinna þessi er á algjöru frumstigi. Vegna fyrirspumar minnar kom fram að um helmingur landsins er í eigu Reykjavíkurborgar, eða um 70 hektarar. Ibúabyggð er í 100 m fjarlægð frá tilraunastööinni og borgarstjóri hyggst úthluta lóðum á vori komanda sem austast, þe.e. sem næst Keldum. Á sama tíma og sUkar yfirlýsingar em gefnar situr fagnefnd Gerður Steinþórsdóttir Baktjaldasamningar Vegna fyrirspumar frá Alþýðu- bandalaginu kom ennfremur fram að búið er að gera samning upp á 1,2 miUjónir króna við Verkfræðiskrif- stofu Sigurðar Thoroddsen um frumathuganir á gatna- og holræsa- kerfi norðan Grafarvogs, hönnun holræsa og gerð útboðsgagna. Er þetta allt gert á bak við borgarráð. Þannig eru starfsaðferðir hins nýja borgarstjóra. Að eigin sögn vUdi hann helst að borgarfuUtrúum yrði fækkaö í þrjá, enda þvælast þeir bara fýrir sjálfum borgarkeisaranum. Kostir og gallar Að lokum vil ég draga fram kosti og gaUa Rauðavatnssvæðisins og strand- byggöarinnar við Grafarvog. Jarð- fræðingur hefur tjáð mér að á „Skípulagsmálin eru stórmál sem eiga eftir að verða framhaldssaga í borgar- stjóm þetta kjörtímabil. . . Sjónhverfingar sjálfstæðismanna eiga eftir að verða Reyk- víkiugum dýrkeyptar.” að störfum á vegum menntamálaráðu- neytisins sem hefur það hlutverk að meta landrýmisþörf fyrú- rannsóknar- stöðina að Keldum. sprungunum við Rauðavatn og í Breið- holtinu sé stigsmunur en ekki eðUs- munur. En Rauðavatnssvæðið sé núna hættuminna byggingasvæði þar sem vitað er fyrirfram um sprungurnar en sömu sögu er ekki hægt aö segja um Breiöholtiö. Rökin fyrir því að byggja við Rauöa- vatn eru þau að landið er að verulegu leyti í eigu borgarsjóðs og með því að þróa byggð í framhaldi af þeirri sem fyrir er nýtist þjónusta í hverfinu ajn.k. til að byrja með. Rauðavatns- svæðið er hins vegar erfiðara byggingaland en Keldnaland. Okostirnir við Grafarvogssvæðið eru, auk þeirra sem á undan eru taldir, sprengihætta frá áburðarverksmiðju, nálægð við sorphauga og Gufunes- radíó. Sjálfstæðismenn ráða yfir sterkum fjölmiðlum. Þeim tókst að vekja ugg meðal kjósenda með síbilju um ógnir Rauðavatnssvæðisins þar sem vorið kæmi mörgum vikum síðar en með- fram ströndinni. Þeir gerðu mikið úr því að alþýðubandalagsmenn vildu byggja á þessum uppáhaldsstað sín- um, kenndum við roðann í austri. Stað- reyndin er hins vegar sú að stefna þess flokks fyrir kosningárnar 1978 var að þróa byggð í suðurátt. Endurskoðun skipulagsins á síðasta kjörtimabili leiddi hins vegar til annarrar lausnar á framtíðarbyggð Reykjavíkur. Sjón- hverfingar sjálfstæðismanna eiga eftir að verða Rey kvíkingum dýrkey ptar. Gerður Steinþórsdóttir, borgarfulltrúi. NÁTTÚRU- VERNDIN OG LANDVARSLAN Bretar hafa nýtt land sitt og mótað náttúru þess lun árþúsundir meö land- búnaði, skógarhöggi, námugreftri o.fl. og talið er aö enginn blettiu- landsins sé ósnortinn. Á Bretlandi búa rúmlega 200 íbúar á hverjum ferkílómetra aö jafnaöi og mest allt land er í einkaeign. Ekkert svæði á Bretlandi uppfyllir kröfur IUCN um friölýsingu. Fróðlegt er að minnast á Japan. Þar skipta að jafnaði hverjum km2 rúmlega 300 manns en Japanir eiga þó viðurkennd friðuðsvæði. Brautryðjendur um friðlýsingu lands eru þjóðir hins „nýja heims”, Bandaríkjanna, Kanada o.fl. I þessum löndum hafa verið tekin frá víðlend svæði þar sem maðurinn er áhorfandi en náttúran aðalverktakinn. A þessum svæðum leitast maðurinn við aö halda sér utan við hringrás nátt- úrunnar, hvergi er dreift áburði eöa fræjum, né eitri á skordýr. Ferðamenn eru beðnir um að safna ekki viði né flytja af svæðunum dýrahorn eða bein. Skógareldar sem kvikna á eðlilegan hátt útfrá eldingu eru látnir brenna þar til náttúran sér um að slökkva þá og ef spurt er hvers vegna þá er svar- að með annarri spurningu — hvemig fór náttúran að fyrir daga hins tækni- vædda manns? Arður þessarra svæða er metinn í fræðslu-, vísinda- og úti- vistargildi og talinn meira virði en peningalegur skammtímagróði sem fengist með mótandi nýtingu þessara svæða. Náttúrufridun á íslandi Lítum okkur nær. I bæklingum ætl- uöum útlendum ferðamönnum má gjarnan lesa að Island sé ósnortið land. Hvílík firra. Þó hafa breytingar á sum- um svæðum ekki orðið meiri en það að land nálgast mjög sína upprunalegu mynd eftir nokkurra áratuga friðun og em Homstrandir gott dæmi um það. Mikill hluti landsins er í almennings- eign eða óvissa ríkir um eignarhald. Hefðbundin nýting hefur til skamms tíma aðeins verið beit, en nú virðast stórvirkjanir helsta ógn náttúruvernd- ar og friðunar. Þegar það er auk þessa haft í huga að hér skipta að meðaltali rúmlega tveir menn hverjum ferkíló- metra veröur ljóst að óvíða (hvergi?) er á Vesturlöndum betri aöstaða til að friölýsa land en hér. Islendingar hafa tækifæri sem flestar Evrópuþjóðir hafa löngu glatað en þjóðir N-Ameríku o.fl. höföu vit á aö grípa í tíma — slíka skynsemi höfum viö ekki sýnt enn, enginn hluti okkar stóra lands er í raun alfriðaður. Tökum dæmi: Frá ársbyrjun 1930 hafa Þingvellir' veriö friölýstir sem helgistaður allrar þjóðarinnar. Þar hefur þó löngum tíðkast að úthluta ein- staklingum bletti til einkaafnota. Viö berum heldur ekki meiri virðingu fyrir náttúru þessa helga staðar en svo aö viö teljum okkur geta bætt um betur og troðum upp á hana útlendum trjám sem þar eiga alls ekki heima. Skafta- fell ber, hvaö skipulag og stjórnun snertir, höfuð og herðar yfir önnur frið- lýst svæði og nær því líklega að teljast alvöru þjóðgarður þótt þar hafi und- anfariö verið stiuiduð „skógsnyrting” (þ.e. að mati manna) og ef refir sæj- ust á þessu sauðlausa landi vshti þeir þar jafnréttdræpir og annars staðar. Hvort tveggja er auövitaö mótun manns á vistkerfi, en það sem ein- hverjir telja jákvæöa mótun á vistkerfi þessa stundina gæti talist neikvæð mótun síðar meir og því er óbreytt vistkerfi eitt af skilyrðum þess að land geti talist friðað. Við leggjum há- spennulínu inn fyrir mörk Friðlands að Fjallabaki, en til samanburðar má geta þess að fyrir nokkrum árum urðu rafmagnsfyrirtæki í Bandaríkjunum að hætta við að byggja fyrirhugað kolaorkuver vegna þess að það hefði sést frá Bryce Canyon þjóðgarðinum 64 km í burtu. I þjóðgaröinum viö Jökulsárgljúfur er búfjárbeit óheimil samkvæmt reglugcrð en undanþágu er hnýtt aftan við og svasðið er allt ofbeitt. Á þurrviðrisdögum sér þar vart til sól- ar fyrir moldroki. Birkikjarr prýðir enn hlíðar, en trén eru þrautnöguð eins langt og kindur ná og nýgræðingur fær ekki vaxið upp. Þegar þau tré sem nú standa deyja vegna aldurs hverfur kjarrið og e.t.v. bregður þá loks ein- hverjum í brún, en betur væri ef fyrr yrði. Þannig mætti halda áfram og einu svæðin sem hægt er að undan- skilja eru Eldey, Surtsey og Esjufjöll, svæði sem nær enginn maður fær lagt leið sína á. Ástæðan fyrir því aö þessi svæði hafa hlotiö friðun er sú að þau voru ónytjuð fyrir friðlýsingu og ekki fyrirsjáanlegt aö hægt yrði að nota þau okkur til fjár í náinni framtíö. Því þurfti engu að fórna til að friðlýsing næði fram að ganga en á öðrum friðuð- um svæðum er mikilvægum náttúru- verðmætum fórnað örfáum hagsmuna- aðilum án tillits til okkar hinna sem líka lifum í og eigum þetta land í nútíð og framtíð. Sú spurning er áleitin hvers vegna íslendingar eru svo áhugalitlir um að vernda mestu dýrgripi náttúru lands síns. Svarið virðist vera þaö að okkur skortir virðmgu fyrir náttúrunni. Það sem menn bera ekki virðingu fyrir reyna þeir að móta að sínum vilja, beygja undir sitt vald (sbr. Geysi). Sú regla gildir hvort sem um er að ræða menn, hluti eöa náttúru. Það dytti eng- um í hug að halda því fram að hægt væri aö endurbæta Kjarvalsmálverk með því aö mála ofaní það strik eöa klessur eða að hægt væri að lagfæra ljóð þjóöskáldanna okkar með því að bæta í þau orðum eöa setningum. Allt annað er uppi á teningnum þegar nátt- úran er annars vegar. Islendingum er trúað fyrir mörgum merkilegum svæð- um og sumum mikilvægum á heims- mælikvarða. Þessi svæði eru náttúru- leg listaverk sem fólk þyrfti aö fá að njóta óspjallaðra. Spjcll á náttúru listaverkum eru að því leyti verri en spjöU á manngerðum listaverkum að þau eru nær aUtaf óafturkræf. Mann- virki eru ekki brotin niöur eða há- spennulínur færöar og enginn mann- legur máttur fær bætt ýmis spjöU á náttúrunni. Þau fær enginn bætt nema náttúran sjálf á óendanlega löngum tíma. Landvarsla og náttúruvernd En hvemig tengjast landvarsla og ferðamennska öllu því sem hér hefur verið sagt? Margar ástæður liggja að baki því hve Ula Islendingar standa að náttúrufriðun miöaö viö hve aðstæöur eru hér góðar. Aðurnefnt virðingar- leysi fyrir náttúru lands okkar tel ég þó vera meginorsökina og það virðingar- leysi stafar af skorti á skUningi og þekkingu. Ef Islendingar væm al- mennt betur að sér um náttúm og þá sérstaklega lífríki lands síns þá veitti sú þekking þeim ekki einungis ómælda ánægju heldur yki hún skUning á mikil- vægi náttúruverndar og friðunar. sem væri m.a.s. peningalega hagkvæmt sé tU langs tíma litið. Það sem skortir er umhverfisfræðsla sem beindist að því aö auka skUning og virðingu fólks fyrir náttúm landsins. Þegar minnst er á fræðslu mæna augu manna á skólana, en þama geta margir aðrir Uka lagt hönd á plóginn. I lögum og reglum flestra þeirra samtaka og ráöa sem vinna að náttúruvernd er klausa um að viökomandi skuli sinna fræðslumálum. Þeirri reglu hefur oftast verið fram- fylgt meö útgáfu, sýningum, ráðstefn- um, erindum o.fl. Spyrja má; fyrst það sem verið er að fræða fólk um er úti, hvers vegna er þá veriö aö draga fólk inn? Sú fræðsla sem flutt er af hæfum leiðbeinendum úti í þeirri náttúm sem verið er að kynna hlýtur að vera miklu árangursríkari og ná til fleiri en lestur dauðra bóka innan fjögiura veggja. Á þessu sviði gætu borgar-, bæjar- og sveitarfélög lagt mikilvæg lóð á vogar- skálina en við Islendingar erum svo heppnir að m.a.s. innan marka höfuð- borgar okkar em náttúruminjar sem gætu orðið mikilvægar til umhverfis- fræðslu væri hirt um aö nýta þær á þann hátt. Þjóðgarðurinn á Þingvöllum, Nátt- úruverndarráð, Skógrækt ríkisins, Ferðafélag Islands, ferðabaaidur o.fl. hafa nú þegar starfandi fólk á fjöl- mennustu ferðamannastööum lands- ins, en þeir staðir hafa einnig að geyma mikilvægustu náttúruundur landsins. Starf þessa fólks er harla svipað þótt með nokkmm tilbrigöum sé eftir atvinnuveitenda og stað, en allt er það ráðið til að gæta ákveðinna landgæða og við sem stofnaö höfum með okkur félag köllum okkur landverði. Engin reglugerð er til um menntun eða störf landvarða. Landvörðum er ætlað að vera feröafólki til leiðbeiningar, leið- sagnar og aðstoðar. Þeir gera fleira. Þeir skúra kamra og klósett, safna rusli, tína rusl og eyða rusli. Þeir taka á móti tjaldgestum, telja þá og skrá og rukka gjöld. Þeir hafa afskipti af því fólki sem sést brjóta reglur og lög og hlusta í næstum hvert einasta skipti á afsakandi svör gesta: „Við vissum þetta ekki, þetta stendur hvergi.” Landverðir eru á sífelldum þönum og eiga sjaldan frí, því fleiri gestir, því meiri erill, fleiri skúringar, meira rusl, minni svefn og meiri þreyta en um leið meiri þörf á lipurð landvarða, leiðbein- ingum þeirra og f ræðslu. Slíkur er víta- hringur landvarða og ég sé ekki að hann verði rofinn á annan hátt en að umhverfisfræðsla verði stóraukin. Umhverfisfræðsla sem eykur skilning fólks á dauöri og lifandi náttúru lands okkar. Sá skilningur mun leiða til virðingar sem koma mun fram í bættri umgengni. Ég tel það siðferðilega skyldu þeirra aðila sem sjá eiga um aö vemda náttúru lands okkar og/eða lifa á því að sýna hana öðrum að þeir hafi forgang að aukinni umhverfisfræðslu. Það geta þeir gert með því að ráða til sín vel menntaöa landverði sem er fyrst og fremst ætlað að vera fólki til leiðbeiningar, fara í gönguferðir og halda fræðandi erindi og kvöldvökur. Sigrún Helgadóttir, líffræðíngur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.